Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI af því að á næsta ári eru 200 ár liðin frá því að H.C. And- ersen (Hosi í munni Fjölnismanna) leit fyrst dagsins ljós í Óðinsvéum í Danmörku frumsýnir Leikbrúðu- land nú nýjar leikgerðir tveggja æv- intýra hans. Enn eitt verkið byggt á sögu eftir hann, Fjöðrin sem varð að fimm hænum, var frumsýnt í fyrra- haust þannig að Leikbrúðulending- ar hafa safnað í sarpinn þremur æv- intýrasýningum til að minnast komandi afmælis. Við þetta bætist sýningin Rauðu skórnir eftir sögu H.C. Andersens, sem aðrir aðilar standa að og var sýnd nýlega í Borgarleikhúsinu. Það þarf ekki að kynna Hosa fyrir neinum: Íslendingar hafa hlustað á eða lesið sögur hans mann fram af manni, séð ýmsar gerðir þeirra á leiksviði, í brúðuleikhúsi, á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpi og kvæði hans um dúkkuna dansandi verið sungið yfir þeim í vöggu. Steingrím- ur Thorsteinsson var mikilvirkastur þeirra þýðenda sem gáfu sig að æv- intýrum H.C. Andersens og hefur safn þýðinga hans margoft verið gefið út. Ekki væri úr vegi að fara yfir þessar þýðingar og gefa þær út að nýju, enda Steingrímur á stund- um hroðvirkur þýðandi og barn síns tíma í orðavali og nýsköpun orða. Jafnvel kæmi til greina að þýða Hosa í allri sinni lengd upp á nýtt – enda sleppti Steingrímur úr þeim sögum sem höfðuðu minnst til hans. Samt væri sennilega eftirsjá að stílnum; hann á svo vel við efni sagnanna og tíðarandann. Helga Steffensen, stofnandi Leik- brúðulands og forvígismaður, á heiðurinn af hönnun brúðanna í Pápi veit hvað hann syngur. Þetta er mjög heppilegt verk fyrir yngstu börnin, enda koma þar fyrir fjöl- mörg húsdýr sem þeim finnst skemmtilegt að sjá. Sagan er jafn- framt einföld, full af endurtekning- um og endar „vel“, allt eiginleikar sem henta barnungum áhorfendum. Helga Steffensen nýtir þennan efni- við vel í hönnun sinni, spilar eins og henni er lagið á stærðarmun Helgu Elínborgar Jónsdóttur íklæddrar búningi og brúðanna og skilar lit- ríku og fjölbreyttu persónusafni. Sérstaklega eru herramennirnir vel heppnaðar brúður. Húmor Arnar Árnasonar er hér í forgrunni, en hann semur handritið með Helgu auk þess að semja lög og texta, leik- stýra og ljá sumum persónanna rödd sína. Það er mikill fengur fyrir Leikbrúðuland að fá svo þrautþjálf- aðan raddsetningarmann í leik- stjórastól. Hann skilur greinilega forsendur vinnunnar sem þar fer fram flestum betur. Erna Guðmarsdóttir myndlistar- maður hefur komið að brúðuhönnun um nokkurra áratuga skeið. Val hennar á Flibbanum kemur því ekki á óvart, sagan gefur fágætt tæki- færi til að leika sér með form nytja- hlutanna sem Hosi persónugerir hér svo eftirminnilega. Þessi ákvörðun verður að teljast djörf því fátt er sennilega fjarlægara nútímabörnum en söguefnið, sem fjallar um raunir flibba nokkurs sem gengur í gegn- um hreinsunareld þrifnaðar, stífels- is, pressunar og snyrtingar og end- ar ónýtur í endurvinnslu. Það var aftur á móti ennþá meira gaman fyrir fullorðna áhorfendur að fylgj- ast með hönnun og hreyfingu, hvort sem var brúðanna eða grímu- klæddra stjórnenda þeirra. Erna náði að bregða upp stílhreinni en jafnframt nýstárlegri myndrænni sýn á þetta undarlega söguefni höf- undar og dró, ásamt Erni Árnasyni, meðhöfundi handritsins, upp áhuga- verða mynd af karlrembu síns tíma í aðalpersónunni. Þau bættu svo við tveimur lirfum sem nokkurs konar sögumönnum sem þróast svo í fyll- ingu tímans í fiðrildi. Þar er um- breytingarþemað undirstrikað: lirf- ur verða að fiðrildum – línflibbi er endurnýttur í pappírsgerð – allt er í heiminum hverfult. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Helgu Steffensen í Leikbrúðulandi þróa sífellt áhuga- verðari sýningar í samvinnu við ýmsa listamenn án þess að missa tengslin við síendurnýjaðan hóp ungra áhorfenda. Börn eru þakk- látir áhorfendur þegar komið er til móts við þeirra þarfir og útlit sýn- inganna sem hér um ræðir er svo vandað að þær ættu ekki síður að höfða til fullorðinna fagurkera. Hönnun og Hosi sjálfurLEIKLISTLeikbrúðuland Höfundur upphaflegra sagna: H.C. And- ersen. Þýðandi: Steingrímur Thor- steinsson. Leikgerð fyrra verksins: Helga Steffensen og Örn Árnason; hins síðara: Erna Guðmarsdóttir og Örn Árnason. Höf- undur vísna og tónlistar: Örn Árnason. Leikstjóri: Örn Árnason. Brúðuhönnun í fyrra verkinu: Helga Steffensen; í hinu síðara: Erna Guðmarsdóttir. Hönnun leik- myndar í fyrra verkinu: Stígur Stein- þórsson. Hönnun búnings Pápa: Ingibjörg Jónsdóttir. Raddir af bandi: Guðfinna Rúnarsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Valur Freyr Einarsson og Örn Árna- son. Hljóðupptaka: Lótushljóð, Friðrik Sturluson. Hljóðfæraleikur: Kjartan Valdi- marsson. Brúðuleikarar: Helga Steffen- sen og Helga E. Jónsdóttir. Laugardagur 21. febrúar. PÁPI VEIT HVAÐ HANN SYNGUR OG FLIBBINN Sveinn Haraldsson SAMLEIKUR klarinettu og fag- otts er ekki hversdagsbrauð á tón- leikum hér á landi, og sennilega ekki ýkja mörg verk samin fyrir þá hljóð- færasamsetningu. Það tekur mikinn tíma að æfa upp tónleikaprógramm og sjaldnast hafa hljóðfæraleikarar tilefni til að halda nema eina tón- leika með sama prógrammi. Það er því í raun alltaf djarft að ráðast í slík verkefni upp á von og óvon um góða aðsókn, ekki síst þegar ekki er um allra vinsælustu hljóðfæri að ræða eins og til dæmis píanó og fiðlu. En þetta gerðu þeir Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Rúnar Vilbergs- son fagottleikari; létu slag standa og buðu jafnframt upp á mjög áheyri- lega og fjölbreytta efnisskrá, með verkum eftir Beethoven, Poulenc og Herbert H. Ágústsson. Það má segja að Háskólatónleikar í Nor- ræna húsinu séu kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þessu tagi; þeir eru stuttir og fremur óformlegir, og álagið á hljóðfæraleikarana ef til vill minna af þeim sökum en ef um væri að ræða tónleika í fullri lengd. Dúó í B-dúr eftir Beethoven er í sannkölluðum gleðitónlistarstíl í anda Mozarts. Verkið hefði allt eins getað heitið Divertimento, og er það að sönnu; lauflétt og skemmtilegt. Þessi tegund tónlistar var ákaflega vinsæl á sínum tíma, eins og allar götur síðan; stundum byggð á eigin stefjum tónskáldanna, en einnig oft á lánsstefjum, til dæmis vinsælum óperustefjum. Mozart og Beethoven voru snillingar þessa forms. Lipur leikur þeirra Einars og Rúnars var músíkalskur og kátur í anda verks- ins; erfið hlaup og skalar fagottsins hljómuðu fislétt og áreynslulaus. Hvað tengir verk Beethovens ís- lensku samtímaverki? Í tilfelli Sjö stuttra invensjóna eftir Herbert H. Ágústsson var það gleðin og húm- orinn. Hver kaflanna sjö ber nafn kenndar eða lyndiseinkunnar, eins og angurblíðu eða hégóma, og Rúnari og Einari tókst vel að draga fram stemmningu hvers þeirra fyrir sig. Enn var bætt í gleðina með Són- ötu eftir Poulenc, þar sem gáska- fullir ytri þættir umlykja dásamlega lýríska rómönsu. Þar reis leikur þeirra félaga líka hæst á þessum skemmtilegu tónleikum, í ljóðrænu og afskaplega músíkölsku samspili, sem gaf ekki annað til kynna að þetta væri þaulæft og margreynt dúó, – svo samstilltir voru þeir. Frábærir kammertónleikar Ég sagði hér í upphafi að það væri talsverð vinna að undirbúa eina tón- leika. Einar Jóhannesson hefur því tæpast slegið slöku við að undan- förnu, því hann var einnig í stóru hlutverki sama kvöld í Salnum. Þar voru þær með honum Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari. Hvernig sem á er litið voru þessir tónleikar óvenju fagmannlega unnir, allt frá sametningu efnisskrárinnar til flutningins. Efnisskráin var sam- sett af íslenskum og erlendum verk- um, sumum fyrir söngrödd og bæði hljóðfærin, öðrum fyrir söng og pí- anó, og tveimur fyrir klarinettu. Þarna voru verk eftir tónskáld sem sjaldan heyrast hér á tónleikum – óverðskuldað; spennandi verk, for- vitnileg verk, og jafnvel nýtt verk, frumflutt af þremenningunum. Ljóð Chamissos, Frauenliebe und -leben þekkja margir úr samnefndu verki Schumanns við ljóðaflokkinn. Hér gat hins vegar að heyra útgáfu góð- vinar Schuberts á sama ljóði, – reyndar aðeins fyrsta ljóði flokksins; en mikið var það forvitnilegt. Það var tæpast í nokkru líkt verki Schu- manns, en dró hins vegar sterkan dám af sönglögum Schuberts, ekki síst Hirðinum á hamrinum, þar sem Schubert notar einmitt klarinettu sem aukarödd með söngnum á áhrifamikinn hátt. Lög Jóns Ásgeirssonar, Hjá lygnri móðu og Vor hinsti dagur er hniginn, hljómuðu hér með klarin- etturödd, sem Jón bætti við fyrir þremenningana, og kölluðust þannig á við upphafsverkið. Þar var sér- staklega áhrifamikið hvernig Ingi- björg og hljóðfæraleikararnir drógu úr styrk í lokaerindi fyrra lagsins og lögðu sinn blíðasta róm í orðin Innst í hjarta … og undirstrikuðu þannig innileikann í ljóði Laxness. Millispil- ið á undan lokaerindi seinna lagsins var líka sérdeilis músíkalskt spilað. Þrjú lög eftir Gunnar Reyni Sveins- son hljómuðu næst: dansinn Ríður, ríður Hoffmann, Barnagæla frá Nýja Íslandi og Um hina heittelsk- uðu, öll mjög fallega flutt. Klarinettan var í sviðsljósinu í Tregaljóði ópus 25 eftir Alan Hovha- ness, bandarísk-armenska tónskáld- ið sem uppi var nær alla liðna öld. Einar Jóhannesson tókst á við dimma mystíkina í þessu óhemju fagra verki, með þeim hætti að hver einasta manneskja í salnum hlýtur að hafa verið snortin jafnt á líkama og sál. Myrkrið í verkinu er nánast þrúgandi, en samt svo óendanlega heillandi, og Einari tókst frábærlega að vekja mótsögnina í ljóðrænni dul- úðinni sem í senn er beinlínis hroll- vekjandi. Nýtt verk Ólivers Kentish er vafa- lítið eitt hans besta; samið við ljóðið Sól, stattu kyr, eftir Sigurð Sigurðs- son frá Arnarholti. Óliver fer að hætti madrigalatónskáldanna og málar orðin eigin litum. Hendingin þótt þú fallir í djúpið leitar djúpt niður, en þegar vonin í ljóðinu eykst, með orðunum: mitt hjarta til geisl- anna leitar, rís tónlistin upp úr djúp- unum og lokahljómar þess dóu út eins og silfraðir sólstafir í hálfrökkri og rímuðu þar með fallega við lang- an bjartan upphafstón verksins, sem var sem ákall til sólarinnar. Þetta var áhrifamikið verk og flutningur- inn frábær. Eitt af mörgu sem kom skemmti- lega á óvart á tónleikunum voru verk eftir Matyas Seiber, Hjarðljóð fyrir klarinettu og píanó, og Þrjú lög við ljóð eftir Morgenstern, samin fyrir söngrödd og klarinettu. Seiber er sennilega þekktastur fyrir ein- faldar tónsmíðar sem hann samdi fyrir krakka í hljóðfæranámi, en þessa hlið tónskáldsins þekkti gagn- rýnandi ekki. Valgerður og Einar drógu upp dásamlega sveita- stemmningu í hjarðljóðinu, ljóðræna og mjúka, og Ingibjörg og Einar fóru hreinlega á kostum í ljóðunum þremur. Í kjölfarið fylgdi sönglag eftir nemanda Seibers, Fjölni Stefánsson, Litla barn með lokkinn bjarta, í eilít- ið hægara tempói en maður á að venjast. Fyrir vikið fékk lagið á sig rórra og yfirvegaðra svipmót, sem hæfði því vel. Í inngangi lags Rakhmaninovs, Syngdu ekki, fagra, sýndi Valgerður hvers vegna hún er í röð okkar fremstu píanóleikara. Mörgum hættir til að baða rússneska melank- ólíu í óþarfa væmni, – til dæmis með ofnotkun á pedal. Valgerður notaði pedalinn hins vegar mjög hóflega, og án þess að allt rynni saman, og hver nóta varð skýr og tær. Söngur Ingi- bjargar undir lok lagsins, veikur, en bjartur, var hrífandi. Einar lék Dansa frá Korond í Ungverjalandi, eftir László Dras- kóczy, – súrrandi dansa með bragði af klezmertónlist gyðinga og tónlist Balkanþjóða, og tókst frábærlega að fanga skarpa hrynjandi og léttleika þessarar tónlistar. Tónleikunum lauk með gleðipillu Atla Heimis Sveinssonar: Það kom söngfugl að sunnan, með klarinett- uívafi, eins og í lögum Jóns Ásgeirs- sonar. Ingibjörg Guðjónsdóttir er kannski ekki raddmesta söngkona sem við eigum. Fáar söngkonur standast henni þó snúning í sönglist- inni. Rödd hennar er falleg og heil- steypt; – raddsviðið jafnt og tónninn hlýr og þokkafullur og framburður mjög skýr og eðlilegur. Það besta við söng hennar er músíkgáfan sem skein úr hverju lagi sem hún söng á þessum tónleikum. Valgerður og Einar eru sömuleiðis framúrskar- andi tónlistarmenn. Saman eru þess- ir þremenningar herlegur flokkur, þar sem músíkin er í fyrirrúmi og ekkert annað. Þetta voru tvímæla- laust langbestu tónleikar sem gagn- rýnandi hefur sótt í langan tíma. Verdi og Bach í sungnu máli Það er óhætt að segja að Aðal- heiður Pétursdóttir hafi allan þann raddstyrk sem ein söngkona getur látið sig dreyma um. Á hádegistón- leikum hennar og Antoniu Hevesi í Hafnarborg var líka miðað á sönglög og aríur sem krefjast mikils af söng- konunni. Öfugt við Ingibjörgu vant- aði Aðalheiði þó bæði söngtækni og músíkalitet til að valda þeim við- fangsefnum sem hún réðst í. Í fyrsta lagi vantar röddina fókus; – það er að hún sé jöfn milli radd- sviða. Efsta raddsvið, miðsvið og brjósttónasvið hljómuðu eins og þrjár gjörólíkar raddir. Í Musica prohibita eftir Gastaldon beitti hún einhvers konar stelpurödd sem hljómaði allt öðru vísi en þunga röddin í aríunum. Röddin liggur enn of aftarlega og sérhljóðar eru allt of kringdir. Háu tónarnir, eins og í seinni aríu Azucenu úr Il trovatore, voru ekki hreinir, og brjósttónar í loka-ameni Ave Maríunnar eftir Luzzi voru grófir. Hvað túlkun varðar var hún dauf. Í lokaatriði tónleikanna, aríunni, þar sem Azucena horfist í augu við það að hún er fyrir mistök búin að fleygja barni sínu á bál, varð ekki vart við mikla örvæntingu í túlkun söngkonunnar. Söngrödd er hægt að þjálfa enda- laust, og þar á Aðalheiður óunnin lönd og mörg tækifæri, og það er í sjálfu sér spennandi glíma. Yfir söngtónleikum Þórunnar El- ínar Pétursdóttur sóprans og Sig- rúnar Mögnu Þórsteinsdóttur org- anista í Hjallakirkju á sunnudagskvöldi var notaleg stemmning eins og þar er gjarnan. Tónlist Bachs var í öndvegi, og sér- staklega gaman að heyra sálma úr söngbók Schemellis, – lög sem Bach ýmist samdi sjálfur eða raddsetti. Þær Þórunn Elín og Sigrún Magna voru óstyrkar í byrjun. Sig- rún lék of varfærnislega á orgelið og Þórunn var andstutt í hendingalok- um og vantaði meiri hljóm í röddina. Í Maríukvæði Atla Heimis Sveins- sonar voru þær þó komnar á sporið en þó vantaði á í ýmsu er á eftir kom. Verk Bachs Allein Gott in der höh sei Ehr var enn of varfærnislega flutt, hékk varla saman og vantaði allt músíkalskt flæði. Í Ave Marí- unni sem Gounod samdi yfir prelúd- íu Bachs var orgelleikurinn í prelúd- íupartinum órólegur og óyfirvegaður. Rödd Þórunnar Elínar er falleg og býr yfir miklum þokka, en í heild voru tónleikarnir litlausir og hvert verkið öðru líkt í túlkun og blæ- brigðum. Einar í tvívídd og þrívídd Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Eggert „Langbestu tónleikar sem gagnrýnandi hefur sótt í langan tíma,“ segir um Ingibjörgu Guðjónsdóttur, Einar Jóhannesson og Valgerði Andrésdóttur. TÓNLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Rúnar Vilbergsson fagottleikari léku verk eftir Beethoven, Herbert H. Ágústsson og Francis Poulenc. Miðvikudag 18. febrúar kl. 12.30. Salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jó- hannesson klarinettuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari fluttu íslensk og erlend verk og frumfluttu nýtt verk eft- ir Óliver Kentish. Miðvikudag 18. febrúar kl. 20. Hafnarborg SÖNGTÓNLEIKAR Aðalheiður Pétursdóttir mezzósópran og Antonía Hevesi píanóleikari fluttu verk eftir Donizetti, Verdi og fleiri. Fimmtudag 19. febrúar kl. 12. Hjallakirkja SÖNGUR OG ORGEL Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og Sig- rún Magna Þórsteinsdóttir organisti fluttu verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jó- hann Sebastian Bach og fleiri. Sunnudag 22. febrúar kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.