Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 70

Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 70
70 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin og allar vísbendingar benda á þig? Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington MÖGNUÐ SPENNUMYND! Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Fleiri börn...meiri vandræði! Þau eiga 12 börn og mamman er fjarverandi - þetta endar með ósköpum! Frábær skemmtun! Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Með íslenskum texta Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin og allar vísbendingar benda á þig? Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington MÖGNUÐ SPENNUMYND! Fleiri börn...meiri vandræði! 11 Óskarsverðlaun þar á meðal besta myndin, besti leikstjóri og besta handrit kl. 5 og 9. Yfir 94.000 gestir Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Síðustu sýningar Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Í ÞESSARI vönduðu heimildar- mynd er ljósi varpað á líf og persónu mannréttindafrömuðarins Bayards Rustins sem hafði mótandi áhrif á réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum, en er lítt þekktur sem slíkur, líklegast af þeirri ástæðu að hann var samkynhneigður og neit- aði að dylja þá staðreynd eða skamm- ast sín fyrir það sem hann var. Rustin, sem var blökkumaður, fæddist árið 1912, og ólst upp á tím- um þegar aðskilnaðarstefna gagn- vart blökkumönnum var viðtekin víða í Bandaríkjunum. Hann komst fyrst í kast við lögin er hann neitaði að hlýða fyrirmælum veitingastaðar sem meinaði blökkumönnum að sitja til borðs. „Ég lét viljandi handtaka mig,“ sagði unglingspilturinn Rustin, og strax þá tók hann þá afstöðu að beita aðeins friðsamlegum aðgerðum í baráttu fyrir borgaralegum réttind- um. Rustin varð virkur meðlimur bandarísku kommúnistahreyfingar- innar á háskólaárunum, en fann síðar samhljóm með friðarhreyfingu kvek- arans A.J. Muste, en Rustin var sjálf- ur alinn upp við friðarboðskap þeirr- ar trúarstefnu. Þar sannfærðist Rustin um að „borgaraleg óhlýðni“ væri sterkasta vopn hinna réttinda- lausu, og átti eftir að fara til Indlands og læra af Mahatma Gandhi. Rustin hafði síðar mótandi áhrif á blökku- mannaleiðtogann Martin Luther King og var náinn ráðgjafi hans. Auk þess að búa yfir miklum leiðtogahæfi- leikum hafði Bayard góða skipulags- hæfileika, en hann stóð fyrir og skipulagði Washington-gönguna árið 1963, mótmælaaðgerðir sem mörk- uðu þáttaskil í réttindabaráttu blökkumanna, og voru á þeim tíma stærstu fjöldamótmæli í sögu Banda- ríkjanna (um 200.000 manns af ólík- um kynþáttum tóku þátt). Umfjöllun um aðdraganda og framgang göng- unnar, þar sem Martin Luther King flutti hina frægu „Ég á mér draum“ ræðu, er ein af þungamiðjum mynd- arinnar. Í heimildarmyndinni er dregin upp breið mynd af því mannréttindastarfi sem Rustin vann bæði í Bandaríkj- unum og fátækari ríkjum heims, og sjónum beint að þeim hugmynda- og aðferðafræðilegu álitamálum sem upp koma í slíku starfi. Í sterku mót- vægi við jafnaðarhugsjónir Rustins standa síðan þeir fordómar sem hann sjálfur glímdi við vegna kynhneigðar sinnar. Af þeim sökum mátti hann sæta persónulegum aðdróttunum, og í þeirri baráttu stóð hann einn, þótt umkringdur væri fólki sem helgaði sig jafnréttishugsjónum. Þannig sýn- ir Bróðir og utangarðsmaður hvernig réttindabarátta hvers tíma hefur allt- af blinda bletti, sem síðari kynslóðir eiga eftir að draga fram í dagsljósið. Lýkur myndinni þar sem Rustin er staddur í kröfugöngu samkyn- hneigðra, og segir að þeirra tími sé loks kominn. Blindu blettirnir KVIKMYNDIR Regnboginn – Hinsegin bíódagar Höfundar: Nancy Kates og Bennett Sing- er. Lengd: 84 mín. Bandaríkin, 2002. BRÓÐIR OG UTANGARÐSMAÐUR – LÍF BAYARDS RUSTINS / BROTHER OUTSID- ER – THE LIFE OF BAYARD RUSTIN Heiða Jóhannsdóttir                                   !"#  "$" !"  %& '                   !  "# $ % &   '      !# $ ( ) (# %#* #  +  ! # !# %#    +# #                  ( )  * + , - # . */ ), *, *) 0 ** *0 )* *( '1 2 2 + ) 2 , ( , + ** ) , *- *+ - + 0 + *) , 121   &) ,34 ) $  )5 )  ' 345678 4567 456  4569 &41178 7:1  4569 &41178 7:178& '517;316 456  34567<4 734567 456:1  34567<4 7 456:1 34567 4569 &4117 456  345678& '51  4569 &41178 7:17;316 4567  4569 &4117;316 4567;='51  3456 ;316 456  3456 ;316 456  4569 &4 7:17> &'51 <4 <4  4569 &41178 78& '51 3456  4569 &4 78 7:17> &'51 ;316 4567:1 EIN er sú mynd í bíóhúsum lands- ins sem sýnir það og sannar að það er gaman í skóla svo lengi sem nemendur fá að rokka. Gaman- myndin Rokkskólinn varð, eins og við var að búast, vinsælasta mynd helgarinnar, enda skartar hún ein- um heitasta grínaranum í dag í að- alhlutverki, hinum þrekvaxna Jack Black. Sjálfur er hann rokkari af guðs náð og hefur sannað það svo um munar sem annar helmingur rokkdúettsins magnaða Tenacious D. Rétt tæplega 3 þúsund manns sáu myndina yfir helgina og er hún nú í það heila kominn yfir fjórða þúsundið sem er hreint býsna vel af sér vikið. Myndin hefur líka fengið hreint fínustu dóma, t.d. 3 stjörnur hér í Morgunblaði. Það er nóg framundan hjá hinum sjóðheita Black. Í næstu mynd sinni Öfund (Envy) leikur hann á móti Ben Stiller, sjúklega öfundsjúkan náunga og á næsta ári kemur svo mynd um Tenacious D og hvernig þessi „mesta hljómsveit í heimi“ varð til. Af öðrum nýjum myndum sem byrjuðu á föstudag gekk mótor- hjólahasarinn Gefið í (Torque) næstbest en spennumyndin Fallin á tíma (Out of Time) með Denzel Washington fór hægar af stað. Annars má merkja á listanum yf- ir tekjuhæstu myndirnar um síð- ustu helgi að Óskarsverðlaunin voru mönnum enn ofarlega í huga. Þannig stóð sigurmyndin Hilmir snýr heim í stað í aðsókn á milli vikna og það eftir 11 vikur á lista, Kaldbakur (Cold Mountain) gengur líka vel og myndirnar Dulá (Mystic River) og Ófreskja (Monster) juku vel við sig, Dulá um heil 269% milli vikna! Þá er einhver rómaðasta mynd síðari ára, Sómi Ameríku (Americ- an Splendor) að spyrjast vel út því hún dalaði óvenju lítið í aðsókn enda er langt síðan mynd hefur hlotið fullt hús stjarna hjá öllum gagnrýnendum. Í rokkskóla er gaman Vinsælt er að rokka feitt í skólastofunni. skarpi@mbl.is ALLT bendir til þess að hinir svo- kölluðu Live Aid-góðgerðartónleikar frá 1985 verði gefnir út á mynddiski áður en langt um líður. Skipu- leggjendur tónleikanna ætla að selja útgáfurétt- inn í kjölfar þess að ólöglegar útgáfur tón- leikanna voru boðnar til sölu um Netið. Vonast er til þess að með uppboði á út- gáfuréttinum verði hægt að safna hundruð milljóna króna, sem eiga að renna til góðgerðarmála, að sögn BBC. Tónleikarnir frá 1985 vour haldnir til þess að afla fjár vegna hungurs- neyðar í Eþíópíu, en talið er að um 1,2 milljónir manna hafi látist af þessum sökum í landinu frá 1984– 1985. Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum, sem haldnir voru í Lundúnum og Fíladelfíu, voru Wham, David Bow- ie, Dire Strates, Ma- donna, Queen, U2 og Duran Duran svo dæmi séu tekin, en upptökur tón- leikanna hafa aldrei verið gefnar út á geisladiski, mynd- bandi eða mynddiski. Tónleikunum var sjón- varpað um heim allan og talið er að skipuleggjendur hafi safnað um 5,2 milljörðum króna vegna tónleikahalds og sjónvarpsút- sendinga. Búist er við því að mynd- diskurinn komi út fyrir næstu jól. Live Aid loksins á mynddiski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.