Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 65
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 65 eyddu góðum tíma í að gróðursetja blóm og tré og njóta góða veðursins. Afi naut þess að vera með fjölskyld- unni sinni, hún skipti hann öllu máli. Hann vildi sitja úti á palli og borða og taka svo góðan tíma í að spila. Þá var afi glaður og ánægður. Þegar við borðuðum með afa og ömmu sagði afi alltaf takk fyrir að borða með okkur. Í dag segjum við takk fyrir að vera afi okkar. Elsku amma, þakka þér fyrir hvað þú varst góð við afa og hugsaðir vel um hann alla tíð. Þín Sonja og Elmar. Elsku afi. Þú varst heimsins besti afi. Þegar ég hugsa um þig man ég best eftir þér þegar ég átti heima á Akureyri og kom í heimsókn í Norðurgötuna. Það var svo skemmtilegt að koma til ykk- ar og góður maturinn hennar ömmu. Svo var farið í nammiskápinn á eftir. Ferðin til Englands er ógleymanleg, sérstaklega þegar við vorum í Jersey, á blómahátíðinni. Það var nú eitthvað fyrir þig. Við ókum um allt Suður- England og þú naust þessarar ferðar eins vel og hægt var þrátt fyrir að þú værir veikur. Mér fannst þú svo dug- legur og alltaf jákvæður og ánægður. Bíltúrar voru í miklu uppáhaldi hjá þér og vorum við varla komin inn úr dyrunum þegar þú vildir leggja af stað í bíltúr og kaupa svo ís á eftir. Elsku afi, nú skiljast leiðir okkar og ég vil þakka þér fyrir allt. Megi góður guð vernda þig og vaka yfir ömmu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Inga Lára. Þegar ég hugsa til baka standa sumrin hjá afa og ömmu, Ítalíuferðin og veiðiferðirnar sem við fórum í upp úr, enda voru sumrin mörg og ófáir fiskarnir sem við veiddum. Göngu- túrinn niður Norðurgötuna (sem var löng þá) til að ná í þig í hádeginu í grjónagraut, sem fór ekki vel til að byrja með, því ég fann ekki sláturhús- ið, en með leiðsögn fannst það daginn eftir. Elsku afi við söknum þín mikið en vitum að þú vakir yfir okkur og litla prinsinum okkar sem er nýkominn í heiminn. Ástarkveðja Rannveig Inga, Bjarki og Arnar Gauti. ✝ Matthildur Guð-brandsdóttir fæddist á Loftsölum í Mýrdal 7. júní 1918. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar Matthildar voru hjónin Elín Björnsdóttir hús- freyja og Guðbrand- ur Þorsteinsson bóndi og vitavörður í Dyrhólaeyjarvita. Þau hjón eignuðust 17 börn og af þeim komust 15 til fullorð- insára. Systkini Matthildar voru: Sigurveig, f. 1898, d. 1988, Marta, f. 1900, d. 1995, Guðbjörg, f. 1902, d. 1992, Vilborg, f. 1903, d. 1979, Þorsteinn, f. 1904, d. 1987, Fann- ey, f. 1905, d. 1990, Daníel, f. 1906, d. 1964, Sigurlín, f. 1907, d. 1996, Steinunn, f. 1908, d. 1973, Björn, f. 1911, d. 1973, Þórunn, f. 1912, d. 1985, Lára, f. 1914, d. 1984, Anna, f. 1915, d. 1985, og Sigríður, f. 1916, d. 1994. Matthildur giftist árið 1952 Jóni Ísfeld Guðmundssyni slökkviliðs- manni. Þau hjón bjuggu alla sína hjúskapartíð í Hamrahlíð 3 í Reykjavík. Jón Ísfeld lést árið 1992. Matthildur og Jón áttu sam- an einn son, Björn Guðbrand, f. 11. des. 1957. Börn hans eru Freyr, f. 1981, Elín, f. 1992, og Tumi, f. 1996. Matthildur var í foreldrahúsum á Loftsölum fram á miðjan fjórða áratug síðustu aldar þegar hún flutti til Reykja- víkur þar sem hún vann m.a. í Vinnu- fatagerðinni. Hún var í kaupamennsku í sveitum Eyjafjarð- ar undir lok fjórða áratugarins. Snemma árs 1944 sigldi Matthild- ur til New York þar sem hún vann ýmis störf og nam hárgreiðsluiðn. Eftir heimkomu í lok fimmta ára- tugarins rak Matthildur hár- greiðslustofu við Vitastíg í nokkur ár. Frá árinu 1957 sinnti Matthild- ur fyrst og fremst húsmóðurstörf- um en árið 1967 réð hún sig til Pósts og síma og starfaði sem póst- maður óslitið til ársins 1988 er hún lét af störfum vegna aldurs. Síð- ustu fjögur árin dvaldist Matthild- ur á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Útför Matthildar verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Matthildur frænka mín kveður síðust af stóra systkinahópnum frá Loftsölum. Hún var líka yngst af fimmtán börnum þeirra hjónanna Elínar Björnsdóttur húsfreyju og Guðbrandar Þorsteinssonar bónda á Loftsölum og vitavarðar við Dyr- hólaeyjarvita. Sigurveig móðir mín var elst en milli hennar og Matthild- ar voru tuttugu ár. Systurnar voru tólf og bræðurnir þrír. Það var ekki veraldlegur auður í garði á Loftsölum, en það sagði mér móðir mín, að aldrei hefði þar skort nauðsynjar þótt barnahópurinn væri stór. Elín húsfreyja var annáluð dugnaðarkona og Guðbrandur sótti víða björg í bú, seig í björg eftir fugli og eggjum og stundaði sjóróðra á vetrum. Má ætla að börnin hafi feng- ið gott viðurværi því öll náðu þau nokkuð háum aldri og flest komust yfir áttrætt. Það var bæði gaman og fróðlegt að heyra Möttu og þau systkinin frá Loftsölum segja frá æskuárunum á þessum fagra stað og fáa hef ég heyrt minnast foreldra sinna með eins mikilli væntumþykju og þakk- læti. Lífið var þó ekki alltaf auðvelt og snemma urðu börnin að fara að hjálpa til. Fyrsti vitinn á Dyrhólaey var byggður 1910 og þurfti að fara í vitann kvölds og morgna til að kveikja og slökkva. Guðbrandur treysti börnum sínum til þessara starfa og fóru þau þeirra erinda til skiptis. Enginn vegur var þá upp á eyna en farið brattan stíg vestan á eynni. Oft lentu börnin í ævintýrum í þessum leiðöngrum og kunni Matta margar sögur af þeim og öðrum at- vikum frá bernskuárunum heima á Loftsölum. Yngri systurnar á Loftsölum þóttu oft nokkuð framúrstefnulegar í háttum svo sem þegar þær tóku upp á því að ganga í síðbuxum og reykja pípu, en slíkt þótti ekki við hæfi stúlkna hér á árum áður. Trúlega hefur þetta verið þeirra leið til að mótmæla viðteknum venjum og sýna sjálfstæði, en þær fóru oft sínar eigin leiðir bæði þá og síðar. Systurnar frá Loftsölum hleyptu heimdraganum hver af annarri og lá leið þeirra flestra til Reykjavíkur. Matta vann þar við ýmis störf en æv- intýraþráin blundaði í brjósti og þeg- ar henni bauðst tækifæri til að fara til Bandaríkjanna nýtti hún sér það. Þar dvaldi hún í nokkur ár og lærði þar snyrtingu og hárgreiðslu. Þegar hún kom heim fór hún að vinna við sitt fag og fljótlega setti hún á stofn eigin hárgreiðslustofu sem hún rak í mörg ár. Ég minnist þess hvað okkur systrum þótti mikið til hennar koma þegar hún kom frá útlandinu, hún var svo smart og vel til höfð, en þannig var hún alla tíð, frjálsleg í fasi og glæsileg. Milli systranna frá Loftsölum ríkti mikil samheldni. Þær sem bjuggu í Reykjavík höfðu með sér sauma- klúbb, þær voru átta systur saman og mun slíkt ekki algengt. Við af yngri kynslóðinni vorum dugleg að mæta í þessa saumaklúbba sem voru eins og stórveislur og styrktust þar með ættarböndin. Það var ekki ónýtt fyrir okkur systurnar að eiga allar þessar góðu móðursystur að og allar létu þær sér annt um okkur, en Matta skipaði þó alltaf sérstakan sess í huga okkar. Hún var ekki bara góð frænka heldur einnig vinkona okkar. Hún var á svipuðum aldri og eldri systur mínar og börn okkar á líku reki. Hún var líka alltaf svo hress og ung í anda. Matthildur var orðin nokkuð fullorðin þegar hún fann draumaprinsinn, hann Jón, og svo gerðist kraftaverkið þegar hún eignaðist augasteininn sinn hann Björn Guðbrand. Þá hætti hún að vinna úti, seldi hárgreiðslustofuna og helgaði sig heimilinu í mörg ár. Hún var framúrskarandi myndarleg húsmóðir og allt lék í höndunum á henni. Við systurnar gátum alltaf leitað til hennar, hvort sem var í sambandi við saumaskap eða til að fá góð ráð ef eitthvað bjátaði á. Hún var svo skilningsrík og fordómalaus. Ég minnist ótal ánægjustunda með Möttu gegnum árin. Hátt ber hinar árlegu ættarferðir en þar voru þau hjón ómissandi. Þá var tekið lag- ið en Matta hafði mikla ánægju af söng og kunni flest lög. Það var eig- inlega alltaf fjör og gleði þar sem hún var. Hún var einlægur náttúruunn- andi, þekkti öll fjöll og firnindi og hafði örnefni á takteinum. Hvergi undi hún sér betur en úti í íslenskri náttúru. Þegar ég skrifa þessar línur er 1. maí nýlega liðinn en sá dagur skipaði sérstakan sess í huga Möttu. Þá fór hún í sparifötin og í kröfugöngu, en hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og var hugsjóninni trú. Oft var setið heima í Hamrahlíð þar sem fram fóru líflegar umræður um menn og málefni, enda húsráðendur bæði fróð og vel lesin. „Allra daga kemur kvöld“, var hún móðir mín vön að segja og síðustu ár- in átti Matta við vanheilsu að stríða. Manni verður alltaf betur og betur ljóst hversu mikil áhrif bernskuárin hafa á líf manna og hversu mikilvægt það er að eiga sér draumaland. Þeg- ar kraftar dvína og ellin sækir að er gott að ylja sér við ljúfar minningar um árin heima, og „heima“ var svo sannarlega Mýrdalurinn í huga Matthildar frænku minnar. Þangað var alltaf farið þegar tækifæri færi gafst. Nú vorar í Mýrdalnum og fuglarnir á Dyrhólaey eru að hefja hreiðurgerð. Ég sé Möttu fyrir mér þar sem hún gengur um heimahag- ana, léttstíg með bros á vör. Þannig minnist ég hennar best. Síðustu árin dvaldi Matta á hjúkr- unarheimilinu í Víðinesi þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Björn sonur hennar annaðist móður sína vel og barnabörnin þrjú voru henni miklir gleðigjafar. Ég sendi þeim öll- um samúðarkveðjur. Og nú eru þau öll horfin af sjón- arsviðinu, systkinin frá Loftsölum. Við fráfall fólks sem maður hefur þekkt alla tíð og þótt vænt um er sem verði kaflaskipti í lífi manns. Ég á eingöngu góðar minningar um Matt- hildi móðursystur mína og er inni- lega þakklát fyrir samfylgdina og allt sem hún var okkur systrum og fjölskyldum okkar. Veri hún kært kvödd. Halla Valdimarsdóttir. 1. maí hefur á seinni árum skipað sérstakan sess í mínum huga. Ekki vegna hins yfirlýsta markmiðs dags- ins heldur helga ég og mitt fólk þennan dag frændkonu minni og góðum vini, Matthildi Guðbrands- dóttur sem lést 30. apríl síðastliðinn. Lát hennar kom svosem ekki á óvart, hún hafði verið heilsuveil um nokk- urt skeið og vitað að hverju stefndi. Matthildur var yngst ellefu systra, dóttir hjónanna Guðbrands og Elín- ar frá Loftsölum í Mýrdal. Hún var ömmusystir mín og var mér frá upp- hafi kunn sem slík, ein af mörgum góðum frænkum sem mynduðu frá- bærlega samhentan hóp sem margir þekktu sem „systurnar frá Loftsöl- um“. Ég fann snemma að móðir mín bar sérstakan hlýhug til Matthildar og átti samband þeirra rætur í ung- lingsárum hennar, var auðfundið að hún hafði verið henni meira en skyldurækin frænka. Það átti fyrir mér að liggja að kynnast Matthildi á eigin forsendum þegar ég var 17 ára gamall og eignast í henni þann vin sem ég taldi með þeim bestu á minni leið. Þetta hófst með námi í MH þar sem Björn sonur hennar var fremst- ur í flokki. Við krakkarnir áttum allt- af innhlaup hja Möttu, þetta var eins konar „Unuhús“ skólans; fullt á hverri vöku. Þetta voru rauðir dagar, byltingin alveg að skella á. Fljótlega fór ég stundum að verða eftir ellegar að koma einn í heimsókn og ræða við Möttu um persónuleg málefni og það var þá sem ég kynntist fyrir alvöru mannkostum hennar og persónu- leika. Þar fór saman ráðvendni, húmor, umhyggja og hæfileiki til að stappa stáli í brauðfættan ungling sem var á harðaspani við að átta sig á gráglettinni tilveru. Árin liðu, en vin- átta okkar rénaði síst, ég kom með klækjum á alls kyns hefðum hjá okk- ur, t.d. sláturdinner á hverju hausti, að ógleymdu 1. maí-kaffinu heima hjá henni eftir gönguna. Við héldum fýlaveislu við misjafnar undirtektir, og höfðum mikið gaman af. Seinna þegar ég hóf að vinna við smíðar kom það fyrir í erli dagsins að bíllinn keyrði sig eins og sjálfur inn í Hamrahlíð til Möttu, upphófst þá ákveðið ritúal; fyrst heilsast með kossi að sveitasið, síðan sveiuðum við auðvaldinu dáldið (við vorum jú bæði kommar og sveitamenn til hjartans), svo kom kaffið og sígarettan. Að þessu loknu tók við smá „Loftsal- anostalgía“ (ég hafði líka verið þar) og loks var létt á hjartanu. Það var eins og við manninn mælt að sá sem hafði áður komið hlaðinn áhyggjum þeysti nú saddur og sæll í næstu húsasmiðju og heimtaði sína vöru „ákveðinn í að lifa næstu jól“ a.m.k. Ég veit að það er „tabú“ í minning- argreinum að lofa bakstur og viður- gjörning hins látna en ég ætla að hafa það að engu. Allir sem nutu gestrisni Möttu vita hvað við er átt. Þegar ég hugsa til Matthildar fer ég að brosa þrátt fyrir missinn, það er vegna þess að þær stundir sem ég átti með henni í þessum heimi voru það sem heitir á ensku „quality time“, minningar sem við búum að og njótum. Við Heiða, ásamt börn- um, þökkum ástsamlega samfylgd- ina gegnum árin. Snorri Arnarson. Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum minnast móðursystur minn- ar, Matthildar Guðbrandsdóttur, sem borin verður til grafar í dag. Hún var yngst sinna systkina og síð- ust þeirra meðal lifenda. Það er ætíð svo að mönnum bregð- ur við andlátsfregn náins ættingja eða vinar, en samt er það svo að þeg- ar heilsa og kraftar eru þrotin þá er dauðinn ekki alltaf óvelkominn. Þeg- ar svo er komið er koma hans oft líkn og lausn frá þrautum. Við sem eftir erum eigum minningarnar um þá sem farnir eru. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að dveljast langdvölum á heimili þeirra Matthildar og Jóns í Hamrahlíðinni á menntaskólaárun- um fyrir um fjórum áratugum. Þetta voru góðar stundir, og á þeim ára- tugum sem síðan eru liðnir hef ég átt þar marga ánægjulega stund. Þar var gott að koma og oft staldrað lengi við. Ættar- og vináttutengslin voru sterk og órjúfanleg. Á þessari stundu rifjast upp end- urminningar frá liðnum árum og áratugum. Slíkar minningar eru fjársjóður sem við geymum og sem auðga líf okkar. Samverustundirnar hvort sem var í Hamrahlíðinni eða á sumrum austur í Mýrdal fyrr á ár- um, eða allar ferðirnar þangað síðar meir. Blessuð sé minnig Matthildar frænku minnar og megi blessun fylgja afkomendum hennar um alla framtíð. Guðbrandur Steinþórsson. Það eru komin leiðarlok hjá minni kæru móðursystur Matthildi Guð- brandsdóttur frá Loftsölum. Þar kveður kona sem marga hefur glatt og stutt á sinni ævi. Næst á eftir for- eldrum mínum og bróður, var hún mér kærust og best af öllum. Hún var vinur og hjálparhella. Ég vil minnast hennar í fullu fjöri, fallegrar, glæsilegrar konu, fjörmik- illar og með sterkan persónuleika. Hún var heimskona, sem hafði víða farið og líka rómantískt náttúru- barn, sem elskaði Mýrdalinn sinn, Loftsali, Dyrhólaey, land, þjóð, sög- ur og ljóð. Kímnigáfu átti hún í rík- um mæli og einstaklega fallegt, geislandi bros. Milli þeirra systra, Láru móður minnar og Möttu, var afar gott og innilegt samband. Ég trúi að þær hafi verið hvor annarri mikils virði bæði í blíðu og stríðu. Í gamla daga, þegar einkasonur- inn, hann Björn Guðbrandur, var lít- ill dvöldu þau mæðgin hjá okkur í sveitinni nokkrar vikur á hverju sumri. Það voru skemmtilegar vikur sem liðu alltof fljótt. Þá gekk Matta í öll störf á bænum, mjaltir, rúning, heyskap og heimilisstörf og það munaði um verkin hennar, enda dugnaðarforkur. Um helgar kom svo maðurinn hennar, hann Jón Guð- mundsson, að hitta sitt fólk. Svo spjallaði fullorðna fólkið saman allt kvöldið og jafnvel fram á nótt. Þá var talað um ættfræði, pólitík og margt og margt. Fjölskyldan á Nesi átti alltaf at- hvarf hjá þeim Jóni og Matthildi í Hamrahlíð 3. Þar dvöldum við systk- inin af og til, þegar við vorum að byrja að fóta okkur í tilverunni. Þar var okkar skjól og þar var gott að vera. Þau Jón og Matta voru traustar og góðar manneskjur. Það var lán að eiga með þeim samleið og minningin um þau er dýrmæt. Matta sagði stundum við mig á seinni árum: „Ég hef átt yndislegt líf.“ Það held ég að sé alveg rétt. Hennar líf var ekki áfallalaust né auðvelt, frekar en gengur og gerist. Hún upplifði mestu breytingar sem orðið hafa í heiminum og ekki síst á þessu landi. Hún eignaðist góðan lífsförunaut og saman áttu þau soninn Björn Guðbrand, sem hefur reynst móður sinni afar vel til hinsta dags. Honum er sómi að því. Sonarbörnin þrjú: Freyr, Elín og Tumi voru stolt og gleði ömmu sinnar, falleg og góð börn. Yndislegt líf! Hún var yndisleg manneskja. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Steinþórsdóttir. MATTHILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR sannarlega sálina í störf sín og léttir fólki lífið. Guð blessi ykkur. Þín tengdadóttir, Margrét. Þegar ég hugsa til afa kemur amma óneitanlega upp í minning- unni. Þau voru afi og amma í Álfheim- unum og þangað fannst mér gott að koma. Mínar skýrustu æskuminning- ar á ég einmitt hjá þeim. Mér fannst alltaf ævintýri að gista hjá afa og ömmu. Þar var allt leyft og vel hugs- að um mann. Afi fór iðulega út í sjoppu og ég beið eftirvæntingarfull í eldhúsglugganum til að sjá hann ganga niður Álfheimana með fullan poka af gotteríi. Ég á líka góðar minningar um afa í bíltúrum, göngu- ferðum í Öskjuhlíðinni og bíóferðum. Þegar ég varð eldri fannst mér gott að koma til þeirra í Sunnuhlíðina. Amma naut þess að segja mér sög- ur af merkum og ómerkum atburð- um úr lífshlaupi þeirra, dálítið krydd- aðar en alltaf mjög skemmtilegar, afi þurfti oft að stoppa hana af, svo barnabarnið fylltist ekki ranghug- myndum. Mér finnst gott að eiga þessar sög- ur að, því minningarnar um afa og ömmu geymast svo ljóslifandi í þeim. Ég kveð þig afi minn. Það er sárt að við fjölskyldan getum ekki verið viðstödd jarðarför þína, en nú veit ég að þér líður vel því þú ert kominn til ömmu. Ólöf Þorsteinsdóttir, Mílanó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.