Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚTLIT er fyrir að umhverfismat Sundabrautar verði afgreitt hjá Skipulagsstofnun á næstu vikum, jafnvel dögum, að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar. Eins og fram hefur komið er ekki samstaða milli Vegagerðar- innar og borgarinnar um hvar brautin skuli liggja. Borgaryfir- völd hafa lagt áherslu á svokallaða ytri leið sem yrði lögð í hábrú eða botngöng og tæki land austan við núverandi húsnæði IKEA, færi yf- ir Kleppsvík og kæmi á land við Gufuneshöfða. Áætlaður kostnað- ur við þessa leið er á bilinu 10,5– 14,5 milljarðar en Vegagerðin vill að valin verði svokölluð landmót- unarleið eða innri leið sem muni kosta um 7,5–9,5 milljarða. Sam- kvæmt henni yrði tekið land við Gelgjutanga, farið yfir ósa Elliða- áa og aftur að landi í Gufunes- höfða. Óvíst hvenær framkvæmdir geta hafist Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær hafist verður handa við framkvæmdir. Formaður skipu- lags- og byggingarnefndar hefur lýst því yfir að hún vilji flýta fram- kvæmdinni og að hún verði unnin í einum áfanga í stað þriggja. Sam- gönguráðherra hefur lýst því yfir að ákvörðun um fyrstu skrefin verði tekin í haust en að næstu áfangar séu lengra inn í framtíð- ina. Aðstandendur sameinaðs hafnarfyrirtækis, Reykjavíkur- hafnar, Akraneshafnar, Borgar- neshafnar og Grundartangahafn- ar, alls tíu sveitarfélög, vilja að lagningu Sundabrautar verði flýtt. Afgreiðsla á umhverfismati Sundabrautar hjá Skipulagsstofnun Niðurstaða á næstu dögum eða vikum Hér sést svokölluð innri leið, nær ósum Elliðaáa, og ytri leið sem er fjær, þ.e. útfærsla með hábrú, ekki botngöngum.                      ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort grjótnámi verði hætt í Geldinganesi, nú þegar liggur fyrir að þar verði ekki höfn í framtíðinni, eins og áður stóð til, heldur blönduð byggð. Hann seg- ir að það verði þó skoðað í skipu- lagsvinnu fyrir svæðið hvort menn vilji hætta grjótnáminu, en áframhaldandi grjótnám myndi ekki útiloka að á Nesinu verði hægt að skipuleggja byggð. Engin önnur grjótnáma í höfuðborginni Í borgarráði á þriðjudag skor- uðu sjálfstæðismenn á borgaryf- irvöld að hætta grjótnámi í Geld- inganesi þegar í stað, þar sem hætt hefur verið við gerð hafnar á svæðinu. Árni Þór segir að borgin hafi á sínum tíma fengið heimild fyrir grjótnámi um millj- ón rúmmetra á svæðinu, hann hafi ekki nákvæmar upplýsingar um hversu mikið af grjóti hafi verið tekið til þessa. „Menn halda að þetta grjót- nám sé bara fyrir höfnina, en því fer víðsfjarri. Borgin þarf auðvit- að grjót í alls konar verkefni, malbik og annað slíkt og það er svo sem engin önnur grjótnáma í höfuðborginni eins og er,“ segir hann. Skipulags- og byggingar- nefnd hefur verið falið að hefja undirbúning á breytingu á að- alskipulagi og segir Árni Þór að ekki sé tímabært að ræða hvern- ig grjótnámið og byggð muni fara saman. „Grjótnámið hefur í sjálfu sér ekki bara snúist um höfnina eða hafnarsvæðið þarna. Borgin þarf auðvitað grjót í ýmsu sambandi og hvar á að taka það? Það verð- ur þá að vera hægt að svara því.“ Hann segir að áframhaldandi grjótnám þýði alls ekki að ekki verði hægt að skipuleggja bland- aða byggð á svæðinu. „Það er fullt af grjótnámi í borginni sem maður kannski átt- ar sig ekki á. Austurbæjarskóli stendur í grjótnámi og það er grjótnám í Skipholtinu fyrir neð- an Stýrimannaskólann. Það er byggð komin á þessa staði, menn gleyma því náttúrlega fljótt. Það er ekkert sjálfgefið, en auðvitað kemur það til skoðunar í skipu- lagsvinnu hvort menn vilji hætta grjótnáminu og nota námuna í eitthvað tiltekið, sem hluta af skipulaginu eða hvað,“ segir Árni Þór. Ekki búið að ákveða hvort grjótnámi verði hætt Morgunblaðið/Golli Stórvirkar vinnuvélar voru við grjótnám í Geldinganesi í gær. HÆSTIRÉTTUR hefur vísað úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur um að lögreglu beri ekki að afhenda lögmanni Tomas Malakaus- kas heim í hérað á ný, ómerkir fyrri úrskurð héraðsdóms á þeim forsendum að hann sé órökstuddur. Hæstiréttur staðfesti einnig úrskurð Héraðsdóms um að Malakauskas sæti gæsluvarðhaldi til 24. mars nk. Lögmaður Malakauskas fór fram á að fá afhent endurrit af öllum gögnum er málið varða frá lögreglu, en héraðsdómur hafnaði því. Í úrskurði dómsins segir m.a. að fulltrúi ríkislögreglustjóra hafi lýst því yfir að nauð- synlegt sé að fara fram á skýrslutökur af sak- borningi og vitnum fyrir dómi áður en rann- sóknargögn verði afhent og því þyki rétt á þessu stigi að hafna kröfu verjanda um af- hendingu rannsóknargagna. Reiknað er með að skýrslur verði teknar fyrir dómi af mönn- unum þremur í dag eða næstu daga. Afhendingu frestað vegna skýrslutöku Helgi M. Gunnarsson, löglærður fulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra, segir að lögum sam- kvæmt megi lögreglan halda gögnum frá verjendum í viku eftir að þau verða til. Ef farið er fram á skýrslutöku fyrir dómi, sem oftast er gert þegar aðilar hafa játað aðild að máli, má seinka því um þrjár vikur til við- bótar að afhenda verjendum gögnin. Helgi segir lögin samt í raun meingölluð, þar sem þau geri ekki ráð fyrir breytilegum tímafresti í málum. Hann segir það ljóst að meiri tíma þurfi til að rannsaka stórt mál á borð við það sem nú um ræðir og því þyrfti að vera leyfilegt að halda gögnum frá verjend- um í lengri tíma en viku í stórum málum. Deilt um afhendingu gagna í líkfundarmálinu Skýrslutökur fyrir dómi fyrirhugaðar ÁFRAM er gert ráð fyrir stífri suðaustanátt, 18–23 m/s og rigningu með köfl- um sunnan- og suðvest- anlands í dag en hægari vindátt og minni úrkomu annars staðar. Innanlandsflug lá niðri framan af degi í gær vegna veðurhamsins en sam- kvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands var flog- ið til Akureyrar, Egilsstaða og Hafnar upp úr miðjum degi. Flugi til Bíldudals, Ísafjarðar og Vest- mannaeyja var aflýst og hefur flug til Ísafjarðar og Vestmannaeyja því legið niðri í tæpa þrjá sólarhringa. Ár eru víða vatnsmiklar en held- ur hefur dregið úr vatnavöxtum. Sem dæmi um vatnsmagnið í einstökum ám var rennsli við Stekk í Norðurá tuttugufalt það sem eðlilegt telst eða yfir 450 rúm- metrar á sekúndu þegar mest lét á mánudag. Meðalrennsli árinnar á þessum slóðum er hins vegar 23 rúmmetrar á sekúndu. Um 800 hektarar af ræktuðu landi í Hrunamannahreppi, sem fóru undir vatn fyrr í vikunni þegar Hvítá flæddi yfir bakka sína, voru að mestu komnir undan vatni í gærmorgun, að sögn bónda í Auðsholti. Eftir er að kanna hugsanlegt land- brot og skemmdir á girð- ingum. Ekki hafa hlotist af telj- andi vandræði á vegum vegna leysinga. Lítil aurskriða féll hins vegar úr Eyrarfjalli, ofan við Urðarveg á Ísafirði, í fyrrinótt og stíflaði ræsi. Leysingaveður á Vestfjörðum að undanförnu hefur valdið því að mikinn snjó, sem kominn var í byggð, hefur tekið upp á skömm- um tíma. Morgunblaðið/Ásdís Áfram stíf suðaustanátt Dregið hefur úr vatnavöxtum JARÐNESKAR leifar Vaidas Jucevicius voru fluttar af stað áleiðis til Litháen í gær. Lík hans var brennt hér á landi og flutt í duftkeri til móður hans í Litháen. Í dag er mánuður síðan lík Jucevicius fannst fyrir tilviljun í höfninni á Neskaup- stað. Enn hefur banamein hans ekki verið staðfest af lögreglu. Þrír menn sitja enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að láti hans. Morgunblaðið/Jim Smart Jarðneskar leifar Vaidas fluttar heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.