Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 64
MINNINGAR 64 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurbjörn Guð-mundur Sigur- björnsson fæddist í Baugaseli í Barkár- dal 27. febrúar 1923. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Seli 3. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurbjörn Ingimar Þorleifsson bóndi, f. 16. apríl 1875, d. 9. maí 1924, og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, f. 15. apríl 1886, d. 25. sept. 1927. Fósturfor- eldrar Sigurbjörns voru þau hjón- in Friðbjörg Jónsdóttir og Magnús Friðfinnsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal. Uppeldisbræður Sig- urbjörns, Höskuldur, Skúli og Finnur, eru allir látnir og einnig albræður hans, þeir Þorleifur, Herbert, Kári og Þráinn. Systur Sigurbjörns eru þær Kristín, f. 1909, búsett á Akureyri, og Anna María, f. 1913, búsett á Blönduósi. Sigurbjörn kvæntist 27. febrúar 1953 Jóhönnu Þórarinsdóttur frá Fljótsbakka í Eiðaþinghá, f. 24.2. 1931. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 25.11. 1954, gift Magnúsi Jóns- syni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Þórarinn, f. 9.10. 1956, kvæntur Elísabetu R. Jó- hannesdóttur, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Magnús, f. 6.12. 1960, kvæntur Ingibjörgu Sævarsdóttur og eiga þau tvö börn. 4) Hanna Birna, f. 2.7. 1970, gift Jóhannesi Ellingsen, og eiga þau þrjár dætur. Fóstursonur Einir Örn Einisson, f. 31. maí 1965, sambýlis- kona hans er Hrönn Hjaltadóttir og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Sigurbjörn ólst upp í Skriðu og dvaldist þar til tví- tugs en þá flutti hann til Akureyrar og hóf þar störf við Nýju kjötbúðina. Hann lærði kjöt- iðn hjá KRON í Reykjavík og starf- aði síðan áfram í Nýju kjötbúðinni til ársins 1950. Þá réð hann sig til KEA þar sem hann starfaði óslitið í fjörutíu og þrjú ár, fyrst við pylsu- gerðina en síðar í Kjötiðnaðarstöð KEA þar sem hann var verkstjóri lengst af. Sigurbjörn var einn af stofnendum Félags íslenskra kjöt- iðnaðarmanna og var kjörinn heið- ursfélagi þess 1987. Hann söng með Karlakór Akureyrar í fjölda- mörg ár og var félagi í Lions- klúbbnum Hugin á Akureyri um árabil. Sigurbjörn var mikill áhugamaður um hesta og var frí- stundabóndi á Akureyri í mörg ár. Útför Sigurbjörns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss. (Ingólfur Þorsteinsson.) Þegar við minnumst föður okkar kemur upp í hugann umhyggja hans fyrir fjölskyldunni og það að gera eitt- hvað skemmtilegt með okkur. Hans aðaláhugamál voru ferðalög, veiði- mennska, hestar og söngur. Ferðirn- ar sem við fórum í með honum og mömmu eru ógleymanlegar, þar sam- tvinnuðust áhugamálin öll og það skipti ekki máli hvort við vorum á bíl- um eða hestum. Það er vandfundinn sá staður á Íslandi sem við höfum ekki komið á. Við áttum bláan Rússa- jeppa sem kom okkur upp á hálendið, þar sem við ókum um eins og við ætt- um heiminn og meira til. Við fórum nokkrum sinnum inn á hálendið sem þá var ósnortin paradís, þangað lágu vegaslóðar eða ættum við frekar að kalla það troðninga. Allar ár og lækir voru óbrúaðir og afar skemmtilega að keyra yfir, stundum á fleygiferð svo að gusurnar gengu yfir bílinn en stundum þurfti að lúsast yfir árnar en þá voru þær dálítið djúpar. Oft flæddi inn í jeppann og bremsurnar blotn- uðu og urðu óvirkar og þannig var ástandið hjá okkur eitt sinn þegar við vorum á leið niður í Þjófadali. Allt í einu uppgötvar pabbi að bíllinn er bremsulaus og ferðin jókst við hvern metra en pabbi hélt ró sinni og stýrði bílnum örugglega niður á jafnsléttu þar sem við gátum loksins stoppað. Við systkinin vorum dálítið skelkuð en vissum ekki almennilega hvað þetta var hættulegt fyrr en Kári frændi, sem hafði verið á eftir okkur, kom æðandi út úr bílnum og baðaði út öllum öngum. Hann taldi öruggt að þetta hefðu getað orðið okkar síðustu dagar en svo var ekki og ferðinni var haldið áfram og ævintýrin biðu bak við hvern hól og hverja bungu. Á Hveravöllum láum við í tjöldum og veiddum okkur bleikjur í matinn. Stundum veiddum við svo mikið í Seyðisánni að við urðum að salta yfir fiskinn svo flugurnar færu ekki í hann og geymdum hann svo milli þúfna. Einu sinni reyndum við að sjóða bleikjuna í hver en hann smakkaðist ekki vel. Hverirnir voru kapituli út af fyrir sig, við sátum við þá og fylgd- umst með hvernig bullaði og sauð í þeim. Við skoðuðum náttúruna, gróð- urinn, fjöllin og jöklana. Pabbi þekki flest fjöll og kennileiti. Hjá honum lærðum við þá landafræði og náttúru- fræði sem við búum að enn í dag. Hann kenndi okkur að meta landið okkar og ganga vel um það. Á kvöldin komum við í tjöldin og borðuðum og svo var slappað af í heita pottinum. Þá voru heitir pottar mjög fágætir og við nutun þess að leika okkur í heitu vatn- inu og þvo af okkur ferðarykið. Pabbi og mamma stunduðu búskap í frístundum sínum og þá áttum við hesta og nokkrar kindur. Pabbi var mikill hestamaður, hestar voru eigin- lega hans ær og kýr. Hann mátti aldr- ei sjá fallegan hest án þess kaupa hann. Pabbi átti einn uppáhaldshest sem hét Hringur. Það var besti hest- urinn og enginn kom í staðinn fyrir hann. Margar skemmtilegar minn- ingar eigum við sem tengjast bú- skapnum. Þar var í mörgu að snúast, það þurfti að reka kindurnar upp til fjalla, setja hestana í hólf yfir sumarið svo ekki sé minnst á heyskap og rétt- ir. Við áttum mikið hestastóð fram í Litla-Dal, með Ingva og Bergþóru sem þar bjuggu og þar vorum við seint og snemma. Svo voru það hesta- réttir og hestamannamótin og allt fjörið sem fylgdi þeim. Já, þetta voru skemmtilegir dagar sem gott er að minnast. Pabbi hafði létta lund og mikil gleði fylgdi honum. Hann var söngmaður mikill og söng lengi í Karlakór Ak- ureyrar. Við lærðum þessi karlakórs- lög um leið og pabbi var að æfa sig og svo var sungið í ferðalögunum og það ekki lítið. Ég held að við höfum kunn- að efnisskrá kórsins utan að ár eftir ár. Seinni árin fékk pabbi mikinn áhuga á garðrækt og sá um að garð- urinn okkar í Norðurgötunni væri eins fallegur og hægt var. Sá garður var sleginn mun oftar en aðrir garðar í nágrenninu. Pabbi var mikið snyrtimenni og vildi alltaf vera fínn. Hann hugsaði mikið um hvernig hann ætlaði að vera klæddur við hin og þessi tækifæri og bindin voru punkturinn yfir i-ið, enda mörg til. Það var gaman að fara með honum í búðir því hann hreifst svo auðveldlega af fallegum fötum og allt- af vantaði hann eitthvað nýtt í fata- skápinn. Pabbi og mamma voru nátengd, ef minnst var á annað þá fylgdi hitt með. Pabbi treysti alveg á mömmu í einu og öllu og vildi alltaf hafa hana nálægt sér, gat í raun aldrei af henni séð. Síð- ustu mánuðir voru pabba erfiðir, mik- il veikindu komu í veg fyrir að hann gæti verið heima hjá mömmu og það var honum erfitt. Mamma stóð eins og klettur með honum og var vakin og sofin yfir velferð hans. Þannig voru þau saman allt til enda og fyrir það viljum við systkinin þakka. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sels og lyfjadeildar Fjórðungssjúkra- hússins þökkum við fyrir góða umönnun og velvild í garð foreldra okkar. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Elsku pabbi, hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Guðrún, Þórarinn, Magnús og Hanna Birna. Veiðiferðir, ferðalög og fjölskyldan voru áhugamál Sigurbjörns tengda- föður míns. Jóhanna og hann buðu mig hjartanlega velkominn í fjöl- skylduna og Sigurbjörn spurði mig hvort ég hefði gaman af því að veiða á stöng. Ég sagði svo vera og þar með vorum við orðnir tengdafeðgar. Við fórum saman í ógleymalegar veiði- ferðir í Hofsá í Vopnafirði. Þar vorum við í nokkra daga í tvö sumur og veiddum lax og silung. Seinna sum- arið hafði Sigurbjörn fengið sér nýja flugustöng og fór á flugunámskeið til að læra á græjurnar. Svo æfði hann sig í garðinum, slíkur var áhuginn. Það var ekkert hálfkák á hlutunum. Þarna í Vopnafirði vorum við með konurnar og börnin með okkur og lágum í tjöldum. Þá snjóaði yfir okkur í lok júlí en það kom ekki að sök, við veiddum bara betur, en frúrnar voru ekki alveg eins hrifnar af því að vera í snjónum með börnin en við hlustuð- um ekkert á það. Við vorum að veiða, allt annað skipti þá ekki máli. Eins fórum við stundum í Laxá í Aðaldal og þá lentum við í því að tjaldið þeirra fauk og tjaldaði sér sjálft yfir bílinn þeirra, þá var mikið hlegið. Við ferð- uðumst talsvert saman og einu sinni fórum við saman til Englands í ógleymanlega ferð. Það var sama hvert við fórum, það var bara gaman og alltaf nóg að gera og skoða. Sig- urbjörn þekkti landið eins og lófann á sér og var ólatur við að fræða okkur. Oft fylgdu með góðar sögur af bænd- um á bæjum þeim sem við ókum framhjá. Það var ótrúlegt hvað hann þekkti mikið til. Sigurbjörn var léttlyndur og skemmtilegur maður og gott að sækja þau hjón heim. Móttökurnar voru hjartanlegar og góðar. Sigur- björn hafði gaman af því að segja sög- ur af mönnum og málleysingum og oft fór hann með góðar vísur fyrir mig. Það er gott að minnast þess að hafa verið með honum á áttræðisafmælinu hans og gullbrúðkaupi þeirra hjóna í febrúar sl., þá átti fjölskyldan með honum góðan og skemmtilegan dag. Sigurbjörn var svo ánægður að geta komið heim af sjúkrahúsinu og verið með fjölskyldunni sinni, einu sinni enn. Þetta er dagur sem við gleymum seint og erum öll svo þakklát fyrir. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Guð geymi þig. Magnús. Það komu margar minningar upp í huga okkar systkinanna þegar við kveðjum hann afa okkar. Við vorum svo heppin að alast upp við hliðina á ömmu og afa. Það sem stendur upp úr er þegar við komum í heimsókn til þeirra að við fórum alltaf með afa inn í herbergi en þar geymdi hann namm- ið. Það var eins og verslun inni í skáp. Þá máttum við fá eina lúku og svo pínu í vasann líka. Aldrei leið sá afmælisdagur að ég (Sonja) fengi ekki 1 rós frá afa mín- um. Eftir því beið ég og það gladdi mig svo. Þessi rós lifði alltaf lengur en aðrar rósir. Afi fylgdist vel með Elmari á skautunum og mætti á allar keppnir á meðan hann gat. Þegar Elmar stóð sig vel og fékk verðlaun þá var afi að vinna líka og hrópaði húrra, húrra, slík var gleðin yfir velgengninni. Afa fannst gaman að koma til okk- ar í sumarbústaðinn og gott að vera þar. Afi og amma sáu um að rækta upp lóðina í kringum bústaðinn. Þau SIGURBJÖRN SIGURBJÖRNSSON ✝ Stefán Geir Svav-ars fæddist í Reykjavík 4. maí 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 2. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Svavar S. Svavars, verslunar- og skrif- stofumaður, ættaður úr Suður-Þingeyjar- sýslu og Jóna Bjarna- dóttir Svavars, hús- móðir, ættuð frá Austurlandi en bjuggu lengst af í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur börn og var Stefán yngstur. Hin voru sr. Garðar, síðast sóknar- prestur í Laugarneskirkju. Hann er látinn en ekkja hans Vivian Svav- arsson lifir mann sinn. Næst var Hildur Sigríður húsmóðir, gift Ár- manni Jakobssyni og eru þau látin. Þá Bjarni, starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, giftur Dagmar Beck og eru þau látin. Stefán kvæntist hinn 2. febrúar tjarnarnesi. 2) Svavar, sóknar- prestur í Fellaprestakalli í Reykjavík, kvæntur Auði Björk Kristinsdóttur M.Ed. kennsluráð- gjafa og búa þau á Selfossi. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Hildur Björk MA, verkefnastjóri hjá Rann- sóknarþjónustu HÍ, gift Einari Frey Magnússyni byggingafræðingi, starfsmanni VÍS og eiga þau þrjú börn, Sóleyju Björk, Sævar Breka og Stefán Arnar og búa þau í Reykjavík. b) Stefán hagfræðinemi við HÍ, kvæntur Vanessu Escobar, nema við Iðnskólann í Reykjavík. Búsett í Reykjavík. c) Kristinn Arn- ar í foreldrahúsum. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Reykjavík. Vann ýmsa vinnu þar á unglings- árum og með skólagöngu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og lauk kandidats- prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands1946. Vann að námi loknu við bókhald og endurskoðun hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til árs- ins 1962. Réðst það ár sem aðalbók- ari hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík allt til ársins 1985 er hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Útför Stefáns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1947 Ólöfu Matthías- dóttur, f. í Vestmanna- eyjum 28. maí 1918, d. 14. janúar 1999. Hún var dóttir Matthíasar Finnbogasonar og Sig- ríðar Þorsteinsdóttur á Litluhólum. Þau Stefán og Ólöf áttu heimili í Reykjavík fram til ársins 1992 er þau fluttu í Sunnuhlíð í Kópavogi. Þau eignuð- ust tvo syni, þeir eru: 1) Þorsteinn Júlíus mjólkurfræðingur, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur verslunarmanni og eiga þau og reka verslunina Litabæ á Seltjarnarnesi og eru búsett þar. Þau eiga tvö börn, þau eru: a) Ólöf húsmóðir í Mílanó á Ítalíu, gift Andrea Bonometti framkvæmda- stjóra. Þau eiga tvö börn, Viktor Stein og Önnu. b) Símon Geir íþróttafræðingur og kennari í Granda- og Hagaskóla, í sambúð með Aðalheiði Jónsdóttur, starfs- manni á leikskóla, og búa þau á Sel- Mig langar til að minnast tengda- föður míns Stefáns Svavars sem ég hef átt samleið með í 38 ár. Mér er það í fersku minni þegar ég hitti Stefán í fyrsta skipti. Það var vorið 1965. Ég hafði fengið vinnu á skrifstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík sem þá var til húsa að Laugavegi 162. Að sjálfsögðu var ég kynnt fyrir starfsfólkinu. Þarna stóð hann beinn í baki með sitt glettna bros snyrtilegur og óaðfinnanlega klæddur. Þetta er hann Stefán Svav- ars aðalbókarinn okkar. Sonur hans er að læra mjólkurfræði hjá okkur og heitir Þorsteinn. Hann var að kaupa sér nýjan bíl sem þóttu miklar fréttir í þá daga. Seinna um daginn fóru allir út að skoða bílinn og þá sá ég í fyrsta skipti soninn sem síðar varð eigin- maður minn. Það var ekki hávaðinn í honum Stefáni hann vann verk sín í hljóði, vel og vandlega. Hann var gæddur góðri kímni og gat látið hin ýmsu gullkorn falla til að létta okkur lund- ina. Stefán hugsaði alltaf vel um heilsuna enda var hann mjög heilsu- góður og vel á sig kominn. Hann fór sínar eigin leiðir og í þá daga þóttu menn skrítnir ef þeir gerðu eitthvað sem allur almenningur lagði ekki í vana sinn, en þykir sjálfsagt nú. Á hverjum degi í hádeginu þegar vinnufélagarnir fóru út í mötuneyti að borða fór hann í sinn daglega klukkutíma göngutúr. Léttur á fæti gekk hann rösklega, alltaf sömu leið- ina og lét ekkert stoppa sig, klæddi sig bara eftir veðri. Seinna þegar ég kynntist honum betur vissi ég að hann borðaði alltaf sama morgun- matinn vel útilátinn einhvers konar morgunkorn kallað grúsga sem hann lagði í bleyti kvöldið áður og sauð daginn eftir. Meira þurfti hann ekki að borða yfir daginn fyrr en að kvöld- matnum kom, en hann drakk mikið kaffi. Þegar ég bjó tímabundið á heimili þeirra hjóna og kynntist honum bet- ur fann ég að hann var mikið ljúf- menni sem flíkaði ekki tilfinningum sínum en vildi allt fyrir okkur gera. Hann las mikið og gat gleymt sér við að hlusta á góða tónlist. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkurri mann- eskju. Stefán kynntist ungri blóma- rós frá Vestmannaeyjum Ólöfu Matt- híasdóttur og saman áttu þau 55 ár í blíðu og stríðu. Stefán elskaði Ollu sína mjög heitt og vildi allt fyrir hana gera. Hefur þó kannski hér á árum áður ekki alltaf hagað sér eins og hún vildi. Seinna þegar hún var að segja okkur sögur af þeirra stundum stormasama lífi gat hún gert grín að öllu saman eins og henni var einni lagið og þá gátum við öll hlegið og haft gaman af. Stefán og Olla eignuðust seint bíl en þegar hann var kominn í hlaðið voru þau óstöðvandi og var farið í úti- legur um hverja helgi eða keyrt um landið. Seinna fóru þau mikið saman til útlanda. Árið 1992 fluttu Olla og Stefán úr Álfheimum 36 og keyptu íbúð í Sunnuhlíð í Kópavogi. Það var mikil gæfa fyrir þau bæði, því undir það síðasta þurftu þau bæði að nýta sér þá þjónustu sem Hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð býður upp á. Þegar Stefán var 65 ára fann hann að hann gat ekki sinnt störfum sínum eins vel og hann vildi og hætti því á vinnumarkaðnum. Seinna kom í ljós að hann átti í baráttu við Alzheim- erssjúkdóminn sem leiddi til þess að í mars 1997 varð hann vistmaður á Hjúkrunarheimilinu og lést þar 2. maí sl. Þegar Stefán er allur vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka starfs- fólki deildar 3 í Sunnuhlíð frábæra umönnun. Þar leggur starfsfólkið STEFÁN GEIR SVAVARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.