Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 47
móður þeirra. Fyrir börnin var æv- inlega hátíð að vera hjá Ellu og Hirti, Binna og Benna. Hjónin voru sam- hent og ásamt sonunum tveimur mynduðust sterk fjölskyldutengsl. Við sendum eiginmanninum Hirti, sonunum Brynjólfi og Benedikt ásamt fjölskyldum og föðurnum Brynjólfi Karlssyni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, sem og öllum þeim er sakna Ellu. Minning hennar lifir. Ella er nú laus úr viðjum sjúkdóma og þjáninga þessa heims og uppsker vellíðan og sátt. Með þökk og virðingu. Fjölskyldan Safamýri 15. Með fáeinum orðum langar mig til að minnast Elínar Brynjólfsdóttur. Kynni okkar hófust í Safamýrinni fyrir um 30 árum. Fyrir sex ára aldur urðum við nánir vinir jafnaldrarnir, ég og Binni sonur hennar. Við Binni urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af einstaklega samheldn- um og skemmtilegum bekk í Álfta- mýrarskóla og þar sköpuðust sterk vináttubönd og félagsandi sem varir enn. Í Safamýrinni leið lífið oftast áfram eins og lítið ævintýri þar sem við félagarnir eyddum saman flestum stundum í boltasparki eða við annað brall, hvort sem var vetur, sumar, vor eða haust. Ég varð líkt og ýmsir aðrir úr gamla vinahópnum snemma tíður gestur á heimili þeirra Ellu, Hjartar, Binna og Benna. Þangað var ætíð einstaklega gott að koma þar sem þau Ella og Hjörtur lögðu mikla rækt við að hlúa sérlega vel að okkur strákunum í öllu tilliti og voru miklir höfðingjar heim að sækja. Mestu varðaði að á meðan flestir fullorðnir voru eins og títt er allt of niðursokkn- ir í hversdagsleg áhugaefni fullorð- inna gáfu þau Ella og Hjörtur sér alltaf tíma til að rækta samskiptin við okkur strákana á jafningjagrundvelli og uppskáru fyrir það verðskuldaða virðingu okkar og aðdáun æ síðan. Ég minnist Ellu sem aðsópsmik- illar og hjartahlýrrar konu sem var ávallt reiðubúin að fórna tíma sínum og orku svo við strákarnir gætum haft það sem best. Ella var mikil fjöl- skyldukona í bestu merkingu þess orðs og hélt alla tíð sérlega glæsilegt heimili þar sem maður var ævinlega aufúsugestur. Eftir að við komumst á fullorðinsár og Binni flutti að heiman hefur eins og oft vill verða orðið minna um samgang. Þótt ég hafi frétt af erfiðum veikindum Ellu þá er and- lát hennar svo langt fyrir aldur fram óvænt og hryggilegra en orð fá lýst. Kæru Hjörtur, Binni eldri, Binni, Benni, og fjölskyldur. Ég kemst ekki hjá því að minnast fjölmargra ógleymanlegra samverustunda úr æsku sem þið og þó einkum Ella hafði veg og vanda af að skapa okkur. Vil ég með þessum fátæklegu orðum heiðra minningu Ellu og þakka henni og ykkur, sem sjáið nú á bak eigin- konu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, fyrir þann vinskap og hlý- hug sem þið hafið ævinlega sýnt mér. Bið ég þess að almættið veiti ykkur von og styrk á þessum erfiðu tíma- mótum. Pétur Leifsson. Þegar andlátsfregn góðs vinar berst veldur það jafnan róti í huga. Svo fór þegar mér barst fregnin um andlát Elínar Brynjólfsdóttur. Leiðir okkar Ellu lágu saman í öldungadeild MH fyrir um 20 árum. Í fyrstu var ég hálffeimin við þessa glæsilegu, alúð- legu „drottningu“. Þrátt fyrir að að- stæður okkar væru um margt ólíkar varð okkur strax vel til vina. Hún ein- birni – ég elst af stórum systkina- hópi. Hún heimsborgari – ég sveita- barn. Hún akandi á glæsikerru – ég hlaupandi í strætó. Síðar kom í ljós að við áttum margt sameiginlegt annað en að mætast á sama stað til að afla okkur aukinnar víðsýni og þekkingar. Fljótt kom í ljós að Ella var skarp- greind, ákveðin, ábyrg og úrræðagóð persóna. Hjálpsemi hennar og hjartahlýja var einstök. Aldrei kvart- aði hún í sínum löngu og ströngu veikindum þótt ástæður væru ærnar. Hún stóð traust við hlið eiginmanns- ins, var umhyggjusöm og fórnfús móðir, kærleiksrík dóttir og traustur vinur vina sinna. Þau hjón Ella og Hjörtur voru höfðingjar heim að sækja og á glæsilegu heimili þeirra ríkti heimilishlýja og hjálpsemi. Þar báru heimilismenn gagnkvæma virð- ingu hver fyrir öðrum og fyrir mann- eskjunni hver sem hún var. Ella var húsmóðir með stórum staf. Hún gerði slátur, sultur, kæfu, hakkaði kjöt og fisk, saltaði og súrs- aði til vetarforða. Hún bakaði þau bestu brauð sem ég hafði þá smakkað og ekki lét hún sig muna um að útbúa ríkmannlegar stórveislur, jafnvel við minnstu tilefni. Í huga mínum var Ella snillingur að hverju sem hún gekk. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við Haukur þakka Ellu alla henn- ar miklu velvild og hjálpsemi okkur til handa. Elsku Hjörtur, Binni, Benni og fjölskyldur ykkar og Brynjólfur eldri. Á þessari stundu bið ég góðan Guð að styrkja ykkur. Megi minning- in um ástkæra eiginkonu, umhyggju- sama móður og dóttur lifa í hjarta ykkar og veita ykkur styrk til að tak- ast á við lífið sem heldur áfram. Með þessum ljóðlínum kveð ég Ellu með djúpri virðingu og þökk. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina að þar er konan mikla hjartahreina. (Davíð Stef.) Blessuð sé minning Elínar Brynj- ólfsdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Við kynntumst Ellu, mömmu hans Benna vinar okkar, þegar leiðir okk- ar lágu saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Við vorum eins og gráir kettir hver á annars heimili á þessum tíma og heima hjá Benna tók Ella alltaf fagnandi á móti okkur af sinni óviðjafnanlegu gestrisni. Þá gilti einu hvort við vorum að leggja af stað út á lífið að kvöldi eða mættum kaldir og hraktir klukkan fimm að morgni eftir langt og erfitt útstáelsi. Það var engu líkara en hún þyrfti aldrei að sofa og umburðarlyndið var takmarkalaust. ,,Eruð þið ekki svangir?“ spurði Ella okkur og beið ekki eftir svari heldur töfraði strax fram sautján sortir mat- ar. Góðlátleg stríðni fylgdi svo oftar en ekki þegar hún sá úlfhungraða stráklingana tæma matarbúr fjöl- skyldunnar og hún hvatti okkur til dáða með orðunum: ,,Borðiði nú, elskurnar mínar, þetta er ónýtt hvort sem er.“ Í okkar hópi fylgir henni ávallt sú heiðursnafnbót sem við gáf- um henni á menntaskólaárunum og við köllum hana aldrei annað en Ellu- mömmu. Við þökkum henni fyrir samfylgdina og yndislegar minning- ar. Benna, Binna, Hirti og Binna afa vottum við okkar dýpstu samúð. Atli Rafn, Bjarni Páll, Einar Þór, Finnur, Henry, Magnús og Valdimar. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar hinstu kveðju. Votta tár á vinarkinn væntumþykju sanna. Hljómar glaður hlátur þinn í heimi minninganna. Oft við saman áttum för út um lífsins grundir. Í grænni laut með glens á vör glaðar höfðum stundir. Þú alltaf veittir okkur lið í erli og striti dagsins. Hafðu þökk, næst hittumst við handan sólarlagsins. Komið er nú að kveðjustund, kæra vinan blíða. Með eilífðinni áttu fund því allir verða að hlýða. (H. S.) Minningin lifir í hjörtum okkar um góða og hugrakka vinkonu. Ragnheiður og Hafþór, Anna og Guðmundur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 47 ILSE EMILIE FRIEDA GUÐNASON ✝ Ilse EmilieFrieda Guðna- son var fædd í Hamborg í Þýska- landi 24. ágúst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 27. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Heinrich For- thmann, f. 2. maí 1889, d. 16. mars 1948, og Emilie Forthmann, f. 11. júní 1891, d. 5. jan. 1973. Systkini hennar voru: Lieschen Peters, f. 16. maí 1916, og Karl Heinz Forthmann, f. 20. júní 1922, d. 1944. Hinn 28. maí 1940 giftist Ilse Haraldi Guðnasyni, f. 30. sept- ember 1911. Synir þeirra eru: 1) Áki Heinz, f. 4. feb. 1947, var kvæntur Kristínu Gísladóttur; þau skildu. Dóttir þeirra er Sig- ríður, f. 24. des. 1976, sambýlis- maður hennar er Örn Ingi Arn- arson og sonur þeirra Haraldur Daði. 2) Torfi Sigurbjörn, f. 5. apríl 1950, kvæntur Binnu Hlöð- versdóttur. Börn þeirra eru: Ív- ar, f. 26. nóv. 1977, og Ester, f. 11. júní 1979. Útför Ilse hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. rúmuðust ekki lengur í kassanum. Mér fannst við vera svo rík.“ Úr öllu þessu rættist vel og síðustu fjóra áratugina hafa þau Ille og Haraldur búið í rúmgóðu húsi við Bessastíg 12 þar sem bækur og skraut- munir þekja flesta veggi á báðum hæð- um. Ille var óforbetran- legur safnari. Hún safnaði frímerkjum og naut stundanna yfir þeim. Hún safnaði biblíum og bók- um um Grænland, svo að fátt sé nefnt. Hún hafði mikla ánægju af því að sýna söfn sín. Hún átti ótal pennavini í öllum álfum heims, skrifaði þeim mörgum á esperantó sem hún kunni vel. Henni féll aldr- ei verk úr hendi. Ef tóm stund gafst lagðist hún yfir púsluspil æg- istór, eða saumaði út. Hún var ein- staklega hög til handa, teiknaði t.d. útsaum fyrir konur í Eyjum. Teppi hennar með kelímspori hanga víða, sum gríðarstór, eins og í anddyri sjúkrahússins og bókasafnsins í Eyjum, en önnur minni, t.d. þau sem héngu yfir höfðagafli sona minna heima og hún gaf þeim. Þau bera vott um mikla iðni og hagvirkni því að í þennan erlenda saum blandaði hún alls konar íslenskum myndum, nöfnum og táknum. Ille lét aldrei sitt eftir liggja í neinu. Áður en synir þeirra Har- alds fæddust vann hún í mötuneyti Einars ríka Sigurðssonar þar sem kostgangarar voru margir og mat- lystugir. Og eftir að þau fluttust með Áka og Torfa á Brekastíginn, í hús þar sem Sigurbjörn Sveins- son, barnabókahöfundurinn vin- sæli og vinur þeirra hafði búið, seldi Ille fæði stórum hópi manna um árabil. Hún var mikill og góður kokkur, langt á undan samtíðinni í hollustu, og það er engin tilviljun hvað Haraldur, bóndi hennar, er vel á sig kominn þótt á tíræðisaldri sé. Síðar, þegar matsala lagðist af, vann hún í prentsmiðjunni Eyrúnu og þar hafði hún í öllum þumlum við hvern mann. Enginn snepill fór í gegnum prentvélarnar án þess að honum væri til haga haldið. Hún sinnti okkur krökkunum sem kom- um þangað í viðskiptaerindum með tuskur til að fá renninga fyrir; allt eftir föstum verðhlutföllum. Eftir gosið 1973 hóf hún svo að vinna með manni sínum að endurreisn bókasafnsins og fannst þá eins og jafnan áður gott að róa á sama borð og hann. Hún afgreiddi á safninu með Haraldi þar til starfs- ævi hennar lauk. Hún skrifaði á Kær vinkona hefur kvatt, Ille Guðnason. Það var óvænt þótt nokkuð væri hún ellimóð og ætti einu missiri fátt í nírætt. Þegar við sáumst síðast, um miðjan febrúar í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, var yfir henni ró, henni leið vel, betur en oft áður, og ekkert farar- snið að sjá. Hún sat ýmist frammi eða lá út af á beði sínum með þýskan doðrant í höndunum og gleraugu á nefbroddinum. Hún gerði að gamni sínu og lagði til málanna þegar við Haraldur, mað- ur hennar, sátum á skrafstólum, en hann var í selskaps-innlögn hjá konu sinni á spítalanum. Ille var þýsk. Ég skrifaði stund- um á bréf til hennar: Ilse Emilie Frieda, Forthmann geborene, og hún hafði gaman af því. Hún sagði raunar að sér þætti það kyndugt nú að skrifa sig son tengdapabba; Elsa Hinriksdóttir væri réttara, en hún hefði ekki þekkt annað, né viljað annað, þegar sr. Jón Skagan pússaði þau Harald saman vorið 1940. Hún unni Þýskalandi og þýskri tungu, en sagði mér einu sinni frá því hvað hjarta sitt hefði hitnað þegar hún flaug að landinu frá Þýskalandi og fjallatindar og jöklar risu úr sæ. „Ég fann þá hvað ég er meiri Íslendingur en Þjóðverji.“ Ille kom fyrst til Ís- lands 1936, eftir nokkra lífs- reynslu, rétt rúmlega tvítug. Hún vildi forða sér frá nasistum, hataði þá og bölveg þeirra frá innstu hjartans rótum, og því meira sem árin liðu því að hún saknaði bróður síns sem féll í þeirri vitfirringu sem þeir settu af stað. Ille vann fyrst á Sólheimum í Grímsnesi, á frumbýlingsárunum þar, og harð- neitaði síðar boði doktors sendi- herra, hins þýska, um vinnu í hús- um hans í Reykjavík og vildi ekkert með hann eða hirðhyski nasista hafa. Enda snerti breska setuliðið ekki hár á höfði hennar þegar Þjóðverjum var smalað sam- an eftir hernámið í maí 1940 og þeir sendir burt. Eftir giftinguna voru þau Ille og Haraldur í sum- arvinnu í Landeyjum en fluttust til Eyja síðla þess árs, 1940. Þar hafa þau búið síðan. Þótt Haraldur væri Landeyingur var hann kunnugur í Eyjum, hafði verið þar á vertíð frá 1930. Það var þröngt um þau fyrstu árin, enda húsnæðisleysi mikið í Eyjum og skortur á mörgu. Innbúið var einfalt. M.a. var tré- kassi einn hafður fyrir bókahillu. „Ég var svo óumræðilega glöð og hamingjusöm,“ sagði hún einu sinni, „þegar bækurnar okkar útlánskortin sinni fögru þýsku hönd, var rösk við öll störf þar og sá um að reglum væri fylgt. Best var hún í viðgerðum. Hún hélt til haga neðanmálssögum blaðanna, klippti þær út og gerði úr þeim bækur, vinsælar útlánsbækur. Það var gott að vinna með Ille, og tals- vert aðhald í því. Auk þessa fékkst hún dálítið við þýskukennslu í gagnfræðaskólanum um tíma og sinnti líka leiðsögu fyrir þýska ferðamenn um gosslóðir árum saman. Þar eignaðist hún marga vini. Stundum er alið á fordómum um þjóðir og kynþætti, og er það eng- um hollt. Einhvern veginn var Ille samt eins og blindfelld í þá góðu mynd sem iðulega er dregin upp af Þjóðverjum; hún var iðin, úrræða- góð, praktísk, nákvæm, sparsöm, nýtin, nægjusöm, reglusöm. Hún hafði auga fyrir öllu sem verksn- úður var í. En hún var líka bón- góð, vinholl og skemmtileg ef henni fannst það passa. Ille hafði mjög sterka tilfinningu fyrir því sem er ekta, hún þoldi ekki fals, hégóma eða yfirlæti, að ekki sé minnst á óreglusemi sem var henni þyrnir í holdi og þá voru engar gælur á tungunni. Hún tranaði sér aldrei fram en vann vel að því sem hún var kvödd til í samtökum kvenna í Vestmannaeyjum. Henni var annt um sæmd sína og síns fólks. Það væri sannarlega auð- veldara að reka þjóðfélagið ef allir væru eins og Ille, og það með góð- um afgangi á öllum póstum. Heimili þeirra Ille og Haralds var og er vinarhús þar sem manni líður vel af því hve hlýlega og rausnarlega er tekið á móti gest- um. Þeir hafa verið margir í gegn- um árin, úr Eyjum, ofan af landi eða úr útlöndum, oft stórir hópar. Margir geyma í huga sér góðar minningar um Ille Guðnason. Ungur kom ég mér í mjúkinn hjá henni og hún var mér ávallt holl í huga, og fyrirgaf mér meira en ég átti skilið. Þegar ég bisaði við að stytta skólagöngu mína og spara fé með sumarlestri fór svo að ég missti nær alveg af bekkjar- kennslu í þýsku. Ég fékk að ganga í þýskutíma til Ille og það bjargaði prófinu. Strangur agi var meðan kennslan stóð í hennar húsi. Þegar ég svo kvaddi að hausti og vildi gera upp reikninga þá dró hún fram nákvæmt bókhald sitt, horfði í það þögul góða stund, þó ögn eins og annars hugar, en sagði svo: „Ég vona að þér gangi vel á prófinu.“ Ég kveð hana með orðum Hein- es: Doch weiter, weiter, sonder Rast, Du darfst nicht stille stehn; Was du so sehr geliebet hast, Sollst du nicht wiedersehn. Veri hún Guði falin. Það er gott að geyma minningu hennar í þeirri trú að allt verði nýtt þegar lúður gellur á hinsta degi. Helgi Bernódusson. GUÐNÝ K.A. VIGFÚSDÓTTIR ✝ Guðný Vigfús-dóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1914. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 29. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jensína Valdimarsdóttir, f. 9.10. 1891, d. 7.9. 1969, og Vigfús Þor- kelsson, f. 24.6. 1885, d. 16,10. 1953. Útför Guðnýjar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guð blessi minningu ömmu okkar. Margrét og Stefanía. Elsku amma mín. Ég þakka þér öll árin okkar saman og hvað þú reyndist mér alltaf vel. Þú varst til staðar, hvað sem á gekk, studd- ir mig og veittir mér styrk. Ég mun ætíð minnast þín með gleði og sökn- uði í bænum mínum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þinn sonarsonur, Þorlákur Gestur Jensen. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.