Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 63 ✝ RagnhildurKristín Magnús- dóttir fæddist í Arn- þórsholti í Lundar- reykjadal 7. mars 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 28. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Sigurðsson, bóndi í Arnþórsholti, f. á Vilmundarstöð- um í Reykholtsdal 30. mars 1890, d. 2. september 1968, og Jórunn Guðmunds- dóttir, f. á Laugabóli við Ísafjarð- ardjúp 9. júlí 1887, d. 1. maí 1967. Ragnhildur var fjórða í röð sjö systkina, elstur var Sigurður Ragnar, f. 11. apríl 1913, d. 19. janúar 1939, Hildur, f. 1914, dó nokkurra vikna, Andrés, f. 25. nóvember 1916, Ragnhildur, sem hér er kvödd, Kristrún, f. 29. júlí 1923, Guðmundur, bóndi í Arn- þórsholti, f. 14. desember 1929 og Gunnhildur, f. 6. apríl 1934, d. 24. mars 1995. Ragnhildur stundaði nám við Hallormsstaðaskóla 1943–45. Vann eftir það lengst af við afgreiðslustörf í Reykjavík. Hún hóf sambúð með eftirlif- andi manni sínum Birni Gunnlaugssyni 1952, eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Sigmar, f. 22. maí 1954, d. 29. mars 1994, hann var í sam- búð með Ólöfu Ás- geirsdóttur og átti með henni tvö börn, Huldu Kristínu, f. 21. des. 1977, og Björn Elvar, f. 9. mars 1981. Þau slitu samvistir. Barn Huldu Kristínar er Haukur Darri, f. 24. feb. 2001. Barn Björns Elv- ars er Viktoría, f. 19. jan. 2001. 2) Magnús, f. 7. feb. 1957, kvæntur Margréti Ósk Vífilsdóttur, f. 12. okt. 1961, barn þeirra Heiðrún Ósk, f. 12. jan. 1995, og stjúpdóttir Magnúsar, Guðrún Dúa Smára- dóttir. Sonur Magnúsar fyrir hjónaband, Arnþór Björn, f. 29. des. 1979. Útför Ragnhildar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég fór að reyna að rifja upp fyrstu minningar mínar um Röggu frænku nú um daginn og gat bara ekki komið því fyrir mig því hún hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar fyrir mig rétt eins og nánustu fjölskyldumeð- limir, bara alltaf verið þarna. En þó er mér minnisstætt úr barnæskunni þegar hún vann í Kjörís og kom allt- af með fullan stóran poka af gölluð- um frostpinnum sem við systkinin gerðum að sjálfsögðu góð skil. Ragga var elsta systir mömmu og þær höfðu alltaf mikið og gott sam- band sín á milli svo til Röggu og Bjössa var mjög oft farið og eins komu þau mikið til okkar. Þó svo að hjá þeim fengi maður enga leik- félaga, því strákarnir þeirra voru svo miklu eldri en ég, var alltaf tilhlökk- unarefni að fara þangað og höfðing- legar móttökur. Röggutertan á sínum stað, nýbak- aðar pönnsur og ísköld mjólk. Þegar ég komst svo sjálf til vits og ára héldu þessar heimsóknir alltaf áfram og strax sem unglingur var ég farin að fara ein til Röggu frænku. Það var einhvern veginn ekkert kynslóðabil hjá henni og vinkonurn- ar sóttu sérstaklega í að koma með í þessar heimsóknir því það var alltaf boðið upp á spákaffi. Þá sagði hún okkur hvaða strákum við værum skotnar í og hvað væri á döfinni og hitti ansi oft naglann á höfuðið. Þeg- ar foreldrar mínir skildu þegar ég var 14 ára fór ég oft til hennar. Hún var svo hughreystandi og sagði ein- hvern veginn alltaf réttu orðin. Hún tók ekki afstöðu með neinum og tal- aði alla tíð mjög fallega um pabba, sem mér þótti vænt um. Kveðskapur var hennar ær og kýr og fór hún oft með ljóð fyrir mann, bæði eftir sjálfa sig og aðra. Yfirleitt voru þessi kvæði mjög fyndin og skemmtilega ort enda var það í hennar anda sem var alltaf svo hress og með hnyttin svör á takteinunum. Árið 1994 misstu þau hjónin eldri son sinn, Sigmar, og aðeins um ári seinna dó mamma. Það var mikill missir fyrir Rögnu að missa son sinn og svo yngstu systur sína sem var hennar besta vinkona líka. Hún og mamma töluðu saman oft á dag og hittust helst daglega líka svo það var ábyggilega mikið tómarúm í hennar hjarta eftir þessi áföll. Samt stóð hún eins og klettur við hlið okkar systk- inanna, huggaði okkur og fylgdist vel með líðan okkar. Hún kallaði okkur jafnan börnin sín og eftir að pabbi dó líka fannst mér mjög notalegt að heyra hana segja þetta, fannst gott til þess að vita að einhver ætti mig ennþá. Ragga og Bjössi bjuggu nú síðustu ár á Ási í Hveragerði og fannst mér mjög skrítið þegar þau fluttu af Grundarstígnum þar sem maður var vanur að detta inn í spjall og spákaffi nánast daglega. En fyrir um tveimur árum flutti ég á Selfoss með fjöl- skyldu mína og þá fór ég oft í Hvera- gerði á kvöldin. Ætlaði alltaf bara aðeins að kíkja, en var aldrei komin heim fyrr en um miðnætti því alltaf gleymdi ég tímanum í skemmtileg- um samræðum. Ef manni leið illa var hún búin að spyrja hvað væri að áður en maður komst úr skónum og þá þýddi ekkert að setja upp sparibros- ið og segja að allt væri í himnalagi, hún hætti ekki fyrr en maður leysti frá skjóðunni og leið að sjálfsögðu miklu betur á eftir. Svona var hún næm á líðan annarra og alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Í einni af síðustu heimsóknum mínum til hennar gaf hún mér ungbarnapeysu sem hún ætlaði á barnið sem ég á von á nú í júní. Hún rétti mér þessa fal- legu peysu sem hún hafði prjónað og einnig afganginn af garninu og sagði mér að prjóna húfu við því nú væri hún hætt að prjóna. Þessi orð hennar nístu mig í hjartað því bæði hún og ég vissum að heimsóknir okkar til hvor annarrar yrðu ekki miklu fleiri og faðmlagið sem maður fékk alltaf í kveðjuskyni hafði nýja merkingu þetta kvöld. Ég sendi svo að lokum öllum ást- vinum hennar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku Ragga þakka þér allar ógleymanlegu góðu stundirnar. Þín Arnheiður. Ein af annarri birtast okkar samfylgdarstundir, hlýjar í huga mér. (Jakobína Sigurðardóttir.) Elsku besta Ragga, aðeins fátæk- leg kveðjuorð til þín. Nú er andi þinn kominn til æðri heima og ég trúi því að þér líði vel og Guð gæti þín. Ég sit hér eftir sár og svekkt út í örlög lífsins, því mér finnst ég vera að missa móður í ann- að sinn. Þú varst mér sem móðir og minn besti vinur, ég sakna þín mjög og það verður erfitt að halda áfram án þín. Ég bið þig fyrir ástarkveðjur til mömmu og pabba. Guð blessi þig og minningu þína, hún mun lifa. En mér er orða vant og því læt ég sálma- skáldið Matthías segja það sem ég vildi sagt hafa. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson.) Magga, Bjössa, öðrum aðstand- endum og vinum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð veita þeim huggun í sorginni. Linda Húmdís. Okkur systkinin langar að minn- ast Ragnhildar mágkonu hennar mömmu. Hún var okkur kær enda sérlega skemmtileg og lifandi kona. Það rifjast upp ótal minningar úr æsku um barngóða konu sem nennti að spjalla við krakkana og spila við okkur vist. Hún var hláturmild og fljót að sjá skondnu hliðarnar á því sem var að gerast hverju sinni. Henni var margt til lista lagt, lagin saumakona, ljóðelsk og ágætlega hagmælt. Hún var ættuð úr Borgarfirðin- um, hélt mikið upp á sínar æsku- stöðvar og sagði okkur oft sögur það- an. Hún hafði eindregnar skoðanir á mönnum og málefnum, lá ekki á þeim og var gaman að rökræða við hana. Á unglingsárunum fékk annað okkar stundum að búa hjá henni og Bjössa þegar foreldrar okkar voru erlendis. Þar var gott að vera, nota- legt andrúmsloft, hlýja og um- hyggja. Þar var mikið spjallað og hlegið. Ragna var mikil fjölskyldumann- eskja, þau Bjössi voru samhent hjón og það var greinilegt að fjölskyldan var henni alltaf efst í huga. Eftir að hún veiktist sýndi hún eins og endra- nær mikinn dugnað og æðruleysi. Við vottum Bjössa frænda, Magn- úsi syni þeirra og öðrum aðstand- endum samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Erla og Ari. Hún Ragna er dáin. Æðruleysi og reisn var hennar aðal í lífinu og til hinstu stundar. Hún var ákaflega hreinskilin, hispurslaus og glaðvær. Góðum gáfum gædd og vel hagmælt, eins og hún átti kyn til. Kynni okkar hófust um 1950 þeg- ar Ragna hóf sambúð með Birni bróður. Kynnin breittust fljótt í vin- áttu, sem sífellt varð traustari með árunum. Sama mátti segja um alla tengdafjölskylduna, ekki síst tengdaforeldra hennar. Öll nutum við glaðværðar hennar og þótt stundum væri skipst á föst- um skotum, held ég að enginn hafi særst. Margar voru heimsóknir til Rögnu og Bjössa, þótt þau byggju oft í fjarlægð. Móttökurnar stór- myndarlegar þrátt fyrir þröngan fjárhag stundum. Alltaf var farið af þeim fundum með góðar minningar í farteskinu. Í nokkur ár unnum við Ragna og Bjössi saman í fyrirtæki sonar míns, Gunnlaugs. Minnumst við og aðrir starfsfélagar okkar þess tíma með einstakri gleði. Ragna hafði alltaf lag á að koma fólki í gott skap og stráði um sig gleði og góðvild. Átti samt til að láta hvern mann hafa sinn skammt, ekki síst okkur feðga. Við söknum þeirra tíma. Þungt áfall var þeim Rögnu og Bjössa, þegar þau misstu Sigmar son sinn. Þann harm báru þau hetjulega í hljóði. Einnig var mikið áfall, þegar Gunnhildur yngri systir Rögnu lést langt um aldur fram. Börn hennar voru miklir vinir Rögnu í raun allt til hins síðasta. Nú þegar leiðir skilur að sinni eru mér og fjölskyldu minni efst í huga virðing fyrir mætri konu og þakklæti fyrir vináttu og sam- fylgd í meira en hálfa öld. Við sökn- um hennar öll. Bjössa, Magnúsi og öllum öðrum ættmennum Rögnu sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Arnþrúður og Sigurður. RAGNHILDUR KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Helga Unnar Egilsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Helgi UnnarEgilsson fæddist á Skarði í Þykkvabæ 15. júlí 1929. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut laugardaginn 3. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Egill Friðriksson, f. 15. febrúar 1901, d. 27. febrúar 1987, og Friðbjörg Helgadótt- ir, f. 27. janúar 1902, d. 27. október 1979. Eignuðust þau þrjú börn. Þau voru auk Helga Unnur, lést á öðru ári, og Málfríður Fanney, f. 7. apríl 1928, maki Grettir Jóhannesson, f. 11. febrúar 1927, d. 12. apríl 2000. Helgi kvæntist 8. júní 1957 Guðríði Steinþóru Magnúsdóttur, f. 11. júlí 1937, d. 2. september 1995, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Friðbjörg, f. 19. febrúar 1957, gift Árna Björgvinssyni, þau eiga þrjá syni, Ingvar, Guð- mund Jóhann og Björgvin; Guð- rún, f. 27. apríl 1958, gift Frið- birni Björnssyni, þau eiga fjögur börn, Vigni, Baldur, Helga Rúnar og Margréti Rósu; og Þorsteinn, f. 22. apr- íl 1968, kvæntur Sigurbjörtu Krist- jánsdóttur, þau eiga einn son, Snorra. Sambýliskona Helga er Sigurbjörg Jóna Árnadóttir. Helgi lauk barna- skólaprófi frá Djúp- árskóla í Þykkvabæ 1942 og tók vél- stjórapróf 1964 í Vestmannaeyj- um. Hann stundaði sjómennsku frá Vestmannaeyjum frá fjórtán ára aldri til ársins 1968 og starf- aði síðan hjá Fiskiðjunni fram að gosi 1973. Flutti síðan með fjöl- skylduna til Keflavíkur og starf- aði hann hjá Íslenskum aðalverk- tökum hf. sem verkstjóri, allt til ársins 1997. Útför Helga verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er sárt að sjá á eftir Helga, baráttan við krabbameinið var stutt og snögg, en hún lýsti kannski hluta af persónueinkennum hans, þ.e. að ganga strax til verks og klára hlut- ina. Það eru tæp þrjátíu ár, frá því við Helgi kynntumst, er ég og Frið- björg dóttir hans fórum að vera sam- an. Helgi var hár, grannur og ljós yf- irlitum. Glaðlyndur, einlægur og traustur vinur. Hann hafði þann eig- inleika að getað spjallað við alla, jafnt unga sem aldna og það var ekk- ert kynslóðabil í huga hans. Hann skaut stundum föstum skotum á menn og málefni, ekki til að særa heldur til að skapa umræðu, í leit að víðari sýn á hlutina. Afa- og langafabörnum sinnti hann af mikilli alúð, fylgdist með líð- an þeirra og þroska. Hann mætti alltaf í afmælin þeirra með „pönns- ur“ í annarri og gjöf í hinni. Hann hafði mikla unun af matseld, sérstak- lega í seinni tíð og hafði m.a. fyrir sið að bjóða öllum afkomendum og tengdafólki til lundaveislu einu sinni á ári og þá mátti enginn hjálpa til, þetta voru hin bestu ættamót. Vest- mannaeyjar áttu sterk ítök í huga hans og hann vildi að barna- og barnabarnabörnin lærðu að meta þennan þjóðarrétt Vestmannaey- inga. Búið var að plana ferð til Eyja í sumar en sú ferð verður ekki farin að sinni. Þegar Helgi hætti að vinna gáfum við fjölskyldan honum „púttara“, að- allega þó til að stríða honum, því við höfðum ekki mikla trú á að hann mundi stunda þessa „ellimanna- íþrótt“ eins og hann kallaði þessa iðju. Hann sneri aldeilis á okkur og notaði púttarinn óspart hjá pútt- klúbbi eldri borgara í Keflavík og var hann virkur í félagsstörfum inn- an klúbbsins. Þær eru margar samverustund- irnar sem við höfum átt í gegnum tíð- ina og minningarnar ylja hjartaræt- ur. Ég þakka samfylgdina og trausta vináttu. Árni Björgvinsson. Mig langar til að minnast Helga tengdaföður míns í nokkrum orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum nokkuð vel á þeim fjórum árum sem ég og maðurinn minn höfum verið gift. Helgi varði miklum tíma með fjölskyldunni og kom reglulega til okkar og áttum við oft mjög góðar og líflegar umræður um lífið og tilveruna. Helgi hafði skemmtilegan og glettinn húmor sem hann skaut inn í umræðurnar og höfðum við mjög gaman af. Hann reyndist syni okkar Snorra góður afi og minningarnar um þegar Snorri dró afa sinn í fótbolta, fékk hann til að klæða karlana sína í fötin, drekka kaffi með sér eru mjög dýrmætar. Alltaf var Helgi til í slaginn þótt ork- an hafi ekki alltaf verið mikil. Helgi var góður kokkur og mikill áhugamaður um mat og matargerð. Gott var þau heim að sækja Helga og Systu og gestrisnin engri lík. Hinar frægu lundaveislur sem voru haldn- ar á hverju sumri sýndu hve fjöl- skyldan var honum kær og hann vildi veita okkur allt það besta. Í huga mínum býr mikið þakklæti fyrir allar þær stundir sem við fjölskyldan fengum að njóta með Helga. Megi orð 23. Davíðssálms vera huggunarorð fyrir okkur öll. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Guð blessi minningu Helga. Sigurbjört Kristjánsdóttir. Hinsta kveðja til bróður. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Fanney systir. HELGI UNNAR EGILSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.