Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 23 STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Ís-lands er að hefjast og kennir þar ým-issa grasa. „Töluverðrar eftirvænt-ingar gætir í hvert sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýtt starfs- ár og nú er engin breyting þar á. Áhuginn á starfi sveitarinnar fer vaxandi, yngra fólk kemur í æ ríkari mæli á tónleika og almennt hefur tónleikagestum fjölgað um 30% síðasta áratuginn,“ segir Sváfnir Sigurðarson, kynn- ingarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Verkefni starfsársins eru bæði hefðbundin og nýstárleg og nokkurn veginn allt þar á milli.“ Stór hljómsveitarverk í Rauðu tónleikaröðinni „Rauð tónleikaröð einkennist af stórum hljómsveitarverkum og verða sinfóníur Sjost- akovitsj mjög áberandi en á næstu misserum verða allar 15 sinfóníur þessa merka sinfón- íuhöfundar fluttar,“ segir Sváfnir. „Fullyrða má að þetta sé eitt af metnaðarfyllstu verk- efnum Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá upp- hafi. Þessi „Sjostakovitsj-hringur“ hefst með látum. Heilar þrjár sinfóníur á einu kvöldi og sú fjórða verður á dagskrá síðar í vetur. Söng- sveitin Fílharmónía tekur þátt í flutningi á þeirri annarri og þriðju. Einnig verða fluttir fjórir ballettar Stravinskíjs og sinfóníur eftir Brahms og Beethoven. Erling Blöndal Bengtsson heimsækir „móðurlandið“ og flytur sellókonsert Khatsatúrjans. Flamenco- söngkonan Ginesa Ortega færir miðjarð- arhafshitann með sér í Háskólabíó þegar hún flytur söngva Manuel De-Falla, El amor brujo. Aðrir einleikarar í Rauðri áskriftarröð eru Pekka Kuusisto sem flytur fiðlukonsert Beethovens, Denis Matsuv sem leikur píanó- konsert Tsjajkovskíjs. Kór Íslensku óp- erunnar tekur þátt í flutningi á 9. sinfóníu Beethovens undir stjórn Rumons Gamba að- alstjórnanda SÍ og á síðustu tónleikum rað- arinnar næsta vor býður Vladimir Ashkenazy til Stravinskíj-veislu. Matseðillinn sam- anstendur af völdum verkum meistarans, Pulcinella, Eldfuglinum og hinu fræga Vor- blóti.“ Íslenskir tónlistarmenn áberandi í Gulu tónleikaröðinni Gul tónleikaröð státar af fjórum verka W.A. Mozarts, þar af tveimur sinfóníum og píanó- konsert sem Philippe Entremont mun bæði leika og stjórna en hann kemur nú til landsins þriðja árið í röð sömu erinda. „Önnur verk á dagskrá eru Draumur á Jónsmessunótt, eftir Felix Mendelssohn, þar sem Þóra Ein- arsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir munu syngja, Hilmir Snær Guðnason verður í hlut- verki sögumanns og stúlknakórinn Graduale Nobili mun ljá raddir sínar til flutningsins. Ís- lenskir tónlistarmenn verða atkvæðamiklir í Gulri áskriftarröð og verður gaman að sjá leiðandi bassaleikara Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, Hávarð Tryggvason og Konunglegu Fílharmóníunnar í Stokkhólmi, Val Páls- son, stilla saman strengi sína í tvöföldum kontrabassakonsert eftir Hauk Tómasson undir stjórn hinnar finnsku Susanne Mälkki sem nú gegnir stöðu listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Stavanger. Joseph Ognibene fyrsti horn- leikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands leik- ur einleik í serenöðu Benjamins Britten, sem hann skrifaði fyrir tenór, horn og strengi. Frumflutningur á íslenskum sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson er mikið tilhlökkunarefni. Norski sellóleikarinn Truls Mørk kemur til þess að flytja konsert- inn með hljómsveitinni.“ Vínartónlist, Bítlalög og kabarett í Grænu tónleikaröðinni Græn tónleikaröð verður sífellt vinsælli með Vínartónleikum og söngleikjatónlist svo eitthvað sé nefnt. „Fyrstu tónleikar rað- arinnar eru strax 18. september og þá mun okkar ástsæla Diddú syngja tónlist eftir Aron Copland og Leonard Bernstein. Vín- artónleikarnir eru orðnir óaðskiljanlegur partur af jóla-og nýársupplifun margra,“ segir Sváfnir. „Tónleikarnir í ár verða með hefð- bundnu sniði en stjórnandinn Ernst Kovacic er nýi karlinn í brúnni og fróðlegt að sjá hverju hann bætir við hefðina. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar hljómsveitinni í skemmtilega samsettri dagskrá síðar í janúar sem inniheldur meðal annars sellókonsert eft- ir Joseph Haydn og þar verður Sigurgeir Agnarsson einleikari. Martin Yates og West- End International sem hafa undfanfarin ár troðið upp með bræðing Yates af poppi og klassík, heimsækja okkur í ár með glænýtt prógramm í farteskinu. Nú er það tónlist fjór- menninganna frá Liverpool sem Yates hefur sniðið í nýjan búning. Síðustu tónleikar starfs- ársins í grænu röðinni eru helgaðir kabarett- hefðinni sem virðist lifa góðu lífi. Ekki síst fyrir atbeina hæfileikafólks á borð við Ute Lemper sem hefur öðrum fremur þótt túlka söngva Kurt Weil og hinna meistaranna svo sjálf Marlene Dietrich hefði orðið fullsæmd af.“ Í blárri tónleikaröð eru íslenskir höfundar í öndvegi. Verk eftir Jón Nordal og Karólínu Eiríksdóttur eru á efnisskránni en auk þess eru Myrkir músíkdagar (Tónlistarhátíð Tón- skáldafélags Íslands) orðnir hluti af tónleika- röðinni og á hátíðinni eru að sjálfsögðu ein- ungis leikin íslensk verk. „Í ár eru þau eftir Þuríði Jónsdóttur, Finn Torfa Stefánsson, Jón Leifs og Þórð Magnússon. Víkingur Heiðar Ólafsson heitir ungur pí- anóleikari sem nemur við Julliard-tónlistar- skólann og þykir eitt mesta efni sem sest hef- ur við tangenturnar lengi vel. Víkingur Heiðar mun leika tvo píanókonserta frá 20. öldinni, annan eftir Jón Nordal og hinn eftir Prokofíev. Allt of sjaldan heyrist gítarinn á sviði Háskólabíós og því tilhlökkunarefni að heyra Arnald Arnarson spreyta sig á flunk- unýjum gítarkonsert eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Christian Lindberg slær ekki slöku við í apríl næstkomandi þegar hann mun bæði stjórna hljómsveitinni og leika einleik í verki eftir Christian Lindberg. Þreföld ástæða til að sækja þá tónleika.“ Todmobil með hljómsveitinni á tónelikum í Höllinni Að auki verður fjöldi tónleika á dagskrá ut- an hefðbundinna áskriftartónleika. „Kvik- myndatónleikarnir verða tvennir að vanda og gefst tónleikagestum nú kostur á að sjá hljómsveitina leika tónlist við kvikmyndirnar Lestarránið mikla eftir Edwin S. Porter og Hershöfðingjann eftir Buster Keaton á fyrri kvikmyndatónleikunum. Á þeim seinni og jafnframt fjölskylduvænni verður gleðin og galsaskapurinn í fyrirrúmi þegar myndir eftir þrjá helstu konunga þöglu gamanmyndanna, Charlie Chaplin, Buster Keaton og Harald Lloyd leiftra á hvíta tjald- inu við lifandi undirleik. Í nóvember rís ein al- vinsælasta hljómsveit síðasta áratugar, Todmobile, úr öskustónni og heldur mikla tónlistarveislu í Laugardalshöll ásamt Sinfón- íuhljómsveitinni. Í byrjun desember heldur SÍ í víking til Þýskalands en heldur eina tónleika í lok nóv- ember áður en lagt er í hann. Rumon Gamba stýrir hljómsveitinni í ferðinni og á tónleik- unum verður leikin sú dagskrá sem þýskum áhorfendum býðst að heyra. Verkin eru Frón, eftir Áskel Másson, 2. píanókonsert Rakh- manínovs og 5. sinfónía Sibeliusar. Bern- harður Wilkinson mun stjórna hinum vinsælu jólatónleikum fjölskyldunnar líkt og síðustu ár auk þess sem hann heldur um tónsprotann 13. maí þegar Karlakórinn Fóstbræður kemur fram með SÍ. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun einnig taka þátt í tónleikum á vegum Listahátíðar Reykjavíkur, útskriftartónleikum Listahá- skóla Íslands, 50 ára afmælistónleikum Lang- holtskirkju og 30 ára afmælistónleikum Söng- skólans í Reykjavík.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir vetrardagskrána Hefðbundin verk- efni, nýstárleg og allt þar á milli Hljómsveitin Todmobil kemur fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Laugardalshöll í nóvember. Sigrún Hjálmtýsdóttir Arnaldur Arnarson Vladimir Ashkenazy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.