Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þeir verða aftur „sjómenn dáða drengir“ þegar þeir verða komnir með rúllur á bæði borð. Vorsýningar í Gjábakka og Gullsmára Félagsstarf í stöðugri þróun NÚ UM helginabjóða eldri borg-arar í Kópavogi fólki að skoða þá fjöl- breyttu vinnu sem unnin hefur verið í vetur í fé- lagsheimilunum Gjá- bakka, Fannborg 8 og Gullsmára, Gullsmára 13. Sýningarnar verða opnar báða daga helgarinnar frá 14 til 18 og verða smiðjur í gangi klukkan 15 til 16 á báðum stöðum á sama tíma. Aðstandendur fé- lagsstarfsins í Kópavogi hafa lagt ríka áherslu á virkni skjólstæðinga sinna og hvetja fólk til að koma og „sjá og sannfær- ast um að lífið er ekki bú- ið þegar launavinnu lýk- ur“ eins og komist hefur verið að orði. Morgunblaðið ræddi við Þórhildi Gísladóttur, leiðbeinanda á handavinnustofu Gjábakka sem komið hefur að undirbúningi sýninganna. – Nú eru liðin tíu ár síðan fé- lagsstarf aldraðra í Kópavogi hóf starfsemi sína í Gjábakka, segðu okkur frá þessum hátíðarhöld- um. „Já, það eru liðlega þrjátíu ár síðan félagsstarf aldraðra í Kópavogi hóf starfsemi sína en síðastliðin tíu ár hefur það verið rekið í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, og fimm ár eru síð- an, eða frá árinu 1997, einnig í fé- lagsheimilinu Gullsmára 13. Að þessu sinni eru Vorsýning- ar í félagsheimilunum í tengslum við Menningardaga í Kópavogi sem eru frá 3. til 11. mai. Vorsýn- ingarnar verða í báðum fé- lagsheimilunum. Í smiðjunum sem verða í gangi samhliða getur að líta fjölbreytta nytja- og skrautmuni sem unnir eru af hugviti og högum höndum eldra fólks. Vöfflukaffi verður báða dagana til sölu í Gullsmára en að- eins laugardaginn í Gjábakka. Gjábakki á tíu ára afmæli og þar verður sölusýning opin frá klukkan 14 á morgun. Á afmæl- isdaginn sjálfan, sunnudaginn 11. maí, verður boðið upp á fjöl- skyldukaffi í Gjábakka. Starfs- menn í eldhúsi ætla að baka þriggja fermetra rjómatertu sem gestir eru hvattir til að koma og bragða á.“ – Að hvers frumkvæði hófst þessi starfsemi á sínum tíma? „Það var sveitarfélagið sem hóf félagsstarf fyrir eldra fólk á sínum tíma og hefur staðið myndarlega að þessari starfsemi alla tíð síðan.“ – Hvað hefur breyst í fé- lagsstarfi aldraðra síðustu tíu ár- in? „Félagsstarf eldra fólks í Kópavogi hefur verið og á að vera í stöðugri þróun. Fé- lagsstarfið byggist á hugmynda- fræði þar sem ýtt er undir frum- kvæði og virkni einstaklinga og um leið er forsjá hafnað. Miklar breytingar hafa orðið á starfseminni. Nú er fólk sem kemur inn í félagsstarfið mun heilsubetra en var fyr- ir tíu árum og vill gjarnan taka virkan þátt, t.d. að leiða áhugahópa sem geta starfað utan opnunartíma félagsheimilanna. Þess vegna er mun meiri fjölbreytni í starfsem- inni en áður var, enda margir að leggja í hugmyndabanka um starfsemina.“ – Hvað er skemmtilegast við að vinna með gamla fólkinu? „Það er alltaf skemmtilegt að vinna með eldra fólki. Það er skemmtilegt og gefandi að sjá hversu miklum framförum fólkið nær þrátt fyrir háan aldur. Það er líka mjög skemmtilegt að sjá hversu fjölbreytt verkefni fólkið velur sér og fyrir mig, að sjá hve vandvirknin er mikil og nákvæm vinna fólksins er í handavinnu- stofunni.“ – Þú ert leiðbeinandi í handa- vinnustofunni, hvað eruð þið helst að bralla þar? „Ég er ein af þremur leiðbein- endum í handavinnustofum fé- lagsheimilanna Gjábakka og Gullsmára. Við vinnum allar í hlutastarfi og aðstoðum eldra fólk við að vinna að listsköpun sinni, en í handavinnustofunum er alþýðulistinni gerð góð skil, svo sem að prjóna, hekla, sauma t.d. harðangur og klaustursaum, japanskan pennasaum. Málað er á postulín og gler, búnir til skart- gripir úr silfri svo eitthvað sé nefnt. Vefnaður er einnig mikill og fjölbreyttur bæði í vefstólum og einnig listvefnaður í ramma. Þá eru mörg glerlistaverk einnig á sýningunni.“ – Hvað er svo fleira á dagskrá í félagsheimilunum á næstunni? „Það væri nú kannski rétt að spyrja forstöðumanninn um það. Ég veit þó að til stendur að vera með Ávaxta- og grænmetisdag í Gjábakka 15. maí þar sem ýtt er undir neyslu fólks á hollum mat. Einnig veit ég að sumarfagnaður er fyrirhugaður í Gullsmára 21. maí. Nú, svo verður hefðbundin kynning á sumarstarfseminni 22. maí í Gjábakka, en sumarstarf- semin einkennist af útiveru og ferðalögum. Svo er bara að fylgj- ast með dagbókunum og líta á upplýsinga- töflur í anddyrum fé- lagsheimilanna og fylgjast með hvað er á döfinni hverju sinni. Það er alltaf eitthvað að gerast.“ – Þið eigið væntanlega von á góðri þátttöku í hátíðarhöldun- um? „Já, við eigum von á því. Í fyrra komu liðlega tvö þúsund manns á sýningarnar og nú er boðið til afmælisveislu svo við eigum von á að fjöldi manns líti inn þessa helgi. Þórhildur Gísladóttir  Þórhildur Gísladóttir er fædd á Eyrarbakka 18. mars 1943. Þórhildur nam hárgreiðslu og byrjaði að vinna í félagsstarfinu í því fagi, en hefur unnið sem leið- beinandi í handavinnu frá 1989, Hún hefur sótt fjölmörg nám- skeið í faginu. Þórhildur er gift Einari Kjartanssyni og eiga þau fjögur börn. Félagsstarfið byggist á því að ýtt sé und- ir frumkvæði STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra og forsvarsmenn sveitarfé- laganna fimm á Snæfellsnesi, und- irrituðu í gær samstarfssamning um umhverfisvænni ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í haust. Þær viðræður hafa snúist um þá stefnu sveitarfélaganna að gera Snæfells- nes að sjálfbærum og umhverfis- vænum áfangastað í ferðaþjónustu og leita eftir umhverfisvottun á hann frá Green Globe 21, en þau samtök eru stærstu samtök í heimi sem votta umhverfisvæna ferðaþjónustu. Í huga flestra sem að þessu máli hafa unnið var stórum áfanga náð þegar samstarfssamningurinn var undirritaður í gær. Með honum tryggir samgönguráðuneytið þessu verkefni ákveðið fjármagn sem mót- framlag við það fjármagn sem sveit- arfélögin sjálf leggja fram. Samgönguráðuneytið styrkir verkefnið ekki bara með beinu fjár- framlagi heldur býður jafnframt upp á faglega ráðgjöf frá Vegagerð og Ferðamálaráði. Í því tilviki munu þær rannsóknir sem Ferðamálaráð hefur unnið koma að góðum notum, svo og aðstoð og ráðgjöf Vegagerð- arinnar við merkingar, útsýnisstaði og ýmislegt fleira. Sjálfbært Ísland Samgönguráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni að með þessu verkefni væri verið að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem fyrir þess- ar kosningar gerði það eitt af helstu stefnumálum sínum að Ísland yrði á næstu 20 árum fyrsta sjálfbæra þjóðfélagið öðrum til fyrirmyndar. Samgönguráðherra sagði að þar sem ferðaþjónusta væri ein mest vaxandi atvinnugrein í heiminum í dag þyrfti að undirbúa ferðamanna- svæðin á markvissan máta með skipulagi og stefnumótun sem fylgt væri fast eftir. Því væri þetta verk- efni á Snæfellsnesi kærkomið tæki- færi til að ýta úr vör undirbúningi að starfi sem væntanlega ætti eftir að vera unnið á öllum ferðamannastöð- um á landinu í komandi framtíð. Framsýnir sveitarstjórnarmenn Þau Benedikt Benediktsson, odd- viti Helgafellssveitar, Björg Ágústs- dóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar- bæjar, Guðbjartur Gunnarsson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar, og Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, líta á þetta verkefni sem verulegan stuðning við vaxandi ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Að minnsta kosti þrjú þessara sveitarfélaga starfa nú þeg- ar að Staðardagskrá 21 en hún er grunnurinn að sjálfbærni í ferða- þjónustu sem og á öðrum sviðum. Þau hafa því reynslu af þeim verk- efnum sem framundan eru. Forsvarsmenn sveitarfélaganna eru sammála um að þetta verkefni nýtist ekki bara ferðaþjónustunni á Snæfellsnesi, heldur einnig öðrum atvinnugreinum því vottunin komi til með að verða gæðamerki fyrir svæð- ið og þá starfsemi sem þar fer fram. Jafnframt telja þeir að vottunar- verkefnið muni bæta ímynd svæðis- ins sem ferðamannasvæðis og opna fyrir ýmis ný tækifæri og leiðir í rekstri sveitarfélaganna sem menn hafi ekki komið auga á hingað til. Samstarfsverkefni innlendra og erlendra aðila Undirbúningur á þessu verkefni á Snæfellsnesi verður í höndunum á erlendum ráðgjöfum sem Green Globe 21 leggur til og íslensks teym- is. Það teymi skipa Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur, sem jafnframt er verkefnisstjóri Staðar- dagskrár 21 á Íslandi, Guðrún G. Bergmann, ferðamálafræðingur dipl., og Guðlaugur Bergmann, verk- efnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæ- fellsbæ, auk annarra ráðgjafa sem að því koma. Áætlað er að undirbúning- ur að verkefninu taki um sex mánuði, en að því loknu er stefnt á úttekt og vottun frá Green Globe 21. Því má reikna með að snemma árs 2004 verði fyrsta sjálfbæra og umhverf- isvæna ferðamannasvæðið á Íslandi vottað. Snæfellsnes verður gert að umhverfisvænum áfangastað Þykir marka tímamót í ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Forsvarsmenn sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og samgöngu- ráðherra með undirritaðan samstarfssamning, Óli Jón Gunnarsson, Bene- dikt Benediktsson, Sturla Böðvarsson með samninginn, Björg Ágústs- dóttir, Kristinn Jónasson og Guðbjartur Gunnarsson. Hellnum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.