Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR sem til þekkja innan- búðar í Frjálslynda flokknum vita hvers vegna Nýtt afl kom til. Stefnumál Nýs afls eru svo lík frjáls- lyndra að þarna er verið að dreifa kröftunum og skjóta framhjá markinu og þar með vinna þjóðinni tjón. Athugið góðir Íslendingar. Verði kvótadraugurinn ekki lagður að velli núna hinn 10. maí mun und- irritaður draga fána skips síns í hálfa stöng og það mun verða gert í hverri höfn á ströndinni. Ný afls- sinnar! Styðjið frjálslynda í bar- áttu okkar allra sem vilja leitast við að lyfta þjóðlífi voru á æðra plan. Svo setjumst við öll við varð- eldinn og tökum lagið. Það er athyglisvert Undirritaður saknar þess að enginn af hinum ágætu umbóta- sinnum hefur sett eftirfarandi inn í stefnuskrá sína. Takið nú vel eftir. Á hinni háæruverðugu löggjaf- arsamkundu Íslendinga hefur und- anfarin ár starfað fjöldi fólks sem á beinna einkahagsmuna að gæta í sjávarútvegi. Leggið eftirfarandi á minnið. Þetta er eitt af þeim þungavigtaratriðum sem lögmenn- irnir í Vatneyrarmálinu hafa á sínu borði. Vegna vanhæfi löggjaf- arsamkundunnarhrynur kvótakerf- ið líkt og spilaborg eftir átta til fjórtán mánuði. Það gengur ein- faldlega ekki upp að semja gild lög með þeim hætti sem gert hefur verið varðandi sjávarútveginn. Kvótakerfið í sjávarútvegi er því sá mesti glæpur sem settur hefur verið á svið hjá nokkurri sið- menntaðri þjóð. Því þarf eftirfar- andi að koma fram í stefnuskrá umbótaflokkanna. Það er að þeir sem hafa beinna einkahagsmuna að gæta í hverju máli, sem rætt er á Alþingi, skuli víkja úr salnum meðan umræða þeim tengd fer fram og skuli þeir ekki hafa at- kvæðisrétt. Ísland í dag – Ísland sem var Á gullárunum 1930 til 1967 þurfti enginn vinnandi maður við sjávarsíðuna að sofa allt sumarið. Á vetrarvertíðinni lögðu menn nótt við dag við róðra, beitingu, söltun og frystingu. Á þessum árum var byggt upp besta heilbrigðiskerfi í heimi, sem nú er að hrynja í nú- tímagóðærinu. Besta þjóðlíf jarð- kúlunnar var jafnframt byggt upp á þessum árum. Þá var, þótt mikið væri að gera, tími til að ræðast við og hlæja saman. Þá var ekki rífist um peninga og ójöfnuður þegn- anna óþekkt fyrirbæri. Hvað er nú? Nýríku stuttbuxnajónarnir eru nú í óða önn að selja það sem við, sem komin erum um og yfir miðj- án aldur, höfum þrælað okkur út fyrir samfélagið. Þetta gera hinir mjúkhentu drengir, sem aldrei hafa unnið neitt, til að halda uppi gervistöðugleika í þjóðfélaginu. Nú er svo komið að við, sem erum veðurbitnir eftir vosbúð og þræl- dóm, megum ekki lengur setja færið okkur í sjó, því nú er Eim- skip eigandi fiskimiðanna okkar við ströndina. Góðir, sannir Íslendingar. Stöndum saman um frjálslynda. Veljum frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. Setjum frjálslynda á flug, náum inn 20 þingmönnum. Nýtt afl Eftir Garðar H. Björgvinsson Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður og framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. HVAÐ á maður að kjósa? Er þetta ekki spurning sem við mörg höfum velt fyrir okkur síðustu vik- ur og daga? Í kjör- klefanum 10. maí verður svarið að liggja fyrir ef við viljum á annað borð nýta okkur kosn- ingaréttinn. – „Æ, þeir eru allir eins,“ segja gjarnan þeir sem ekki nenna að setja sig inn í stefnumið flokk- anna eða hugleiða hvort verk þeirra stór og smá séu í einhverju samræmi við það sem þeir sögðust ætla að gera. Að sitja heima og neyta ekki kosningaréttar síns jafngildir því að afhenda öðrum ákvörðunarvaldið yfir eigin lífs- afkomu og mótun samfélagsins. Málefni jörðuð með Samfylkingunni Ég kvaddi Framsóknarflokkinn ungur að árum og gekk til liðs við Alþýðubandalagið við stofnun þess. Þar fannst mér að mín hjartans mál, sjálfstæðismál þjóðarinnar í víðri merkingu, ættu bestu mál- svarana. Það var ekki alveg án trega sem ég sagði mig úr Alþýðu- bandalaginu í júlí 1998 þegar leiðir skildi og hluti félaga minna í þeim flokki var að undirbúa kosninga- bandalag við Alþýðuflokkinn, sem síðar leiddi til myndunar Samfylk- ingarinnar. Mér finnst nú, tæpum fimm árum síðar, að allt það helsta sem ég óttaðist að þetta leiddi til hafi gengið eftir: Enn vottar Sam- fylkingin NATO og Bandaríkjunum hollustu sína og virðist ekki sjá neitt athugavert við það að Ísland eigi áfram „öryggi sitt“ undir þeim sömu hersveitum og réðust á Írak, og nú stunda þar daglega mann- dráp á saklausu fólki. – Enn stefn- ir Samfylkingin að því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu með tilheyrandi skerðingu á sjálfs- ákvörðunarrétti. – Samfylkingin styður stóriðjustefnu núverandi ríkisstjórnar, gerð Kárahnjúka- virkjunar og álvers í Reyðarfirði og þá herför að hálendi Íslands sem af þessum risaframkvæmdum leiðir. Allt tal Samfylkingarinnar um umhverfisvernd og fjölþætta atvinnustefnu er ótrúverðugt með- an flokkurinn heldur fast við stór- iðjustefnuna. Uppskeran er miðjuflokkur Ég er ekki með neitt sam- viskubit yfir því að hafa ekki fylgt fyrrverandi félögum mínum í Al- þýðubandalaginu yfir í Samfylk- inguna. Ég geri mér æ betur grein fyrir því – og byggi það m.a. á við- tölum við ýmsa góða vini mína í þessum hópi – að þeir gerðu þetta „í góðri trú“. Með því að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn telja þeir sig vera að leggja lóð á vog- arskálar gamalla hugmynda um samstarf „verkalýðsflokka“, jafnvel samfylkingarhugmynda Einars Ol- geirssonar sem tilheyra löngu liðn- um tíma. – En hver verður fram- vindan? Ég vil ekki vera hér með neinar hrakspár gagnvart Samfylk- ingunni. En ég gæti ímyndað mér að barátta þess ágæta fólks sem í einlægni vill að Samfylkingin þró- ist yfir í öflugan vinstriflokk megi sín lítils andspænis hugmyndum þeirra sem vilja gera flokkinn að „breiðum“ miðjuflokki þar sem rúm verði fyrir fólk með mjög ólík- ar stjórnmálaskoðanir. Hvaða sjón- armið yrðu ofan á í hugsanlegum samningum slíks flokks við aðra flokka um aðild að ríkisstjórn? Það þarf varla að eyða að því orðum að ef fólkið sem myndar flokkinn hef- ur ekki sameiginleg viðhorf til helstu mála sem varða heill og framtíð þjóðarinnar er bara tíma- spursmál hvenær hópurinn riðlast. Þetta ætti sagan að hafa kennt okkur. Látum ekki villa um fyrir okkur Ég gekk í Vinstrihreyfinguna – grænt framboð af því að mér fannst að viðhorf mín og hugsjónir féllu vel að stefnumiðum sem sá flokkur setur á oddinn. En ég lít ekki á mig sem neinn „flokksþræl“. Ég áskil mér rétt til að gagnrýna stefnu og áherslur flokksins ef mér finnst hann vera að víkja af þeirri leið sem ég tel réttasta. – Nú þeg- ar kosningar standa fyrir dyrum finnst mér að fólk eigi að skoða málin með opnum huga en ekki láta flokkana villa um fyrir sér með auglýsingaskrumi og persónu- dýrkun sem minnir á kosningar í einræðisríkjum. – Ég væri ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég færi að skora hér á fólk að kjósa endi- lega Vinstri græna. En ég get þó með góðri samvisku ráðlagt fólki að hlusta eftir eigin hjartslætti og kanna síðan hjá hvaða flokki það finnur samhljóm við eigin hug- myndir. Þá fyrst er tímabært að taka sér blýantinn í hönd í kjör- klefanum. Að hlusta eftir eigin hjartslætti Eftir Gunnar Guttormsson Höfundur er vélfræðingur og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Á UNDANFÖRNUM árum hafa borgarbúar verið svo lánsamir að hafa vinstri-græna fulltrúa í borg- arstjórn Reykjavík- ur. Í borgarstjórn hafa vinstri-grænir haldið á lofti um- hverfissjónarmiðum og jöfnuður meðal borgarbúa er skær- asta leiðarljósið. Mér þykir rétt að benda á þetta hér þar sem af fjölmiðlaumræðu að und- anförnu hefur mátt halda að ein- ungis ein manneskja hafi stjórnað borginni á undanförnum níu árum. Því fer fjarri að ég vilji halla á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrver- andi borgarstjóra, en það má öllum vera ljóst að hún ein hefur ekki stjórnað borginni. Vistvænar samgöngur í vistvænni borg Ein af þremur meginstoðum í ný- samþykktu aðalskipulagi Reykjavík- ur til ársins 2024 er vistvæn borg. Aðalskipulagið var unnið á síðasta kjörtímabili þegar Árni Þór Sigurðs- son var formaður skipulagsnefndar. Hann vann ötullega að því að al- menningssamgöngur fengju þann sess sem almenningssamgöngum ber í vistvænu borgarskipulagi. Nú er verið að vinna að endurskoðun leiðakerfis Strætó bs. og unnið er að skipulagi sem gerir ráð fyrir for- gangi almenningssamgangna. Þá hafa fulltrúar VG í borgarstjórn m.a. viljað vernda tjörnina og lagt sitt af mörkum til að sporna gegn bygg- ingu bílastæðakjallara undir tjörn- inni. Við höfum þó langt í frá bara verið á móti – við höfum bent á aðra kosti sem nú eru til skoðunar. Það hefur verið okkar hlutverk að setja upp umhverfisgleraugun því við þurfum að búa þannig um hnútana að við séum í sátt við landið og líf- ríkið. Það koma nýjar kynslóðir borgarbúa á eftir okkur. Jöfnuður og velferð í öndvegi Til að tryggja öllum borgarbúum sem best og líkust skilyrði er nú unnið samkvæmt þeirri hug- myndafræði að blanda byggð. Fé- lagslegar leiguíbúðir eiga að vera í bland við sérbýli og almenn fjölbýli. Með slíku fyrirkomulagi er tryggt að börn með fjölbreyttan félagslegan bakgrunn alast upp hlið við hlið og bæta við hvert hjá öðru. Við þurfum öll að skilja kjör og aðstæður ann- arra hvort sem þau eru betri eða verri en okkar eigin. Því á Reykjavík að reka frábæra skóla fyrir öll börn og sjá til þess að börnum sé ekki mismunað. Liður í því er að vinna að því að gera leikskólann ókeypis og greiða niður uppbyggilegt tóm- stundastarf fyrir börn. Þó svo hér hafi einungis verið stiklað á stóru má sjá að vinstri- grænar áherslur hafa náð inn í stjórn borgarinnar. Það þarf marga við stjórnvölinn svo vel sé – einn fulltrúi getur hvorki stýrt né haft þá heildarsýn sem þarf. Árangur Reykjavíkurlistans í jafnrétt- ismálum, umhverfismálum og upp- byggingu samfélagsþjónustunnar er okkur öllum sem stöndum að Reykjavíkurlistanum að þakka. Vinstri grænir í borgarstjórn Eftir Björk Vilhelmsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og vara- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.