Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ minnsta kosti 34 fórust þegar fólksflutningabíll varð fyrir lest á ferðamannastað í Ungverjalandi í gær. Rifn- aði bíllinn í tvennt er lestin skall á honum og eldur kvikn- aði í honum, að því er björgunarmenn greindu frá. Í bílnum voru þýskir ferðamenn. Flestir þeirra sem fórust voru í þeim hluta bílsins sem dróst með lestinni um 150 metra frá árekstrarstaðnum þar sem braut- arteinarnir lágu yfir veg í ferðamannabænum Siófok við strendur Balaton-vatns. Að sögn ungverskra fjölmiðla var bílnum ekið yfir brautarteinana gegn rauðu ljósi. Auk þeirra sem létust slösuðust átta farþegar í bifreiðinni, en engan sakaði um borð í lestinni, sem var á leið frá Búdapest til borg- arinnar Nagykanizsa. AP Mannskætt slys í Ungverjalandi BANDARÍSK stjórnvöld sögðust í gær ætla að hlíta úrskurði Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) um ólögmæti skattaívilnana sem banda- rísk útflutningsfyrirtæki njóta. Kom yfirlýsing um þetta frá skrifstofu viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar (USTR) í gær, eftir að WTO hafði lagt blessun sína yfir lista yfir bandarískar vörur sem Evrópusam- bandið (ESB) hyggst leggja refsi- tolla á, grípi Bandaríkjastjórn ekki til þeirra ráðstafana sem krafizt er í úrskurði WTO. Refsitollarnir gætu numið um fjórum milljörðum Banda- ríkjadala, andvirði um 300 milljarða króna, en úrskurðarnefnd WTO komst að þeirri niðurstöðu að áhrifin af þessum refsitollum yrðu ámóta, í dollurum talið, og það ígildi niður- greiðslna sem í bandarískuívilnun- unum fælist. ESB tilkynnti í fyrra- dag, að þessir refsitollar gengju í gildi á þessu ári, verði bandarísk stjórnvöld ekki búin að gera þær breytingar sem WTO ætlast til. „Eins og við höfum sagt ætla bandarísk stjórnvöld að uppfylla al- þjóðlegar skuldbindingar sínar, við höldum áfram samráði við Evrópu- sambandið og framkvæmdavaldið er að vinna með (bandaríska) þinginu að því að uppfylla þessar skuldbind- ingar,“ sagði í tilkynningu USTR. Nokkur ár eru síðan Bandaríkja- þing samþykkti hina umdeildu lög- gjöf, en henni var breytt árið 2000, eftir að WTO úrskurðaði um bjag- andi áhrif hennar á alþjóðaviðskipti. ESB kvartaði hins vegar yfir því að breytingarnar hefðu ekki verið full- nægjandi og WTO úrskurðaði 2002 að ívilnanirnar brytu í bága við gild- andi reglur um alþjóðaviðskipti. Bandaríkin hlíta úrskurði Washington, Brussel. AFP. RICHARD Armitage, aðstoðar- varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, kvaðst í gær vera fullviss um að gereyðingarvopn myndu finnast í Írak og skírskotaði m.a. til þess að í norðanverðu landinu hefur fundist tengivagn sem grunur leik- ur á að hafi verið notaður til að framleiða sýklavopn. Stephen Cambone, sem fer með leyniþjónustumál í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, skýrði frá því í fyrradag að í tengivagni, sem fannst 19. apríl, hefði verið búnað- ur sem kæmi að öllum líkindum að- eins að notum við framleiðslu sýklavopna. Cambone hélt því þó ekki fram að tengivagninn sannaði að Írakar hefðu framleitt sýkla- vopn. Hann sagði að rannsóknar- menn hefðu ekki fundið nein merki um slíka framleiðslu í vagninum og svo virtist sem hann hefði verið hreinsaður rækilega. Sérfræðingar ætla að taka vagn- inn í sundur til að rannsaka hann frekar. Fyrir stríðið í Írak var íraskur vísindamaður sagður hafa skýrt bandarískum leyniþjónustu- mönnum frá því að Írakar hefðu komið sér upp færanlegum verk- smiðjum til að framleiða sýkla- vopn. Armitage sagði að tengivagninn staðfesti þá fullyrðingu Colins Powells, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í ræðu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna 5. febrúar að Írakar hefðu notað færanlegar verksmiðjur til að framleiða ólög- leg vopn. Armitage kvaðst vera fullviss um að upplýsingar banda- rískra stjórnvalda um þetta væru réttar og að gereyðingarvopn hefðu verið falin í Írak. Fullviss um að ger- eyðingarvopn finnist Hugsanleg sýklavopnaverksmiðja rannsökuð í Írak Washington. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, vann mikilvægan sigur á þingi á miðvikudagskvöld er tillaga stjórn- arinnar um að að koma á fót svo- nefndum „sjóða-sjúkrahúsum“ var samþykkt. Aðeins 31 þingmaður Verkamannaflokksins af 412 var and- vígur, mun færri en búist hafði verið við. Umrædd sjúkrahús fá að taka að láni fé á almennum markaði og einnig verða þau undir yfirstjórn sveitarfé- lagsins en ekki ráðuneytisins í Lond- on. Þau fá að setja sér sín eigin mark- mið varðandi biðlista en önnur sjúkrahús verða í þeim efnum að hlíta forsjá stjórnvalda í höfuðborginni. Fyrst í stað fá aðeins spítalar sem taldir eru hafa staðið sig vel leyfi til að nýta sér þessa tilhögun en Blair segir að stefnt sé því að allar sjúkrastofn- anir muni á endanum geta það. Margir vinstrisinnar í Verka- mannaflokki Blairs óttast að með til- lögunum sé verið að læða inn um bak- dyrnar einkavæðingu í heilbrigðiskerfið. Niðurstaðan verði kerfi í tveimur hlutum, annað einka- rekið og hitt rekið með hefðbundnum, miðstýrðum hætti. Var því gert ráð fyrir að Blair gæti aftur þurft að takast á við alvarlega uppreisn í þingflokknum en 139 þing- menn hans greiddu á sínum tíma at- kvæði gegn þátttöku í Íraksstríðinu. Svo fór þó ekki að þessu sinni, hug- myndirnar voru samþykktar með 304 atkvæðum gegn 230. Stjórnarand- stöðuþingmenn greiddu atkvæði á móti þeim, sumir vegna þess að þær gengju ekki nógu langt. Einnig hefur stjórn Blairs verið gagnrýnd fyrir að vera með heilbrigðiskerfið í fjársvelti þrátt fyrir förur orð um umbætur þegar Verkmannaflokkurinn náði meirihluta 1997. Blair lagði í fyrradag áherslu á að ekki væri nóg að auka fjárveitingar til kerfisins, breyta þyrfti skipulagi þess til að raunverulegar umbætur gætu orðið að veruleika. Tillögurnar eru þó ekki orðnar að lögum, fyrst þarf að fjalla nánar um þær bæði í neðri deildinni en einnig í lávarðadeildinni. Heilbrigðistil- lögur Blairs samþykktar Uppreisn í þingflokknum reyndist umfangsminni en spáð hafði verið London. AFP. HERSKÁR meðlimur í Hamas-sam- tökum múslíma féll í gær er Ísraelar skutu þremur flugskeytum á bíl hans í Gazaborg, að því er palestínskir ör- yggisfulltrúar greindu frá. Maður- inn, Ayad el-Beik, var félagi í hinum vopnaða armi Hamas, Ezzedin al- Qassam-herdeildunum. Flaugunum var skotið úr ísraelskri Apache-her- þyrlu. Engar fregnir höfðu borist af því síðdegis í gær hvort frekara mann- tjón hefði orðið í árásinni, en nokkr- um klukkustundum áður féll annar Palestínumaður fyrir byssukúlum Ísraela í Khan Yunis, syðst á Gaza- svæðinu. Pólitískur leiðtogi Hamas, Abd- elaziz al-Rantissi, fordæmdi árásina á el-Beik, og sagði hana hryðjuverk. Hamas-samtökin eru andvíg því að fylgt verði eftir svonefndum vegvísi að friði í deilum Ísraela og Palest- ínumanna, en nýr forsætisráðherra þeirra síðarnefndu, Mahmud Abbas, hefur samþykkt vegvísinn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Miðausturlanda á morgun. Báðir deiluaðilar hyggjast hvetja hann til að beita hinn aðilann „þrýstingi“ vegna vegvísisins svonefnda, sem er áætlun í þremur liðum, samin af hin- um svonefnda „kvartett“, Bandaríkj- unum, Rússlandi, Sameinuðu þjóð- unum og Evrópusambandinu. Ísraelar vilja að breytingar verði gerðar á tillögunum áður en þeim verði framfylgt. Hamas- liði felldur Reuters Palestínumenn með líkkistu Ayads el-Beiks, Hamas-manns, sem Ísraelar drápu með flugskeyti úr Apache-þyrlu á Gazaströndinni í gær. Gazaborg. AFP. MÖRG ríki Evrópu verða að mati Al- þjóðabankans að gera hið snarasta róttækar umbætur á lífeyriskerfum sínum vilji þau sjá til þess að inni- stæða verði fyrir ellilífeyri þeirra sem fara munu á eftirlaun á komandi árum og áratugum, meðal annars vegna hraðhækkandi hlutfalls aldr- aðra og sílækkandi fæðingartíðni. Í niðurstöðum nýrrar skýrslu frá Alþjóðabankanum segir, að hækk- andi ríkisútgjöld, lýðfræðilegar breytingar á evrópskum þjóðfélög- um og fjárhagslegar skuldbindingar vegna efnahagslegs samruna í álf- unni mæli allt með umbótum á lífeyr- iskerfunum. Ekkert minna en rót- tækar breytingar á þeim muni verða þess megnugar að leysa vandann. „Lífeyriskerfisumbætur er mál sem er mjög í brennidepli umræð- unnar þvert yfir Vestur-, Mið- og Austur-Evrópu, en það er ekkert annað málefnasvið þar sem árangur hefur verið eins misjafn,“ sagði Ro- bert Holzmann, yfirmaður félags- máladeildar Alþjóðabankans, sem vann skýrsluna. Vilja lífeyrisumbætur Washington. AFP. Viðskiptadeilur í WTO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.