Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 19                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & # Aðalfundur Vigra hf. verður haldinn miðvikudaginn 10. september 2003 kl. 10.00 að Týsgötu 1, Reykjavík. Aðalfundur Ögurvíkur hf. verður haldinn miðvikudaginn 10. september 2003 kl. 14.00 að Týsgötu 1, Reykjavík. Aðalfundur Ögra hf. verður haldinn miðvikudaginn 10. september 2003, að loknum aðalfundi Ögurvíkur hf. að Týsgötu 1, Reykjavík. DAGSKRÁ fjölskyldu- og menning- arhátíðarinnar ljósanætur í Reykja- nesbæ, verður formlega sett annað kvöld við upphaf hnefaleikakeppni sem fram fer í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut. Um kvöldið fara fram sjö viðureignir félaga úr Hnefa- leikafélagi Reykjaness og tveimur dönskum boxklúbbum. „Reykjanessbær er höfuðvígi hnefaleika á Íslandi í dag. Hnefaleika- kappar sem æft hafa fimi sína í BAG, Hnefaleikafélagi Reykjaness, hafa sýnt það og sannað í keppnum að und- anförnu að þar slær boxhjartað og er því mjög viðeigandi að þessi rómaða menningarhátíð hefjist með þungum höggum,“ segir í fréttatilkynningu frá BAG. Hnefaleikafélagið hefur fengið danska hnefaleikamenn til að taka þátt í keppninni en þeir eru félagar úr hnefaleikafélögunum í Ballerup og Naskov. Guðjón Vilhelm Sigurðsson hnefaleikaþjálfari segir að dönsku boxararnir séu engir aukvisar. Hann gerir þó þá kröfu að sínir menn vinni alla bardagana. „Það yrði stórsigur ef við næðum því,“ segir hann. Skúli og Þórður fá verðuga andstæðinga Tveir af þekktustu hnefaleikaköpp- um landins mæta verðugum keppi- nautum. Skúli „Tyson“ Vilbergsson fær sennilegast sinn erfiðasta and- stæðing til þessa. Er það Dennis Røn- berg, danskur harðjaxl sem tekið hef- ur þátt í 45 áhugamannabardögum með góðum árangri og er talinn lík- legur til meiri afreka, að því er segir í fréttatilkynningu frá BAG. Þórður „Doddy“ Sævarsson, sem álitinn er einn hæfileikaríkasti boxari landsins, fær heldur ekki neinn aukvisa til að glíma við, Danann Kenneth Namm- ing sem vann silfurverðlaun á skand- inavíska meistaramótinu. Það er þó langt því frá að hann geti gengið að því vísu þar sem Þórður er sagður í sínu besta formi frá upphafi. Fimm aðrar viðureignir verða í keppninni, meðal annars keppni á milli danskra tólf ára stráka. Guðjón Vilhelm segir að mikið sé lagt í umgjörð keppninnar vegna þess að hún sé upphafsatriði ljósanætur. Fyrir utan Íþróttahúsið við Sunnu- braut verður fornbílasýning, mótor- hjólamenn mynda heiðursvörð og vík- ingur verður við iðju sína. Húsið verður opnað klukkan 19 á morgun, fimmtudagskvöld, en klukkan 20 hefst keppnin með setningarávarpi Steinþórs Jónssonar formanns ljós- anæturnefndar. Sýnt verður mynd- band um Reykjanesbæ og hnefaleika og á milli viðureigna í hringnum sýna eldgleypar listir sínar og rapparinn Iceberg treður upp. Guðjón Vilhelm vonast til að fá nýja gesti í húsið af þessu tilefni, fólk sem ekki hafi áður sótt slíka viðburði. „Við erum þakklátir fyrir þetta tækifæri. Það sýnir hvað menn hérna eru víð- sýnir enda hafa þeir alltaf tekið því vel sem við erum að gera,“ segir Guð- jón Vilhelm. Hnefaleikakeppni verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut á fimmtudagskvöld Ljósanótt hefst með þungum hnefahöggum Reykjanesbær Ljósmynd/Hilmar Bragi Skúli „Tyson“ Vilbergsson í erfiðri viðureign við sænska landsmeistarann, John-Erick Kack, í hnefaleikakeppni sem fram fór í Stapanum í Njarðvík. „ÉG ætlaði nú að fara að slaka á en þvert á móti sýnist mér nú næg verk- efni vera framundan,“ sagði Ingi- björg Sólmundardóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún og systir henn- ar, Sigurborg, festu nýlega kaup á elstu keramiksmiðju á landinu og hafa flutt hana í Garðinn. Þær eru um þessar mundir að standsetja nyrsta hluta frystihússins Kothúsa fyrir starfsemina en formleg opnun verður föstudaginn 5. september. Að sögn Ingibjargar er aðalvertíðin fram- undan, jólaföndrið. Ingibjörg á 25 ára verslunarafmæli á þessu ári, en hún hafði rekið versl- unina Ársól þar til breytingar urðu á rekstrinum undir lok júlí. „Ég breytti versluninni í handverkstæði fyrir tveimur árum og hafði nú áhuga á því að bjóða upp á keramik með glerinu og leirnum. Ég sneri mér til Lista- smiðjunnar Keramikhúss og komst þá að því að hún var til sölu. Án þess að hugsa nánar út í það vorum við systurnar búnar að festa kaup á henni. Smám saman fórum við að koma mótunum, sem eru yfir 1.700, fyrir í húsnæði Ársólar en það var auðvitað enginn vegur að koma allri smiðjunni þar inn, enda húsnæðið lít- ið. Þegar stór hluti hennar var ennþá í gámi fyrir utan sáum við ekki annað fært en að leita að nýju húsnæði. Við höfðum augastað á þessu og þannig fór að við skiptum á húsnæði,“ sagði Ingibjörg í samtali við blaðamann. Keramikmálun hentar öllum Fyrirtækið heitir nú Listasmiðjan – keramik- og glergallerí en Ingi- björg hefur sl. tvö ár kynnt sér gerð glerlistaverka og numið hana og sú starfsemi verður eftir sem áður í hennar höndum. „Ég ætla að vera með smáhorn hérna inni þar sem ég verð með glerið en auk þess verður hér einnig boðið upp á leir og ker- amik.“ Vinnuaðstaða verður í hús- næðinu bæði fyrir hópa og ein- staklinga og sagði Ingibjörg að það væri kjörið fyrir fjölskyldur, ekki síð- ur en hópa, að koma saman og föndra. „Keramikmálun hentar fyrir alla ald- urshópa. Þeir sem koma hingað að mála hafa aðgang að litum gegn vægu gjaldi og þurfa því ekki að koma sér upp litalager til að byrja. Hér verður líka aðstaða til að fá sér kaffi og ekki spillir þessi frábæra staðsetning, al- veg niðri við sjóinn.“ Í framtíðinni verður boðið upp á námskeið bæði í gerð leir- og gler- muna og í keramikmálun. Á staðnum eru sex keramikofnar og tveir gler- bræðsluofnar og getur fólk keypt að- gang að þeim eingöngu, auk þess sem í húsnæðinu verður einnig verslun með íslenskt handverk „Ég ætlaði satt að segja að fara að hætta í verslunarrekstri, enda á ég aldarfjórðungs verslunarafmæli á þessu ári. En það er svona, enginn veit sinn næturstað og mér sýnist ég hafa nóg af verkefnum enda er aðal- vertíðin framundan. Stór hluti af starfsemi Listasmiðjunnar er pönt- unarþjónusta og við sendum ker- amikverk út um allt land. Aðal- vertíðin er kringum jólin og sú vertíð er að fara að byrja, þótt föndrað sé til jóla allt árið. Mér sýnist hér verða starf fyrir 4 til 5 þegar mesta álagið verður,“ sagði Ingibjörg og er rokin til starfa, enda nóg að gera við að koma öllu í stand fyrir föstudaginn. Elsta keramiksmiðja landsins flutt í Garðinn og sett upp í frystihúsi Kothúsa Næg verkefni eru enn fram- undan hjá stórhuga systrum Garður Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ingibjörg Sólmundardóttir ásamt eiginmanni sínum, Lofti Sigvaldasyni, í jólahorni Listasmiðjunnar – keramik- og glergallerý. Jólavertíðin er stór hluti starfseminnar og hefur jólamununum verið fundinn góður staður í smiðjunni. „ÉG lít á þetta sem mikla við- urkenningu á því sem við höf- um verið að berjast fyrir og hvatningu til frekari dáða,“ segir Tómas J. Knútsson, stofnandi umhverfissamtak- anna Bláa hersins, sem til- nefnd hafa verið til norrænu náttúru- og umhverfisverð- launanna. Í Bláa hernum eru kafarar sem útskrifast hafa úr Sport- köfunarskóla Íslands, sem Tómas rekur í Keflavík. Þetta eru frjáls félagasamtök sem sagt hafa draslinu stríð á hendur. Byrjuðu þeir fyrir sex árum að herja á rusl í höfnum Hafnasamlags Suður- nesja sem þá var og hreins- uðu þar vel til neðansjávar. Nú hefur víglínan færst upp á land. Þannig hreinsuðu liðs- menn Bláa hersins ströndina og sjóinn í Ósabotnum milli Hafna og Sandgerðisbæjar. Tómas segir ánægjulegt hvað þetta framtak hafi smit- að út frá sér. Þannig hafi Reykjanesbær staðið fyrir miklu hreinsunarátaki í sam- starfi við fyrirtæki og félaga- samtök, meðal annars Bláa herinn, og fleiri sveitarfélög fetað í þeirra fótspor. Dómnefnd norrænu nátt- úru- og umhverfisverð- launanna tilnefndi tíu samtök til verðlaunanna í ár. Síðar í mánuðinum verður tilkynnt hver hlýtur verðlaun- in, sem nema liðlega fjórum milljónum króna. Þau verða síðan afhent á þingi Norð- urlandaráðs í Osló í lok októ- ber. „Hvatning til frekari dáða“ Reykjanesbær Blái herinn tilnefndur til verðlauna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.