Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 45 fyrir að hafa fengið að vera þátt- takendur í lífi þínu og fjölskyldu þinnar. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. Megi Guð vernda og styrkja eft- irlifandi ástvini þína. Sigurjón, Rannveig, Hallfríður, Hólmsteinn og börn. Kveðja frá Kvenfélaga- sambandi Íslands Það var vorið 2001 sem við starfsmenn og stjórn Kvenfélaga- sambands Íslands kynntumst Bryndísi Birnir eins og við nefnd- um hana. Hún kom til okkar á skrifstofu KÍ, Húsfreyjunnar og Leiðbeiningastöðvar heimilanna ásamt vinkonu sinni og kórfélaga, Rut Helgadóttur, sem þá var rit- stjóri Húsfreyjunnar. Við þurftum aðstoð við að fjölga áskrifendum og sölustöðum tímaritsins og þetta verk tók Bryndís að sér með glöðu geði og reyndist okkur hið besta. Hún var frábær liðsmaður, iðin og áhugasöm og lagði metnað sinn í að þetta ætlunarverk okkar tækist sem best. Það duldist okkur ekki að Bryn- dís gekk ekki heil til skógar og við vissum að oft var hún veik. Hún var falleg kona sem stafaði af hlýja, gleði og ferskleiki. Hún var einstaklega hugrökk, ljúf og hjálp- söm. Hún kom og vann ævinlega með okkur þegar hún gat því við komið veikinda sinna vegna. Það var sannarlega ánægjulegt að hún skyldi geta verið með okkur á 33. landsþingi KÍ sem haldið var á Hallormsstað í júní sl. Einnig var það mjög ánægjulegt að hún skyldi treysta sér til þess að sækja fund til Noregs sumarið 2002 ásamt varaforseta KÍ fyrir hönd sam- bandsins. Auk þessa sat hún nokkra formannaráðsfundi KÍ. Þó að Bryndís Birnir stæði stutt við á skrifstofu KÍ munum við lengi minnast hennar með söknuði og trega og harma það að hún skuli ekki oftar koma í heimsókn til okkar. Stjórn og starfsmenn KÍ senda fjölskyldu Bryndísar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bryndísar Birnir. F.h. stjórnar og starfsmanna Kvenfélagasambands Íslands Kristín Guðmunds- dóttir, framkvæmda- stjóri KÍ, Helga Guðmundsdóttir, forseti KÍ. Látin er góð vinkona mín, Bryn- dís Birnir. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þessa ein- stöku konu sem kenndi okkur öll- um svo mikið um baráttuna við ill- vígan sjúkdóm. Ég hef aldrei kynnst eins jákvæðri og æðru- lausri persónu sem var töffari inn að beini. Í fjölda ára lifði hún í skugga þessarar meinvættar og hafði ávallt óbilandi trú á lækn- ingu. Á þessu erfiða tímabili urð- um við nánar vinkonur og spjöll- uðum mikið saman um lífið og oft líka um dauðann. Hún smitaði út frá sér góðvild með brosi sínu og athöfnum, því skemmtileg var hún og nálægð hennar góð. Mér koma í hug miklu fleiri lýsingarorð sem sýna fram á yndislega eiginleika Bryndísar. Ef ég kafa hins vegar eftir einhverju neikvæðu við vinkonu mína nefni ég hversu símafælin hún var. Hún gerði sér fulla grein fyrir því og átti þess í stað til að birtast óvænt á þröskuldinum. „Sá er vinur er í raun reynist“ á vel við þegar talað er um Bryndísi. Aldrei get ég sætt mig við að vinir hverfi frá mér, hvað þá í slíka langferð sem hér um ræðir, en ég hugga mig við það að Bryndís mín þurfti ekki að bíða lengi rúmliggj- andi og sárþjáð eftir líkninni sem dauðinn er í þessum tilfellum. Ég samhryggist börnum hennar og barnabörnum sem missa nú mikið. Ef aðeins hluti af mann- kostum Bryndísar blundar í þeim mun þeim vegna vel í lífinu. For- eldrum hennar sem nú hafa misst frumburð sinn færi ég innilegar samúðarkveðjur. Hrafnhildur Gunnlaugs- dóttir og fjölskylda. Við sitjum hér vinkonurnar og rifjum upp allar góðu stundirnar sem við áttum með Bryndísi vin- konu okkar. Það er sárt til þess að hugsa að við komum ekki til með að hitta hana aftur. Það var svo gott að hlæja með henni og spjalla við hana um alla heima og geima. Minning um kæra vinkonu mun ávallt vera í hjörtum okkar. Við skiljum við hana með söknuði blöndnum gleði yfir að hafa fengið að njóta þess að kynnast henni. Við kveðjum kæra vinkonu og þökkum fyrir samfylgdina. Við biðjum Guð að vaka yfir fjölskyldu hennar á þessum tímum sorgar og saknaðar og biðjum þess að hann gefi þeim styrk. Elsku Bryndís. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð að bænum þeirra sem þú elskar aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Guðríður (Guja), Jóhanna, Sóley Gyða og Þórdís. Við kveðjum Bryndísi Birnir, vinkonu okkar, með Blómasögu Davíðs Stefánssonar. Um leið og við lútum höfði þökkum við henni elskuna, bjartsýnina, baráttuna og allt annað sem hún gaf okkur og kenndi. Bryndís var engin venju- leg manneskja. Megi minningin um hana vaka yfir ástvinum henn- ar og færa þeim gleði og frið. Um engi og tún og ásinn heima ég aftur reika, sezt í brekkuna silkimjúka og sóleyjarbleika. Milt var sunnan við moldarbarðið og melinn gráa. Þar fagna mér ennþá fífillinn guli og fjólan bláa. Engan leit ég mót ljósi himins ljúfar brosa en dúnurt fríða, sem dagsins bíður í döggvuðum mosa. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Bryndís Valgeirsdóttir, Einfríður Aðalsteins- dóttir og Vigdís Gríms- dóttir. Við félagar í Álftaneskórnum kveðjum í dag Bryndísi Birnir sem var einn af stofnfélögum kórsins. Hún var alla tíð virk í kórstarfinu þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Okkur eru ofarlega í huga margar ógleymanlegar ferðir kórs- ins, m.a. síðasta sumar þar sem við nutum samvista við hana, sungum og áttum yndislega daga í sólskini við hlýlegar móttökur vinakórs í Svíþjóð. Bryndís var heimskona, átti auðvelt með að læra tungumál og var mikill fagurkeri. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá henni hvað sem um var rætt; heimsmál, matargerð, tónlist, menningu eða myndlist. Bryndís hafði einstakt lag á að lýsa upp umhverfi sitt með kímni- gáfu, hlýju og glaðværð. Hún var næm fyrir tónlistinni og vílaði ekki fyrir sér að syngja bassa eða tenór sjálfri sér og okkur hinum til skemmtunar ef svo bar undir. Við minnumst hennar með þakk- læti fyrir það sem hún gaf okkur kórfélögum með nærveru sinni, hennar er sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hennar og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Félagar í Álftaneskórnum. Ekki verður sagt að okkur sund- félögunum hafi komið á óvart þeg- ar Þóra, vinkona Bryndísar, til- kynnti okkur að hún hefði látist fimmtudaginn 4. mars sl. Við viss- um að hún hafði í mörg ár barist við krabbamein en hún var alltaf staðráðin að hafa sigur í þeirri baráttu. Sláttumaðurinn slyngi var hins vegar á öðru máli og batt enda á lífsgöngu Bryndísar. Við kynntumst Bryndísi fyrir nokkrum árum þegar hún og Þóra fóru að tylla sér hjá okkur hádeg- issundgörpum í nuddpottinum í Laugardalslauginni. Tóku þær virkan þátt í umræðum dagsins og var oft glatt á hjalla. Var ekki laust við að við söknuðum þeirra þegar þær höfðu ekki sést í nokkra daga og var þá gjarnan spurt hvar frúrnar skyldu nú vera. Við sáum Bryndísi síðast fyrir nokkrum vikum og var okkur þá ljóst að mjög var af henni dregið. Við minnumst Bryndísar sem glæsilegrar konu sem ætíð gekk bein í baki og gaman var að ræða við. Við söknum hennar og vottum aðstandendum samúð okkar. Hún var sannur sundfélagi. Sundfélagarnir. Það var í byrjun mars sem ég fékk þær sorgarfréttir að hún Bryndis Birnir væri látin en hún átti við erfið veikindi að stríða í mörg ár. Leiðir okkar Bryndísar lágu fyrst saman í gegnum bróður hennar Björn er ég giftist inn í þessa sómafjölskyldu fyrir rúmum 20 árum. Og þrátt fyrir að leiðir okkar Björns skildi hélst vinátta okkar Bryndísar allt fram á þenn- an dag er ég kveð fyrrverandi mágkonu mína og vinkonu. Og nú að leiðarlokum þegar minningar- brotin raðast upp eins og perlur á bandi, eru þau umvafin birtu og hlýju sem aldrei bar skugga á. Og ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa átt vináttu þessarar ynd- islegu konu. Bryndís var bráðmyndarleg kona – heimskona þótti mér alltaf. Hún var létt í skapi, skemmtileg og skarpgreind og traust sínum nánustu. Hún var ein þeirra sem kvartaði aldrei heldur sá frekar björtu hliðarnar. Hún giftist ung Guðmundi Helgasyni og eignuðust þau 4 ynd- isleg börn. Upp úr hjónabandinu slitnaði hins vegar þegar börnin voru stálpuð og bjó Bryndís í Breiðholtinu með börnum sínum eftir það. Við vorum báðar í þessum spor- um á svipuðum tíma og gengum oft í gegnum erfiða tíma, þá var gott að hafa hvor aðra að hringja í eða hittast yfir matarbita og ræða um lífið og tilveruna, vonir og þrár. Oftast endaði það í hlátri og skemmtilegheitum enda var Bryn- dís snillingur að sjá skoplegu hlið- arnar á hlutunum. Eitt er víst að ávallt var maður léttari í lundu eft- ir að hafa rætt við hana Bryndísi. Og þó að samband okkar væri ekki mikið síðustu árin vegna búsetu minnar erlendis voru tengslin óbreytt. Mér er svo minnisstæð kvöld- stundin sem við áttum saman stuttu áður en hún veiktist en það var þegar við vorum í bílnum hennar á leið til Reykjavíkur eftir að hafa verið í fermingarveislu í Stykkishólmi hjá Kristjóni, syst- ursyni hennar. Það sprakk dekk rétt áður en við komum að mynni Hvalfjarðarganganna og auðvitað var varadekkið ekki með. Davíð Örn sonur hennar var með það í skottinu á sínum bíl, nýbúinn að fara með það í viðgerð. Hvorug áttum við farsíma og það eina sem hægt var gera var að stoppa bíl og reyna að komast í símasamband við hann Davíð Örn. Ekki gekk það þrautalaust fyrir sig, bæði það að nærri enginn stoppaði og svo þeir fáu sem það gerðu áttu ekki síma. Og þarna sátum við, langt var til mannabyggða og ekkert um að ræða en að halda kyrru fyrir og bíða eftir að einhver stoppaði sem var með farsíma með sér. Ég held ég geti fullyrt að þetta var ein sú skemmtilegasta kvöldstund sem við Bryndís áttum saman. Við ræddum um heima og geima og reyttum af okkur hvern brandar- ann á fætur öðrum og hlógum lát- laust í fleirri klukkustundir þannig að tárin láku og varla hægt að hlæja lengur fyrir magaverk. Þetta atvik þykir mér lýsa Bryn- dísi hvað best. Alltaf sjá björtu hliðarnar, glaðleg og hress. Ég get því miður ekki fylgt Bryndísi til grafar í dag, en hugur minn er hjá fjölskyldu Bryndísar, börnum barnabörnum, systkinum og foreldrum sem staðið hafa eins og klettur við hlið Bryndisar i veikindum hennar og öðrum sem eiga sárt um að binda við ótíma- bært fráfalli hennar. Megi Guðsfriður fylgja þér, Bryndís mín, og takk fyrir allt. Andrea Jenny Gísladóttir. Okkur langar að kveðja kæra vinkonu okkar, Bryndísi Birnir, með orðum hr. Karls Sigurbjörns- sonar, úr bókinni Orð í gleði. Við þökkum henni samfylgdina og biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu hennar um leið og við vottum börnum hennar, foreldrum og öðr- um ásvinum, okkar innilegustu samúð. Í kyrrð bænarinnar, í þögn hjartans, syngja englarnir lofsöng, í höfugri kyrrð og hljóðlátum tærleik. Þar sem orð tjá hið ósegjanlega, mynd hrífur áhorfandann, tónlistin huggar þann sem syrgir, hláturinn smitar hópinn, þar eru þeir í nánd, englar Guðs. Þar sem hlý hönd er rétt til hjálpar og huggunar,þar er engill Guðs að verki. Þar sem bros breiðist yfir andlit og augu ljómaí gleði og hláturinn streymir frá hlýju hjarta, læknandi, svalandi, þar standa hlið himinsins opin upp á gátt. Erna, Nanna Guðrún og Lárus. Bryndís, mín elskulega systur- dóttir og vinkona, er kvödd hinstu kveðju í dag. Harmur nístir hjarta – minningar leita á hugann. Þegar Bryndís fæddist var ég tíu ára og fannst ég strax eiga þó nokkuð í þessari litlu frænku minni, sem var fallegust og best. Sú skoðun mín breyttist aldrei og við vorum alltaf tengdar sterkum böndum. Maggý systir mín, móðir Bryndís- ar, gætti mín þegar ég var lítil svo mér þótti sjálfsagt að ég fengi að gæta Bryndísar og hennar systk- ina. Þegar ég eignaðist börn gætti svo Bryndís minna barna. Þannig voru leikskólar þeirra tíma. Bryndís og vinkonur hennar, „Dísurnar“, voru alltaf aufúsugest- ir og minnast börnin mín margra skemmtilegra samverustunda. Ný- lega rifjuðu þau upp með henni ýmis skondin atvik, m.a. þegar þau áttu að fara að sofa hefðu þau læðst að dyrunum og reynt að hlera hvað þær væru að ræða frammi í stofu. Það gekk ekki allt- af vel að heyra hvað sagt var, því gamla kempan Roger Miller og fleiri hetjur voru snarlega settar á fóninn í stofunni svo ekkert annað heyrðist! Bryndís var lífsglöð, skemmtileg og góður vinur. Hún var falleg yst sem innst. Ég minn- ist þess er ég fór til hennar er hún bjó í Svíþjóð. Þá var hún í erfiðri meðferð við þeim sjúkdómi sem lagði hana að lokum. Þegar stund gafst milli stríða, tókum við frænk- urnar lestina í bæinn. Veðrið var yndislegt og sól skein í heiði. Bryndís var í fallegri ljósblárri silkidrakt og með ljósa hárkollu, sem henni líkaði ekki allskostar við. Þegar við komum inn í versl- anir eða vorum úti á götu, sneri fólk sér að henni og sagði henni hve hún væri glæsileg og spurðu svo hver klippti hárið á henni. Hún var snögg upp á lagið, þakkaði fal- leg orð og sagði að hún væri frá Íslandi og þar væru svo góðar hár- greiðslustofur! Síðan sneri hún sér að mér og sagði: „Svei mér þá, mér finnst eins og ekkert sé að mér!“. Bryndís hafði mikinn áhuga á tónlist og var söngurinn þar efstur á blaði. Hún var í Álftaneskórnum og eignaðist þar góða vini. Með þeim fór hún í söngferðalög og „gerði garðinn frægan“, eins og hún sagði. Hún hafði áður búið á Álftanesi og þangað vildi hún kom- ast aftur. Hún var búin að fá þar íbúð, sem hún átti að fá afhenta nú í maí og hlakkaði hún mikið til að komast þangað, því það var svo erfitt fyrir hana að ganga upp á fjórðu hæð þar sem hún bjó. Á þeim langa tíma sem hún barðist við vágestinn, heyrðist hún varla kvarta. Það var helst að hún segði „æ, hvað ég er orðin leið á mér“. Hún naut frábærrar að- hlynningar Sigurðar Björnssonar læknis og hans einstaka starfs- fólks, sem vöktu yfir hverju spori og sáu til þess með alúð að allt yrði gert til að létta þrautir sjúk- linga sinna. Öllu þessu góða fólki er þakkað og beðið Guðs bless- unar. Börnin hennar fjögur, tengda- dóttirin og litlu barnabörnin þrjú voru alltaf númer eitt hjá henni og hún var þeim góð móðir, tengda- móðir, amma og vinur. Sá tími sem þau fengu saman var alltof stuttur. Foreldrar og systkini sakna góðr- ar dóttur og systur og er missir þeirra allra mikill. Góður Guð gefi þeim sinn styrk á erfiðum tímum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning minnar ást- kæru Bryndísar. Guðrún Snæbjörnsdóttir. Elsku Bryndís mín. Það var sól og vor í lofti þegar Þóra vinkona hringdi og sagði að þú værir að kveðja. En mikið var gott að fá að faðma og kveðja þig og segja þér hvað mér þótti vænt um þig. Þú komst okkur öllum í opna skjöldu því þvílík Pollýanna ertu. Við héldum að núna loksins værir þú að hressast. Ég var farin að vonast til að þú myndir geta komist bráðum með okkur Þóru í líkamsræktina og sundferðir sem þér þóttu ómissandi, því þegar við vorum saman í ræktinni áður fyrr, sagði þjálfarinn að augnvöðvarnir hjá okkur væru best æfðu vöðv- arnir í stöðinni. Já, húmorinn og skemmtunin rak okkur áfram þá, því við gátum sko hlegið og brallað margt. Mér finnst ótrúlegt að þú eigir ekki eft- ir að kíkja inn í kaffisopa, áður en að þú leggur af stað í sveitina eins og við kölluðum það. Ég er svo dofin því stundur skilur maður ekki vilja Guðs og spyr afhverju? Þetta er búið að vera langur tími og strangt ferli og ekki auðvelt hjá þér, en þvílík hetja varstu. Lífið fór ekki mjúkum höndum með þig Bryndís mín en þú tókst því með svo stóískri ró sem ég skildi ekki, en lærði mikið af. Þú varst glæsi- leg kona frábær móðir og yndisleg vinkona. Ég kem til með að sakna þín meira en nokkur orð fá lýst. Votta börnum og öllum aðstand- endum mína innilegustu samúð. Þín vinkona, Danía.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.