Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Flóra Baldvins-dóttir fæddist á Ási í Arnarnes- hreppi í Eyjafirði 28. júlí 1929. Hún lést á heimili sínu í Hvera- gerði 25. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Jóhannes- son, f. á Litla-Ár- skógssandi í Ár- skógshreppi í Eyjafirði 24. janúar 1883, d. 20. maí 1934, og Guðrún Magðalena Ólafs- dóttir, f. á Ystabæ í Hrísey 14. ágúst 1896, d. 13. desember 1950. Flóra var yngst sex systkina, hin eru: Jóhannes Gunnlaugur, f. 21. maí 1913, d. 25. ágúst 1940, Garð- ar, f. 3. júlí 1915, d. 3. apríl 1960, Lára Dýrleif, f. 19. júní 1917, d. 1. júlí 1985, Ólafur Helgi, f. 20. nóv- ember 1919, og Jóhannes Elías, f. 27. nóvember 1922. Eiginmaður Flóru er Valtýr Jónasson, f. á Siglufirði 9. sept- ember 1925. Foreldrar hans voru Anna Björk. Flóra missti föður sinn fjögurra ára gömul og ólst upp hjá móður sinni sem vann á ýmsum bæjum á Árskógsströnd og síðar settust þær að í Hrísey. Hún fluttist til Siglufjarðar 17 ára gömul. Áður en hún flutti til Siglufjarðar vann hún verka- mannastörf í Flatey á Skjálfanda. Á Siglufirði vann hún m.a. við verslunarstörf, síldarsöltun, í frystihúsi og var síðan starfsmað- ur Verkalýðsfélagsins Vöku til fjölda ára. Hún starfaði á yngri árum með Leikfélagi Siglufjarðar, Kvennakór Siglufjarðar, Kven- félaginu Von, Kvenfélagi sjúkra- hússins og Slysavarnadeildinni Vörn. Síðar tók hún virkan þátt í Félagi eldri borgara á Siglufirði og söng með Vorboðanum, kór eldri borgara á Siglufirði, samdi oft efni fyrir skemmtanir og var einnig mikill náttúru- og músík- unnandi. Flóra var í stjórn verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði áratugum saman og var gerð að heiðursfélaga þess árið 1999. Hún var Hollvinur Sjálfsbjargar, einn- ig virk í Alþýðubandalaginu og síðar Samfylkingunni. Flóra bjó á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði síðustu sjö árin. Útför Flóru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hjónin Jónas Jónas- son, f. á Ökrum í Haganeshreppi í Skagafirði 3. mars 1892, d. 6. janúar 1962, og Jóhanna Jónsdóttir, f. á Illuga- stöðum í Holtshreppi í Skagafirði 27. júní 1889, d. 12. janúar 1941. Börn Flóru og Valtýs eru fimm, þau eru: 1) Gunnlaugur, f. 10. september 1948, d. 23. maí 1969. 2) Drengur, f. 22. mars 1950, d. sama dag. 3) Jónas, f. 7. desember 1951, maki Vigdís S. Sverrisdóttir. Börn: a) Stefnir Kristjánsson, b) Fríða Jón- asdóttir, maki Sveinbjörn Sigurðs- son, dóttir þeirra er Vigdís, c) Elsa Karen Jónasdóttir, sambýlis- maður Torfi Steinn Stefánsson, og d) Valtýr Jónasson. 4) Guðrún, f. 9. desember 1957, sonur hennar er Gunnlaugur Bollason. 5) Bald- vin, f. 30. september 1965, maki Laufey Ása Njálsdóttir, börn þeirra eru Flóra, Hjördís Lára og Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Ég minnist hennar með hlýju og þakklæti. Okkar kynni hófust þegar ég var 15 ára táningur með fléttur í hárinu. Sonur hennar tók mig heim með sér svo að mamma gæti hitt þessa stúlku sem hann var svo hrif- inn af. Alla tíð kom Flóra fram við mig sem dóttur sína. Aldrei bar skugga á samband okkar og reynd- ist hún mér vel og börnum mínum góð amma. Leiðir Flóru lágu til Siglufjarðar þegar hún var 17 ára og þar hitti hún eiginmann sinn Valtý Jónasson. Eignuðust þau fjögur börn en misstu Gunnlaug, elsta son sinn, ungan af slysförum. Fyrir sjö árum fluttu þau í Hveragerði á Dvalarheimilið á Ási. Þó að erfitt hafi verið fyrir Flóru að flytja frá Siglufirði var gleðin mikil að vera komin nær barnabörnum sínum. „Börnin og barnabörnin eru stærsta gjöfin sem ég hef eignast,“ var lýsingin hennar á afkomendum sínum. Var sú ást og umhyggja sem hún sýndi þeim einstök. Hún prjón- aði, bakaði, hringdi og fylgdist með öllu sem þau gerðu, laumaði að þeim umslagi, og fylgdist með árangri þeirra í skóla og starfi. Síðustu tvö árin voru Flóru og okkur öllum erfið vegna veikinda hennar, en í vor leið henni betur. Kát og glöð hittumst við öll í stúd- entsveislu í maí og síðan í afmælinu hennar 28. júlí. Hún fór í sína árlegu ferð til Siglufjarðar með Valtý og á æskuslóðir sínar í Eyjafirði. Síðustu viku fyrir andlát sitt varð hún samferða mér og Jónasi til Reykjavíkur. Þar eyddi hún nokkr- um dögum með Guðrúnu dóttur sinni, fór til Baldvins og var í sex ára afmæli sonardóttur sinnar. Hún vildi alltaf gera öllum jafnt undir höfði og mátti aldrei halla á neinn. Þér geðjaðist ekki gum eða hrós, með góðleik tendraðir kærleiks ljós, ég gleymi því aldrei, móðir mín, hve mikil var fórn- fýsi og umhyggjan þín við hjartkæra hóp- inn þinn stóra. (Matthildur Guðmundsdóttir). Yndisleg kona, eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma hefur kvatt okkur öll á sinn fallega hátt. Ég er þakklát fyrir það sem tengdamóðir mín hefur gefið mér. Blessuð sé minning hennar. Vigdís Sverrisdóttir. Flóra, tengdamóðir mín, er nú fallin frá og skilur hún eftir sig ljúf- ar minningar hjá öllum sem þekktu hana. Hún var mér mjög kær enda einstaklega yndisleg manneskja, glaðværð, hlý og gefandi. Fyrstu kynni mín af Flóru voru þau að hún tók mig í faðminn og bauð mig vel- komna. Þetta gerðist fyrir tólf árum þegar við Baddi, eiginmaður minn og yngsti sonur hennar, komum til Siglufjarðar frá Reykjavík en við höfðum kynnst stuttu áður. Það var einkennandi fyrir Flóru að taka fagnandi á móti fólki með opinn faðminn. Það var gott að koma á Háveginn til Flóru og Valtýs. Þau voru mjög gestrisin og lagði Flóra mikið upp úr því að veita vel og fór enginn þaðan án þess að njóta góðra veit- inga. Flóra bakaði mikið, meðal annars þær bestu pönnukökur sem ég hef smakkað sem og kleinur og soðið brauð sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá barnabörnunum. Hún var alltaf svo viljug að senda af bakkelsi sínu og það kom svo sann- arlega vel að eiga alltaf með kaffinu frá Flóru. Einnig var hún mjög dug- leg við prjónaskap og eru þær ófáar peysurnar, sokkarnir og vettling- arnir sem hún hefur prjónað fyrir fjölskylduna. Ekki get ég minnst Flóru nema skrifa um elsta son hennar Gunn- laug heitinn. Hann lést 1969 í hörmulegu slysi aðeins tvítugur að aldri. Þó að ég hafi aldrei hitt hann þá fannst mér ég þekkja Gulla vegna þess hve Flóra hélt minningu hans á lofti. En þessi reynsla Flóru hafði greinilega sett mark sitt á hana og lífsskoðanir hennar. Hún var til að mynda alltaf mjög hrædd um sitt fólk og var ekki róleg fyrr en við létum hana vita þegar við vorum komin á leiðarenda eftir ferðalög. Flóra var mjög elsk að börnum og fengu barnabörnin að njóta þess en þau eru átta talsins. Alltaf breiddi hún út faðminn til að fagna þeim. Hún vildi hafa þau sem mest hjá sér og bar velferð þeirra ætíð fyrir brjósti. Flóra kenndi þeim margar vísur og var svo iðin við að syngja með þeim. Valtýr og Flóra lásu mik- ið fyrir krakkana sem varð þeim tví- mælalaust gott veganesti. Elsta dóttir mín Flóra, alnafna ömmu sinnar, bjó sín fyrstu þrjú ár á Siglufirði. Hún naut góðs af þeirri hlýju og þeim áhuga sem Flóra og Valtýr sýndu henni og vildu þau hafa hana hjá sér eins og kostur var. Það var líkt Flóru að hún fékk breytt vinnutíma sínum til þess að geta passað nöfnu sína. Árið 1995 fluttum við Baddi og Flóra yngri til Reykjavíkur. Að- skilnaðurinn var okkur öllum erf- iður. Það var Flóru og Valtý sér- staklega erfitt að hafa ekki Flóru litlu meira hjá sér á þeim tíma. Val- týr og Flóra tóku þá erfiðu ákvörð- un að flytja frá Siglufirði í Hvera- gerði til þess að geta verið nær fjölskyldunni sinni. Ég vissi að það voru Flóru þung spor að yfirgefa Siglufjörð og kveðja marga góða vini sína. En það er óhætt að segja að þau voru í meira sambandi við fjölskylduna sem þau settu ofar öllu. Eftir flutninginn bættust við tvö barnabörn, systur Flóru yngri, þær Hjördís Lára og Anna Björk og eitt barnabarnabarn hún Vigdís litla. Systurnar þrjár Flóra, Hjördís Lára og Anna Björk fengu oft að gista hjá afa og ömmu í Hveragerði FLÓRA BALDVINSDÓTTIR VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR ✝ ValgerðurSveinsdóttir fæddist á Ósabakka á Skeiðum 12. júlí 1929. Hún andaðist á öldrunardeild Landakots 27. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Auðbjörg Káradótt- ir, f. 1899, d. 1988, og Sveinn Gestsson, f. 1890, d. 1964. Systkini Valgerðar eru Lilja, f. 1922, d. 1943, Guðmundur, f. 1923, Kristín, f. 1924, Kári, f. 1925, d. 1997, Helgi, f. 1928, Guðrún, f. 1931, Ingibjörg, f. 1933, Skarphéðinn, f. 1934, Bjarni, f. 1939, og Hafliði, f. 1944. Börn Valgerðar eru: Lilja Est- er, Jón Birgir, Gestur Bragi og Björn Rúnar. Útför Valgerðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með þessum ljóðlín- um vil ég kveðja hinstu kveðju mágkonu mína og kæra vinkonu um árabil. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kærar þakkir fyrir samfylgdina. Hvíl í friði Ragnhildur Helgadóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Kárastíg 13, Hofsósi, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 6. september kl. 14. Óli Magnús Þorsteinsson, Sigríður Óladóttir, Kristbjörg Óladóttir, Hilmar Hilmarsson, Bryndís Óladóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Þorsteinn Ólason, Guðrún Sigtryggsdóttir, Kristján Ólason, Birgir Ólason, Veronika S.K. Palaniandy, Ellert Ólason, Lára Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Skálholtsvík, sem lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga aðfaranótt miðvikudagsins 27. ágúst, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju fimmtudaginn 4. september kl. 15.00. Sigurrós Magnea Jónsdóttir, Hilmar Guðmundsson, Sveinbjörn Jónsson, Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir, Jóhannes Jónsson, Birna Hugrún Bjarnardóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, PÁLL GUÐMUNDSSON, Fagradal 1, Vogum, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 5. september kl. 13.30. Olga Sif Guðgeirsdóttir, Alexander, Elvar Orri og Thelma Lind, Sesselja Guðmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Magnea Jónsdóttir-Weseloh, Friedhelm Weseloh, Rebekka Jóna Ragnarsdóttir, Guðgeir Smári Árnason. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 5. september nk., kl. 13.30. Þóra Valg. Jónsdóttir, Einar Steingrímsson, Anna Björg Jónsdóttir, Garðar Guðmundsson, Ólafur Helgi Jónsson, Sigurbjörg Níelsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Óskar Örn Óskarsson, Ágúst Haukur Jónsson, Þórunn Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA SAMSONARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Patreksfirði, sem andaðist fimmtudaginn 28. ágúst, verður kvödd í Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 4. september kl. 15.00. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Stella Gísladóttir, Richard Kristjánsson, Bjarney Gísladóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Sigríður Björg Gísladóttir, Jóhann Svavarsson, Snæbjörn Gíslason, Kristín Finnbogadóttir, Guðmundur Bjarni Gíslason, Margrét Jóna Gísladóttir, Hálfdán Þórhallsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.