Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 45 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 17. og 24. sept. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 17. eða 24. sept. frá kr. 39.962 Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 24. sept., 7 nætur Almennt verð, kr. 41.960. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 24. sept., 7 nætur. Almennt verð, kr. 52.447. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Val um 1 eða 2 vikur. Síðustu sætin 10. sept. – uppselt 17. sept. – 19 sæti 24. sept. – 23 sæti 1. okt. – 32 sæti KVIKMYNDIR Sambíóin Bandarískt brúðkaup / American Pie? The Wedding Leikstjórn: Jesse Dylan. Handrit: Adam Herz. Aðalhlutverk: Jason Biggs, Seann William Scott, Alyson Hannigan, Eugene Levy, Eddie Kaye Thomas ofl. Lengd: 96 mín. Bandaríkin, 2003. AMERÍSKU bökumyndirnar eru orðnar að fyrirbæri út af fyrir sig, en helsta framlag þeirra til gelgjugamanmyndanna er kannski það að hafa bætt góðum skammti af kvikindisskap í þá uppskrift sem þegar var til staðar. Í fyrstu myndinni, American Pie, átti sér stað hamingjusamur samruni gelgjuháttar bandarísku skólagam- anmyndarinnar og líkamsstarfsem- ishúmorsins sem vinsæll varð með kvikmyndum Farrelly-bræða, og þannig var hægt að velta sér upp úr klisjum og staðalmyndum bandarísks miðstéttarveruleika og gera grín að honum um leið. Í þriðju myndinni í seríunni, verður hið dæmigerða bandaríska brúðkaup vettvangur úrgangs- og kynlífsbrandara og getur myndin því vart talist við hæfi þeirra sem haldnir eru brúðkaupsfóbíum. Eft- ir að þau Jim og Michelle ákveða að festa ráð sitt fer nokkurn veg- inn allt úrskeiðis sem úrskeiðis getur farið við undirbúning draumabrúðkaupsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vinahópsins til að halda graðnaglanum Stifler víðsfjarri. Bandarískt brúðkaup er í raun algjörlega í anda fyrri myndanna, og reyndar svo mjög að fyrsta hálftímann eiga aðstandend- ur í hálfgerðum vandræðum með að kreista fram frumlega brand- ara. Leikarahópurinn er þó allur af vilja gerður, og eru það helst þeir Eugene Levy, sem leikur hinn ráðagóða föður Jims, og Seann William Scott í hlutverki hins maníska Stiflers, sem ná að stela senunni og koma gamanframvind- unni af stað. Eftir það skiptast á bráðskondin atriði, (líkt og þegar Stifler háir danseinvígi við gam- alreyndan diskókonung), og alger- lega örvæntingarfullar tilraunir til að fá hina mettuðu gamanmynda- áhorfendur nútímans til að hlæja, til dæmis með því að láta persónur éta hundaskít. Í því sambandi hef- ur verið bent á hvernig grótesk og andborgaraleg ögrun kvikmynda John Waters á borð við Pink Flamingos, þar sem hundaskítur var étinn með bestu lyst, hefur al- gerlega innlimast í miðstreymi Hollywood-iðnaðarins á þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá því að Pink Flamingos var gerð. Og samhliða öllum subbu- skapnum vindur fram ósköp róm- antískri gamanmynd, sem á sínar fyndnu stundir, og endar á besta veg. Heiða Jóhannsdóttir Rjómaterta með hundaskít Mikið mæðir á þeim Böku-feðgum að þessu sinni enda sá stutti að ganga út. NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá leikritið Date sem leikhópurinn Ofleikur hefur sýnt við góðar viðtökur í Iðnó í sumar. Einungis tvær sýningar eru nú eftir af þessu frumsamda íslenska verki eftir Jón Gunnar Þórðarson. Sú næst síðasta er í kvöld og sú allra síðasta á föstudagskvöld. Jón Gunnar, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar, segir viðtökur hafa verið frábærar, og nú sé markmiðið að gera framhaldsskólanemum kleift að hópast á sýninguna áður en hún fer endanlega af fjölunum. Verkið ætti einmitt að höfða sérstaklega til þessa hóps því það fjallar á gam- ansaman máta um allt það sem maður á ekki að gera á stefnumóti – en gerir samt. Þar að auki eru leikendur á framhaldsskólaaldrinum, 17-20 ára, og hafa flestir fylgt leikfélaginu frá því þeir voru í grunnskóla. Morgunblaðið/Arnaldur Benedikt Karl Gröndal og Elín Vigdís Guðmunds- dóttir í hlutverkum sínum í Date. Síðustu stefnumótin Nánari upplýsingar um Date er að finna á heimasíðunni www.date.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.