Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 49 ✝ Eggert BenediktSigurmundsson fæddist á Breiðu- mýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu 27. janúar 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 5. mars síðast- liðinn. Eggert var sonur Sigurmundar Sigurðssonar hér- aðslæknis og konu hans Kristjönu Önnu Eggertsdóttur. Systkini Eggerts eru: Ástríður hjúkrunarkona, f. 1913, d. 2003, Sigurður, bóndi og fræðimaður, f. 1915, d. 1999, Kristjana, húsmóðir og starfs- stúlka, f. 1917, d. 1989, Þórarinn Jón vélstjóri, f. 1921, Guðrún Jós- efína Fugaro garðyrkjufræðing- ur, f. 1923, og drengur fæddur 1932 sem lést á fyrsta ári. Hálf- bræður Eggerts, samfeðra, voru Ágúst myndskeri, f. 1904, d. 1965, og Gunnar prentari, f. 1908, d. 1991. Eggert ólst upp fyrstu árin í Reykjadal en fjölskyldan flutti síðan að Laugarási í Biskupstung- um, og síðar til Reykjavíkur, Flat- eyjar á Breiðafirði og Bolungar- víkur. eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Ari er í sambúð með Ragnari H. Blöndal. Eggert og Unnur hófu sinn bú- skap í Bolungarvík, fluttu síðan til Reykjavíkur og bjuggu þar í 3 ár en fluttu þá til Hellissands. Þau fluttu í Kópavog 1960 og að Auðs- holtshjáleigu í Ölfusi 1969. 1980 fluttu þau í Hveragerði þar sem þau bjuggu til 1999 er þau fluttu á Selfoss. Eggert lauk námi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík 1943 en hann hóf sinn sjómannsferil í Flatey aðeins 14 ára að aldri. Eft- ir stýrimannapróf var hann stýri- maður á togaranum Skutli og á Skaftfellingi en bæði þessi skip sigldu með fisk til Englands á stríðsárunum, auk þess var hann stýrimaður á Dóru sem sigldi til Aberdeen í stríðslok. Eftir stríð var Eggert skipstjóri á fiskibátn- um Hugrúnu frá Bolungarvík og síldarbátnum Dóru, Kútter Ey- firðingi og togaranum Guðmundi Pétri í eigu Einars Guðfinnsson- ar. Síðar var Eggert skipstjóri á Særúnu sem Einar Guðfinnsson hafði í vöruflutningum milli Reykjavíkur og Vestfjarða. 1966 réð Eggert sig á Sandey hjá Björgun hf. þar sem hann var stýrimaður og síðan skipstjóri til starfsloka 1984. Hann hafði því verið til sjós í hálfa öld er hann kom í land í árslok 1984. Eggert verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Eggert kvæntist ár- ið 1944 Unni Bene- diktsdóttur, f. 1923, dóttur Benedikts S. Benediktssonar, kaupmanns á Hellis- sandi, og Geirþrúðar Kristjánsdóttur konu hans. Unnur og Egg- ert eignuðust sex syni, þeir eru: 1) Benedikt Geir, f. 1945, lést af slysför- um 1950. 2) Sigurður Kolbeinn, f. 1949, bú- settur í Danmörku. Kona hans er Jórunn Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Bene- dikt Geir, f. 1950, búsettur í Reykjavík. Kona hans er Anna María Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Unn- steinn Borgar, f. 1951, búsettur í Mosfellsbæ. Fyrri kona hans var Steinunn Gísladóttir og eiga þau þrjú börn. Seinni kona Unnsteins er Dagný Karlsdóttir og eiga þau fimm börn. Unnsteinn á fimm barnabörn. 5) Ásgeir, f. 1955, bú- settur á Selfossi. Kona hans er Brynhildur Valdórsdóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Ari, f. 1959, bú- settur í Reykjavík. Hann var kvæntur Jenný Sveinsdóttur og Tengdapabbi minn var sérstakur maður og oft misskilinn. En ég skildi hann svo vel. Hann vildi hafa allt í föstum skorðum og átti erfitt með að sætta sig við breytingar. Og aldrei lét hann teyma sig eins og allur fjöldinn gerir. Ég man hvað hann var glaður þegar ég lét einka- son minn heita Benjamín Jochum. Hann lifnaði allur við í kirkjunni og þakkaði mér mikið vel á eftir. Hann var svo glaður að fá Jochum-nafnið í fjölskylduna. Og tveimur árum síðar var hann mér aftur þakklátur er yngsta dóttir mín var skírð Kristjana Anna. Eggert sagði aldrei margt en stundum komst hann á skrið og þá var gaman að hlusta á hann. Ég var alltaf svo ánægð að hann var hann og aldrei með sýndarmennsku. Ég mun sakna þín, en um leið þakka ég fyrir að fá að kynnast þér. Þín tengdadóttir Dagný. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Eggert Sigurmundsson hinstu kveðju. Eggert var gamall vinur föður míns og tíður gestur á heimilinu í uppvexti mínum. Hann bjó þá fyrir austan fjall og heilsaði jafnan upp á okkur þegar hann átti dagpart frían áður en hann fór til skips. Hann lagði sig gjarnan í sóf- ann í stofunni, kveikti sér í pípu þegar hann vaknaði og tóbaksilm- urinn barst um húsið. Ekki brást að hann sló hressilega úr pípunni í kristalsöskubakka á stofuborðinu, móður minni til skapraunar. Eggert var hálfa öld til sjós, stýrimaður og skipstjóri á fjölda báta, ýmist fiskiskipum eða í flutn- ingum. Í heimsstyrjöldinni síðari sigldi hann til Englands ófáar ferð- irnar á Skaftfellingi, 60 tonna koppi. Síðustu 18 árin til sjós var Eggert stýrimaður og skipstjóri á sanddæluskipinu Sandey. Eggert var sögumaður góður. Hann var glöggur og athugull og hafði afburða gott minni. Faðir minn spurði hann oft að ýmsu þeg- ar hann vann að bókum sínum um sjómennsku á öldinni sem leið. Á efri árum Eggerts leitaði Þór Whitehead prófessor stundum til hans þegar þurfti að rifja upp sögu eða bera kennsl á bát frá heims- styrjaldaraárunum síðari. Kunni Eggert frá mörgu að segja af fjölbreyttri og viðburðaríkri sjó- mannsævi sinni. Þá sagði hann stundum sögur af læknisferðum föður síns, en læknar á fyrri hluta 20. aldar lentu oft í hinum mestu mannraunum í sjúkravitjunum. Sérstaklega gaman hafði Eggert af því að rifja upp ævintýralegar frá- sagnir af baráttu frænda síns eins við náttúruöflin. Það var sá sér- kennilegi maður Jochum Eggerts- son sem kallaði sig Skugga. Sjálfur var Eggert öðrum þræði dálítið náttúrubarn eins og Jochum. Eggert hafði dimma rödd og var oft ómyrkur í máli þegar hann lét gamminn geisa um dægurmál, ekki síst ef kommúnista bar á góma. Stríddi hann við nokkra slíka um borð í skipi sínu og þar voru líka stundum ungir háskólamenn í sum- arvinnu, sumir róttækir í skoðunum og lærðir í Svíþjóð, sem hann hafði gaman af að kljást við. Eftir að Eggert fór í land og veikindi tóku að hrjá hann var eins og hann mildaðist í skoðun- um. Hann hætti að hafa gaman af því að þræta um pólitík og skamma kommúnista. Fjölskyld- an, smíðar og veiðimennska áttu þá hug hans allan. Eggert og eiginkona hans og lífs- förunautur í meira en hálfa öld, Unnur Benediktsdóttir, voru sann- kallað kjarnafólk. Þau fengu sinn skerf af áföllum í lífinu, en stóðu alltaf hnarreist og æðruðust aldrei. Á miðjum aldri þegar þau voru bú- in að koma sér vel fyrir í einbýlis- húsi í Kópavogi misstu þau húsið og allt sparifé þegar Eggert var hlunnfarinn í viðskiptum með bát. Aldrei heyrðust þau harma það hlutskipti. Þau voru samhent í dugnaði sínum og fyrr en varði höfðu þau búið sér indælt heimili í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Þangað var gaman að koma og taka upp kartöflur og fylgjast með netaveiðinni í ánni. Eggert og Unn- ur stunduðu þar dálítinn búskap ásamt Ásgeiri syni sínum, en fluttu síðar í einstaklega notalegt ein- býlishús í Hveragerði og loks í rað- hús á Selfossi. Eggert var smiður góður og endurbyggði meðal ann- ars ásamt Ásgeiri allan húsakost í Auðsholtshjáleigu. Þá skar hann út í tré þegar næði gafst. Fallegur út- skurður á heimili hans og víðar, svo sem sálmabókahilla í Kotstrandar- kirkju, ber handbragði hans vitni. Faðir minn og Eggert kynntust ungir í Bolungavík þegar Sigur- mundur, faðir Eggerts, varð þar héraðslæknir. Þeir voru ólíkir en smám saman tókst með þeim ein- læg vinátta sem stóð meðan báðir lifðu. Þeir leigðu meðal annars saman herbergi í 2–3 vetur þegar þeir voru á Stýrimannaskólanum í Reykjavík á heimsstyrjaldarárun- um síðari. Einhverju sinni þegar faðir minn sagði Eggerti frá því að hann hefði neitað að skrifa ævisögu Óskars Halldórssonar síldarútgerðar- manns, varð Eggerti að orði: – Þú ættir að muna honum fimm- tíukallinn, borgaðir þú hann nokk- urn tíma? Faðir minn hafði unnið hjá Ósk- ari í Siglufirði og eitt sinn þegar hann hitti hann á götu í Reykjavík á Stýrimannaskólaárunum var hann svo illa staddur að hann bað Óskar um nokkurra króna lán. Ósk- ar tók þá upp veski sitt og rétti föð- ur mínum 50 krónur sem var mikill peningur á þeim árum. Orð Egg- erts urðu til þess að föður mínum snerist hugur og hann tók að sér að skrifa Óskars sögu Halldórssonar (1994). Eggert var meðalmaður á vöxt og svipmikill. Hann var rammur að afli og mun oft hafa haft sér stærri menn undir í slagsmálum. Slagsmál og kraftametingur var ein helsta skemmtun og íþrótt öflugra stráka á þeim árum. Aldrei hefði það hvarflað að Eggerti að gera nokkr- um manni mein. Hann var einstakt góðmenni – jafnt við dýr og menn. Hann var stoltur maður en lítillátur, sann- gjarn og réttlátur. Við systkini mín minnumst hans öll með hlýju og sendum Unni og sonum þeirra hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eggerts Sig- urmundssonar. Jakob F. Ásgeirsson. EGGERT SIGURMUNDSSON Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Lundi, Varmahlíð, Skagafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, verð- ur jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 13. mars kl. 13.00. Sigurpáll Árnason, Kristján Páll Sigurpálsson, Sigríður Halldórsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Kolbrún Sigurpálsdóttir, Freysteinn Sigurðsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir, Sigurjón P. Stefánsson, Árni Baldvin Sigurpálsson, Harpa Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ILSE (Ille) GUÐNASON, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haraldur Guðnason, Áki Heinz Haraldsson, Sigríður Ákadóttir, Örn Ingi Arnarson, Haraldur Daði Arnarson, Torfi Haraldsson, Binna Hlöðversdóttir, Ívar Torfason, Ester Torfadóttir. Frændi okkar og vinur, SIGURGEIR STEINSSON (Lilli), Ránargötu 3a, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést föstudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 11. mars, kl. 15.00. Vilborg A. Jónsdóttir, ættingjar og vinir. Faðir okkar, VETURLIÐI GUNNARSSON listmálari, lést þriðjudaginn 9. mars. Valgarður Stefánsson, Þorsteinn Veturliðason, Ingunn Ólafsson. Unnusti minn, faðir okkar, sonur, bróðir og barnabarn, GUÐMUNDUR JÓN MAGNÚSSON, sem lést af slysförum föstudaginn 5. mars, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 13. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Björg- unarsveit Dalvíkur. Agnes Þorleifsdóttir, Mikael Guðmundsson, Auðunn Ingi Guðmundsson, Magnús Ingi Guðmundsson, Sólrún Lára Reynisdóttir, Birkir Magnússon, Reynir Magnússon, Guðmundur Jónsson, María Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓNASSON, Skúlagötu 4, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Sigríður Pétursdóttir, Eggert Halldórsson, Þórir Halldórsson, Ann Linda Denner, Erla Halldórsdóttir, Ívar S. Kristinsson, Gyða Stefanía Halldórsdóttir, Hafliði Ingason og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.