Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 11 SEX læknar starfa nú við heilsugæslustöðvar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, flestir raunar í hlutastörfum. Þá eru þar í hlutastörfum nokkrir sérfræðingar auk þess sem stöðin nýtur þeirrar breiddar sem er í læknisþjónustu sjúkrahússins, að sögn yfirlæknis þess. Þá verða tíu læknanemar í afleysingum við heilsugæsluna í sumar. Erfiðlega hefur gengið að manna stöður lækna við heilsugæslustöðvar HSS undanfarna mánuði, eða frá því allir heimilislæknar stofnunarinnar sögðu upp störfum og hættu. Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir sjúkrahússviðs, segir að um þessar mundir séu starfandi fimm heilsugæslulæknar við stofnunina auk sérfræðings í krabbameinslækn- ingum. Þessir læknar eru í hlutastörfum, nema hvað einn heilsugæslulæknirinn og krabbameins- læknirinn eru fastráðnir. Hann segir að eftir miðj- an mánuðinn komi til starfa 10 læknanemar og eru átta þeirra á lokastigi læknisfræðinnar. Þeir koma til afleysinga eins og læknanemar hafa gert á und- anförnum árum, þó heldur fleiri en venjulega. Auk þessa eru starfandi við heilsugæslustöðina tveir barnalæknar í hlutastarfi, þrír lyflæknar á þremur mismunandi sérsviðum, sérfræðingur í innkirtlafræðum og sérfræðingur í meltingarsjúk- dómum. Sá síðastnefndi er sjálfstætt starfandi. Konráð segir að læknisfræði stofnunarinnar byggist á starfi þessara manna. Hann nefnir að á sjúkrahúsinu séu starfandi skurðlæknir, bæklun- arlæknir, kvensjúkdómalæknir, háls-, nef- og eyrnalæknir og þvagfæraskurðlæknir. „Þessi breidd hefur bjargað miklu í þeim þrengingum sem við höfum farið í gegnum,“ segir Konráð. Fá læknisþjónustu samdægurs Þá lætur hann þess getið að hjúkrunarfræðing- arnir hafi fengið aukið hlutverk á þessum tíma, án þess að ganga í verk lækna, en vegna aukins fram- lags þeirra hefðu þeir fáu læknar sem stundum hefðu verið við störf nýst betur en ella. Loks getur hann þess að við heilsugæslustöðina sé fjöldi ann- ars sérmenntaðs fólks, eins og félagsráðgjafi, iðju- þjálfar, sjúkraþjálfari og ljósmæður. Starfsfólkið hefði lagt sig fram við að þjóna íbúum svæðisins eins og mögulegt væri við þessar aðstæður. Fólk sem leitaði til heilsugæslustöðvarinnar fengi allt úrlausn sinna mála, það fengi yfirleitt tíma hjá lækni samdægurs. Konráð segir að eigi að síður söknuðu allir sér- fræðinga í heimilislækningum og vonast til að þeir fáist aftur til starfa sem fyrst. Stefnt er að því að Heilbrigðisstofnunin kaupi þjónustu heimilislækna af Heilsugæslunni í Reykjavík og hefur verið undirrituð viljayfirlýsing þess efnis. Konráð segir að samningar séu enn á frumstigi en vonast til að samkomulag náist sem leysi vanda heilsugæslunnar á Suðurnesjum þar til heimilislæknar fáist þar til starfa. Hann segir að starfsfólk stofnunarinnar sé stað- ráðið í að koma sterkari út úr þeim hremmingum sem það hafi gengið í gegnum. Verið sé að auka sérfræðiþjónustu og þátt sjúkrahússins í að efla heilsugæsluna. Tíu læknanemar væntanlegir á heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum Sex læknar eru nú starf- andi auk sérfræðinga „Vinnslustöðin fer ekki á hausinn af 10–20 króna gjaldi en hún lendir í verulegum greiðsluerfiðleikum. Í kjölfarið þarf félagið að selja frá sér eignir, t.d. skip og kvóta til að lækka skuldir. Um leið verðum við að fækka fólki. Þegar við gengum í gegnum erf- iðleikana 1999 störfuðu 320 manns hjá félaginu. Eftir uppsagnirnar störfuðu 150 manns hjá félaginu. Á síðasta ári störfuðu að meðaltali 215 manns hjá félaginu, það er að segja að félagið hefur ráðið til sín 65 starfsmenn síðan 1999. Verðmæti hlutabréfa Vinnslu- stöðvarinnar er um 6,5 milljarðar „LÍFEYRISSJÓÐUR Vestmanna- eyja gæti þurft að skerða lífeyris- greiðslur sínar komi til fyrningar aflaheimilda, jafnvel þó að þær verði ekki keyptar til baka fyrir meira en 10 til 20 krónur. 40 króna gjald myndi setja Vinnslustöðina beint á hausinn og Lífeyrissjóðurinn myndi tapa hundruðum milljóna króna,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sigurgeir segir að 10–20 króna gjald hefði veruleg neikvæð áhrif á Vinnslustöðina. Slíkt gjald þýði að VSV þurfi að greiða 150–300 millj- ónir króna til ríkisins. króna. Með mikilli einföldun má segja að við árlega gjaldtöku að upphæð 10 til 20 krónur mun verð- mæti hlutabréfa VSV lækka um 1,5– 3,5 milljarða króna. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á um 15% í Vinnslu- stöðinni, en markaðsverðmæti þeirra bréfa er þá um 950 milljónir króna. 3,5 milljarða lækkun þýðir 54% lækkun eða lækkun um 440 milljónir króna. Heildarstærð sjóðs- ins er um 11 milljarðar. Þetta þýðir neikvæða ávöxtun um 4% og hún leiðir til þess að sjóðurinn verður að skerða lífeyrisgreiðslur sjóðfélaga sinna,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Fyrning aflaheimilda getur skert lífeyrisgreiðslur ÓEÐLILEGT er að stórir handhafar kvóta, líkt og Út- gerðarfélag Akureyrar og Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um, skuli blanda sér inn í póli- tíska umræðu eins og gerst hefur að undanförnu. Þetta segir Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs (VG). „Sjávarútvegurinn er okkar aðalatvinnugrein og það er auðvitað mjög ójafn leikur ef stórfyrirtækin beita sér í pólitískum átökum um hvernig stjórna eigi auðlind- inni. Það er fyrst og fremst það sem við í VG fettum fingur út í. Þessi fyrirtæki hafa mikið afl og það afl er auðvitað vand- meðfarið.“ Beita peningaafli til að halda óbreyttu ástandi Árni Steinar segir mjög gagnrýnivert hvernig til að mynda Vinnslustöðin hafi kom- ið inn á umræðuvöllinn með sína útreikninga og hræðslu- áróður. „Þetta er einfaldlega ekki boðlegt í kosningabaráttu að beita þessu gríðarlegu pen- ingaafli til þess að tala fyrir óbreyttu ástandi. Auðvitað eru mörg fyrirtæki sem ekki hafa gert þetta en þarna eiga engu að síður stórir aðilar í hlut þeg- ar Vinnslustöðin og Eimskip eru komin inn í þessa umræðu á fullu afli. Það er ekki eins og þetta sé lítið mál því þetta eru aðilar sem eru á fullu á banka- og tryggingamarkaði nú orðið. Ég veit satt að segja ekki hvar það ætti að enda ef menn ætla sér að hegða sér með þessum hætti. Í lýðræðisríki verða menn vitaskuld að gæta að siðareglum,“ segir Árni Steinar. Óeðlileg afskipti í kosn- ingabar- áttunni TRYGGVI Agnarsson, lögmaður og frambjóðandi Nýs afls við komandi Alþingiskosningar, segir í greinar- gerð sem hann sendi Morgunblaðinu að Vinnslustöðin hf. og Þorbjörn Fiskanes hf. ráði vel við fyrningarleið í sjávarútvegi og því sé það rangt, sem haldið hafi verið fram í opinberri umræðu, að hún gerði þau gjaldþrota. Tryggvi segir að því hafi verið hald- ið fram „að mest (80%) af gjafakvót- anum hafi skipt um hendur og því sé ekki hægt eða sanngjarnt að breyta kerfinu“. Ennfremur „að fyrirtækin séu svo skuldug að þau hrynji við upp- töku fyrningarleiðar. Eða að fyrning veiðiheimildanna myndi valda gjald- þrotahrinu í sjávarútvegi“. Í máli Tryggva kemur fram að hann hafi fengið Þórólf Matthíasson, hagfræðing hjá viðskiptadeild Há- skóla Íslands, til að reikna út áhrif fyrningarleiðar á rekstur Þorbjarnar Fiskaness og hann hafi bent á að ekki væri rétt farið með staðreyndir varð- andi stöðuna. Hugleiðingar um gjald- þrot vegna fyrningarleiðar séu því út í hött. Greinargerð Tryggva Agnarssonar Fyrirtæki ráða vel við fyrn- ingarleið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá aðal- stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings: Í tilefni af undanförnum skrifum Halls Hallssonar, fyrr- verandi formanns Knatt- spyrnufélagsins Víkings, í Morgunblaðinu þykir ástæða til að taka fram að skoðanir sem þar birtast eru hans per- sónulegu skoðanir og lýsa ekki afstöðu stjórnar Víkings til borgarstjórnar og einstakra stjórnmálamanna. Orðsending frá Knatt- spyrnufélag- inu Víkingi UM 60 listamenn mótmæltu í gær fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur aðgerðarleysi borgaryfirvalda vegna fjárhagserfiðleika Borg- arleikhússins en 38 starfsmönnum þess hefur nýlega verið sagt upp. Gunnar Hansson leikari las upp opinbera áskorun til borgarstjóra ásamt því sem leikarar létu tvær grátandi grímur fljóta á tjörninni. „Við listamenn og starfsfólk leikhúsa, skorum á borgaryf- irvöld að bregðast strax við því menningarlega slysi sem nú er staðreynd í Borgarleikhúsinu,“ sagði Gunnar í ræðu sinni. Hann sagði leiklist hvorki vera áhuga- mál né munað heldur listgrein sem væri nauðsyn. „Menning- arlegt slys í höfuðborg landsins er staðreynd…Við krefjumst þess að borgaryfirvöld í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur endi þetta óhæfuástand og sjái sóma sinn í að reka Borgarleikhúsið eins og það og allir borgarbúar eiga skil- ið. Þetta glæsilega leikhús er ekki annað en steinsteypa án fólksins sem gæðir það lífi,“ sagði Gunn- ar. Þórólfur Árnason borgarstjóri kom til viðræðna við leikarana. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona var ein af þeim fyrstu sem voru fastráðin hjá Leikfélagi Reykja- víkur. „Auðvitað finnst mér ástandið hræðilegt. Í gegnum ár- in hef ég fundið hvernig farið var að síga á ógæfuhliðina,“ sagði Guðrún. „Þetta er elsta menning- arfélag þessa bæjar, stofnað 1898, og það hefur eiginlega alltaf ver- ið í erfiðleikum. Nú er ögurstund, hér verður að taka á málunum og gera það myndarlega. Þetta eru ekki bara leikarar, heldur eru margir listamenn sem koma að þessu,“ sagði Guðrún. Halldór Gylfason hefur verið lausráðinn hjá Leikfélagi Reykja- víkur á sjötta ár. „Þetta er graf- alvarlegt og ömurlegt mál. Mér finnst bara svo skrítið að það er verið að byggja menningarhús úti um allt og svo er ekki hægt að reka þessar stofnanir. Það verður að gera eitthvað. Annaðhvort verður að reka þetta með mynd- arbrag eða draga verulega sam- an. Það þarf að taka ákvörðun svo fólkið þurfi ekki að vera í óvissu endalaust,“ sagði Halldór. Leikarar mótmæla aðgerðarleysi Morgunblaðið/Júlíus Guðrún Ásmundsdóttir leikkona mótmælir bágum kjörum Leikfélags Reykjavíkur. Þórólfur Árnason fylgist með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.