Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ  VEITINGA- OG KAFFIHÚS | Góðir staðir til að fylgjast með mannlífinu, lesa og spjalla Fastagestir kaffihúsanna Hvað er það sem gerir fólk að fastagestum á kaffihúsum? Er það íhaldssemi, ljúfar veitingar, kaffihúsa- vinirnir eða kannski andrúmsloftið og það að sitja með sitt blað í ró og næði? Kristín Gunnarsdóttir leitaði svara hjá fastagestum þriggja ólíkra kaffihúsa í miðbæ Reykjavíkur. ALLA Spánarferðina var ég hin ánægðasta með mig undir sólhlíf á ströndinni. Fannst ég reyndar bara ágætiskroppur þó að ég segði við vin minn að ég liti út eins og „mör- gæs“ þar sem ég vaggaði þarna um í bláa sundbolnum mínum. Það var hins vegar ekki fyrr en við fengum myndirnar úr framköllun eftir að við komum heim sem ég hrópaði upp yfir mig: „Guð minn góður, leit ég virkilega svona út?“ Á öllum myndum, sama hvernig ég sat, stóð eða sneri, stóð bumban beint út í loftið og ég var öll orðin miklu þykkari en ég átti að venjast. „Já, svona líturðu út, elskan mín,“ svar- aði pabbi þinn, greinilega hálfhissa á spurningunni. Ég þyngdist um 20 kíló. Já, tutt- ugu kíló, hvorki meira né minna. Samt var mér einhvern veginn al- magi, þetta var kúla! Þegar bróðir minn, þriggja barna faðir, sagði síðan: „Já, svona hef ég nú reyndar aldrei séð þetta áður,“ leist mér ekki á blikuna. Yrði ég svona? Þegar þú varst 12 daga gömul fór ég loks á vigtina og hafði þá lést um tólf kíló. Þetta þýddi að heil átta kíló voru eftir. „Þetta tekur svona 3–4 mánuði,“ sagði vinkona mín við mig mér til hughreystingar. „Þá verður þú aft- ur eins og þú átt þér að vera.“  DAGBÓK MÓÐUR Kom ólétt heim Meira á morgun. veg sama þar til eftir fæðingu. Ég kom nefnilega ólétt heim. Ég meina, auðvitað var ég með þig í fanginu, en ég var samt sem áður ólétt, leit út eins og ég væri komin fimm til sex mánuði á leið! Sjálf hafði ég búist við að vera með stór- an, slappan maga eftir fæðingu en þetta var ekki stór og slappur DAGLEGT LÍF Þetta er yndislegt morgunverðarkaffihús,“segir Friðrik Erlingsson hjá Íslensku aug-lýsingastofunni. Hann tekur daginn snemma og er mættur um klukkan átta á Gráa köttinn við Hverfisgötu. „Ég er þarna á morgn- ana og reyni að koma eins snemma og ég get. Það eru ekki margir staðir sem eru opnaðir á þessum tíma og þarna er gott að geta byrjað dag- inn, drukkið kaffið sitt, fengið ristaða brauðið sitt, skoðað blöðin og notið stundarinnar áður en maður fer út í daginn. Og svo eru starfsmenn- irnir, Arnar og Hafsteinn, sem alltaf taka jafn vel á móti manni, sama hversu morgunúldinn maður er, sannir heiðursmenn báðir tveir. Andrúmsloft staðarins er ekki hvað síst tilkomið vegna nær- gætinnar framkomu þeirra við hina gráu morg- unketti staðarins.“ Það er ákveðinn kjarni, allt frá þremur og upp í tíu manns, sem mætir í morgunkaffið á sama tíma og þar af eru þrír til fimm sem telja má fastagesti. „Þar má telja vin minn Ásgrím Sverrisson og Daníel Magnússon myndlistarmann,“ segir Frið- rik. „Við sitjum stundum við sama borð, ekki kannski við að leysa lífsgátuna en þó náum við stundum að kryfja hluta hennar til mergjar, eða lesum stjörnuspána hver fyrir annan, steypum eitthvað okkur til skemmtunar eða býsnumst yfir versnandi heimi á síðum dagblaðanna. Svo er þarna vinkona mín hún Sara sem er kross- gátudrottning mikil og situr um Lesbókina á laugardögum og lætur hana helst ekki af hendi. Eina leiðin til að komast í Lesbókina er að reyna að hjálpa henni með krossgátuna til að flýta fyrir en Sara hefur nú reyndar litla þörf fyrir aðstoð. Fastagestir setjast gjarnan við eitt borð þegar traffíkin er mikil. Annars er hver í þögn við sitt borð. Þetta er jú morgunstund, sem maður vill hafa í friði fyrir sig. Fyrir því er gagnkvæm virð- ing hjá morgunköttunum.“ Friðrik segist líta á Gráa köttinn sem Mokka sinnar kynslóðar og þó svo að hann sé þar mest á virkum morgnum lítur hann einnig inn um helg- ar. „Þá nær maður iðulega löngum laugardags- morgni í afskaplega skemmtilegum félagsskap,“ segir hann. Morgunblaðið/Ásdís Grái kötturinn: Friðrik Erlingsson tekur daginn iðulega snemma á Gráa kettinum. Tekur daginn snemma  FRIÐRIK ERLINGSSON GUNNAR Dal, heimspek- ingur og rithöfundur, seg- ist hafa tilheyrt miðbæj- arklíkunni frá sjö ára aldri eða síðan 1930. „Café París er síðasti áfanginn í löngum kaffi- húsasetum,“ segir hann. „Þessi svokallaða gamla miðbæjarklíka, sem var eitt sinn á Skálanum, Borginni og Laugavegi 11, endaði fyrir svona sjö til átta árum á Café Par- ís. Ég kalla þetta klíku svona til gamans en þarna er alls konar fólk, sem er að fá sér kaffi og hitta aðra í morgunsárið. Það hefur verið siður eins lengi og ég man eftir mér að svona listamannaspír- ur, málarar, rithöfundar og pólitíkusar mættu á kaffihús á einhvers konar skóla. Þetta var æfingavettvangur eftir útskrift úr mennta- skóla eða háskóla en þá tekur við, að minnsta kosti hjá rithöfundum og blaðamönnum, það sem heitir símenntun. Kaffihúsalíf er ekkert annað en símenntun. Menn eru ekki alltaf að þvaðra um veðrið og pólitík, menn eru að tala um alvarlega hluti. Þetta er meira á menning- arlegum nótum heldur en fjölmiðlaumræða. Það hefur alltaf verið þannig að þeir sem eru að vinna að sköpun þurfa að blása og þeir þurfa að máta sínar hugmyndir og bera þær undir aðra og vita líka hvað aðrir eru að gera. Þannig að í gamla daga voru það listamenn sem voru kjarninn í kaffihúsalífinu og svona áhuga- menn um eitt og annað og það sem kölluð voru neftóbaksfræði hér í eina tíð. Þú veist hver þjóðsöngurinn er? „Heimskingjarnir hópast saman, hafa hver af öðrum gaman, og eftir því sem þeir eru fleiri verður heimskan meiri.““ Café París: Guðmundur Norðdal, Sigurlaugur Þorkelsson og Gunnar Dal eru í gömlu miðbæjarklíkunni. Gunnar segir kaffihúsalíf símenntun. Á kaffihúsi frá sjö ára aldri  GUNNAR DAL Morgunblaðið/Ásdís krgu@mbl.is Ég bý uppi í Þingholtsstræti og rölti oftinn á Jómfrúna í Lækjargötu og fædanskt smurbrauð,“ segir Einar Sig- urjónsson lögmaður hjá Lögmönnum, Höfða- bakka. Hann segist fljótlega hafa farið að venja komu sína á staðinn eftir að hann var opnaður. „Ég rambaði þarna inn og fannst hann vera við mitt hæfi. Þægilegur og góður matur en öðru- vísi en á öðrum stöðum og góð þjónusta. Eftir því sem maður kemur oftar þá kynnist maður starfsfólkinu betur. Þarna er hægt að setjast inn með blöð og bók og fá sér að borða í róleg- heitunum. Það amast enginn við manni þó að mikið sé að gera. Þetta er svona afslappað. Ég hef borðað hjá Idu Davidsen í Kaupmannahöfn og einu sinn hafði Jakob á Jómfrúnni hringt á undan okkur en mér finnst Jakob að mörgu leyti betri heldur en hún. Hann smyr brauðið jafnóðum og það fer aldrei á diskinn hjá hon- um nema nýsmurt en á öðrum stöðum, jafnvel erlendis, er brauðið búið að standa í 20–30 mín. Það munar því. Brauðið verður klesst.“ Einar segist oft draga fjölskylduna og vini með sér og þarna hittast gamlir samstarfs- menn hans úr Fjárfestingarbankanum fyrir jól- in og gæða sér á jólahlaðborðinu. „Ég hitti líka ýmsa í tengslum við viðskipti, sem vita að ég hef gaman af að koma þarna,“ segir hann. „Sumir gera grín að mér og segjast geta geng- ið að mér vísum á Jómfrúnni ef þeir finna mig ekki.“ Morgunblaðið/Ásdís Jómfrúin: Feðginin Hrund Einarsdóttir og Einar Sigurjónsson eru ánægð með veitingarnar. Staður við mitt hæfi  EINAR SIGURJÓNSSON Konur eru grimmar hver við aðra þegar þær hafa karl- mann í sigtinu eða standa í annarri samkeppni. Það birt- ist meðal annars í smá- smugulegum athugasemdum um útlit, hugsun eða hegðun annarra kvenna, sérstaklega þeirra sem þær eru í mestri samkeppni við. Þær beita samstarfsfélaga óbeinum og illmælanlegum árásum til að ryðja þeim úr vegi. Veita útlitinu athygli „Konur sem eru í þessum ham veita útliti annarra kvenna sérstaka athygli og stinga puttanum miskunn- arlaust í veiku blettina,“ seg- ir Maryanna Fisher við York- háskólann í Torontó í Kan- ada. Hún gerði rannsókn á munnlegu birtingarformi í samkeppni milli kvenna. Hún segir að hversdags- legt tal milli þeirra aukist en verði kjaftasögukennt þegar spenna er á milli þeirra. Kvikindislegar sögur geta sprottið fram og grafið und- an þeirri sem ógnar mest. Stundum hefur þessi til- hneiging verið kölluð öfund. „Þú hefur fitnað,“ gæti ein fengið yfir sig. Beinar at- hugasemdirnar gætu verið í þessum dúr: „Þú ert eins og úfin hæna um hárið“, „Af hverju læturðu ekki lita á þér hárið, það er svo öm- urlegt“, „Hvar fékkstu þessa blússu, hjá Hjálpræð- ishernum?“ Þessar eru þó bara saklausar athugasemdir í samanburði við tvíræða grimmdina sem getur leynst á bak við orðin. Hvað þá at- hugasemdir sem sagðar eru við eina konu um aðra: „Sjáðu hvað hún er alltaf ósmekkleg, sjáðu skóna ... það er hörmung að sjá þetta. Aumingja maðurinn hennar.“ Hormónaflæði skýringin Fisher útskýrir þetta kuldalega hátterni meðal annars með hormónaflæði. Það ber meira á svínslegum athugasemdum þegar estró- gen kynhormónið mælist hátt eða í miklu magni. Fish- er segir athugun sína vera hluta af stærri rannsókn og hún ætli nú að skoða fleiri leiðir sem konur beiti hver aðra í samkeppni. Hún segir að niðurstöð- urnar ættu ekki að koma þeim á óvart sem fylgst hefðu með þáttunum Beðmál í borginni (Sex in the City), því handritshöfundar þess þáttar hafi augljóslega þekkt þessa grimmu tilhneigingu kvenna. Konur geta verið grimmar  SAMKEPPNI guhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.