Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 39 DAGBÓK Heilsudrekinn - Kínversk heilsulind Ármúla 17a , sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Orka • lækningar • heimspeki • Kínversk hugræn teygjuleikfimi • Tai Chi • Kung Fu fyrir börn, unglinga og fullorðna Einkatímar og hóptímar. STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæfileikarík/ur, fjöl- hæf/ur og mannblendin/n en fólk á þó til að misskilja þol- inmæði þína og þægilegt við- mót. Komandi ár getur orðið það besta í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur óvenjumikla yfirsýn og þér ætti því að verða mikið úr verki í dag. Vandvirkni borgar sig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert í aðstöðu til að gefa þeim sem yngri eru góð ráð. Leggðu áherslu á samkennd, heiðarleika og réttsýni og reyndu að sýna þeim fram á að það fæst ekki allt fyrir pen- inga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar vel til lag- færinga og breytinga á heim- ilinu og til að aðstoða einhvern í fjölskyldunni á hagkvæman hátt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Farðu með gát í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Verkefni sem krefjast einbeit- ingar og úthalds liggja vel fyr- ir þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til að gera framtíðaráform sem tengjast stjórnsýslunni eða stórum stofnunum. Þú ert varkár og ættir því ekki að hlaupa á þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver þér eldri getur gefið þér góð ráð í dag. Hlustaðu á það sem þér er sagt og taktu við því sem að þér er rétt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vinnur verk þín af ábyrgð og alvöru og það mun senni- lega vekja athygli yfirmanna þinna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að leita ráða hjá ein- hverjum þér eldri í dag. Þú hefur sérstakan áhuga á hugs- unarhætti fólks í framandi menningarheimum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert einbeitt/ur og tilbúin/n til að hella þér út í vinnu í dag. Notaðu tækifærið á meðan krafturinn er til staðar og komdu eins miklu í verk og þú mögulega getur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Satúrnus, sem hefur alltaf mikil áhrif á þig, er í mjög hagstæðri stöðu gagnvart sól- inni. Þetta auðveldar þér allar samræður um stjórnmál, trú- mál, mennta- og ferðamál. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn í dag hentar engan vegin til að slaka á. Þú lítur hlutina alvarlegum og hagsýn- um augum og ættir því að nýta daginn til vinnu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér gengur vel að ræða mál sem snerta börn og sameig- inlega ábyrgð við maka þinn. Fólk er tilbúið að létta undir með þér. Ef þú gengur út frá því að þú fáir aðstoð muntu fá hana. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLANDS MINNI Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! mögum þín muntu kær, meðan lönd gyrðir sær og gumar girnast mær, gljár sól á hlíð - - Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! ágætust auðnan þér upp lyfti, biðjum vér, meðan að uppi er öll heimsins tíð. Bjarni Thorarensen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 100 ÁRA afmæli. Ídag, miðvikudag- inn 3. september, er 100 ára Guðný Ethel Vatnsdal, Anderson Home, 17127 15th Ave, N. East Seattle 98155, U.S.A. Guðný Ethel fæddist í Duxley, Minne- sota. Foreldrar hennar voru Þórður Eggertsson Vatns- dal og Anna Jónsdóttir (Johnson). Guðný Ethel hef- ur komið alls níu sinnum í heimsókn til Íslands og heldur miklu og góðu sam- bandi við ættingja sína og vini hér. MÖRG þriggja granda spil eru barátta um frum- kvæði – kapphlaup sóknar og varnar um að fría líflit- inn. Þetta er eitt af þeim: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D64 ♥ Á3 ♦ D5 ♣KG10976 Suður ♠ KG7 ♥ K108 ♦ ÁG1094 ♣85 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út smáum spaða og suður fær fyrsta slaginn á gosann heima. Hvernig er best að spila? Það er rétt hugsanlegt að austur sé með tíg- ulkónginn, en svíning þar er þó ótímabær. Ef vestur á kónginn, eins og líklegt má teljast, fríar hann spað- ann og verður á undan í kapphlaupinu með lauf- ásinn í holu. Sagnhafi verður því að byrja á lauf- inu: spila litlu að blindum með þeirri áætlun að stinga upp kóng ef vestur dúkkar. Norður ♠ D64 ♥ Á3 ♦ D5 ♣KG10976 Vestur Austur ♠ Á10852 ♠ 93 ♥ D95 ♥ G7642 ♦ K63 ♦ 872 ♣Á4 ♣D32 Suður ♠ KG7 ♥ K108 ♦ ÁG1094 ♣85 Ef sagnhafi sleppur í gegn með laufslaginn snýr hann sér að tíglinum og fær þannig níu slagi. En ef vestur kýs að drepa strax á laufás og fría spaðann heldur sagnhafi tryggð við laufið og byggir þar upp fjóra slagi. Hann svínar næst gos- anum og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt austur eigi drottninguna. Austur á engan spaða og er því hættulaus. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 d5 2. g3 e6 3. Bg2 f5 4. O-O Rf6 5. d3 Be7 6. Rbd2 O-O 7. b3 c5 8. Bb2 Rc6 9. e3 Bd7 10. De2 Be8 11. c4 Bh5 12. Hfd1 Hc8 13. Hac1 Da5 14. a3 b5 15. d4 bxc4 16. dxc5 Re4 17. bxc4 Da6 18. Df1 dxc4 19. Dxc4 Dxc4 20. Rxc4 Rxc5 21. Rd6 Bxd6 22. Hxd6 Ra5 23. h3 Rab7 24. Hd2 Hcd8 25. Hxd8 Hxd8 26. Bc3 Rd3 27. Hb1 Rbc5 28. Bd4 Hd7 29. Rg5 Hd8 30. Hb5 Hc8 31. Bf1 h6 Staðan kom upp í lands- liðsflokki Skákþings Íslands sem lýkur í dag í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Sævar Bjarnason (2269) hafði hvítt gegn Ingvari Ás- mundssyni (2321). 32. Rxe6! Við þetta vinnur hvítur peð og þó nokkru síðar nýtti hann sér það til sigurs. 32...Rxe6 33. Bxd3 Hc1+ 34. Kg2 Rxd4 35. exd4 Hc3 36. Hb8+ Kf7 37. Hb3 Hxb3 38. Bc4+ Ke7 39. Bxb3 g5 40. f4 gxf4 41. gxf4 Be8 42. Kf2 Kd6 43. Ke3 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Bc6 44. Bc2 Bd7 45. Kd3 Be6 46. Kc3 Bc8 47. Kc4 Ba6+ 48. Kb4 Bc8 49. Bb3 Bb7 50. Kb5 Bc8 51. Bc4 Bb7 52. Bb3 Bc8 53. h4 Bb7 54. Ba2 Bc8 55. Bc4 Bb7 56. Bf1 Be4 57. Bc4 Bb7 58. a4 Bc8 59. a5 Bb7 60. Bf1 Be4 61. Ka6 Kd5 62. Kxa7 Kxd4 63. Kb8 Ke3 64. a6 Kxf4 65. a7 Kg3 66. Ba6 f4 67. Bb7 Bxb7 68. Kxb7 f3 69. a8=D f2 70. Dg8+ Kh2 71. Df7 Kg1 72. Dg6+ Kh2 73. Df5 Kg2 74. Dg4+ Kh2 75. Df3 Kg1 76. Dg3+ Kf1 77. Kc6 h5 78. Kd5 Ke2 79. Ke4 f1=D 80. Dd3+ og svartur gafst upp. 11. umferð Skák- þings Íslands hefst í dag kl. 13.00 í Hafnarborg í Hafn- arfirði. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur styrktu Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna um 9.781 kr. Í efri röð frá vinstri: Hall- dóra Baldvinsdóttir, Ingunn Ýr Angantýsdóttir og Kristín Karlsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Elín Unnur Guðmunds- dóttir og Elfa Rós Helgadóttir. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau kr. 8.615. Þau eru: Veronica Sjöfn Garcia, Alexis Örn Garcia, Anna Margrét Sverr- isdóttir og Díana Lind Arnarsdóttir. FRÉTTIR GENGIÐ hefur verið frá ráðningu Arinbjörns Vilhjálmssonar í starf skipulagsfulltrúa uppsveita Árnes- sýslu og hóf hann störf hinn 1. sept- ember sl. Arinbjörn mun hafa yfirumsjón með framgangi skipulagsmála og samræma þau við aðalskipulag sveit- arfélaganna. Þessi sveitarfélög eru Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamanna- hreppur og Skeiða- og Gnúpverja- hreppur. Arinbjörn lauk háskóla- gráðu í arkitektúr frá Stutt- gartháskóla 1993 og hefur rekið eigin arkitektaþjónustu frá árinu 1995. Hann átti sæti sem varamaður í byggingarnefnd Reykjavíkur 1998– 2000 og hefur verið varamaður í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur frá 2000. Arinbjörn er kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur fiðluleikara og tón- listarkennara. Talið frá vinstri: Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Hrunamannahrepps, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Hilmar Einarsson bygging- arfulltrúi, Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, Sveinn Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, og Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Skipulagsfulltrúi í uppsveitir Árnessýslu FLUGMÁLAFÉLAG Íslands efnir um næstu helgi til hópferðar á 100 ára afmælisflugsýningu í Bretlandi. Verður hún haldin á flugminjasafni í Duxford, rétt utan við London. Flogið verður með Iceland Ex- press frá Keflavík síðdegis næst- komandi fimmtudag, 4. september, og til baka að kvöldi sunnudags. Gunnar Þorsteinsson hjá Flugmála- félaginu kveðst sannfærður um að hér verði um áhugaverða ferð að ræða enda sé Duxford-flugminja- safnið það stærsta í Evrópu, með um 140 flugvélar til sýnis auk margs konar stríðsminja. Segir hann stans- lausa flugsýningu standa á safninu í þrjá tíma á laugardag og sunnudag. Hápunkturinn verði sýning Rauðu örvanna, listflugsveitar breska flug- hersins. Hópferð á flugsýningu í Bretlandi LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi á Vest- urlandsvegi við Suðurlandsveg 31. ágúst um kl. 19:30. Þar var rauðri Toyota fólksbifreið ekið á ljósastaur og er ökumaður á grænni skutbifreið talinn eiga þátt í óhappinu. Er hann og þeir sem urður vitni að óhappinu beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar 28. ágúst kl. 17:10. Þar rákust saman jeppabifreið og lögreglubifreið. Þá er lýst eftir vitnum að hörðum árekstri 28. ágúst kl. 14:29 á gatna- mótum Snorrabrautar og Bergþóru- götu. Þar rákust saman hvít Toyota Corolla og svartur Ford Bronco- jeppi. Vitað er að nokkur vitni urðu að árekstrinum og eru þau beðin um að hafa samband við lögregluna. Lýst eftir vitnum ÁRLEGUR flugdagur var haldinn á Selfossflugvelli sl. laugardag og um leið fór fram Íslandsmót í vélflugi. Keppendur voru tíu og var Björn Ásbjörnsson flugkennari Íslands- meistari. Veður dró nokkuð úr fyr- irhuguðum fjölbreytileika flughá- tíðarinnar þar sem ekki var hægt að bjóða upp á listflug, fallhlíf- arstökk eða svifflug. Margt var þó að sjá á flugvellinum, einkaflug- vélar og flugmódel og Flugskóli Ís- lands kynnti starfsemi sína. Keppn- in í vélflugi fór hins vegar fram og var keppt bæði í yfirlandsflugi og lendingum. Björn Ásbjörnsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í báð- um greinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi fólks var á Selfossflugvelli á árlegum flugdegi Flugklúbbs Selfoss. Björn Ásbjörnsson sigurvegari í vélflugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.