Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 25 AutoCAD 2004 Autodesk 2004 Sími: 554 0570 www.snertill.is snertill@snertill.is Styrktaraðilar: Autodesk RÍN 2003 Grand Hótel Reykjavík - 4. og 5. september 2003 Ráðstefna íslenskra AutoCAD og Autodesk notenda Upplýsingar og skráning á heimasíðu Snertils Opnun á landupplýsingakerfi Reykjanesbæjar Árni Sigfússon bæjarstjóri setur ráðstefnuna: UNDANFARNA daga hefur tals- vert farið fyrir umræðu í fjölmiðlum um ágreining Vélstjórafélags Ís- lands annars vegar og Siglingastofn- unar og samgöngu- ráðuneytisins hins vegar, vegna setn- ingar reglugerðar um skráningu á afli aðalvéla skipa og ákvörðunar Sigl- ingastofnunar um að breyta afstöðu sinni til undanþáguveit- inga til vélstjóra á tilteknum farþega- skipum. Vélstjórafélagið krafðist þess að forstjóri Sigl- ingastofnunar segði af sér vegna þessara mála eða yrði vikið úr starfi ella. Þar sem mörgum þykir við- brögð Vélstjórafélagsins full- harkaleg verður hér reynt að skýra afstöðu félagsins. Skýringar Siglingastofnunar og samgönguráðuneytisins Á heimasíðum Siglingastofnunar og samgönguráðuneytisins er fjallað um setningu nýrrar reglugerðar um skráningu á afli aðalvéla skipa og segja báðir aðilar að umræddri reglugerð hafi verið breytt vegna þess að umboðsmaður Alþingis og Héraðsdómur Suðurlands telji að eldri reglugerðina skorti lagastoð. Álit umboðsmanns Alþingis og dómur Héraðsdóms Suðurlands Í áliti umboðsmanns Alþingis kemur fram að reglugerðin hafi ver- ið sett samkvæmt lögum nr. 52/ 1970, um eftirlit með skipum. Þau lög voru síðar leyst af hólmi með lögum nr. 51/1987, sem aftur voru felld úr gildi með gildandi lögum um eftirlit með skipum, nr. 35/1993. Um gildi reglugerðarinnar kemur ekk- ert fram í síðastnefndu lögunum. Umboðsmaður tók einnig fram í áliti sínu að samkvæmt almennum skýringarreglum yrði að telja reglu- gerðina í gildi að því marki sem hún væri samrýmanleg ákvæðum gild- andi laga um eftirlit með skipum og ályktaði samkvæmt því, að breyting Siglingastofnunar á skráningu vél- arafls, þar sem olíugjöf væri tak- mörkuð með því að sjóða hólka á tannstöng á olíudælum vélar, hefði ekki verið í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 143/1984. Í umræddum dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp hinn 18. apríl 2001, segir m.a. að þar sem reglur nr. 143/1984 sæki ekki heimild til 13. gr. laga nr. 113/1984 eða laga um skráningu skipa verði ekki hægt að beita þeim til ákvörð- unar um það hvernig ákveða skuli afl skipsvéla. Á ofangreindu er ljóst að gleymst hefur að nefna reglugerðina þegar lögum um eftirlit með skipum var síðast breytt. Þessu hefði mátt kippa í liðinn án þess að breyta inni- haldi reglugerðarinnar. Eldri reglugerðir Meginmálið er að í 2. grein eldri reglugerðarinnar, um skráningu á afli aðalvéla nr. 143/1984, segir að breyting á afli vélar með takmörkun olíugjafar hafi ekki áhrif á skrán- ingu vélarafls. Í 4. grein reglugerð- arinnar segir líka að skráðu vél- arafli verði ekki breytt, nema gerðar verði breytingar á þeim bún- aði sem á vélinni er og áhrif hafi á afl vélarinnar. Þetta þýðir, að mati Vélstjóra- félagsins, að takmörkun á olíu- inngjöf, sama hvernig hún er fram- kvæmd, dugi ekki til að fá skráðu afli aðalvélar breytt. Það er athyglisvert að í grein- argerð með áliti umboðsmanns Al- þingis kemur fram að allt frá því eldri reglugerðin var sett leyfði Siglingastofnun að takmarka olíu- gjöf með því að sjóða í, slípa burt tennur eða setja hólka á tannstöng á olíudælum aðalvéla í þeim tilgangi að skrá niður afl aðalvélar. Stofn- unin hefur því brotið umrædda reglugerð allt frá því hún var sett. Ný reglugerð Á heimasíðu Siglingastofnunar segir að í ágúst 2000 hafi sam- gönguráðuneytið óskað eftir til- lögum að nýrri reglugerð um skrán- ingu á afli aðalvéla og að í september 2000 hafi tillögur stofn- unarinnar verið til umfjöllunar í siglingaráði. Samkvæmt þessu hef- ur samgönguráðuneytið óskað eftir nýrri reglugerð, og fengið drög að henni, áður en Héraðsdómur Suður- lands felldi dóm sinn hinn 18. apríl 2001. Í tillögum Siglingastofnunar var gert ráð fyrir að engar takmarkanir væru á því hvernig niðurfærslu á afli væri háttað. Að mati Vélstjóra- félagsins kemur þarna fram að raunverulegur tilgangur með breyt- ingum á reglugerðinni hafi verið að gera löglega þá lögleysu sem Sigl- ingastofnun hafði stundað um ára- bil. Tillögum Siglingastofnunar var hafnað af Vélstjórafélaginu sem vildi að áfram yrði miðað við að skráningu á afli aðalvélar yrði ekki breytt nema gerðar væru varanlegri breytingar á búnaði vélar en þær sem þarf til að minnka olíuinngjöf. Áhrif reglugerðarbreytinga Mönnun í vélarúmi, rétt- indakröfur til vélstjóra og auka- greiðslur eru miðaðar við skráð afl aðalvélar viðkomandi skips. Vél- stjórafélag Íslands væri ánægðast ef algerlega væri óheimilt að breyta skráðu afli véla líkt og í Danmörku og Færeyjum. VSFÍ ákvað að koma til móts við LÍÚ um ákvæði reglu- gerðarinnar með tillögum um að breyting á skráðu vélarafli væri ein- ungis möguleg í framhaldi af raun- verulegri vélrænni breytingu á við- komandi vél sem réttlætti breytinguna. VSFÍ telur að með gildistöku nýju reglugerðarinnar geti útgerðarmenn skráð niður afl aðalvéla skipa án nokkurra raun- verulegra breytinga á vélinni sjálfri. Þannig geta þeir fækkað vél- stjórum, minnkað réttindakröfur til þeirra og losnað við aukagreiðslur. Vandséð er að verkefni af þessu tagi, þ.e. bein íhlutun í kjör vél- stjóra, geti talist til eðlilegrar starf- semi Siglingastofnunar Íslands. Það er einnig deginum ljósara að vél- stjórar þeirra skipa sem verða fyrir fækkun af þessum sökum verða undir meira álagi og vinna lengri vinnutíma, á lægri launum, án þess að vinnuumhverfi þeirra eða þær kröfur sem gerðar eru til þeirra hafi breyst. Ekki getur það aukið öryggi sjófarenda – eða hvað? Deila Vélstjórafélagsins við Sigl- ingastofnun og samgönguráðuneytið Eftir Halldór Arnar Guðmundsson og Kristínu A. Hjálmarsdóttur Höfundar eru starfsmenn Vélstjórafélags Íslands. Sveit Guðmundar Sveins í undanúrslitin í bikarnum Bikarmeistarar síðasta árs, sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar, sigraði Subarusveitina í átta liða úr- slitum bikarsins en leikurinn fór fram í húsi bridssambandsins í byrjun vikunnar. Leikurinn var mjög vel spilaður eins og lokatölurnar gefa til kynna en sveit Guðmundar skoraði 64 impa á móti 54. Leikurinn var þó ekki átaka- laus og má nefna að spiluð voru 50 spil þar sem pörin sátu eins í einni lotunni. Sveit Guðmundar Sveins er því komin í undanúrslitin ásamt Siglfirð- ingum. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 29. ágúst var spilað á fjórum borðum. Úrslit urðu þessi. Jón Pálmason – Stefán Ólafsson 104 Þorvarður S. Guðm. – Guðni Ólafss. 93 Guðm. Guðm.ss. – Ólafur Gíslas. 92 Þorv. Þorgr.sson – Helgi Guðm. 82 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Grennri BOGENSE TAFLAN Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.