Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Morraborg og Mána- foss koma í dag. Libra, Selfoss og Polar Star fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Eridan og Morraborg koma í dag. Selfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Matvælaúthlutun í dag.552 5277 Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Handavinnustofan opin. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 gler- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 bankinn, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun og hár- greiðslustofan opin, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 op- in vinnustofa, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Púttvöll- urinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 10 guðsþjónusta, kl. 13 föndur og handavinna, Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Glerlist kl. 13, pílukast og bilj- ard kl 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Söngvaka kl. 20.45 um- sjón Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. frá kl. 9– 17, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 almenn handavinna, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað. Vetr- arnámskeiðin eru að hefjast: Mánudaginn 1. sept. leikfimi, verður á mánudögum kl. 11–12 og fimmtudögum 13– 14. Mánudaginn 8. september kóræfingar verða á mánu- og fimmtudögum kl.13– 16, nýir kórfélagar vel- komnir. Miðvikudag- inn 10. september, myndmennt, verður miðvikudaga. 9.15–16 og tréskurður verður miðvikudaga kl. 13–16. Mánudagur 15. sept- ember mósaík, verður mánudaga kl. 9.15–12, ef næg þátttaka fæst. Þriðjudaginn 16. sept- ember postulínsmálun verður þriðjudaga kl. 9.15–12, skinnasaumur verður þriðjudaga kl. 9.15–12 og bútasaum- ur, verður þriðjudaga kl.13–16. Þriðjudaginn 30.sept- ember enskukennsla ef næg þátttaka fæst verður þriðju- og fimmtudaga kl. 10.15– 11.45. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 verslunarferð. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Sjögrensfélagar Hitt- umst á Café Mílanó í kvöld klukkan 20:00 til þess að ræða vetr- arstarfið Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 alla miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafnarhússins norð- anmegin. Minningarkort Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Í dag er miðvikudagur 3. sept- ember, 246. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir. (Mk. 3, 35.)     Arna Hauksdóttir segir,á tíkinni.is, baráttu já og nei fylkinga í Svíþjóð, þar sem kjósa á um upp- töku evrunnar 14. sept- ember, harða og flokks- félaga skiptast harkalega á skoðunum í fjölmiðlum.     Í þessari umræðu er af-skaplega áhugaverður sá kynjamunur sem fram kemur í skoðanakönn- unum þar sem konur virðast vera meira á móti evrunni en karlar,“ segir Arna. „Þessum konum finnst að Evrópusam- bandslönd séu lélegar fyrirmyndir í jafnrétt- ismálum þar sem konur sinna öllum umönn- unarstörfum, hafi minni atvinnumöguleika og minni möguleika á dag- vistun fyrir börn sín.     Talsmenn evrunnarbenda hins vegar á að síðan Svíþjóð varð hluti af Evrópusambandinu 1994 hefur fæðingarorlof í Svíþjóð verið lengt og komið hefur verið á há- marksgjöldum fyrir dag- vistun.     Kynjamunurinn í skoð-anakönnunum hefur þar af leiðandi leitt til þess að evrufylkingin hefur lagt mikla áherslu á að beina kosningabar- áttu sinni til kvenna og leiða fram konur sem talsmenn baráttunnar til að ná betur til eyrna kvenna.     En það er alls ekki vístað kvennamiðuð kosningabarátta evru- sinna hafi áhrif sem skyldi, því sagan sýnir að sænskar konur hafa sagt „nei“ í kosningum í 81 ár, eða frá því þær sam- þykktu bann við áfengum drykkjum árið 1922.     Árið 1955 samþykktueinungis 16% kvenna að innleiða hægri-umferð í Svíþjóð, og í kosningum um kjarnorkuframleiðslu 1980 og um aðild Svíþjóð- ar að Evrópusambandinu 1994 voru fleiri konur sem kusu „nei“ heldur en „já“.     Stjórnmálafræðingarhafa útskýrt þessa til- hneigingu kvenna með því að þær hugsi meira um velferðarkerfið held- ur en karlmenn gera og þess vegna neiti þær möguleikum sem gætu verið ógnun við það, eins og Evrópusambandinu og evrunni.     Þó andstæðingar evr-unnar hafi haft meira fylgi í allan þennan tíma, eru samt 15% sem ekki hafa enn gert upp hug sinn. Við verðum því að bíða og sjá hvort tals- konum evrunnar tekst að sannfæra sænskar kyn- systur sínar um að hinu örláta sænska velferð- arkerfi verði ekki ógn- að,“ segir Arna Hauks- dóttir í pistli sínum á tikin.is. STAKSTEINAR Kastljósið á konur í Svíþjóð Víkverji skrifar... ÞAÐ ÖRVAR andann og nærirsálina að vera lokaður í rútu fullri af hagyrðingum. Þess vegna var ljóst að engum gæti leiðst, þótt nokkur spölur væri frá Reykjavík á Djúpavog á Landsmót hagyrðinga. Í þessum árvissu ferðum Kvæða- mannafélagsins Iðunnar er til siðs að menn flytji vísur og leggi þær á standinn. Eitthvað gengu yrking- arnar hægt framan af og Jói í Stapa sá ástæðu til að yrkja: Slíka eymd ég aldrei veit, ærinn gerist vandinn, við erum komnir austur í sveit með enga vísu á standinn. x x x TÓKU kvæðamenn við sér, rigndivísum yfir ferðalangana og ekki stytti upp á Vík í Mýrdal, eins og kom fram hjá Sigurjóni V. Jónssyni: Inn til Víkur ók í hlað og af sjónum beljar Kári. Það ku rigna á þessum stað 365 daga á ári. ÞEGAR ekið var framhjá Núps-stað varð Sigurjóni hugsað til bræðranna Eyjólfs og Filippusar Hannessona, sem þar búa og eru á tíræðisaldri. Góðum stað ég geri skil, gelta á hlaði rakkarnir og hundrað ára hér um bil hérna eru allir krakkarnir. x x x JÓI í Stapa er einn fárra eftirlifandiaf gömlu hagyrðingunum sem gerðu garðinn frægan með Iðunni og líka upphafsmaður Landsmótsins ásamt Heiðmari Jónssyni, en það var fyrst haldið á Skagaströnd árið 1989. Jói í Stapa var með forláta hatt í rútuferðinni. Ef til vill vegna þess að það rigndi vísum. Bjargey Arn- órsdóttir orti: Á sér væna hattahjörð hefur af því gaman, en eftir því sem breikka börð búkurinn gengur saman. Síðar bætti hún við elskulegri braghendu: Þó að lærin þynnist ögn á þessum manni þá vil eg sem oftast sjá hann eins með gleði hlýða á hann. x x x EFTIR Landsmótið voru hagyrð-ingarnir heldur þreytulegir og Helgi Björnsson missti út úr sér: Fararstjórinn okkur enn er að telja í bifreiðinni. Talsvert marga timburmenn telur hann að þessu sinni. Segir svo ekki meira af ferðum Ið- unnar. Filippus Hannesson á Núpsstað. Miskunnarleysi HJARTANLEGA er ég sammála Gunnari Her- sveini sem skrifar í Morg- unblaðið 28. ágúst sl. um það sem hann kallar fúnar mælistikur sem notaðar séu til að reka einstaklinga eða fjölskyldur úr landi sem sækja hér um dvalar- leyfi af pólitískum eða efna- hagslegum ástæðum. Ég skora á fólk að lesa þessa grein sem er á bls. 30. 45 einstaklingar sem sóttu um hæli á þessu ári, og 117 árið 2002, var öllum vísað úr landi. Erum við kristin þjóð? Hvar er for- dæmið um miskunnsama Samverjann? Hámark grimmdarinnar sýndi sig um daginn þegar fjölskylda með tvö yndisleg börn var flutt nauðug úr landi. Fjölskyldan hafði að- lagast íslensku samfélagi vel og notið bestu meðmæla og börnin náð frábærum árangri í grunnskóla. Sér- fræðingar vöruðu við að það hefði slæmar andlegar afleiðingar fyrir fjölskyld- una, og sérstaklega börnin, ef henni yrði sundrað einu sinni enn. Þau voru búin að vera á landinu í 10 mánuði og reyndu allt til að sam- lagast íslensku samfélagi og börnin bjuggu sig undir skólaárið en grétu af von- brigðum. Þetta er grimmd sem er mjög ógæfusöm fyrir okkar þjóðfélag. Kennarar, vinir og sam- kennarar þeirra. Látið í ykkur heyra og krefjist þess að þau séu beðin fyr- irgefningar á þessari mis- kunnarlausu og tilefnis- lausu meðferð og boðið með vinsemd að koma aftur. Þökk sé Gunnari Her- sveini fyrir greinina. Og ég segi í lokin eins og hann: Miskunnsemi en ekki fórn- ir. Gott fólk látið í ykkur heyra, þessu verður að breyta. Skömmustulegur Íslendingur. Pennasafnari í Hátúni PENNASAFNARI einn í Hátúni í Reykjavík hefur stundum auglýst eftir pennum hér í Velvakanda. Ég er með töluvert af merktum pennum sem ég vildi gjarnan koma til þessa safnara. Ef hann/hún sendir inn bréf í Velvakanda aftur, sendi ég pennana um hæl. Pálína. Húfur með nafni ER einhver sem prjónar húfur með nafni á? Eða vit- ið þið um einhvern sem ger- ir það? Vinsamlega hafið samband í síma 453 6495 eða 867 3817. Tapað/fundið Rauður barnabíll týndist FÓTSTIGINN rauður barnabíll týndist aðfara- nótt sunnudagsins 24. ágúst frá Miklubraut 54. Hans er sárt saknað. Þeir sem vita um bílinn hafi samband í síma 588 2344. Silfurlitað úr týndist SILFURLITAÐ hlekkjaúr með bleikri skífu tapaðist í eða við Hótel Eddu, Stóru- tjörnum, í kringum miðjan júlí. Skilvís finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 861 3929. Jakki týndist á tónleikum JAKKI týndist á tónleikum Foo Fighters í Laugardals- höll 26 ágúst sl. Þetta er stuttur, ljós- brúnn rúskinnsjakki sem er eigandanum mjög kær. Ef einhver veit hvar jakk- inn er niðurkominn vinsam- lega hafið samband í síma 863 3947. Dýrahald Læða í óskilum ÞESSI svarta læða með hvítan blett á hálsinum hef- ur valið sér bólstað á Álf- hólsvegi 101, Kópavogi. Þetta er greinilega heimil- isköttur sem villst hefur að heiman, sennilega er hún kettlingafull. Þetta er mjög blíður og barngóður köttur, ákaflega skemmtilegur og bráðgáfaður. Tilkynnt hef- ur verið um hana í Kattholti og send þangað af henni mynd. Upplýsingar í síma 554 6228 og á saarv@sim- net.is Kanínur fást gefins 3 ljósbrúnar kanínur, 9, 4 og 2 mánaða, fást gefins. Upplýsingar í síma: 565 8814 eða 661 6020. Kötturinn Dúlla er týndur DÚLLA er inniköttur, 7 ára, svört með fallegan glansandi feld. Hún hefur sennilega stokkið niður af svölum um hádegið sl. föstudag í elt- ingaleik við geitunga. Hennar er sárt saknað hér á heimili hennar í Lind- arsmára í Kópavogi. Við bíðum eftir hringingu frá finnanda í síma 554 1815 og 863 0732. Snotra er týnd SNOTRA er þrílit læða með rauða hálsól. Hún týndist frá Tómasarhaga aðfaranótt mánudags. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 551 5783 eða 568 1814. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 draumóramaður, 8 smá, 9 geta, 10 muldur, 11 dauf ljós, 13 hermdi eftir, 15 grön, 18 heng- ilmæna, 21 gyðja, 22 vöggu, 23 fiskar, 24 rétta. LÓÐRÉTT 2 gáfaður, 3 reiður, 4 koma í veg fyrir, 5 koma að notum, 6 tólg, 7 skott, 12 ótta, 14 skaut, 15 klippa lítið eitt af, 16 ráfa, 17 grasflöt, 18 uglu, 19 ryskingar, 20 sjá eftir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 mygla, 4 rúmar, 7 tólin, 8 gætin, 9 sál, 11 róar, 13 lama, 14 ostra, 15 fork, 17 gras, 20 enn, 22 andóf, 23 ístra, 24 neita, 25 arnar. Lóðrétt: 1 mætur, 2 gelta, 3 agns, 4 rugl, 5 motta, 6 renna, 10 áttan, 12 rok, 13 lag, 15 fóarn, 16 ruddi, 18 rætin, 19 staur, 20 efna, 21 nípa. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.