Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 62

Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Nýtt Jóganámskeið hefst í dag kl. 9. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Eldri borgara á Álfta- nesi og Garða- og Bessastaðasóknir. Harmonikkuball í Kirkjuhvoli Garðabæ kl. 14–17. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, postu- lín, kl. 13 handavinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Aðstoð við böðun og námskeið í glerskurði kl. 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, sönghópurinn kl. 13.30, dans kl. 15.15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum, kl: 13–16 föndur og spil, kl. 12.30–15.30 tréskurð- ur, kl. 13.30–14.30 les- klúbbur, kór eldriborg- ara, æfingar kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Glerbræðsla kl. 9.45, tai chi kl. 12, karlaleikfimi kl. 13.10, málun kl. 13, búta- saumur kl. 13. Hljóm- sveit kl. 15 í Garða- bergi. Félagsvist á Álftanesi kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Bessastaðahrepps. Félag eldri borgara í Kópavogi. Bingó í Gull- smára 13 föstudaginn 12. mars kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, pútt kl. 10, Leikfimi í Bjarkarhús- inu kl. 11.20, gler- skurður kl. 13. Aðal- fundur félagsins kl. 14. Venjuleg aðal- fundastörf og kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Kl. 14.30 koma nemendur í Snælands- skóla í heimsókn og syngja undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 9 myndlistahópur, kl. 10 ganga, kl. 13 birds, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Framtalsaðstoð verður mánud. 15. mars kl. 9– 14. Skráning í s. 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl.13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og bridge. Fé- lagsvist kl. 20. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 opið hús. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Spil- ar í Gullsmára 13. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 11. Ath skemmtifundur fé- lagisns er 20. mars kl. 14 í Ásgarði, Glæsibæ, ath ekki 13. mars eins og auglýst var áður. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Spilakvöld í Kiw- anishúsinu kvöld kl. 20.30 Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 skák. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Aðalfundur fé- lagsins kl. 16. Í dag er fimmtudagur 11. mars, 71. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns, og hversu fagurt orð er í tíma talað! (Ok. 15, 23.)     Í aðdraganda forseta-kosninga í Bandaríkj- unum er mikið klifað á því að tryggja þurfi áframhaldandi vernd og framgang frelsis og lýð- ræðis Bandaríkjamanna segir Grímur Sigurðsson í pistli á Sellunni.is. Dregin sé upp mynd af Bandaríkjunum sem land einstaklingsfrelsis og umburðarlyndis. Raunveruleikinn sé hins vegar annar: „Í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september voru sett lög um eftirlit rík- isvaldsins með borg- urunum. Í lögunum er að finna umfangsmeiri heimildir en áður hafa sést til að njósna um þegna ríkisins, allt í nafni „frelsisins“.“     Mótsögnin er æpandisegir Grímur. „Til að vernda „frelsi“ mitt er útsendurum rík- isvaldsins heimilt að leita í og rannsaka allar persónulegar eigur mín- ar á heimili mínu og annars staðar þar sem friðhelgi einkalífsins á að ríkja, hlera símann minn og grípa til ann- arra aðgerða til að njósna um einkahagi mína, allt án þess að ég fái nokkurn tímann að vita að þessar aðgerðir hafi átt sér stað.“     Hann bendir einnig áað réttindi samkyn- heigðra séu ekki virt og sitjandi forseti beitir sér í því skyni að tryggja að samkynheigðir njóti ekki réttinda á við ann- að fólk. Jafnframt séu Bandaríkin eina vest- ræna landið sem enn dirfist að skerða frelsi þegna sinna með óaft- urkræfum hætti, þ.e. að taka þá af lífi.     Grímur segir að refsi-gleði Bandaríkja- manna virðist hömlu- laus. „Þannig bárust nýverið af því fréttir að ungur íslenskur drengur hefði hlotið 10 ára fang- elsisdóm fyrir að hafa 11 ára gamall verið í „læknisleik“ með félaga sínum. Var athæfið talið til kynferðisofbeldis og drengurinn dæmdur til refsingar fyrir kynferð- isglæp. Fram kom í við- tali við Braga Guð- brandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, að í Bandaríkjunum tóku ný- lega gildi alríkislög sem hafa það að markmiði að upplýsa almenning um nöfn og aðsetur allra dæmdra kynferð- isglæpamanna í land- inu.“     Saga unga íslenskadrengsins sé lýsandi dæmi um misbeitingu ríkisvalds. „Í nafni óljósra frelsishugtaka er gripið til úrræða sem eru langtum af- drifaríkari en þörf er á til að vernda borgarana. Drengurinn verður brennimerktur og aug- lýstur alla ævi sem kyn- ferðisafbrotamaður,“ segir Grímur. STAKSTEINAR Mótsagnir í landi frelsisins Víkverji skrifar... Víkverja kemur ekki á óvart aðlandlæknir og heilbrigðisráðu- neytið telji ofþyngd, vímu- efnaneyslu og þunglyndi vera á meðal helstu ógnana við heilsu Ís- lendinga og forstjóri Lýð- heilsustöðvar segir að sá hraði og sú streita sem sé í þjóðfélaginu kunni að vera ein helsta und- irrótin að geðröskunum, þar með talið þunglyndi. Fram hefur komið að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tel- ur offitu og þunglyndi/geðraskanir vera mestu ógnina við heilsu fólks í hinum vestræna heimi. Oft eru óljóst hvað er orsök og hvað er afleiðing og það gildir einnig um þau heilsufarsvandamál sem hér hafa verið nefnd. Vitað er að hreyfing vinnur gegn ofþyngd og sömuleiðis hefur verið sýnt fram á að reglubundin hreyfing vinnur gegn þunglyndi og íþrótta- iðkun barna og unglinga hefur einnig forvarnargildi að því er varðar neyslu áfengis og annarra vímuefna. x x x Af þessu mætti hægt að dragaþá ályktun að með því að stuðla að og reka áróður fyrir aukinni hreyfingu hjá Íslendingum mætti bæta bæði andlega og lík- amlega heilsu þjóðarinnar. Vík- verja finnst orð forstjóra Lýð- heilsustöðvar um að atvinnurekendur eigi einnig að axla ábyrgð í þessum efnum skyn- samleg. Nú þegar styðja mörg ef ekki flest fyrirtæki starfsmenn sína í að stunda hreyfingu, oftar en ekki með sérstökum íþrótta- eða heilsustyrk. Allt hið besta er um það að segja en eins og menn vita þarf engin eða ekki mikil hreyfing að fylgja því að kaupa sér t.d. árskort í líkamsrækt- arstöð. Víkverja finnst því að at- vinnurekendur eigi að ganga skrefinu lengra og stuðla að hreyf- ingu starfsmanna á vinnutíma því reynslan sýnir að oft er erfitt fyrir fólk að hafa sig af stað þegar það búið er að eta kvöldmatinn og er sest fyrir framan sjónvarpið. x x x Það þarf svo sem ekki að veralangur tími á hverjum degi sem starfsmenn eyða í hreyfingu og ólíklegt er að atvinnurekendur væru með því að kasta tíma eða fé á glæ. Reynslan sýnir að hreyfing um miðjan dag skilar oft öflugri starfsmönnum seinni part dagsins og er þá ótalið hitt að hreyfing er líkleg til þess að draga úr veik- indum sem hreyfingarleysi getur stuðlað að eða ýtt undir, þ.e. of- þyngd, þunglyndi o.s.frv. Vel þekkt er að börn og unglingar, sem eyða miklum tíma í íþrótta- iðkun, standa sig betur í skóla en þau sem ekki gera það þótt þau eðli málsins samkvæmt ættu að hafa minni tíma til heimanáms. Því skyldi eitthvað annað gilda um fullorðið fólk? Morgunblaðið/Þorkell LÁRÉTT 1 talar fátt, 4 sjaldgæf, 7 dáin, 8 trylltar, 9 skepna, 11 sjá eftir, 13 vaxa, 14 sárið, 15 sorg, 17 sund, 20 bókstafur, 22 meðalið, 23 baunin, 24 áma, 25 skjóða. LÓÐRÉTT 1 valur, 2 vinnur, 3 geð, 4 í fjósi, 5 hremmir, 6 kaka, 10 rotnunarlyktin, 12 vesæl, 13 sendimær Friggjar, 15 trútt, 16 glufan, 18 sett, 19 rás, 20 skriðdýr, 21 klæðleysi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 litarhátt, 8 fljót, 9 kofan, 10 rok, 11 sunna, 13 agnar, 15 hregg, 18 strók, 21 rík, 22 lygna, 23 akkur, 24 landskunn. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 aftra, 4 hakka, 5 tófan, 6 ofns, 7 knár, 12 nóg, 14 get, 15 hæla, 16 eigra, 17 grand, 18 skark, 19 rokan, 20 kort. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html Halló TIL ökumannsins sem stakk af frá óhappi sínu við Grímsbæ sunnudaginn 7. mars sl. kl. 15.00–15.55. Þú misstir óvart bílhurðina á nýja bílinn minn, sem er Toyota Yaris 2003 og skemmdir afturhurðina bílstjóramegin. Hringdu í mig í síma 698-1947. Ekki láta þetta óhapp vera á samvisku þinni allt þitt líf. Ég skora á þig að hringja. Húrra fyrir Vegagerðinni ÉG má til með að stinga niður penna og hrósa Vegagerðinni fyrir að opna báðar akreinar niður af brúnni á gatnamótum Breiðholtsbrautar/Reykja- nesbrautar þegar ekið er niður Breiðholtsbraut og síðan norður Reykjanes- braut niður í bæ. Áður var þar um eina akrein að ræða og svo „frekjuak- rein“ sem fór saman við hina. Nú er búið að opna þær báðar og er af þessu hin mesta samgöngubót, enda fara tugir þúsunda bíla um þessi gatnamót daglega. Til hamingju. Það er alltaf ánægjulegra að skrifa slíkt bréf, en það bréf sem ég hef lengi ætlað að skrifa út af sömu gatna- mótum, áður en lagfæring- in var gerð. Takk fyrir þetta. Íbúi í Seljahverfi. Tapað/fundið Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR af 2ja dyra Plymouth-bíl tapaðist frá Sogavegi að miðbæ föstudaginn 5. mars sl. Innan á hjólkoppnum er símanúmer eiganda. Þessi hjólkoppur er ófáanlegur hér á landi og eigandanum því afar kær. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 553-5194. Dýrahald Hefur einhver séð Fríðu? STEINGRÁ læða hvarf frá Framnesvegi 8a í Reykjavík laugardaginn 6 mars sl. Hún er með end- urskinsól og eyrnamerkt númerinu 875. Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um hana Fríðu okkar vinsam- lega hringið í 552-8947 eða 562-2422 Garðar. Einn páfagaukur týndist og annar fannst Í SÍÐUSTU viku flaug ljósblár páfagaukur af heimili sínu á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Hann heit- ir Gaukur og er mjög fjör- ugur og gæfur. Þegar fréttist í hverfinu að hann væri týndur skil- aði sér hins vegar allt ann- ar týndur páfagaukur inn á heimilið. Sá er grænn og gulur og afar rólegur, og unir sé ágætlega í búri hins týnda. Ef einhver hefur annaðhvort séð þennan ljósbláa eða sakn- ar þess græna þá er sím- inn á heimilinu 551-5254 eða 698-8974. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.