Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10.10. Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 6 og 8. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i.12. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.kl. 5.30, 8 og 10.20. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársinsMestu illmenni kvikmynda- sögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Miðaverð 500 kr.Sýnd kl. 4. ATH. Eingöngu í Lúxussal Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 ÞAÐ er hægt að færa haldbær rök fyrir því að Tindersticks – neð- anjarðar/nútíma/sálarrokkssveit hins sjarmerandi og dularfulla Stuarts Staples – hafi ekki fundið fótum sín- um almennilega forráð síðan Tind- ersticks Second Album kom út árið 1995 (jafnan kölluð bláa platan). Af- urðirnar síðan hafa kannski ekki ver- ið lélegar en allir þeir sem heilluðust af þeirri bláu – og þeim snilldar- lagasmíðum sem hana prýða – hafa leynt og ljóst verið að bíða eftir al- mennilegum og verðugum eftirmanni ef svo má að orði komast. Hann er nú sem betur fer fundinn, í líki nýjustu hljóðversplötu sveitarinnar, Waiting for the Moon. Hér er loksins komin plata sem hægt er að tala um sem ær- lega Tindersticksplötu. Hún minnir mann sannarlega á þá bláu, bæði hvað hljóm og áferð varðar en fyrst og fremst virðast Tindersticks-liðar loksins vera búnir að finna jafnvægið á nýjan leik. Þetta er ekki nostalgísk upplifun, ó nei. Eingöngu fögnuður yfir því að hæfileikafólk skuli loks vera farið að nýta kraftana til fulln- ustu. En hvað gerðist eftir þá bláu? Jú, tónleikaplata kemur út snemma í kjölfarið, með upptökum frá útgáfu- tónleikum þeirrar plötu. Því næst kemur út platan Nenette Et Boni, þar sem sveitin leikur tónlist fyrir samnefnda mynd. Endurvinnsla, m.a., á stemmum þeirrar bláu. Já, sem ég skrifa þetta er mér farið að verða enn betur ljóst að þetta bless- aða meistaraverk sveitarinnar hefur hangið um háls meðlima eins og myllusteinn allt síðan hún var gefin út. Loksins, 1997, næsta plata. Curt- ains er hún kölluð. Og auðvitað er ekki hægt að bregðast við kröfunum sem sú bláa var búin þyrla upp. List- rænt fall óhjákvæmilegt og næstu ár eru Tinderstick vappandi villtir um. Synd og skömm því það er vel hægt að halda listæna staðlinum við þótt menn asnist til að gera eitt meist- araverk. (Björk, t.d.) Curtains hljómar sem fölur skuggi hinnar bláu („Í bláum skugga“?). Donkeys 92–97, safnplata með hinu og þessu, er næst, ágætlega mettandi fyrir þá sem þurfa að fá allt (sem eru býsna margir í tilfelli Tindersticks). Jæja, þetta hlýtur nú að koma næst. Simple Pleasure gefin út 1999. Og hvað gerist, vonbrigði aftur. Platan er jafnvel verri en Curtains! Tind- ersticks eru að vísu búnir að stýra dá- lítið í nýja átt, yfirbragðið léttara. En engan veginn að gera sig. Það er því í mesta lagi af forvitni, fremur en tilhlökkun, sem ég ákveð að leggja eyrun við plötunni sem út kom á undan þeirri sem hér er til um- fjöllunar. Það stendur líka heima, Can our love … sem út kom í hitteð- fyrra inniheldur, oft og tíðum, hund- leiðinlegar tilraunir til að smíða ein- hvers konar nútímasálartónlist. En því miður eru Staples og félagar ein- faldlega úti að aka í þessum til- burðum sínum. Sama ár kemur út platan Trouble Every Day, sem lýtur svipuðum lögmálum og Nenette Et Boni, enda sami leikstjóri á ferð. En nú að Waiting for the Moon sem hefði kannski frekar átt að heita Waiting for Tinderstick. Nýir guðir Tindersticks eru nú hættir að mestu í bjánalega sálarduflinu sínu sem ég hef Staples að mestu grun- aðan um. Það er að segja, nú er það sett í rökrétt samhengi við það sem Tindersticks hafa verið að gera frá upphafi, þetta einstaka, dramatíska popp sem ávallt hefur verið þeirra styrkur en um tíma virtist sem þeir væru búnir að gleyma sér, gleyma sér í einhverri uppblásinni tilgerð og for- tíðarfíkn, þar sem guðirnir voru orðn- ir Stax og Tamla. Opnunarlagið, „Until The Morning Comes“, er t.d. ágætis dæmi um hvar Tindersticks eru núna, angurvært myrkrið og strengir á sínum stað, smekklega blandað við sálarbakradd- ir sem hófu að láta á sér kræla á síð- ustu tveimur plötum. Í næsta lagi á eftir, „Say Goodbye To The City“, stimpla Tindersticks sig svo inn á ný með glans. Og svo framvegis. Og svo framvegis. Heildstæð plata og bara fjári góð. Ný dögun fyrir Tind- ersticks. Eða einfaldlega: Tindersticks eru orðnir Tind- ersticks aftur. Glitrar betur Tindersticks eru komnir aftur heim eftir óþægilega útúrdúra. Arnar Eggert Thor- oddsen fagnar. arnart@mbl.is www.tindersticks.co.uk Ný hljóðversskífa frá Tindersticks Guy McKnight, söngvari The Eight- ies Matchbox B-Line Disaster. EIN af athyglis- verðustu rokk- plötum síðasta árs var fyrsta plata bresku rokksveitarinn- ar The Eighties Matchbox B-Line Disaster. Innihaldið suddarokk hið mesta og eyrun sperrast þegar áhrifavaldarnir láta kræla á sér, sem eru ekki hinir augljósustu. Ástralska rokksveitin The Birthday Party og líkar ný-blúsrokksveitir koma upp í hugann, skítugt „psycho-billy“ að hætti Cramps eða þá sjúkt rokk að hætti Amphetamine Reptile eða Touch & Go-útgáfnanna (Cows, Jes- us Lizard, Killdozer o.fl.). Ferskur vinkill sannarlega. Sveitin er frá Brighton og hóf störf snemma á síð- asta ári, gaf út smáskífuna „Morning Has Broken“ sem vakti eftirtekt (er að finna á plötunni Hörse of The Dög. Tíu lög, tuttugu og sex mín- útur). Aðallega hafa það þó verið brjálaðir tónleikar sveitarinnar sem hrist hafa upp í mönnum. Fyrr á þessu ári hitaði sveitin upp fyrir Placebo og segjast meðlimir nú vera klárir með 23 ný lög sem þeir vonast til að geta þrykkt á plast hið fyrsta og gefið út snemma á næsta ári. Sveitin er skipuð þeim Guy McKnight, Andy Huxley, Marc Norris, Sym Gharial og Tom Diam- antopoulo og eru þeir um tvítugt. Að- spurðir segja þeir að síðasta ár hafi síður en svo liðið hratt, fyrir þeim hafi þetta verið sem eilífð. Þeir hafi unnið baki brotnu undanfarin ár til að ná þessum markmiðum. Þeir hafa því túrað linnulaust í um eitt og hálft ár og virðast síður en svo ætla að slaka eitthvað á. Að endingu skulum við grípa niður í skemmtilegt viðtal við söngvarann, Guy McKnight, sem minnir útlits- lega óþyrmilega mikið á Richard Ashcroft, fyrrverandi söngvara Verve, sem er nú baslandi sólólista- maður. Viðtalið er tekið af blaða- manni The Guardian, Imogen Tild- en, stuttu áður en sveitin steig á stokk á Glastonburyhátíðinni í sum- ar. Það er gaman að sjá hversu mikl- ir „gaurar“ þetta eru þrátt fyrir ofsa- lega sviðsframkomuna. „Hummm … já … við höfum aldr- ei komið hingað. Og við erum mjög spenntir!“ segir McKnight. „Húff … við erum alveg búnir á því, búnir að vera að túra á milljón undanfarna mánuði. En ég get sagt þér að við hyggjumst spila fullt af lögum sem eru ekki á plötunni á Glastonbury.“ Hann heldur svo áfram að tala um gistiaðstöðu, hvað hann hafi tekið með sér mikinn salernispappír og þeir hafi komið á bílnum sínum frá Brighton, sem heitir einmitt Eight- ies Matchbox B-Line Disaster. „Þetta „Eighties“-nafn vísar í þessi ömurlegu bönd sem voru uppi á níunda áratugnum; Spandau Ballet, Duran Duran o.s.frv.,“ upplýsir McKnight. „Þá vorum við hins vegar að hlusta á The Doors, Guns and Roses, Captain Beefheart, The Stooges o.fl. En síðan þegar fólk fór að taka eftir hljómsveitinni fór það að líkja okkur við The Birthday Party og Cramps, sveitir sem við höfðum aldrei heyrt í!“ Airwaves-hátíðin hefst 15. október næstkomandi. Drulla, suddi, rokk! The Eighties Matchbox B-line Disaster á Airwaves arnart@mbl.is www.icelandairwaves.com www.eightiesmatchbox.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.