Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ur, erlendur diplomat sagði í samtali við The Washington Post. Hann vildi ekki láta nafns síns getið. Maðurinn sagði að þjóðir sem ef til vill myndu leggja fram fé og aðra aðstoð ætluðu að „bíða og sjá til“. Einnig er bent á að enn ríki sorg í aðalstöðvum SÞ og menn eigi enn eft- ir að ná áttum eftir að aðalfulltrúi Kofi Annans framkvæmdastjóra í Írak, Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello, var myrtur í sprengjutilræði í Bagdad fyrir skemmstu ásamt 15 öðr- um starfsmönnum samtakanna. „Árásin á [de Mello] olli því skilj- anlega að menn vildu endurmeta hvaða hlutverk SÞ ætti að leika,“ sagði embættismaður hjá SÞ. „Við er- um miðja vega í því verkefni núna: Hvað merkir þetta fyrir okkur á öll- um sviðum, hvað snertir uppbygg- inguna, mannúðaraðstoðina, stjórn- málahliðina?“ Þrátt fyrir þessa erfiðleika er stjórn Bush staðráðin í að láta verða af ráðstefnunni í Madrid og er stefnt að því að halda undirbúningsfund í dag, miðvikudag, í Brussel. Þar verð- ur stór sendinefnd frá Bandaríkjun- um en einnig fulltrúar frá allmörgum ríkjum er hyggjast bjóða aðstoð auk fulltrúa frá Alþjóðabankanum, Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Þróunar- stofnun SÞ (UNDP). Sum ríkin munu leggja mikla áherslu á að fá meiri TILRAUNIR sem ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur gert til að fá önnur ríki til að heita umtalsverðu fé til uppbyggingar í Írak virðast ganga illa, að sögn bandaríska dagblaðsins The Wash- ington Post. Hefur blaðið eftir heim- ildarmönnum sínum að margar er- lendar ríkisstjórnir láti í ljós áhyggjur af slæmu ástandi öryggismála í Írak og kvarti einnig yfir því að Banda- ríkjamenn vilji hafa síðasta orðið í öllu starfinu. Tilræðin mannskæðu und- anfarnar vikur hafa aukið enn áhyggjur manna af öryggisleysinu. Fyrirhugað er að halda í október ráðstefnu í Madrid á Spáni þangað sem ríki er vilja veita aðstoð munu senda fulltrúa til að ráðgast um fram- haldið við bandamenn. Embættis- menn hjá Sameinuðu þjóðunum velta því nú fyrir sér hvort fresta eigi ráð- stefnunni þangað til samtökin hafi komið sér upp öflugra starfsliði í Írak. Einnig þurfi SÞ að semja við Banda- ríkjastjórn um hlutverk samtakanna í Írak. Margar þjóðir sýna tregðu Niðurstöðurnar gætu skipt banda- ríska skattgreiðendur miklu. Útflutn- ingstekjur Íraka eru mun minni en gert hafði verið ráð fyrir og útgjöld Bandaríkjamanna margfalt meiri. Nýlega sagði L. Paul Bremer, sem er æðsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Írak og í raun valdamestur manna þar sem stendur, að verja yrði tug- milljörðum dollara til uppbyggingar- innar aðeins á næsta ári. Frakkar hafa verið í forystu þeirra sem andvígir eru hernámi Banda- ríkjamanna og Breta í Írak. En marg- ar aðrar þjóðir hafa einnig „sýnt tregðu sem er ekki aðeins óheppileg, hún er skammarleg“ eins og háttsett- áhrif á stefnumótun bandamanna og þá einkum Bandaríkjamanna í Írak. Deilan um óskorað vald Bandaríkja- manna á að nokkru leyti rætur að rekja til þeirra illvígu deilna sem komu upp þegar Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákváðu í mars sl. að ráðast inn í Írak án þess að öryggisráð SÞ hefði lagt blessun sína yfir áformið. Skiptar skoðanir í Bandaríkjunum Skiptar skoðanir eru meðal banda- rískra sérfræðinga um það hvernig leysa beri þessar deilur. „Við munum verða að gera þetta að raunverulega fjölþjóðlegri aðgerð þar sem þeim [þ. e. öðrum þjóðum] finnst að þær eigi hlut að stjórnuninni ekki síður en áhættunni og kostnaðinum,“ segir James Dobbins, fyrrverandi sendi- maður Bandaríkjamanna í Sómalíu, Bosníu og Afganistan. Hann telur að aðrar þjóðir verði að geta sannfærst um að hernámið komi öflugu, fjölþjóð- legu bandalagi til góða, ekki aðeins Bandaríkjamönnum. Paul Bremer svarar því til að alls 45 þjóðir hafi nú heitið aðstoð í Írak og 15 þeirra eigi fulltrúa í samráðs- nefnd í Bagdad. Nefndin sendir skýrslur sínar til hans. Hann mælti nýlega gegn því að SÞ fengju umtals- verð völd í Írak og er einnig andvígur því að ábyrgðinni verði skipt á nokkra aðila. „Hvað er það sem mun breytast til batnaðar í Írak ef SÞ fær yfirumsjón með uppbyggingunni? “ spurði Brem- er. Dobbins svarar því til að meira fé fengist til starfsins og lögmæti her- námsliðsins yrði aukið. Umfang útgjaldanna til uppbygg- ingar í Írak er svo mikið að sumir sér- fræðingar telja að hefðbundin fram- lög frá öðrum þjóðum til slíks starfs muni ekki duga til. Fulltrúar alþjóða- stofnana eins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins eru enn hikandi við að við- urkenna framkvæmdaráðið í Írak sem fulltrúa landsins. Talsmaður Al- þjóðabankans sagði að ekki yrði hægt að veita Írökum veruleg lán fyrr en fyrir hendi væri „ríkisstjórn sem við getum samið við“. Framkvæmdaráð- ið hefur nú tilnefnt fólk í bráðabirgða- stjórn sem mun sverja eið í dag en ekki er ljóst hvert valdsvið hennar verður. Ekkert embætti forsætisráð- herra er í væntanlegri stjórn. Demókratar vilja efla hlutverk SÞ Bandaríska þingið kemur saman á ný eftir sumarhlé eftir nokkra daga. Demókratar hafa síðustu vikurnar ráðist harkalega á stjórn Bush fyrir að hafa ekki fengið önnur ríki til að axla byrðarnar og vilja að SÞ fái stórt hlutverk í Írak, að sögn AP-frétta- stofunnar. Einkum hafa sumir af þeim sem keppa að því að verða for- setaefni flokksins haustið 2004 gengið hart fram og sakað Bush og menn hans um að hafa ekki búið sig undir eftirleikinn að loknu stríðinu í Írak. Er ljóst að Íraksmálin og mannfallið þar geta orðið fyrirferðarmikil á þingi næstu mánuði þótt efnahagsástandið vegi vafalaust þyngra. Jim Kolbe, sem er repúblikani frá Arizona og situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, er formaður undir- nefndar sem fjallar um aðstoð við önnur ríki. Hann segir að Bandaríkja- menn eigi að búa sig undir að Írak muni kosta þá mikið fé. Aðstoð ann- arra ríkja sé mikilvæg en ekki sé ráð- legt að treysta á að hún verði að veru- leika. Kolbe gagnrýndi stjórn Bush fyrir að hafa ekki sagt skýrt hve mikið fé þyrfti til en sagði jafnframt að þingið myndi ekki bregðast forsetan- um. Ekki kæmi til greina að Banda- ríkjamenn gæfust upp og hyrfu frá hálfnuðu verki í Írak. En jafnt demókratar sem sumir repúblikanar segja að leggja verði áherslu á að fái aðrar þjóðir til að axla kostnaðinn ásamt Bandaríkjamönn- um, ekki síst vegna þess að nú stefnir í mesta fjárlagahalla sem dæmi eru um vestra. Paul Bremer George W. Bush Vilja að fleiri ríki axli kostnaðinn Útgjöld vegna uppbyggingar í Írak verða mun meiri en gert var ráð fyrir og olíutekjurnar minni MIKIÐ þrumuveður með gífurlegu úrfelli gekk yfir Las Vegas í Bandaríkjunum í gær og logaði þá allur him- inninn í eldingum. Hér á myndinni, með flugturn Las Vegas-flugvallar í miðju, má sjá eina af þeim mynd- arlegri en ekki er vitað til, að hún eða aðrir lofteldar hafi valdið neinu teljandi tjóni. Lofteldur yfir Las Vegas Reuters ÁHRIFAMIKILL sjíti í fram- kvæmdaráði Íraks, bráðabirgðarík- isstjórn landsins sem starfar undir verndarvæng bandarísku hernáms- stjórnarinnar, hafði uppi stór orð gegn hernáminu í líkræðu við útför bróður síns, sjítaklerksins Baqir al- Hakim sem lét lífið í hryðjuverka- sprengjuárás í Najaf, helgri borg sjíta, sl. föstudag. Abdel-Aziz al-Hakim krafðist þess í líkræðunni, sem allt að 400.000 líkfylgdarþátttakendur hlýddu á, að bandaríska setuliðið yfirgæfi Írak og sakaði hann það jafnframt um að bera ábyrgð á þeim lélegu öryggisráðstöfunum sem gerði tilræðið mögulegt. 84 lét- ust í því og 173 særðust, að sögn lögreglu í gær. Þá gerðist það ennfremur í gær, að íraskur lögreglumaður dó er bílsprengja sprakk fyrir utan lög- reglustöð í Bagdad. Talsmenn Bandaríkjahers greindu frá því að einn hermaður hefði týnt lífi er þyrla hrapaði af slysförum. Tveir aðrir hermenn setuliðsins voru drepnir í fyrirsát daginn áður. „Hernámsliðið ber höfuðábyrgð- ina á blóðsúthellingunum í hinni helgu Najaf, blóði al-Hakims og hinum fróma hópi sem staddur var við moskuna [er sprengjurnar sprungu],“ sagði Abdel-Aziz al-Ha- kim. Hin harði tónn í líkræðunni ýt- ir undir áhyggjur manna af því að til sé að verða óbrúanlegt bil milli hernámsstjórnarinnar og sjíta, sem eru yfir 60% íbúa Íraks og máttu þola margs konar kúgun á valda- tíma Saddams Husseins. Samskipti leiðtoga sjíta og hernámsstjórn- valda hafa fram til þessa verið að mestu uppbyggilegs eðlis en nú þykir óvíst hvernig þau munu æxl- ast í framhaldinu. Al-Hakim sagðist ekki ætla að segja af sér úr framkvæmdaráðinu, en talaði af mikilli reiði um vangetu setuliðsins til að koma á öryggi í landinu. „Írak má ekki vera áfram undir hernámi og setuliðið verður að fara svo að við getum byggt upp Írak eins og Guðs vilji er að við gerum,“ sagði hann. Írakar axli sjálfir aukna ábyrgð á öryggismálum L. Paul Bremer, sem hefur yf- irumsjón með uppbyggingarstarf- inu í Írak fyrir hönd Bandaríkja- stjórnar, sagði á blaðamannafundi í Bagdad að hermenn bandamanna væru allir af vilja gerðir að deila ábyrgð á öryggisgæzlu í landinu með Írökum. „Við erum fullkom- lega sammála því sjónarmiði að okkur beri að finna leiðir til þess að láta Íraka axla stærri hluta ábyrgð- ar á öryggismálum í landinu og það er reyndar einmitt þetta sem við erum að vinna að,“ sagði Bremer. Hart deilt á setulið við út- för sjítaklerks Reuters Íraskur sjía-múslími kyssir mynd af ajatollanum Mohammad Baqir al- Hakim við útför hans í Najaf í gær. Najaf. AP. ALLT sem komið hefur fram um dauða breska vopnasérfræðings- ins Davids Kellys bendir til þess að hann hafi fyrirfarið sér, að sögn sérfræðings sem kom fyrir rannsóknarnefnd Brians Huttons lávarðar í gær. „Þegar öll gögnin eru tekin saman er nær öruggt að hann stytti sér aldur,“ sagði Keith Edward Hawton, yfirmaður Sjálfsmorðsrannsóknamiðstöðvar geðlækningadeildar Oxford-há- skóla. Hann sagði að sárin á líkinu bentu til þess að Kelly hefði fyr- irfarið sér með hnífi og rannsókn- in hefði leitt í ljós að hann hefði einnig tekið inn of stóran skammt af lyfjum. Ruth Absalom, nágrannakona sem hitti Kelly í skóginum skömmu áður en hann lést, kvaðst hafa spjallað við hann í nokkrar mínútur og sagði að hann hefði verið eðlilegur í fasi. Lögreglu- maður, sem kom einnig fyrir nefndina, sagði að morguninn eft- ir að Kelly hvarf hefðu eiginkona hans og tvær dætur hans verið vongóðar um að hann myndi finn- ast á lífi. „Ég hygg að þær hafi talið að hann hafi veikst einhvers staðar,“ sagði hann. Kelly lá undir ásökunum um að hafa verið heimildarmaður breska ríkisútvarpsins, BBC, að frétt um að bresk stjórnvöld hefðu látið ýkja hættuna af meintum gereyð- ingarvopnum Íraka. Allt bendir til sjálfsvígs London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.