Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ó hætt er að segja að ýmislegt hafi breyst í henni veröld á undanförnum ára- tugum. Hlutverk og samskipti kynjanna eru þar engin undantekning. Áður þótti það t.d. sjálfsagt að konur sæju einar og eingöngu um barnauppeldið og heimilisstörfin en karlarnir um að afla heimilinu tekna; það þótti sjálfsagt að þeir væru einungis úti- vinnandi. Menntun kvenna snerist þannig meira og minna um hús- stjórn og heimilisstörf en menntun karla um verklega þjálfun og það sem flokkast undir bóklegt nám. Já og ýmsir aðilar á borð við Búnaðarfélag Íslands voru meðal þeirra sem lágu ekki á liði sínu þeg- ar kom að fræðslu hús- mæðra. Félagið gaf t.d. út bækl- ing, árið 1927, um álit og tillögur um fræðslu húsmæðra. Í inngangi bæklingsins segir m.a.: „[…] en nú er svo komið, að flestir sjá og skilja, að konum er nauðsyn á að fá undirbúningsmenntun til hins margþætta starfs er bíður þeirra í húsmæðrastöðunni.“ Eins og við öll vitum er mikið, já mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi orð voru rituð. Og það þótt okkar annars ágæti landbún- aðarráðherra hafi ekki alls fyrir löngu sagt að „staða konunnar væri bakvið eldavélina“ …Já, hvorki meira né minna en föst bak- við eldavélina. En aftur að upprunanum, þ.e. að þeim tíma þegar hlutverka- skipti kynjanna voru skýr. Þá voru nefnilega gefnar út ýmsar bækur og blöð sem snerust m.a. um und- irgefni konunnar, eins og ég vil orða það, og yfirburði (lesist: hina meintu yfirburði) karlsins. Þannig skilst mér t.d. að íslenskar konur hafi margar hverjar á sínum tíma lesið upp til agna bækur sem höfðu þann beina eða óbeina boðskap að hlutverk konunnar væri það eitt að þjóna karlmanninum. Til að mynda segir m.a. í bókinni Kven- leg fegurð, sem gefin var út árið 1956, og byggði að verulegu leyti á sambærilegri þýskri bók: „Í af- stöðu sinni til karlmannsins verður konan sýknt og heilagt að gæta þess að vera hin undirgefna vera.“ Því er reyndar bætt við að það skipti engu máli hvort konan sé undirgefin eða ekki. „Jafnvel hin hyggna kona þorir ekki að sýna yf- irburði sína nema á tvennum víg- stöðvum; fegurðarinnar og mat- argerðarinnar.“ Þá segir í afskaplega fyndinni bók, svo ekki sé meira sagt, sem ber heitið Rekkjusiðir og var gefin út hér á landi árið 1945 í íslenskri þýðingu: „Til er gamall og heimskulegur málsháttur, sem segir, að hinn eini rétti staður kon- unnar sé innan fjögurra veggja heimilisins. Nýtísku kvenfólk er auðvitað fyrir löngu vaxið upp úr slíkum firrum.“ Þessi orð vekja reyndar vonir um afskaplega ný- tískulegt framhald, jafnvel miðað við okkar tíma, en svo er þó ekki því síðan stendur: „Nú er hver ein- asta eiginkona, sem hefur nokkurn snefil af virðingu fyrir sjálfri sér, meðlimur í 10 eða 12 félögum og klúbbum, svo sem kvenfélagi, er hefur samkomur á sunnudags- kvöldum, spilaklúbb, sem kemur saman á mánudagskvöldum, saumaklúbb fyrir þriðjudags- kvöldin, o.s.frv.“ Já, vel á minnst, kaflinn sem þessi orð falla undir heitir: Eiginkonur, sem eru úti á kvöldin. Ég vil þó áður en lengra er hald- ið taka fram að ég er ekki með fyrrgreindri tilvitnun að gera lítið úr þeirri iðju kvenna að taka þátt í kvenfélögum eða öðrum álíka fé- lagsskap. Markmiðið er einungis að beina athyglinni að því hve tím- arnir eru breyttir. Já, öldin er svo sannarlega önn- ur; konur hafa haslað sér völl utan veggja heimilisins og karlar hafa, einhverjir a.m.k., haslað sér völl innan þess. Hlutverk kynjanna eru þar með ekki eins skýr og áður og æ oftar heyrum við fréttir um nýja streitusjúkdóma sem tengjast hin- um nýja heimi. Er þar skemmst að minnast nýlegrar fréttar um Atl- as-heilkennið svokallaða. Sjúk- dómurinn dregur nafn sitt af ris- anum Atlas sem gríski guðinn Seifur skipaði að bera jörðina (þá alheiminn) á herðum sér. Lýsir sjúkdómurinn sér í því að karlar, sem gera miklar kröfur til sjálfra sín bæði á heimili og vinnustað, verða að lokum örþreyttir, kvíðnir og þunglyndir. (Dæmigert reynd- ar að karlasjúkdómur skyldi bera nafn ekki minni persónu en Atlas- ar). Breskur sálfræðingur að nafni dr. Tim Cantopher var fyrstur til að skilgreina sjúkdóminn, skv. fréttasíðu The Independent og er eftirfarandi haft eftir honum: „Ég vil ekki segja að konur fái ekki sjúkdóminn, en karlar – sérstak- lega karlar í háum stöðum – eru að byrja að kikna hver af öðrum und- an álaginu.“ Öðruvísi mér áður brá! Við er- um sem sé komin ansi langt frá þeim tíma þegar konum var uppá- lagt að hljóta undirbúnings- menntun í hússtjórnun vegna „hins margþætta starfs er biði þeirra í húsmæðrastöðunni.“ Já, nú eru meira að segja karlarnir, skv. vísindamönnum, farnir að þjást af því að reyna að sameina vinnuna utan sem innan veggja heimilisins. En þrátt fyrir þetta erum við ekki farin að sjá aðrar og að mínu mati langþráðar breytingar; karl- ar eru jú enn ráðandi í öllum æðstu og valdamestu stöðum landsins. Bryndís Í. Hlöðvers- dóttir, nemi við Háskóla Íslands, bendir t.d. á það í nýlegri rann- sókn sinni að afar fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru á opnum hlutabréfamarkaði. En auðvitað er ekki öll von úti enn. Hver veit nema við verðum komin í hring eftir hálfa öld; karlarnir verði þá „algjörlega“ komnir inn á heimilin og konurnar „algjörlega“ út á vinnumarkaðinn. Já, hver veit nema konur verði farnar að þjást af Atlas-heilkenninu eftir heila öld. Öðruvísi mér áður brá „Nýtísku kvenfólk er auðvitað fyrir löngu vaxið upp úr slíkum firrum.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Freyja Jónsdótt-ir fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1945. Hún lést á heimili sínu þriðju- daginn 26. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Dagbjartur Jónsson málari og sundkennari í Reykjavík, f. í Arn- arfirði í V-Ís. 11.4. 1908, d. 2.8. 1973, og eiginkona hans Svava Sigurðardótt- ir húsmóðir og fóstra, f. í Reykjavík 3.2. 1920, d. 28.11. 1994. Freyja á tvö systkini, Eddu myndlistarkonu og fram- kvæmdastjóra, f. 1942, og Hilm- ar, f. 1953. árabil. Hún settist síðan í öld- ungadeild MH og lauk stúdents- prófi með fyrstu einkunn árið 1984, en jafnhliða námi sínu vann hún á skrifstofu Háskóla Íslands. Árið 1985 tók hún þátt í að stofna fyrirtækið Eldhús og bað þar sem hún vann sem hönnuður í rúman áratug. Freyja stundaði auk þess myndlistarnám um ára- bil og enda þótt hún liti alla tíð á það sem tómstundaiðju liggur eftir hana talsvert af leirlistar- verkum. Árið 1995 fluttu Freyja og Ár- mann til Þýskalands vegna bygg- ingarframkvæmda í nágrenni Stuttgart og þar bjuggu þau í rúmt ár. Undanfarin ár bjuggu Freyja og Ármann jöfnum hönd- um á Íslandi og í Provence-hér- aðinu í Suður-Frakklandi og skipulögðu þar m.a. tónlistarhá- tíðir með íslenskum og frönskum listamönnum síðustu þrjú sumur. Útför Freyju verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Freyja giftist 16. mars 1968 Ármanni Erni Ármannssyni, f. 20. des. 1944. Dætur þeirra eru: Dögg við- skiptafræðingur, f. 1970, sambýlismaður hennar er Helder Francisco háskóla- nemi og Drífa lista- kona og nemi, f. 1974. Freyja hóf ung störf í bókaverslun Ísafoldar í Austur- stræti, þar sem hún hafði umsjón með er- lendum bókum. Hún lauk námi sem tækniteiknari frá Iðnskólan- um í Reykjavík og vann sem tækniteiknari hjá Arkitektastof- unni hf. og Ármannsfelli hf. um Með örfáum orðum langar mig að minnast yndislegrar mágkonu minn- ar Freyju. Alveg frá því að Ármann bróðir minn kom með þessa ungu stúlku í fjölskylduna hafa kynni okk- ar þróast og orðið að mikilli vináttu. Margs er að minnast á löngum ferli, en þó allt of stuttum. Skemmtilega ferð fórum við hjón með Freyju og Ármanni til Vínar, þegar þau bjuggu í Stuttgart, og Freyja leiddi okkur á alla áhugaverðustu staðina, þótt hún hefði ekki komið þangað áður frekar en við, en hún var búin að lesa sér til. Sama var þegar við fórum með þeim í siglingu um Miðjarðarhafið, alltaf vissi Freyja hvar við vorum og hvað væri næst og teiknaði upp kort af allri ströndinni og nærliggjandi eyjum. Við Benni söknum samverustund- anna með Freyju og þökkum henni fyrir allt, en geymum minningarnar í hjörtum okkar. Elsku Ármann minn, við biðjum góðan Guð að vera með þér og dætr- unum. Halldóra Ármannsdóttir. Elskuleg frænka og vinkona okkar er fallin frá eftir erfið veikindi. Freyja tók veikindum sínum með ótrúlegri ró og hugrekki. Það var allt- af notalegt að koma á heimili Freyju og Ármanns, heimili sem var svo fullt af kærleika og hlýju, að maður gat ekki annað en gleymt öllu daglegu amstri hversdagsleikans. Minningarnar raðast upp, öll eig- um við sem þekktum Freyju okkar góðu og skemmtilegu minningar um hana sem við geymum í hjarta okkar. Ég og eldri dóttir mín sátum saman kvöldið sem Freyja dó og rifjuðum upp gamlar minningar. Þær höfðu setið heima hjá Freyju og sú stutta var að teikna mynd handa henni, sem var himinninn. Þá spurði Freyja hvort hún vissi hvað himinninn væri stór. Nei, sagði hún. Hann er alveg endalaus sagði Freyja þá. Mér finnst það lýsa Freyju svo vel því að hún hafði alveg endalausa þol- inmæði, hlýju og kærleika. Það eru forréttindi í þessu lífi að fá að vera samferða einstakri konu eins og Freyja var. Elsku Ármann, Dögg og Drífa, með orðum Snædísar kveðjum við kæra vinkonu og frænku og vottum ykkur dýpstu samúð. Ég er ein en við erum tvö. Ég veit ekki hvað gera skal. En ég já og við öll vitum það, ef við hjálpumst að. Birna, Örn Þór, Snædís og Svava. Það er til fólk sem er svo gegn- umgott að það gerir með nærveru sinni hvern þann stað sem það er á bjartari og betri en hann annars er. Það er líka til fólk sem gefur frá sér svo jákvæða strauma að manni finnst ósjálfrátt eins og maður verði sjálfur betri aðeins við að þekkja það og um- gangast. Svona fólk hverfur manni aldrei úr minni ef maður er svo hepp- inn að kynnast því. Þannig þekktum við Freyju. Ótrúlega heillandi per- sónuleika, glaðværa, skemmtilega, listræna og víðlesna sem af fullkom- inni hógværð gaf af sér þessa þægi- legu tilfinningu að maður væri ávallt velkominn og það væri alltaf tími til að hittast og njóta samvista án þess að þyrfti til sérstök tilefni. Sá tími er því miður liðinn að það væri nægur tími. Eftir erfið veikindi, sem hún bar af fullkomnu æðruleysi eins og allt annað sem hana henti í líf- inu, hefur hún kvatt okkur í þann mund sem farfuglarnir fljúga burt, blómin fölna og haustið setur að. Það fer um okkur um stund eins og ónota- leg tilfinning að það hausti í lífi okkar líka. Þrjátíu ára vinátta við Freyju og Ármann þar sem aldrei bar skugga á er dýrmæt eign í sjóði minninganna. Við þökkum fyrir það og minnumst með hlýju og þakklæti allra ánægju- stundanna hérlendis og erlendis. Við metum stundirnar mörgu þeim mun betur nú þegar ekkert verður lengur endurtekið eins og það áður var. Drífu, Dögg og Ármanni biðjum við blessunar í sorginni í fullvissu þess að minningarnar um Freyju og allt það sem hún var þeim sem þekktu hana best muni í fyllingu tím- ans lina þjáninguna og setja í staðinn ljúfsárar minningar um eiginkonu og móður sem var þeim svo óendanlega góð og af fullkominni óeigingirni gaf af sér allt án þess að velta nokkurn tíma fyrir sér endurgjaldi. Ef önnur tilverustig finnast þá er Freyja þar sem bjartast er og best því að sá einn staður er við hæfi. Ragnheiður Ebenezerdóttir og Stefán Friðfinnsson. Elsku góða Freyja. Himinninn grætur með mér núna. Bjarta röddin og fallegu brosin sem þú gafst mér eru horfin. Ég veit þú ert langt í burtu hjá Guði en samt ertu alltaf hjá mér. Bak við skýin sé ég tindra bjarta stjörnu. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín litla vinkona Sigríður Ólafsdóttir (höfrungurinn þinn). Það var sérstök stemning sem ríkti á vinnustaðnum okkar hjá Ármanns- felli. Þar var gleði, léttleiki og mikil samkennd. Atriði sem ekki eru sjálf- gefin á vinnustað og við erum þakk- látar fyrir það að hafa notið sam- vistana við Freyju í öll þessi ár. Við minnumst gleðinnar og kátínunnar sem ríkti á kaffistofunni þegar spáð var í stjörnurnar og lesið í kaffiboll- anna. Freyja var mjög listræn og naut sín vel í skapandi starfi þar sem hennar hæfileikar fengu að njóta sín við að fegra heimili fólks og var ekki mikið fyrir að gera mál úr hlutunum. Freyja sýndi öllum gott viðmót og í okkar huga var hún frekar gæsileg en virðuleg og aldrei sáum við hana gera mannamun. Freyja hafði sérstakan stíl sem var óháður allri tísku, og hvernig hún klæddist fór frekar eftir skapinu en veðrinu. Okkur fannst mjög oft vera sumar í hennar huga og lyfti það upp drungalegum vetrardögum. Hún var mikill þátttakandi í lífi okkar allra, án þess að vera hnýsin sýndi hún alltaf einlægan áhuga. Þegar við hugsum til baka var að hjálpsemi, gjafmildi og kærleikur sem einkenndi hana. Allar eigum við og varveitum litlu sérstöku gjafirnar sem hún færði okkur frá framandi slóðum eða bjó til sjálf. Þegar Ármann og Freyja fluttu er- lendis í nokkur ár var hennar sárt saknað og notuðum við hvert tæki- færi til að hittast þegar hún kom til landsins. Þegar þau fluttu heim hún bættist aftur í hópinn og þrátt fyrir að við færum allar í sína hvora áttina þegar að fyrirtækið var selt þá áttum við okkar sérstaka samband og vin- áttu áfram. Á kveðjustund sendum við og fjöl- skyldur okkar Ármanni, Dögg og Drífu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og treystum því að kveðjan til Freyju sé sjáumst síðar. Hanna, Helga og Snjólaug. Það var fyrir liðlega ári að Freyja greindist með alvarlegan sjúkdóm. Með eiginmann sinn og fjölskyldu við hlið sér háði hún af æðruleysi hetju- lega baráttu en leikurinn var ójafn. Þótt sýnt væri að hverju stefndi tók Freyja hlutskipti sínu af æðruleysi og nú er hún öll. Hún hefur lokið þeirri baráttu sem á fyrir öllum að liggja en okkur sem syrgjum hana finnst að það hafi verið langt fyrir aldur fram. Hér sannast hið fornkveðna: Ekkert er manninum vísara en dauðinn, ekk- ert óvísar en dauðans tími. Það var fyrir liðlega þrjátíu árum að leiðir okkar lágu saman á sama tíma og þau Ármann og Freyja rugl- uðu saman reytum. Heimili þeirra var um margt sérstakt, bar ótvíræð- an vott smekks og listfengis hús- bændanna. Þau voru ófá skiptin sem við nutum gestrisni þeirra en þau höfðu einstakt lag á að blanda saman gestum með ólík áhugamál. Það var ekki síst Freyja sem var það einkar vel lagið að haga því svo að fólki leið vel í návist hennar. Freyja var að sumu leyti fremur hlédræg mann- eskja, henni var ekki tamt að trana sér fram, af hlýju sinni og mann- gæsku veitti hún samferðamönnum sínum af örlæti. Við teljum okkur það til tekna að hafa fengið að njóta vin- áttu hennar. Freyja var um margt listræn í sér. Ung að árum lagði hún stund á teikn- ingu en þó var það einkum á sviði leir- listar sem hún fann hæfileikum sín- um útrás. Listrænna hæfileika Freyju sér ekki einungis stað í ýms- um þeim munum sem hún skapaði heldur bar heimili þeirra Ármanns órækan vott um smekkvísi hennar og hæfileika. Nú er mikill harmur kveðinn að Ármanni og dætrum og víst er um það að missir þeirra er mikill, frá þeim sem er mikið gefið er mikið tek- ið. Hitt er þó jafnvíst að þau eiga það sem enginn getur tekið frá þeim, minninguna um einstaka eiginkonu og móður. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Freyju og njóta mannkosta hennar. Ármanni og dætrum sendum við hlýjar samúðar- kveðjur. Herdís Svavarsdóttir, Jón G. Friðjónsson. FREYJA JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.