Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Birgitta ÍrisHarðardóttir fæddist á Akureyri 24. febrúar 1981. Hún lést í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hörður Róbert Eyvindsson, baader- maður frá Seyðisfirði, f. 31. desember 1944, d. 19. júní 1994, og kona hans Guðrún Víglundsdóttir, verkakona frá Akur- eyri, f. 11. mars 1950, d. 18. október 1993. Systkini Birg- ittu eru: Vilhjálmur Jóhannes Bergsteinsson, f. 21. ágúst 1968, kona hans er Sigurlaug Harðar- dóttir, f. 22. júlí 1972, börn þeirra Bjarki Már, f. 24. mars 1992, Guðrún Kristín, f. 8. mars 1994, og Daníel Smári, f. 10. ágúst 2000, Jóhann Freyr Frímannsson, f. 27. maí 1971, og Helena Ósk Harðardóttir, f. 25. desember 1977, sonur hennar og Magnúsar Ewalds Péturssonar, f. 30. desember 1978, er Bjartur Ewald Magn- ússon, f. 8. febrúar 2001. Útför Birgittu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Birgitta. Við gleymum seint þeim degi, þeg- ar Lella kom til okkar og sagði okkur að þú værir dáin. Þetta er svo ósann- gjarnt en þó því miður hluti af þessu blessaða lífi, þú sem ert svo ung, ekki nema 22 ára, og við skiljum ekki til- ganginn með að þeir sem eru svona ungir, í blóma lífsins, skuli fara svona snemma frá okkur. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, stendur einhvers staðar og kannski er þér ætlað annað og mikilvægara hlutverk annars stað- ar þar sem þú getur nýtt þína blíðu og fallegu lund. Þú varst stóra stelpan okkar í alltof stuttan tíma en við reyndum eins og við gátum að leiðbeina þér sem ein- staklingi út í þetta erfiða líf og gera þig að sjálfstæðri persónu til þess að takast á við lífið og tilveruna. Þú misstir foreldra þína svo ung og varst ekki tilbúin til þess að sætta þig við þessi örlög á svo stuttum tíma. Það er erfitt að missa föður sinn og móður ekki nema með níu mánaða millibili og skiljum við það vel að þú varst aldrei sátt við þennan sára missi. Þú varst hjá okkur þegar þú fórst í fyrsta fermingarfræðslutímann og fórum við með þér þangað og var mikið horft á okkur því við vorum mjög ung. Var þá sagt við okkur: Á nokkuð að fara að ferma ykkur? Elsku Birgitta, alltaf varst þú dug- leg að passa litlu frændsystkinin þín, Bjarka Má og Guðrúnu Kristínu, og hefðum við viljað að Daníel Smári hefði fengið að kynnast þér betur, en nú ert þú komin til foreldra þinna og þar mun þér líða vel. Við munum aldr- ei gleyma þér og þú munt lifa í okkar hjörtum. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín elskandi bróðir og mágkona Vilhjálmur og Sigurlaug. Mig langar að segja nokkur orð um Birgittu litlu systur mína sem farin er á fund foreldra okkar, alltof ung. Ég man þegar þú fórst í fimleika, mömmu til mikillar ánægju, því hún sat í stjórn fimleikaráðsins. Svo er ekki hægt að gleyma köstunum sem litla dúllan fékk ef ég vildi ekki leyfa þér að vera inni í herbergi hjá mér en því lauk fljótt, því mamma kom þá og tók í taumana og þú fékkst þitt fram og byrjaðir strax að brosa. Ég varð bara að sætta mig við þetta því við vit- um báðar hver stjórnaði dúllan mín. Á Þjóðhátíðinni 1986 vorum við í jakka- fötum sem mamma saumaði sérstak- lega á okkur og við stálum senunni í öllum tjöldum í dalnum. Það mynd- aðist stór vinahópur í kringum okkur báðar því ég man að mamma, Lella og Didda voru að verða gráhærðar á öll- um skaranum sem var alltaf heima. Það var alltaf gott að búa með þér elskan því þú vildir hafa svo fínt í kringum okkur og þoldir ekki fulla taukörfu og lést eldri systur þína stundum heyra það, elskan mín. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Birgittu litlu systur með sorg og söknuð í hjarta mínu. Þín systir að eilífu, Helena Ósk Harðardóttir. Elsku Birgitta. Mikill er söknuðurinn og sár er sorgin sem nístir hjarta okkar, þú svona ung og falleg deyrð í blóma lífs- ins. Við spyrjum okkur hver er til- gangurinn í þessu lífi þegar ung sál er tekin frá okkur, afhverju leika örlögin okkur svona okkur grátt? Er þetta það sem við eigum að ganga í gegn- um, einhver sagði að það er ekki meira lagt á ykkur en þið getið borið. Litli ljósgeislinn okkar, hún Birgitta gaf okkur mikið á sinni stuttu ævi. Hún var brosmild, greiðvikin og þægileg í umgengni. Verkin hennar sögðu sitt, hún hafði lært vel af sinni móður og föður að umgangast fólk, hluti og hugsa um þá fallega. Birgitta gat verið ákveðin svo um munaði þeg- ar yngri hún var, og gaf hún ekkert eftir ef hún var búin að ákveða eitt- hvað, var útilokað að breyta því. Sagt er þeir deyja ungir sem Guðirnir elska og verðum við að reyna að hugga okkur við það. Elsku Villi, Jóhann, Helena, Bjarki, Guðrún, Daníel og Bjartur, sár er ykkar sorg. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og leiða, von- andi munum við geta verið saman í sátt og samlyndi í gegnum lífið. Þínar frænkur Ragnheiður og Jóhanna og fjölskyldur. Nú er lítil prinsessa komin í hlýjan faðm mömmu og pabba eftir langa og mikið erfiða göngu, en það er bara bjart framundan svo núna líður henni vel. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Elsku Birgitta. Góða nótt og dreymi þig vel, guð og englarnir geymi þig. Elsku Helena og Bjartur Villi, Sig- urlaug og börn, Jóhann Freyr, Sverr- ir, Lella frænka og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Kolbrún (Kolla), Jón (Jonni) og fjölskylda. Elsku Birgitta. Þegar Helena mín hringdi í mömmu og sagði að þú værir dáin og mamma sagði mér og Ævari það, brá mér mjög mikið og vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við, ég vildi bara ekki trúa því. Ég talaði við Helenu kvöldið eftir og ætlaði að vera svo sterkur en svo grét ég bara í símann, þá sagði hún við mig að þér liði vel og værir komin til mömmu þinnar og pabba þar sem þú vildir helst vera og ég trúi að þér líði vel, því ég hef líka verið í fanginu á þeim. Elsku Birgitta mín, ég kveð þig með söknuði, en ég á margar góðar minningar um þig frá Faxastígnum, Hrísalundi og Akurgerði sem munu fylgja mér um alla framtíð. Elsku Helena mín og Bjartur Villi, Sigurlaug og börn, Jóhann Freyr, Sverrir, Lella frænka og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar Gunnar Sigurbjörn (Gunnar Gurrustrákur). Elsku Birgitta frænka. Þú varst alltaf sem stóra systir okkar og okkur brá mjög mikið þegar mamma og pabbi sögðu okkur að þú værir dáin, við vitum að þú ert hjá afa og ömmu og þér líður vel. Við systk- inin geymum ennþá sætið þitt við eld- húsborðið okkar og munum alltaf minnast þess þegar þú varst hjá okk- ur. Þú ert í okkar augum stóra systir okkar og við hefðum viljað hafa þig miklu lengur hjá okkur. Ég man þegar þú hélst á mér og ég pissaði yfir þig alla þegar ég var lítill. Við minnumst gleðilegra stunda með þér í húsbílnum í sumar þegar við vor- um að fara á ættarmótið, við vorum að æfa okkur að syngja lög fyrir það. Og allar góðu minningarnar um þig munu lifa. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þín frændsystkini, Bjarki Már, Guðrún Kristín og Daníel Smári. Mig langar að segja dálítið um stóru frænku mína, hana Birgittu. Hún var alltaf svo góð og blíð við mig og passaði mig ætíð þegar mamma var að vinna og hún var dugleg að syngja fyrir mig og mömmu þegar við vorum bara þrjú heima og þá var svo gaman. Mamma segir að þú sért komin til stjarnanna þar sem Gurra amma og Robbi afi eru. Ég mun sakna að hlæja ekki meira með þér besta frænka mín, og mig langar að fara með bæn- ina sem þú fórst með fyrir mig þegar þú svæfðir mig á kvöldin. Komin ég í hvílu mína, kaunin snerta engin pína, ó, Guð, sendu englana þína, allt í kring sængina mína. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þinn litli frændi, Bjartur Ewald. Ég sit hér ein að velta því fyrir mér, hver er tilgangur lífsins? Ég skil ekki afhverju lífið þurfti að vera svona erf- itt fyrir litlu frænku mína sem er búin að þurfa að upplifa það, hvernig það sé að missa báða foreldra sína á unga aldri. Hvað þarf ég að horfa á marga yfirgefa mig, unga sem aldna og hvað þarf ég að upplifa mikla sorg, bitur- leika og finnast ég svo máttlítil gagn- vart lífinu, ég er ekki nema 24 ára gömul, mér finnst ég alltof ung til að upplifa svona mikla sorg á þessum fáum árum sem ég hef lifað. Ég og Birgitta frænka vorum mikið saman frá unga aldri, því mæður okk- ar eru systur, þær Didda og Gurra einsog þær eru kallaðar og man ég vel að mamma þín passaði oft mig og Daða bróðir þegar mamma mín var að vinna. Við lékum okkur oft saman heima í Foldarhrauni og síðan þegar þið fjölskyldan fluttuð á Faxastíg 11. Þær eru margar stundirnar sem við áttum saman og hvað við gátum enda- laust dundað okkur uppi á efri hæð- inni á Faxastígnum. Við sátum stund- um með systur þinni, Helenu, að fylgjast með henni að gera sig fína þegar hún var að fara út, okkar fannst svo spennandi að fylgjast með henni. Þó svo þú ættir stóran systkinahóp, þau Villa, Jóhann og Helenu, varst þú alltaf litla dekurrófan í fjölskyldunni. Við vorum oft spurðar hvort við vær- BIRGITTA ÍRIS HARÐARDÓTTIR LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, MAGNÚS RAGNAR ÞÓRARINSSON, Eyjabakka 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti fimmtu- daginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. september kl. 15.00. Jón Arnar Magnússon, Jónína Pálsdóttir, Þorkell Diego Jónsson, Bryndís Diego Jónsdóttir, Magnús Páll Jónsson. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, JÓN SIGURÐSSON frá Syðri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhreppi, Sigtúni 32, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 31. ágúst. Kristjana Þorgrímsdóttir og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, THEODÓR LAXDAL fyrrverandi bóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, Melasíðu 2c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju föstu- daginn 5. september kl. 14.00. Freydís Laxdal, Ævarr Hjartarson, Sveinberg Laxdal, Guðrún Fjóla Helgadóttir, Helga Laxdal, Svavar Páll Laxdal, Arlene Reyes Laxdal, Lilja Laxdal, Pétur Ásgeirsson, Kristín Alferðsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Birkigrund 9a, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 2. september. Jón Loftsson, Berit Helene Johnsen, Einar Loftsson, María Sigurðardóttir, Yngvi Þór Loftsson, Jóna Björg Jónsdóttir og barnabörn. Elskuleg systir mín, GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR frá Hálsi, Skógarströnd, lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurbjörg Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.