Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gæti ég ekki bara fengið að vera utanríkisráðherra þegar þú hættir, Dóri minn, ég er orð- inn svo óskaplega þreyttur á fjárlagarammanum heima á fróni. Stórhuga áætlanir í Kerlingarfjöllum Stefnt á starf- semi allt árið Ferða- og skíðamennþekkja Kerlingar-fjöll af góðu einu. Fjallgarður austur af Kjalvegi, litrík líparítfjöll, jarðhiti og frábærar skíða- brekkur eru meðal helstu einkenna svæðisins sem er eitt af kennileitum vest- urhálendisins. Þar hefur verið starfsemi um langt árabil, skíðaskáli, upp- bygging og fjöldi manna á skíðum og ferðalögum á sumrin. Gunnar Kvaran hefur verið forvígismaður í uppbyggingu í Kerling- arfjöllum frá árinu 2001 og þar eru sem fyrr stórhuga áætlanir á borðinu, m.a. að hafa starfsemi árið um kring. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Gunnar. – Segðu okkur fyrst frá félag- inu Fannborg og því sem þið rek- ið í Kerlingarfjöllum … „Fannborg ehf. rak skíðaskóla í Kerlingarfjöllum frá 1961 til 2000, fyrst í húsi Ferðafélags Íslands í Ásgarði, en síðar í eigin húsnæði sem byggt hefur verið upp á svæðinu. Í dag er hægt að taka á móti allt að 100 manns í svefnpoka- pláss í kojum eða rúmum, eldhúsi og veitingasal sem getur tekið allt að 80 manns í sæti. Frá 2001 hef- ur félagið breytt um áherslur og leggur í dag áherslu á að þjónusta ferðamenn, óháð ferðamáta og áhugasviðum.“ – Og nú er sum sé ætlunin að auka við rekstur að vetri til? „Starfstíminn hefur hingað til verið frá miðjum júní til loka ágúst, reyndar hefur aðsókn í september og október aukist verulega sl. 2 ár. Við höfum áhuga á að gera Kerlingarfjöll að áfangastað þeirra er leggja í há- lendisferðir á vetri ekki síður en sumri.“ – Vélsleðamenn hafa vanið komur sínar til ykkar, ekki satt? „Á undanförnum árum hafa vélsleðamenn komið árlega sam- an í Kerlingarfjöllum og fagnað hækkandi sól í góðum félagsskap. Þessar samkomur hafa yfirleitt staðið í 2 daga, með skoðunar- ferðum, kvöldverði, með gaman- sögum og kveðskap í stað eftir- réttar. Við teljum að þessi ferðamáti geti einnig átt erindi til jeppa- manna, enda áhugamálin hlið- stæð, að njóta útiveru á hálendinu að vetri til og njóta þess að geta þeyst um víðáttur Þess án þess að eiga á hættu að skemma gróður eða landslag. Eins eru auðvitað sömu tæki- færi til gönguferða og að sum- arlagi, nema að þegar ofar dregur í fjöllin er oftast meiri snjór sem gefur færi á að draga fram gönguskíðin.“ – Þið óttist ekki snjóleysi? „Það fer ekki framhjá neinum að snjóalög hafa farið minnkandi á sl. árum, sem auðvitað breytir stöðunni, en við lítum ekki á það sem ógnun við vetrarstarfsemina, frekar sem tækifæri, minni snjóalög þýða að auðveldara er að kom- ast á staðinn og það þýðir að fleiri geta og ættu að vilja leggja í vetr- arferðir á hálendið.“ – En að öðru leyti er starfsem- in í fjöllunum með hefðbundnu sniði … hvernig hefur svæðið komið út þessi síðustu snjóléttu ár? „Með minnkandi snjóalögum hafa áherslur breyst, nýsnævið eða skíðasnjórinn, sem áður ent- ist út sumarið, hefur að mestu verið horfinn í byrjun júlí. En það er fleira hægt að gera í Kerlingarfjöllum en renna sér á skíðum, þetta er eitt fjölbreytt- asta landsvæðið á hálendinu, bæði hvað varðar náttúru, jarðfræði og sem útivistarsvæði. Við höfum merkt gönguleiðir og látið gera kort af svæðinu til að auðvelda gestum að skoða svæðið. Meðal þeirra staða sem okkur finnst að allir verið að skoða eru Hveradalir, sem eru meðal stærstu háhitasvæða á hálendinu, en þarna má sjá einstakt samspil jökla, jarðhitamyndana, gróðurs og hálendislandslags, enda eru þessir dalir í allt að 1.000 m hæð. Þarna er líka fjallið Snækollur, sem við teljum að bjóði upp á eitt glæsilegasta útsýni landsins, ef skyggni leyfir. En þaðan er hægt að sjá til hafs bæði norðan- og sunnanlands.“ – Er verið að auka við og/eða endurbæta aðstöðuna í Kerling- arfjöllum? „Á síðustu 3 árum verið unnið að stórfelldum endurbótum á að- stöðu Fannborgar ehf. í Ásgarði, þar sem lögð hefur verið áhersla á bætta aðstöðu fyrir gesti og að auðvelda aðgengi fótgangandi um svæðið. Meðal stærri verkefna má nefna endurbætur á húsum, bætta hreinlætisaðstöðu bæði innanhúss og á tjaldstæði, merk- ingar gönguleiða, og almennt aukningu á gæðum þeirrar aðstöðu sem gestum er boðið upp á. Árið 2002 var ráðist í að bora eftir heitu vatni í Ásgarði, ca 1,4 km frá aðalbyggingum Fann- borgar, þar sem boraðar voru 2 holur. Þessi ferð reyndist ekki til fjár, en þarna hefur myndast frá- bær baðaðstaða, þar sem um 36° heitt vatn rennur í nokkru magni í litla laug sem mynduð hefur ver- ið kringum holuna. Orðstír þessarar aðstöðu hefur borist víða, enda er aðstaðan engu lík.“ Gunnar Kvaran  Gunnar Kvaran er fæddur 4. mars 1937. Hann fékkst allan starfsferil sinn við innflutnings- og heildverslun. Hann starfrækti meðal annars Heildverslunina Gunnar Kvaran ehf. til ársins 2000. Hann sat í stjórn Félags ís- lenskra stórkaupmanna í nokkur ár. Hann, ásamt fleirum, tók við rekstri hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum árið 2001. Eiginkona Gunnars er Inga Kristjana Halldórsdóttir og eiga þau fimm börn Þórunni Liv, Hildi Hrefnu, Halldór, Hörð og Gunnar og ellefu barnabörn. Auðvelda aðgengi fótgangandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.