Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Viðamikil kynning á íslenskrinútímaleikritun fór fram íThéâtre de l’Est parisien íParís fyrir skömmu og síð- ar í þessum mánuði verður kynningin endurtekin í Théâtre Varia í Brussel, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk leikrit eru kynnt á þennan hátt í frönskumælandi löndum. Kynnt voru fimm nútímaleikrit, þ.e. Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín, Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, Tattú eftir Sigurð Pálsson og And Björk of course … eftir Þorvald Þor- steinsson, auk þess sem Fjalla- Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson var leiklesinn. Að sögn Ragnheiðar Ásgeirsdóttir, sem hafði veg og vanda af kynning- unni ásamt Nabil El Azan leikstjóra, tókst kynningin afar vel. „Aðsóknin var mun meiri en gengur og gerist með leiklestra almennt hér í París og stór hluti áhorfenda var leik- húslistafólk. Það var greinilegt að áhorfendum fannst leikritin skemmti- lega framandi, ný og fersk.“ Ragn- heiður segir sex franska og belgíska leikstjóra hafa fengið 45 mínútur hver fyrir hvert verk og höfðu þeir al- gjörlega frjálsar hendur með útfærsl- una og fyrir vikið hafi þetta því verið skemmtilega fjölbreytt dagskrá. Að sögn Ragnheiðar vöktu nútíma- leikritin töluverða athygli og báðu margir í kjölfarið um eintak af verk- unum, þannig að leikritin eru víða í lestri í Frakklandi um þessar mundir. „Greinilegt var að leikritin töluðu sterkt til franskra áhorfenda og eiga þau því mikla möguleika hér,“ segir Ragnheiður, en þess má geta að til stendur að setja Englabörn upp hjá leikhópnum La Barraca í nánustu framtíð. Eina leiðin til kynningar Spurð um framhaldið segir Ragn- heiður drauminn vera að koma verk- unum á prent, en eins og er getur fólk nálgast leikritin í húsakynnum ANETH-stofnunarinnar, miðstöð nú- tímaleikritunar í París. „Síðan eru náttúrlega fleiri íslensk verk eftir aðra höfunda sem gaman væri að koma í þýðingu,“ segir Ragnheiður, en hún sá um þýðingu flestra verk- anna ásamt Nabil, Gérard Lemarquis og Katrínu Eyjólfsson. Í samtali við Morgunblaðið lýsti Þorvaldur Þorsteinsson ánægju sinni með kynninguna. „Belgíski hópurinn sem vann með And Björk of course … var svo metnaðarfullur að hann var í raun búinn að sviðsetja verkið alveg skuggalega vel, þannig að þetta var miklu meira en bara leiklestur. Mér skilst að hópurinn hafi hug á að klára dæmið og setja verkið upp í fullri lengd,“ segir Þorvaldur, en þess má geta að leikstjóri hópsins, Armel Ro- ussel, er upprennandi stjarna innan leikhúsheimsins í Brussel. Inntur eftir því hvaða þýðingu kynning á borð við þessa hafi, segir Þorvaldur hana vera mjög mik- ilvæga. „Svona kynningar eru ennþá eina leiðin fyrir okkur til að koma ís- lenskum leikritum á framfæri á er- lendri grundu. Það er ekki nóg að til sé góð þýðing á verkinu ef maður hef- ur engar leiðir til að koma verkunum í réttar hendur. Ég tala af reynslu því það var ekki fyrr en árið 2000 þegar hluti af leikritinu Maríusögur var fluttur í New York á kynningu á skandinavískri leikritun að það opn- uðust fyrir mér dyr t.d. inn í Evrópu í gegnum umboðsaðila sem sat í saln- um. Síðan þá hafa verk eftir mig verið sett upp bæði í Svíþjóð og Þýska- landi, auk þess sem And Björk of course … var leiklesið hjá Royal Court-leikhúsinu í Lundúnum síðla árs 2002.“ Veita þarf styrki til þýðinga Hrafnhildur Hagalín lét vel af leik- lestrinum þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá henni. „Svona leik- lestrum hættir reyndar alltaf til að vera dálítið ófullnægjandi vegna þess að þetta er hálfgert millibilsástand, þ.e. leikararnir hálftúlka verkið, en ég er samt býsna sátt við hvernig þau gerðu þetta.“ Spurð hvort eitthvað hafi komið sér á óvart í viðtökum áhorfenda við leikritinu segir Hrafn- hildur að franskir áhorfendur hafi hlegið mun meira og á öðrum stöðum í verkinu en hún átti að venjast þegar það var leikið hér á landi. Innt eftir því hvaða þýðingu það hafi að fá verkið þýtt og kynnt á er- lendum vettvangi segir Hrafnhildur framtak á borð við þetta afskaplega mikilvægt. „Við getum ekki pakkað íslenskum leikritum inn eins og mál- verki eða tónverki og sent þau í heimsreisu á eigin spýtur. Það verður alltaf að koma til þýðing á verkinu, þannig að það er mjög mikilvægt að við höldum úti öflugum bókmennta- kynningarsjóði sem veitir styrki til þýðinga. Ég verð að segja að þetta framtak Ragnheiðar og Nabils er frá- bært og mun örugglega skila ein- hverju þó að síðar verði. Kannski tek- ur það nokkur ár þar til eitthvað af þessum verkum verður sýnt enda gerast hlutirnir fremur hægt í þess- um efnum,“ segir Hrafnhildur, en þess má geta að síðar í vetur verður Hægan, Elektra leiklesið í Lyon, auk þess sem í undirbúningi er viðamikil uppsetning á verki hennar Ég er meistarinn í París 2005. Vert er að geta þess að Ragnheiður og Nabil standa í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík, Borgarleik- húsið og Listaháskóla Íslands fyrir kynningu á fjórum nýjum frönskum og belgískum leikritum sem verða leiklesin í Borgarleikhúsinu 18. og 19. maí nk. Verkin eru: Agnes eftir Cath- erine Anne í þýðingu Sigurðar Páls- sonar, Frú Ká eftir Noëlle Renaud í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur, Boðun til Benoit eftir Jean Louvet í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafns- sonar og Eva, Gloria, Léa eftir Jean- Marie Piemme í þýðingu Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur. Íslensk leikrit kynnt í París Þóttu skemmti- lega fersk og framandi Ragnheiður Ásgeirsdóttir Hrafnhildur Hagalín Þorvaldur Þorsteinsson silja@mbl.is HÖFUNDASMÍÐI hefur lengi verið ein af ástríðum Hlínar Agnars- dóttur. Hún hefur stýrt höfund- astarfi í báðum stóru leikhúsunum en er nú flutt í sitt eigið, hlúir að ný- græðingum í leikritaskrifum í Dramasmiðjunni, sem þær Margrét Ákadóttir starfrækja og bjóða upp á námskeið í flestum greinum leiklist- ar og aðra leiklistartengda þjónustu. Nú stendur Dramasmiðjan fyrir höf- undaleikhúsi í Iðnó sem er vitaskuld frábært framtak og kærkomin við- bót við þær leiðir sem íslensk leik- skáldaefni hafa til að þjálfa sig og koma verkum sínum á framfæri. Korter eftir Kristínu Elfu Guðna- dóttur er það fyrsta af fimm verkum sem verða sýnd í Iðnó fram á vor og eru afrakstur starfsins í Drama- smiðjunni. Það er einnig fyrsta verk höfundar í þessu formi og ber þess nokkur merki, bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu. Í verkinu eiga áhorfendur stefnu- mót við miðaldra karlmann í tilvist- arkreppu. Hann dreymir um hetju- legt líf, frægð, sitt „korter“, en hefur ekki einu sinni staðið undir þeim lág- markskröfum að bregðast ekki sín- um nánustu. Drykkja og ofbeldi hröktu konuna frá honum, dóttirin sem býr hjá honum nýtur engrar ástar eða athygli. Á þeim þremur korterum (eða þar um bil) sem sýn- ingin tekur veltir maðurinn sér upp úr lífskrísu sinni með hjálp annarrar leikpersónu sem trúlega er bæði hann sjálfur áður en lífið sneri hann niður og hans innri maður, krafturinn og lífsvilj- inn sem hann er ekki í snert- ingu við. Kristín Elfa er eins og ný- græðingum er tamt ófeimin við að beita öllum brögðum til að koma efni sínu til skila. Framvindan er óbundin tíma og rúmi á skyldan hátt og Arthur Miller beitti í Sölu- maður deyr, áreiðanlega ekki tilviljun, svo mjög sem aðal- persóna Korters er af ætt og kyni Willy Loman. Hér er líka beitt röddum af bandi til að tjá hugsanir, atlögu að skáldlegu líkingamáli í tali um aspir og rótar- kerfi þeirra og ránfugla á músaveið- um. Og í dramatískum hápunkti verksins hikar Kristín ekki við að beita melódramatískum brellum til að láta persónu sína loksins horfast í augu við afleiðingar skeytingarleysis síns. Öllum þessum meðölum beitir höfundurinn af þónokkru öryggi, þó deila megi um hvort svo stutt leikrit græði á svo mörgum vopnum á lofti. Verra er að þrátt fyrir hvað höf- undinum liggi augljóslega mikið á hjarta og komi því á framfæri af öll- um kröftum þá vantar að áhorfand- inn fái tilfinningu fyrir aðalpersón- unni. Þetta stafar sumpart af því hve meðvituð persónan er um lífskrísu sína og hve viljug hún er að ræða hana opinskátt og hispurslaust við sinn innri mann, verkið verður því engin opinberun fyrir manninn. Annað sem stendur Korteri fyrir þrifum er að vandamálin eru rædd á almennum nótum, en verða aldrei að sértæku persónulegu stríði manns- ins við sjálfan sig. Efni Korters er ágætlega fært í leikbúning, en efn- istökin eru hvað varðar innihaldið óleikræn. Án efa mun þessi fyrsta reynsla Kristínar Elfu af vinnu í leik- húsinu hjálpa henni í átt að lífrænni leikritun, því það er ekki fyrr en á sviðinu sem efnið lifnar við, eða ekki. Sviðssetning Þórunnar Sigþórs- dóttur er ágætlega af hendi leyst og meira í hana og útlit sýningarinnar lagt en strangt tekið er hægt að ætl- ast til af svona útgerð. Hjalti Rögn- valdsson og Guðmundur Ingi Þor- valdsson flytja texta Kristínar af myndugleik, en tekst ekki að gera hann að sértækri persónulegri tján- ingu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir komst í raun miklu nær því í smá- myndum sínum af eiginkonu og dótt- ur, og hellti sér inn í tilfinninguna á fyrrnefndum melódramatískum há- punkti af miklu örlæti, sem vitaskuld er eina leiðin í þess háttar atriðum. Kristínu Elvu Guðnadóttur er óskað til hamingju með frumburðinn og velfarnaðar í áframhaldandi glímu við form og innihald. Ann- markar eða ekki, Korter hefur ært upp í manni sultinn og forvitnina. Það er önnur frumsýning í höfunda- leikhúsi Dramasmiðjunnar um næstu helgi. Ólifað líf LEIKLIST Höfundaleikhús Dramasmiðjunnar Höfundur: Kristín Elva Guðnadóttir, leik- stjóri: Þórunn Sigþórsdóttir, útlit: Re- bekka A. Ingimundardóttir, leikendur: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögnvaldsson og Þórdís Elva Þorvalds- dóttir. KORTER Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Eggert „Korter hefur ært upp í manni sultinn og forvitnina,“ segir m.a. í umsögninni. ÍSLENSKA esperantosam- bandið og Þórbergssetur halda málþing um Þórberg Þórðar- son í Norræna húsinu kl. 16 á morgun, föstudag. Meðal ann- ars verður lesið upp úr þýðing- um á verkum Þórbergs sem hann skrifaði á esperanto. Matthías Johannessen skáld les kafla úr bók sinni Í komp- aníi við allífið, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flytur erindi sem hann kallar Hvað vildi Þórbergur? og Jón Hjartarson leikari stígur á svið og flytur efni úr Sálminum um blómið. Kristján Eiríksson bók- menntafræðingur hefur rann- sakað handritasafn Þórbergs í Landsbókasafninu. Þar eru mörg handrit skrifuð á esper- anto sem fáir hafa séð. Á mál- þinginu verður meðal annars lesið úr þýðingum sumra þeirra sem ekki hafa áður komið fyrir almennings sjónir. Fréttir af málþinginu og dag- skrá verða birt á vef Þórbergs- seturs, thorbergur.is. Málþing um Þór- berg Þórð- arson Þórbergur Þórðarson ÆFINGAR eru hafnar á nýjum söngleik, Edith Piaf, eftir Sigurð Pálsson. Titilhlutverkið er í höndum Brynhildar Guðjónsdóttur en leik- stjóri er Hilmar Jónsson. Edith Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Hún ólst upp meðal vænd- iskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Ótrúleg saga manneskjunnar bak við goðsögnina er viðfangsefnið í nýju leikverki Sigurðar Pálsonar. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst fortíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsamböndum sínum. Sigurður Pálsson hefur sent frá sér ljóðabækur, skrifað skáldsögur, leikrit, sjónvarps- og útvarps- handrit og samið óperutexta, auk þess sem hann hefur þýtt leikrit, ljóð, ritgerðir og skáldsögur, eink- um úr frönsku en einnig úr ensku. Sviðsleikrit Sigurðar eru tíu talsins, en þau hafa verið sett upp hjá Leik- félagi Reykjavíkur, í Nemendaleik- húsi Leiklistarskóla Íslands og í framhaldsskólum. Sigurður hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenn- ingar, en meðal annars veitti menn- ingarmálaráðherra Frakklands honum riddaraorðu lista og bók- mennta árið 1990. Edith Piaf er fyrsta verk Sigurðar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Með önnur hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Pálmi Gests- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sólveig Arnarsdóttir, Vigdís Hrefna Páls- dóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri. Tónlistarstjóri er Jóhann G. Jó- hannsson, höfundur hreyfinga og dansa er Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lýsing er í höndum Björns Berg- steins Guðmundssonar, búninga gerir Þórunn María Jónsdóttir, höf- undur leikmyndar er Vytautas Narbutas og leikstjóri Hilmar Jóns- son. Frumsýnt verður á Stóra sviðinu í lok apríl nk. Æfa nýjan söngleik um Edith Piaf Morgunblaðið/Þorkell Leikarar og aðstandendur söngleiksins um Edith Piaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.