Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 43 Golfnámskeið fatlaðra Nýtt byrjendanámskeið alla miðviku- daga í september kl. 19.00 hjá Golfklúbbnum Oddi (Heiðmörk). Skráning á staðnum. Kennarar Magnús Birgisson og John Garner. Börn og ungmenni sérstaklega boðin. Golfsamtök fatlaðra á Íslandi. ÍSLAND og Þýskaland hafa þríveg- is mæst í knattspyrnulandsleik karla, síðast í lok maí 1979 á Laug- ardalsvelli. Þeim leik lauk með 3:1 sigri Þjóðverja en þeir hafa sigrað í öllum þremur leikjum þjóðanna, sem allir hafa verið vináttuleikir og leiknir hér á landi. Fyrsti leikurinn var 1960 og þá unnu Þjóðferjar 5:0. Næst var flaut- að til leiks á Laugardalsvelli 1968 og nú sigruðu Þjóðverjar 3:1 og gerði Hermann Gunnarsson mark Íslands. Síðasti leikurinn við Þjóð- verja var 1979 og aftur endaði hann 3:1 og gerði Atli Eðvaldsson, fyrr- verandi landsliðsfyrirliði og þjálf- ari, mark Íslands. Markatalan er því ekki sérlega glæsileg, 11:2. Níu mörk í mínus JENS Lehmann, markvörðurinn sem Arsenal keypti frá Dort- mund í sumar og var kallaður inn í þýska landsliðshópinn á ný fyrir leikinn gegn Íslandi eftir nokkurt hlé, hefur sagt Oliver Kahn, markverði þýska lands- liðsins undanfarin ár, stríð á hendur. Lehmann lýsti því yfir í gær að hann sætti sig ekki við að vera varamarkvörður í landslið- inu. „Ég er ekki ánægður með það, ég vil fá að spila. Um þess- ar mundir er ég betri en sá sem fyrir er í þýska markinu og ég sætti mig ekki við að sitja á bekknum og horfa á hann spila. Það er ekki borin nægilega mik- il virðing fyrir mér, alltof marg- ir hafa ekkert vit á markvörslu,“ sagði Lehmann við enska blaðið Daily Telegraph. Lehmann er 33 ára og á að baki 16 landsleiki fyrir hönd Þýskalands. Hann lék 329 deildaleiki fyrir Dortmund og Schalke í Þýskalandi og skoraði í þeim tvö mörk áður en hann gekk til liðs við Arsenal í sumar. Lehmann var varamarkvörður þýska liðsins í þremur fyrstu leikjum þess í undankeppninni, báðum leikjunum gegn Litháen og heimaleiknum gegn Fær- eyjum. Í öðrum leikjum í ár hafa þeir Frank Rost og Jörg Butt verið teknir framyfir Lehmann. Lehmann segir Kahn stríð á hendur Reuters Jens Lehmann SJÖ íslenskir leikmenn eru á hættusvæði varðandi leikbann í síðasta leik riðilsins sem verður við Þjóðverja í Hamborg 11. október. Rúnar Kristinsson fékk gult í leiknum við Skota í október í fyrra, í leiknum við Litháen hér heima í sama mánuði fengu þrír leikmenn gult spjald, Ólafur Stígsson, Bjarni Guðjónsson og Arnar Þór Viðarsson. Indriði Sigurðsson fékk gult í leiknum við Skota í mars, Jóhannes Karl Guðjónsson í leiknum við Fær- eyjar hér heima í júní og Tryggvi Guðmundsson í leiknum við Litháa ytra í júní. Fjórir þessara manna eru í leikmannahópnum fyrir leikinn á laugardaginn, Rúnar, Arnar Þór, Indriði og Jóhannes Karl. Fjórir á hættusvæði ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar í knatt- spyrnu eru sammála um að leik- urinn við Þjóðverja í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn verði bæði spennandi verkefni og erfitt. Allir þeir leik- menn sem þeir völdu eru heilir og tilbúnir í slaginn. „Við verðum með alla tuttugu mennina fram að leik en þurfum síðan að taka tvo út áður en leik- skýrslan er gerð og þeir fylgjast með ofan úr stúku. Svona er þetta víða hjá liðum erlendis og strák- arnir eru vanir þessu að þeir tveir sem ekki hugnast þjálfaranum hverju sinni sitja í stúkunni,“ sagði Ásgeir spurður um hvort allur hópurinn yrði með í undirbúningn- um. „Þjóðverjar eru einu sinni þann- ig gerðir að yfirleitt þegar þeir þurfa að standa sig þá gera þeir það,“ sagði Ásgeir og Logi bætti við: „Sálfræðiþátturinn hjá okkur gæti gengið út á það að þeir þurfa en við viljum.“ Rætt var um íslenska liðið og áhyggjur manna vegna þess hversu margir í landsliðshópnum leika ekki með sínum félagsliðum. „Þetta er auðvitað slæmt en svona hefur þetta verið alla þessa keppni. Mér telst til að sjö úr hópnum hafi ekki leikið um helgina og það er auðvitað æski- legt að menn leiki með sínum fé- lagsliðum. Það stendur vonandi til bóta því Jóhannes Karl er kominn til Úlfanna, Indriði til Belgíu og Pétur Marteinsson að fara frá Stoke. Vonandi fá þessir leikmenn að spila meira en þeir hafa gert að undanförnu,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu. Þeir verða en við viljum FREDI Bobic, hinn reyndi miðherji þýska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í samtali við blaðið Kicker að Ísland væri hættulegri andstæðing- ur en Skotland í baráttunni um sæti í úrslitum Evrópukeppni landsliða. „Við getum tryggt okkur sigur- inn í riðlinum með því að vinna Ís- land í Reykjavík á laugardaginn og Skotland í Dortmund miðvikudag- inn þar á eftir, og við stefnum ótrauðir að því. Ég vona að við þurfum ekki að mæta Íslendingum í hreinum úrslitaleik í Hamborg hinn 11. október. Ísland er erfiðari and- stæðingur en Skotland í þessari baráttu, Skotar eru í uppbygging- arstarfsemi með sitt lið en íslenska liðið er heilsteypt og samstillt,“ sagði Bobic. Hann var spurður að því hvort það væri ekki pínlegt fyrir silf- urliðið frá HM að þurfa að standa í svona tvísýnni baráttu um að kom- ast áfram úr riðli sem fyrirfram var talinn þýska liðinu auðveldur. „Ís- land hefur spilað einum leik meira en við en það sem skilur á milli þjóðanna í dag er að við misstum tvö stig í heimaleiknum við Litháen í Nürnberg,“ sagði Fredi Bobic, sem gekk til liðs við Herthu Berlín í sumar, frá Hannover. Hann var kallaður inn í landsliðið í febrúar eftir langt hlé og er markahæsti leikmaður Þjóðverja í ár með fjögur mörk í sjö landsleikjum. Reuters Fredi Bobic fagnar marki gegn Skotum á Hampden Park í vor. Íslendingar hættulegri en Skotar  ÞAÐ tók norska framherjann Kenneth Eriksen aðeins 177 sekúnd- ur að skora þrennu í leik með liði sínu Egersund s.l. mánudag gegn Varhaug í norsku 3. deildinni þar sem Egersund hafði betur, 4:2. Þrátt fyrir að Eriksen hefði verið röskur að skora mörkin er þetta ekki met í norsku knattspyrnunni þar sem Erik Karlsen skoraði þrennu á 150 sekúndum árið 1977 þar sem Lilleström lagði Mjöndalen 4:0.  KÖRFUKNATTLEIKSMENN frá Ísafirði munu leika á æfingamóti á Englandi um næstu helgi en þar eru á ferð leikmenn úr úrvalsdeildarliði KFÍ. Með liðinu leika bandarísku leikmennirnir Anton Collins og Jeb Ivey en þeir eru nýkomnir til lands- ins. Þess má geta að KFÍ leikur gegn London Towers í ferðinni en íslenski landsliðsmaðurinn Brenton Birm- ingham leikur með því liði.  PHIL Mickelson sem er í tíunda sæti á styrkleikalista atvinnumanna í golfi reyndi fyrir sér á öðrum vett- vangi í vikunni. Hinn 33 ára gamli Mickelson hefur átt þann draum að komast að hjá atvinnumannaliði í hafnabolta sem kastari og reyndi Mickelson fyrir sér hjá atvinnu- mannaliðinu Toledo Mud Hens sem er í neðri deild í Bandaríkjunum en í samstarfi við Detroit Tigers sem er eitt af stærri atvinnumannaliðum.  DAVE Dombrowski fram- kvæmdastjóri liðsins tók hinsvegar þá ákvörðun að bjóða Mickelson ekki samning að þessu sinni en þess ber að geta að Mickelson kastar með hægri þrátt fyrir að leika golf með kylfum fyrir örvhenta.  GLASGOW Rangers varð fyrir áfalli í gær þegar það kom í ljós að Ronald de Boer, sóknarmaður liðs- ins, mun verða frá í allt að sex vikur vegna meiðsla.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, telur að Chelsea eigi ágæta möguleika á að verða enskir úrvalsdeildarmeistarar næsta vor. „Chelsea er jafnlíklegt til að sigra í úrvalsdeildinni og Manchester Unit- ed og Liverpool. Þeir geta ekki verið annað en líklegir til afreka miðað við alla þá leikmenn sem þeir eru búnir að kaupa,“ sagði Wenger. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.