Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 15 JOHN Kerry, öldungadeild- arþingmaður frá Massachu- setts, tilkynnti í gær form- lega að hann sæktist eftir því að verða útnefndur for- setaefni Demókrataflokks- ins í forsetakosningunum á næsta ári. Kerry, sem barðist í Víet- namstríðinu, lýsti því yfir í ræðu í Mount Pleasant í Suður-Karólínu með flug- móðurskipið USS York- town í baksýn, að pólitísk „sýn George Bush sam- ræmist ekki þeim Banda- ríkjum Norður-Ameríku“ sem hann hafi á sínum tíma lagt líf sitt í sölurnar fyrir. Kerry tilkynnir framboð Mount Pleasant í S-Karólínu. AP. John Kerry STJÓRNVÖLD í Ísrael hafa lýst yfir allsherjarstríði gegn Hamas, herskárri hreyfingu Palestínu- manna, og hótað að reka Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í útlegð fyrir lok ársins. Shaul Mofaz, varnarmálaráð- herra Ísraels, sagði í viðtali við út- varp hersins í fyrrakvöld að stjórnin íhugaði nú að reka Arafat frá palestínsku sjálfstjórnarsvæð- unum þar sem hann hindraði frið- arviðræður Ísraelsstjórnar og Mahmuds Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna. „Okkur urðu á söguleg mistök fyrir tveimur árum þegar við ákváðum að reka hann ekki burt en við ætlum að taka á þessu máli, eflaust fyrir lok árs- ins.“ Mofaz bætti við að stjórnin þyrfti að „finna rétta tímann“ til að reka Arafat í útlegð án þess að skaða Abbas. Ísraelsher hefur haldið Arafat í einangrun í höf- uðstöðvum hans í Ramallah á Vest- urbakkanum síðustu 20 mánuði. Abbas og Arafat hvattir til að sættast Varnarmálaráðherrann skýrði ennfremur stjórninni frá því að ör- yggisstofnanir Ísraels hefðu lýst yfir „allsherjarstríði gegn Hamas og öðrum hryðjuverkahreyfingum, meðal annars með stöðugum árás- um á leiðtoga þeirra“. Útvarp hersins hafði eftir Moshe Yaalon, forseta ísraelska herráðs- ins, að herinn væri tilbúinn að senda hersveitir inn í palestínska bæi um leið og stjórnin gæfi fyr- irmæli um „viðamiklar aðgerðir“. Abbas hefur lofað að skera upp herör gegn Hamas og Jíhad-hreyf- ingunni, meðal annars að afvopna hreyfingarnar, en svigrúm hans til aðgerða hefur verið lítið vegna valdabaráttu við Arafat. Yfir 200 þekktir Palestínumenn, meðal ann- ars stjórnmálamenn og mennta- menn, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem Abbas og Arafat eru hvattir til að binda enda á valda- baráttuna og taka höndum saman gegn Ísraelum. Abbas á að koma fyrir palest- ínska þingið á fimmtudaginn kem- ur og halda ræðu um störf heima- stjórnarinnar fyrstu hundrað dagana eftir að hann var skipaður forsætisráðherra. Hugsanlegt er að hann óski eftir því að þingið lýsi yfir stuðningi við heimastjórnina og staða hans myndi styrkjast mjög yrði yfirlýsingin samþykkt. Bíði hann ósigur í slíkri atkvæða- greiðslu er líklegt að hún verði heimastjórninni að falli. Lýsa yfir allsherjar- stríði gegn Hamas Ísraelsstjórn íhugar að reka Arafat í útlegð Jerúsalem. AFP. Reuters Mahmoud Abbas (t.v.) og Yassir Arafat á bænateppinu. BANDARÍSKI heimspekingur- inn Donald Davidson lést af hjartaslagi sl. laugardag. Hann var 86 ára. Davidson, sem ný- lega var hér á landi og hélt þá m.a. opinberan fyrirlestur við Háskóla Íslands, var einn áhrifamesti rökgreiningarheim- spekingur samtímans, og eftir hann liggur fjöldi ritgerða og bóka. Á löngum ferli kenndi Dav- idson víða, m.a. við Stanfordhá- skóla, Háskólann í Chicago og frá 1981 við Háskólann í Kali- forníu í Berkeley. Í viðtali sem Mikael M. Karlsson tók við Dav- idson er hann var hér á landi og birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir tæpu ári sagði Davidson m.a. um við- fangsefni sitt: „Ég hafna engu sem fólk gerir í nafni heim- spekinnar, og ég hef enga skoðun á því hvað fólk ætti að gera, eða hvers konar kröfum ætti að þröngva upp á fólk sem nemur heimspeki til prófs. Ég hef verið við allmarg- ar heimspekideildir og venju- lega er það ég sem segi: „Við skulum ekki hefta fólk. Ólíkt fólk vill gera ólíka hluti, eða er betra í því að gera eitt en annað. Leyfum því það. Hvetjum það.““ Donald Davidson látinn Donald Davidson ÞEGAR innan við tvær vikur eru til stefnu fram að þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB-aðild Eistlands virðist stuðningur öruggs meirihluta Eista tryggður við inngönguna. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem birtar voru í gær hyggjast 70 af hundraði þeirra sem ætla sér á annað borð að taka þátt í atkvæðagreiðslunni merkja við „já“. 30% ætla að segja „nei“. 71% kjós- enda segist ætla á kjörstað hinn 14. september nk., samkvæmt því sem könnun Emor-viðhorfskönnunarfyr- irtækisins leiddi í ljós. Lengi framan af var almennings- stuðningur í Eistlandi við inngönguna í ESB tiltölulega lítill – um og yfir 50% – þótt mikill einhugur ríkti um hana meðal stjórn- málamanna. Í sumar hefur stemmningin sveiflazt mjög og stuðningur aukizt stórum. Talsmaður Emor sagði stuðninginn hafa tek- ið mikið stökk fyrri hluta ágústmánaðar og nýja könnunin sýndi að sú staða héldist stöðug. Af þeim tíu ríkjum í Mið- og Aust- ur-Evrópu sem samið hafa um að fá aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 eiga aðeins Eistar og Lettar eft- ir að staðfesta aðildarsamningana formlega í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í Lettlandi fer atkvæðagreiðslan fram viku síðar en í Eistlandi, þ.e. 20. september. Verheugen varar við einangrun Günter Verheugen, sem fer með stækkunarmálin í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði í ræðu sem hann flutti í Tallinn í gær að Eistlendingar myndu hætta á að festast í efnahags- legri og pólitískri sjálfheldu sam- þykktu þeir ekki inngöngu landsins í ESB. Hann tók þó ennfremur fram, að Eistar yrðu ekki beittir neinum pólitískum refsiaðgerðum, jafnvel þótt þeir höfnuðu aðildarsamningun- um. Valið væri algerlega þeirra. Günter Verheugen Yfirgnæfandi stuðningur við ESB-aðild í Eistlandi Tallinn. AFP, AP. SPÆNSKI Þjóðarflokkurinn hefur samþykkt val Jose Maria Aznars for- sætisráðherra á eftirmanni sínum sem flokksleið- toga. Er hann Mariano Rajoy aðstoðarforsætis- ráðherra en auk þess að gegna því embætti hefur hann verið helsti talsmaður ríkis- stjórnarinnar og nánasti sam- verkamaður Azn- ars. Ætlar Rajoy að láta af embætti aðstoðarforsætisráðherra í vikunni til að geta helgað sig allan undirbún- ingi undir þingkosningarnar 2004. Eftirmaður Aznars kjörinn Mariano Rajoy Madríd. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.