Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 27 al seljenda hlutabréfanna sem Íslands- keypti í gær voru samkvæmt heimildum nblaðsins Nýsköpunarsjóður atvinnu- sem átti tæplega 59 milljónir hluta eða hlutafjár, og Lífeyrissjóður Vestmanna- em átti tæpar 38 milljónir hluta eða 0,9% ár. Einnig seldi Efling stéttarfélag sinn hlut og aðrir smærri hluthafar. voru 43 viðskipti fyrir 4.247 milljónir með bréf í Straumi í Kauphöll Íslands í tór hluti þeirra viðskipta er vegna fram- virkra samninga sem áður hefur verið greint frá vegna kaupa Straums á Framtaki. Markaðsverð 19 milljarðar Lokaverð bréfanna í Straumi í gær var 4,65 krónur á hlut og var það 1,1% hækkun frá deg- inum áður. Félagið er því metið á 19,3 milljarða að markaðsverði. Um áramót var verð hluta- bréfa í Straumi 3,12 krónur á hlut og var mark- aðsverð félagsins samkvæmt því 7,9 milljarðar. Þá var hlutafé í félaginu um 2,5 milljarðar króna að nafnverði en er nú ríflega 4 millj- arðar, fyrst og fremst vegna kaupanna á Framtaki. Þess má geta að markaðsvirði Framtaks var u.þ.b. 3,5 milljarðar um áramót. Landsbanki Íslands hefur aukið hlut sinn í Straumi umtalsvert að undanförnu og á nú tæp 20% hlutafjár. Eignarhaldsfélagið Samson, sem er aðaleigandi bankans, á nú rúm 13% í Straumi og á mánudag keypti bankinn 3,5% hlut í Straumi og seldi áfram til Sindra Sindra- sonar, varamanns í stjórn Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbanka Íslands, og einn eigenda Samsonar sagði í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í gær að yfirtaka á Straumi hafi ekki verið markmið Landsbankans og Samsons, sem eiga samtals um 34% hlutafjár í Straumi. „Við viljum komast í aðstöðu til að auka virði fjárfestinga Straums. Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra,“ sagði Björgólfur í yfirlýsing- unni. Þá var hann sagður telja að stór hluti fjárfestinga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxt- unar og hagkvæmni í rekstri. kominn með t í Straumi æp 8% í gær og greiddi að bankinn og tengdir –39% hlutafjár en það engdir aðilar ráða yfir. r Ólafur. ekki vita hafa- ði að vega tingar arðsem- ur það nn tíma t á því ur sem hafa élaginu það þann- gengið sér í því óðan arð hefur Straum- em ing- semi. drei ver- mi held- og arð- ráðið r Ólafur r- ldar bankans ð þegar fyrirtæki in saman rtæki er- megi sjá hafi ekki nægri i eigin ð geti á skoðun esting- m völd en það sem sk stór- ekki da sinna a sjálf í nfarið á sumum fyrirtækjum til að greiða út hærri arð, þannig að leiða megi líkum að því að þetta sé að breytast. Miklar breytingar á síðustu árum „Við erum svo nýkomin út úr um- hverfi sem var svo gjörólíkt því sem við höfum nú. Við höfðum ekki einu sinni frjálsa vexti og fyrirtækj- astjórnendur voru kannski frekar valdir á grundvelli þess hversu vel þeir þekktu bankastjóra eða hversu góðan aðgang þeir hefðu að op- inberu skömmtunarkerfi fjármagns en hversu vel þeir kynnu að stjórna fyrirtækjunum. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því þetta ástand ríkti, þannig að það hafa orðið gríð- arlegar breytingar í atvinnulífinu á skömmum tíma og hagkvæmnin hefur aukist,“ segir Edda Rós. Hún segir einnig að hér hafi áður fyrr verið blokkir í atvinnulífinu, bæði á milli atvinnugreina og innan þeirra, og þess sjáist enn merki. Þetta sé þó að breytast og blokk- irnar séu að brotna upp. Hún segir að eitt af því sem hjálpi til í þessu sambandi sé styrking krónunnar, því hún þrengi að ákveðnum at- vinnugreinum, sem ýti á eftir og flýti hagræðingu. óttir í um kki ndi ÞÓRÐUR Pálsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka segir að áhrifa- fjárfestar sæk- ist auðvitað eft- ir völdum, en síðan sé spurn- ing hvað þeir hyggist fyrir með völdin. Erfitt sé að sjá að völd geti verið annað en leið að markmiði og markmið fyrirtækjareksturs sé að hámarka hag hluthafanna. „Að undanförnu höfum við séð fjárfesta, sem telja sig geta rekið fyrirtæki betur en núverandi eig- endur þeirra, vera að kaupa upp hluti í fyrirtækjunum, vænt- anlega til að breyta stefnu þeirra með það að sjónarmiði að ná fram meiri arðsemi. Ein ástæða þess að fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað eru meira virði en þau sem eru það ekki er aðhald markaðarins. Aðhaldið felst í því að á hverjum degi er fyrirtækið falt og þeir sem telja sig geta rekið það best geta boðið í það. Rétt eins og sagt er að lýð- ræði sé leið til að skipta um vald- hafa án þess að skjóta, þá er skráning á hlutabréfamarkað leið til að endurskipuleggja fyrirtæki án aðstoðar skiptaráðanda,“ segir Þórður. Tilgangurinn arðsemi en ekki völd Hann segir erfitt að segja til um hvort menn fari svo út í að fjárfesta til að tryggja sér völd. „Ég held að tilgangur fjárfesting- arinnar sé fyrst og fremst að ná fram meiri arðsemi, síðan kann auðvitað að vera að sumir stjórn- endur misskilji hvað skilar arð- semi og hvað ekki, enda fyr- irfram mat á slíku ávallt háð óvissu. Þannig hefur verið nokk- uð um það hér á landi að fyr- irtæki hafi fjárfest í öðrum fyr- irtækjum til að tryggja sér viðskipti. Dómur sögunnar yfir þeirri aðferð virðist ekki ætla að verða góður. Til lengri tíma litið skiptir minna máli hversu marga þræði menn halda um en meira máli hvernig þeir spinna úr þeim þráðum sem hafa. Mér virðast þeir sem helst hafa verið sakaðir um að fjárfesta til að tryggja sér völd séu þeir sem hefur tekist illa upp í fjárfestingum. Ég efast um að upphaflegur tilgangur hafi verið að ná völdum en ekki arð- semi, þannig að það að fjárfest sé í völdum virðist oft frekar vera eftirá skýring en ástæða,“ segir Þórður Pálsson. Þórður Pálsson, Kaup- þingi Búnaðarbanka Spurning um hvað gert er við völdin Þórður Pálsson Í GÆR var FARICE-1 sæ-símastrengurinn tekinn íland á Vestdalseyri við Seyð-isfjörð, úr ítalska kapalskip- inu Pertinacia. Með tilkomu ljós- leiðarans mun gagnaflutningsgeta fjarskiptakerfa milli Íslands og meginlands Evrópu margfaldast. Strengurinn, sem verður tekinn í notkun í janúar á næsta ári, liggur frá Skotlandi, um Færeyjar og til Íslands. Að FARICE-1 standa íslenska ríkið, Síminn, færeyska símafélagið Føroya Tele, Og Vodafone o.fl. Stofnuðu þessir aðilar hlutafélagið Farice hf. til að standa að verkefn- inu. Hingað til hefur Ísland einvörð- ungu tengst um CANTAT-3 strenginn til útlanda, en með til- komu FARICE-1, sem er ríflega 100 sinnum öflugri, eykst öryggi í alþjóðlegum fjarskiptum, þar sem unnt verður að skipta á milli ljós- leiðarasambanda á nokkrum sek- úndum, rofni annar hvor sæstreng- urinn. Áður hefur varasamband verið í gegnum gervihnetti. Hin nýja ljósleiðaratenging end- ar í Reykjavík og fer um ljósleið- arakerfi Símans. Farice hf. mun reka FARICE-1 sem aðalfjar- skiptaleið fram til ársins 2009 og flutningsgeta á CANTAT-3 verður varaleið. Að þessum tíma liðnum er áætlað að þörf verði fyrir FA- RICE-2, streng með sambærilega flutningsgetu og FARICE-1. Undirbúningur að lagningu strengsins hófst árið 1999, en í nóv- ember sl. var samið við ítalska fyr- irtækið Pirelli um smíði strengsins og lagningu hans. Í vor var byrjað að leggja hann frá Dunnetflóa í Skotlandi, um Funningsfjörð í Fær- eyjum og þaðan til Íslands. Hann liggur 1.407 km vegalengd í sjó. Hámarksflutningsgeta FAR- ICE-1 er 720 Gb/s, en í byrjun er tenging sett upp með 20 Gb/s. Heildarkostnaður við strenginn nemur 45 milljónum evra, eða ríf- lega 4 milljörðum ísl. króna. Viðstaddir komu kapalskipsins Pertinacia til Seyðisfjarðar voru meðal annarra samgönguráðherra, þingmenn, helstu aðstandendur strengsins, ásamt bæjarstjórn Seyðisfjarðar, fulltrúum frá Pirelli og Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Fyrsti sæstrengurinn sem lagður var til Íslands kom einnig í land á Seyðisfirði árið 1906. Það var rit- símastrengur sem tengdi landið við umheiminn um Færeyjar og Skot- land. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ungir Seyðfirðingar fögnuðu í fjöruborðinu þegar strengurinn kom að landi. Gagnaflutningsgeta fjarskiptakerfa margfaldast með nýjum sæstreng milli Íslands og Evrópu FARICE-1 tekinn í land við Seyðisfjörð             !" # $! % &' (      )* &+  ,   -  Strengurinn var dreginn að landi úr kapalskipinu með öflugri gröfu. Fyrsti sæstrengurinn lagður til Seyðisfjarðar 1906 járfestinga hér á landi þjóna þeim til- étt lýsing á íslensku viðskiptalífi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.