Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 62
MINNINGAR 62 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá systkin- um. Æ, hvar er leiðið þitt lága, ljúfasti bróðir? þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega lagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þyrnunum þínum, þótt saklaus þú værir og góður. (Jóhann Sigurjónsson.) Í dag, hinn 9. maí, hefði okkar elskulegi bróðir, hann Hörður Birg- ir, orðið sextíu og þriggja ára. – Okkur systkinin langar að minnast þess og þakka honum samfylgdina HÖRÐUR BIRGIR VIGFÚSSON ✝ Hörður BirgirVigfússon fædd- ist 9. maí 1940 á Hól- um í Hjaltadal. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 20. des- ember 2002 og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 3. jan- úar. sem hefði gjarnan mátt vera lengri. Þá hefði hann leng- ur getað notið samvist- anna við dæturnar tvær og litlu afastelp- urnar, þær Inger Erlu og Kristbjörgu Hörpu, sem allar voru honum svo mikils virði og gáfu honum svo mikið. – Sérstaklega síðustu árin þegar hann þurfti svo mikið á upplyft- ingu að halda. Það var óréttlátt að hann skyldi ekki fá að fylgj- ast með þeim lengur. – Við hin mun- um sjá til þess að þær muni afann sem var svo óþreytandi að leika við þær og vildi allt fyrir þær gera. Við systkinin eigum margar minningar um hann Bigga bróður. Við, þau yngstu, munum hann sem ungan mann sem við litum upp til og hjálpaði okkar að stíga fyrstu skrefin í höfuðborginni þegar fjöl- skyldan flutti frá Hólum í Hjáltadal haustið 1963. Þá þurftum við á leið- sögn að halda og gott var það þegar stóri bróðir vildi fylgja okkur í bíó eða útí búð. Á þessum tíma var hann við háskólanám og þekkti orð- ið umhverfið hér fyrir sunnan. Þau eldri muna hann sem góðan félaga og vin, við leik og störf á Hólum. – Þórhildur þakkar alla umhyggjuna sem hann sýndi henni þegar hún, ungur og óharðnaður unglingur, steig sín fyrstu skref fjarri heima- húsum við Menntaskólann á Akur- eyri, alltaf var hún velkomin að leita til hans með vandamálin. Hún gat hvenær sem var komið í herbergið hans í gömlu vistinni, þó að hann hafi sjálfsagt stundum haft öðrum hnöppum að hneppa. Aldrei ömuð- ust þeir við henni – hvorki hann né hans góðu herbergisfélagar, Snorri og Magni. Biggi var mikill dansari á sínum yngri árum og allt fram á síðasta dag sveiflaði hann dömum á öllum aldri, sem og systrum og dætrum, snilldarlega í rokk og vals. Kæri Biggi bróðir! Þetta voru að- eins örfá minningabrot – Við trúum því að þín hafi beðið vinir í varpa og að þú sért meðal ástvina okkar sem farnir eru yfir móðuna miklu. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Agnes, Þórhildur, Guðmundur og Baldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÍNERVU KRISTINSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir kærleiksríka umönnun. Sigríður Mínerva Jensdóttir, Kristinn Skæringur Baldvinsson, Sigurjón Kristinsson, Þórir Kristinsson, Auður Hermannsdóttir, Baldvin Kristinsson, Áslaug Þórdís Gissurardóttir og langömmubörn. ✝ Ólafur Bjarna-son fæddist á Patreksfirði 29. september 1963. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 3. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Dagbjörg Ólafsdótt- ir og Bjarni Sigur- björnsson í Hænu- vík. Systkini Ólafs eru Sigurjón, f. 17. september 1946, Guðjón, f. 2. desem- ber 1947, Pálmey Gróa, f. 13. janúar 1955, Rögn- valdur, f. 21. febr- úar 1960, og Búi, f. 25. júlí 1967. Synir Ólafs eru Kristinn, f. 28. júlí 1988, og Friðrik, f. 25. júní 1991. Móðir þeirra er Sandra Skarphéðinsdóttir á Patreksfirði, en hún var sambýlis- kona Ólafs. Útför Ólafs verð- ur gerð frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum í Hænuvík, en þau Dagbjörg og Bjarni fluttu búferlum til Patreksfjarðar ár- ið 1982. Þrátt fyrir góða námshæfi- leika Ólafs varð skólagangan stutt, aðeins hálfur vetur eftir að grunn- skólaprófi lauk. Margt annað var meira heillandi, ekki síst það starfs- umhverfi sem mótar allt mannlíf á Vestfjörðum, sjórinn og hafnarsvæð- in. Ólafur starfaði því lengst sem sjó- maður og útgerðarmaður og var hans stutta starfsævi mjög bundin við sjávarútveg. Orð fór af dugnaði hans og ósérhlífni, og eftir að hann hafði komist yfir eigin bát voru fáir eða engir í hans heimabyggð, sem fastar sóttu eða báru meira úr býtum. Hann var gefinn fyrir að fara eigin leiðir, tók sjálfstæðar ákvarðanir, gjarna eftir að hafa hlustað eftir ráðum ann- arra og lagt saman tvo og tvo. Í upp- hafi útgerðarferils síns leitaði hann þannig mjög eftir upplýsingum sér eldri manna um vænlegustu fiskimið- um úti fyrir Patreksfirði og hagnýtti sér þá „fiskifræði“ út í æsar. Á þrítugsaldri hóf Óli sambúð með Söndru Skarphéðinsdóttur, sem fædd og uppalin er á Patreksfirði. Með henni átti hann synina Kristin og Friðrik, sem urðu honum afar hjartfólgnir. Því miður varð sambúð þeirra Söndru ekki löng og slitu þau samvistum. Fyrir meira en fjórum árum kenndi Óli bróðir sér þess meins, sem síðar dró hann til dauða. Sem fyrr var maðurinn ekki á þeim buxunum að gefa sinn hlut. Bardaginn var harður og stundum sýndist endirinn geta orðið annar en raun varð á. Sjúkling- urinn var enda meiri harðjaxl en al- gengt verður að teljast og fráleitt gef- inn fyrir að láta vorkenna sér. Ólafur gekk því að verki eftir því sem kraft- ar leyfðu allt fram í desember sl., en þá voru kraftar til athafna á þrotum. Jafnfram hélt hann sínu glaða yfir- bragði hvernig sem á stóð, jafnvel þó að þrautir leyndu sér ekki ef grannt var að gáð. Þegar útséð var um endalokin urðu vonbrigðin stór. Að vera kallaður brott á miðri ævi fannst honum hið mesta óréttlæti. Það var eins og að hverfa frá hálfnuðu verki. Lítt átti það við lundina hans Óla bróður. Sér- staklega var söknuðurinn sár gagn- vart drengjunum hans, sem hann svo sannarlega hafði vonast til að sjá vaxa úr grasi. Þeir voru honum sá fjársjóður, sem hann hafði dýrastan fundið, stærsti vinningurinn sem honum hafði áskotnast í lífinu. En þó að skútan hafi strandað fyrr en ætlað hafði verið, var huggunin sú að báðir eru drengirnir efnilegir. Þá hafði ótrúlega mikið starf verið unnið á fáum árum og ekki má gleyma þeim fjölmörgu ánægjustundum, sem Óli hafði veitt vinum og venslafólki. Hann hafði svo sannarlega lag á því að lyfta geði og lífga upp á samræður. Þegar séð er fyrir enda á ævi náins vinar verður okkur hugsað til baka. Okkur verður ljóst að endalok eru á næsta leiti. Til okkar leggur vaxandi ljóma frá hinum hverfandi samferða- manni. Mynd hans sjálfs máist út hægt og hægt í miðju aftanskininu, hún smækkar um leið og birtan vex. Þannig færist hann fjær okkur uns hann hverfur í litlum brennipunkti. Í þennan miðdepil getum við ekki litið, það blindar sýn. Í staðinn böðum við okkur í geisladýrðinni, minningunum um hinn látna. Njótum þannig ná- lægðar hans þó hann hafi nú þegar horfið á æðra tilverustig. Þó að oft horfði vel fyrir Ólafi bróð- ur, var líf hans ekki alltaf dans á rós- um. Gátur lífsins verða stundum tor- ráðnar. Beinar og breiðar brautir geta reynst blindgötur. Nú hafa vandamálin verið leyst, Ólafur Bjarnason hefur verið burt- kallaður af þessari jarðvist, hann er horfinn til annarra og hlýlegri staða en Patreksfjarðarflóans, þar sem hann kunni þó svo vel við sig, jafnvel þó að sjór væri ekki alltaf lognsléttur eða himinninn bjartur. Kæra móðir og systkini. Það er komið skarð í hópinn. Það verður aldrei fyllt og við verðum aldr- ei söm. Einn vísifingur hreyfist, skrifar hægt, en heldur sínu striki. Engri nægt af trú né speki tekst að fipa hann, né tár þín geta einn stafkrók burtu fægt. Við erum máttvana gagnvart slík- um stórtíðindum, eins og lýst er í þessari vísu Omars Kajams í Rub- aiyat. Við skulum samt gefa okkur tíma til að hugleiða hið horfna, festa í minni allt hið góða og ánægjulega af hinum horfna bróður og syni. Það léttir sorgina þegar frá líður. En það hefði ekki verið líkt hinum framliðna að dvelja lengi við sorgir og sút. Lífið heldur áfram og aftur langar mig til að vitna í Kajam gamla þegar hann segir: En fyllum glösin! Hvað skal harmalag við hverfulleikans endalausa dag? Nei, vagga morgundags né gærdags gröf ei glepja oss skal frá veisluborði í dag. Það var í septembermánuði 1963 að ég sem þessar línur rita yfirgaf foreldrahús. Í sama mánuði fæddist foreldrum mínum þessi nú nýlátni sonur. Nú er hann horfinn á ný án þess að eiga afturkvæmt. Einn kem- ur þá annar fer. Eftir standa daprir synir hans, tákn nýrra tíma. Kynslóð tekur við af kynslóð. Líf kviknar af lífi. Dagur kemur eftir þennan dag. Megi heimurinn hlæja við þessum frændum okkar. Gefi himnafaðirinn okkur styrk til að veita þeim og móð- ur þeirra skjól, svo að þeir megi sigr- ast á hinu ólýsanlega böli, sem hin grimma veröld hefur nú búið þeim. Já, megi sjálfir erfiðleikarnir styrkja þá í framtíðinni og auka þeim skilning á lífinu, minna þá á fallvaltleikann og hversu hamingjan er eftirsóknarvert en um leið hverfult hnoss. Megi hin bjarta minning um Ólaf Bjarnason frá Hænuvík verma okkur og alla þá sem hann þekktu um langa framtíð. Sigurjón Bjarnason. Elsku Óli. Hetjulegri baráttu þinni við illvíg- an sjúkdóm er lokið. Þú komst mjög oft til okkar og ræddum við meðal annars um veikindi þín en aldrei heyrðum við þig kvarta. Þú varst allt- af svo sterkur. Heimsóknir þínar til okkar voru alltaf skemmtilegar og ýmislegt rætt og stundum þrættum við alveg heilmikið en þú hafðir mjög gaman af því, sérstaklega ef þú gast æst mig upp, þá fórstu að hlæja og sagðir kannski „jú þetta er kannski alveg rétt hjá þér“. Þú gast verið svo stríðinn og alltaf varstu í góðu skapi. Þú varst svo ánægður þegar þú komst úr siglingunni um Karabíska hafið, kannski vissirðu líka þá að það yrði þín síðasta utanlandsferð. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka. Skemmti- legar minningar sem tengjast þér. Við vorum í reglulegu símasambandi eftir að þú fórst suður og í næstsíð- asta símtali okkar á sumardaginn fyrsta töluðum við mikið um dauðann og hvað tæki við eftir hann. Við vor- um alveg viss um að við myndum hitt- ast aftur þótt það yrði ekki á þessari jörð. Við minnumst þín með þakklæti og kveðjum þig elsku Óli með orðunum sem við vorum að reyna að rifja upp í símtalinu okkar en mundum hvorugt hvernig voru. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Elsku Dæja, Kristinn, Friðrik og aðrir aðstandendur. Við vitum að söknuður ykkar er mikill en megi Guð geyma ykkur og varðveita í sorg- inni. Bergrún og Hallur. Það var að morgni 3. maí þar sem ég var að draga grásleppunetin að síminn hringdi um borð í trillunni hjá mér. Það var konan mín ég heyrði strax að hún var döpur í bragði, enda var hún að segja mér að Óli vinur minn hafi látist þá um morguninn, Höggið var þungt þótt maður hafi mátt búast við þessum fréttum þá og þegar, þar sem Óla hafði hrakað mjög síðustu daga, og flaug margt í gegn- um hugann. Það rifjaðist strax upp fyrir mér að þennan sama dag fyrir ári var Óli ein- mitt að hjálpa mér að leggja grá- sleppunetin. Já, það er erfitt að sjá á eftir svo góðum dreng og svo hörðum nagla sem aldrei hafði kennt sér meins bogna undan veikindum langt fyrir aldur fram. Óli greindist í árs- byrjun ’99, hóf hann þá strax baráttu til bata sem hann háði allt til enda, alltaf svo jákvæður og lífsglaður að því fá engin orð lýst. Ég man alltaf þegar ég heimsótti hann suður á Landspítala eftir aðgerð þá var hann að fara yfir á Rauðakrossheimilið til dvalar þar til hann treysti sér heim. Við fórum í bíltúr og ýmsar redding- ar þótt veikburða hann væri. Hann hafði líka orð á því að það væri víst vissara að fara hægt yfir hraðahindr- arnirnar, það var stutt í brosið þrátt fyrir allt. Eftir að Óli kom heim fór hann strax að vinna um leið og hann treysti sér til. Ég bauð honum að beita fyrir mig með því skilyrði að hann réði sér alveg sjálfur, því tók hann strax feg- ins hendi og var það mér mikil hjálp og ánægja. Síðar fór hann á skak á sumrinn með Grétari vini sínum, en það var hans líf og yndi enda sjálfur búinn að eiga trillu til margra ára og var þá jafnan manna fisknastur, hann þekkti miðin eins og puttana á sér, hann virtist alltaf vita hvar ætti að renna færum á hvaða tíma og á hvaða falli, ef maður gaf honum upp lóran- tölur þar sem maður var staddur þá sagið hann gjarnan já ertu þar, þarna á 42 föðmunum, þetta klikkaði aldrei, hann var með þetta allt á hreinu. Hann var líka veðurglöggur með af- brigðum og virtist alltaf vita þegar var komin blíða úti í kanti þótt bræla væri við landið. Óli hélt ótrauður áfram að vinna allt til áramóta 2003, síðustu mánuð- ina í fiski. Við Óli áttum margt sameiginlegt, t.d. erum við báðir úr sveit, hann frá Hænuvík og ég frá Haga, og svo vor- um við báðir í trillubransanum. Við höfðum vitað hvor af öðrum í gegnum tíðina, en vinskapur okkar hófst ekki fyrir alvöru fyrr en árið ’95 en þá vorum við saman í 5 vikur úti á Kanarí. Þetta voru ógleymanlegir tímar sem Óli naut vel sem og ég enda átti hann eftir að fara aftur út í sólina. Upp frá þessu slitnaði aldrei okkar vinskapur. Óli var að mörgu leyti sér- stakur, hann stóð fastur á sínu og stundum svolítið þver, en hann vissi sínu viti og var ósérhlífinn og harð- duglegur. Enda orðaði hann það vel þegar hann sagði að það hafi nú verið farið á sjóinn meira af vilja en mætti eftir sverar helgar og mikið grín. Óli, þakka þér fyrir að vera vinur og samferðafélagi í gegnum tíðina, allar kvöldstundirnar, öll símtölin og allt spjallið um heima og geima, sjó- inn og sveitina. Við þig gat ég talað um allt, það hefur verið mér mikils virði og vonandi þér líka. Það var allt- af jafnnotalegt að labba upp brekk- una heim til þín. Minning þín verður alltaf í huga mér, en nú ertu farinn og kominn á æðra stig en við hin sem eftir lifum. Megi guð geyma þig og gefa drengjunum þínum, ættingjum og vinum styrk til að takast á við sorg- ina. Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll, þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll, vertu ljós og leiðarstjarna, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða, þegar lokast sundin öll. (Jón Magnússon.) Þinn vinur Gunnar Bjarnason. ÓLAFUR BJARNASON  Fleiri minningargreinar um Ólaf Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.