Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl .6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 12. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters Sýnd á klukkutíma fresti  KVIKMYNDIR.IS NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL Sýnd. kl. 6. Enskur texti - With english subtitles 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. ALL OR NOTHING Sýnd kl 5.40. PURELY BELTER Sýnd kl. 6. CROUPIER Sýnd kl. 8. PLOTS WITH A VIEW Sýnd kl. 8. SWEET SIXTEEN Sýnd kl. 8. THE MAGDALENE SISTERS Sýnd kl. 10.05. LUCKY BREAK Sýnd kl. 10. BLOODY SUNDAY Sýnd kl. 10.H.J. MBL S.G. DV H.K. DV SV. MBL  SV. MBL  H.K. DV Sjáið allt um breska bíódaga á www.haskolabio.is EINHVERRA hluta vegna vita bandarískir bíógestir ekkert betra en að láta hræða úr sér líftóruna. Þegar talið var upp úr peningaköss- um bíóhúsanna kom í ljós að ný mynd hafði náð toppsætinu og þar með steypt Freddy og Jason af stalli og reyndar alla leið niður í sjöunda sætið eftir tvær vikur á toppnum. Reyndist nýja toppmyndin vera hrollvekjan Jeepers Creeper 2, enn ein framhaldsmyndin á þessu mikla framhaldsári sem nú er orðið. Er hér um að ræða framhald myndar sem sló óvænt í gegn árið 2001. Enn sem fyrr verða saklausir unglingar fyrir barðinu á trítilóðum fjöldamorðingja sem í þessum mynd- um er vængjuð mannæta í ofanálag. Bandarískir bíógestir virðast ginn- keyptir fyrir slíkum efnivið og flykktust á myndina um þessa löngu Verkalýðsdagshelgi og gerðu hana langvinsælasta af þeim öllum. Jeep- ers Creepers 2 var eina nýja myndin sem náði inn á topp tíu en næst á eft- ir henni kom Fáránlegur föstudagur (Freaky Friday) endurgerð á sam- nefndri Disney-gamanmynd frá 1977 um móður og unglingsdóttur sem skipta af einhverjum yfirnáttúruleg- um ástæðum um líkama einn fáran- legan föstudag. Í frumgerðinni lék Barbara Harris mömmuna og Jodie Foster dótturina en í þeirri nýju er Jamie Lee Curtis mamman og Lindsay Lohan dóttirin. Þökk sé stærstu mynd sumarsins vestra, teiknimyndinni Leitinni að Nemó, var sumarið það arðbærasta í sögunni og sló út sumarið í fyrra um rúm 3%. Nemó átti þar stærstan þátt en hún hefur nú fengið rúmar 332 milljónir dala í tekjur og það að- eins í Bandaríkjunum en myndin verður frumsýnd annars staðar í heiminum í haust og er nær dregur jólum. Myndin er orðin vinsælasta teiknimynd sögunnar þar í landi og sú áttunda vinsælasta yfir það heila, skv. útreikningum Reuters. Vinsælustu bíómyndir vestanhafs Hrollvekjuhaust Markmiðið með Jeepers Creepers 2 er að hræða líftóruna úr bíógestum og í það sækjast flestir Kanar um þessar mundir. skarpi@mbl.is                                      ! ! ! ! ! ! ! ! ! !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! !                       !  "   #  $ % # '()           *+,- **,. */,- */, */, +, +,* -,. -, 0,- *+,- 1/,/ */ ,0 .0,0 0 ,1 */2,. .2,0 *3,2 2/,/ **,3 HLJÓMSVEITIN Rikshaw naut gríðarlegra vin- sælda hérlendis er nýrómantíkin stóð sem hæst en þá voru Duran Duran, Kajagoogoo og Spandau Ball- et málið. Rikshaw þóttu ekki bara forkunnarfagrir ungir menn heldur buðu þeir líka upp á tónlist sem þótti vel samkeppnisfær við það besta sem var að gerast í líkri tónlist erlendis, enda einatt kallaðir hinir íslensku Duran Duran. Skífan mun í haust gefa út löngu tímabæra safn- plötu með yfirlit yfir feril sveitarinnar, eins og fram kemur í spjalli við Richard Scobie, fyrrverandi söng- spíru sveitarinnar. „Jú, jú, það kemur safnplata út fyrir jólin,“ segir Scobie og er hinn brattasti. „Fjórtán lög og svo tvö ný til viðbótar. Síðan ætlum við að halda tónleika vegna þessa og reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu. Nú erum við orðnir eldri menn og vonandi eitthvað þroskaðir líka!“ Scobie segir að platan muni rekja feril sveitarinn- ar frá fyrstu fjögurra laga stuttskífunni allt til plöt- unnar Angels/Devils frá 1990. „Þetta verðu allt í tímaröð þannig að hlustendur geta þá fylgst með þróuninni sem átti sér stað.“ Ekki hefur enn verið settur útgáfudagur á plöt- una, né hefur verið ákveðið á hvaða stað endurreisn Rikshaw mun fara fram. Rikshaw, um það leyti er Angels/Devils kom út. Safnplata á leiðinni Rikshaw koma saman á ný SEBASTIAN Peters er ungur Þjóð-verji, sem búsettur hefur verið hér-lendis í um tíu ár. Hann er mættur á skrifstofur Morgunblaðsins til að útskýra sitt mál og um leið ósk sína um bætta menningu á landsleikjum Íslands í knatt- spyrnu. Hingað er hann kominn ásamt vini sínum, góðskáldinu Andra Snæ Magna- syni, sem sömuleiðis hefur áhyggjur af stöðu mála. Aðspurður hvers vegna þeir séu mættir hingað saman segir Sebastian að börnin þeirra séu saman á leikskóla og þeir spili jafnframt saman fótbolta. En málið er ekki að Andri Snær ætli að fara semja ein- hverja baráttusöngva fyrir íslenska áhorf- endur. Nei, þeir eru hingað komnir ein- faldlega sem áhugamenn um bætta og fjölskrúðugri fótboltamenningu. Og eins og flestir kannski vita er einmitt mik- ilvægur leikur framundan, við Þjóðverja á Laugardalsvellinum næstkomandi laug- ardag. Sebastian hefur orðið: „Ég mæti á flesta landsleiki hér heima og hef undrast nokkuð stemmningsleysi ís- lenskra áhorfenda. Af og til heyrist dauf- legt og einhæft: „Ísland-klapp-klapp- klapp-Ísland-klapp-klapp-klapp“ sem vill oftar en ekki fjara nokkuð vandræðalega út eftir hálfa mínútu. Stundum er eins og áhorfendur skynji sig ekki sem hluta af leiknum, það er eins og þeir séu að ,,horfa á góðan leik“ í sjónvarpinu og upplifi hann sem neytendur en ekki þátttakendur.“ Hvar eru söngvarnir? Sebastian segir að þessi mál hafi mikið verið rædd í hans kunningjahópi og Andri hafi hvatt hann áfram til að gera eitthvað í málunum, a.m.k. að vekja athygli á þessu. Andri skýtur inn í brosandi að réttast væri að skáldjöfrar landsins legðu sitt af mörkum hér. „Listaelít- an sem ákvað fyrir margt löngu að gerast antisportistar ætti að sjá sóma sinn í því að endurgreiða nú lands- liðinu og þjóðinni (hlær).“ Andri heldur áfram: „Það virðist vera sem svo að fólk langi rosa- lega að sleppa sér, en það bara geti það ekki. Það kúldrast undir suðupunktinum en get- ur ekki sleppt sér.“ Sebastian segir að þegar Skotar og Fær- eyingar hafi sótt okkur heim hafi þeir gert Laugardalsvöllinn að sínum heimavelli og ekki hafi vantað söngvana og dansana þar. „Þetta ætti nefnilega að vera fremur einfalt,“ segir Sebastian. „Hér eru allir í kórum og talað er um að skáld og hagyrð- ingar séu á hverju horni. Hér á landi er sterk kvæða- og sönghefð og ég spyr því bara, hvar eru söngvarnir?“ Sebastian segir að þó það sé ekki nema „Stál og hnífur“ eða „Áfram áfram áfram sóknarmenn! ( í stað „bílstjórinn“) þá sé til- ganginum náð. Þá séu menn að minnsta kosti byrjaðir að leggja grunninn að meira fjöri og meira lífi í kringum leikina. En frumkvæðið verði þó fyrst og síðast að koma frá fólkinu á bekkjunum, ekki frá mönnum úti í bæ. „Það væri almennileg upplifun að vera á leik þar sem þúsundraddakór reynir að lama baráttuþrek andstæðinganna,“ segir hann að lokum. „Íslendingar eiga núna möguleika á sæti í Evrópukeppninni og þótt mér finnist yfirleitt gaman að sjá mína landsmenn sigra þá held ég með Ís- lendingum í þetta skiptið,“ segir Sebastian að lokum ákveðinn. Knattspyrnuunnandinn Sebastian Peters á sér ósk Vill bætta fótbolta- menningu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svona á að gera þetta! Nú vantar bara sönginn… Morgunblaðið/Kristinn Sebastian finnst að stemning á íslenskum landsleikjum mætti vera betri og skorar á landsmenn að bæta þar úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.