Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 65
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 65 VEIGAR Páll Gunnarsson, knatt- spyrnumaður, varð að fresta för sinni til Noregs um tvo sólarhringa vegna veikinda, en hann er sem kunnugt er á leið til norska úrvals- deildarliðsins Stabæk frá KR- ingum. Veigar hugðist halda utan á þriðjudag en það var ekki fyrr en í morgun sem hann hélt utan. „Ég veiktist heiftarlega á mánu- dagsnóttina. Ég nældi mér í ein- hverja pest og ældi alla nóttina svo ég gat ekki farið í gær eins og ég ætlaði að gera. Þetta var dæmigert fyrir það sem á undan er gengið,“ sagði Veigar Páll við Morgunblaðið í gær, en hann var þá allur að braggast og tilbúinn að halda utan nú í morgunsárið. Veigar Páll segist gangast undir læknisskoðun hjá Stabæk í vikunni og að öllu óbreyttu muni hann í framhaldinu skrifa undir samning við félagið. „Ég er búinn að semja um kaup og kjör og Stabæk og KR eru búin að ná samningi sín á milli svo þetta á allt að vera klárt. Þetta er hins vegar ekkert öruggt fyrr en ég er búinn að skrifa nafn mitt und- ir samninginn.“ Forráðamenn Stabæk bíða óþreyjufullir eftir því að fá að njóta krafta Veigars Páls, en liðinu hefur vegnað afleitlega í æfingaleikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Stabæk mætir Bodö/Glimt á laug- ardaginn og sagði Veigar ekki víst hvort hann yrði með í þeim leik. Veikindi frestuðu för Veigars Páls til Noregs LÆRISVEINAR Alfreðs Gísla- sonar í Magdeburg töpuðu mjög óvænt fyrir Wilhelmshavener, 28:25, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Þar með missti Magdeburg stöðu sína sem það lið sem fæstum stigum hefur tapað í deildinni, í hendur Flens- burg. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Wilhelmshavener í leiknum en Sigfús Sigurðsson var ekki með Magdeburg. Stefan Kretzschmar og Stefan Just skoruðu 6 mörk hvor fyrir Magdeburg.  Kiel setti markamet í deildinni þegar liðið rótburstaði Minden á útivelli, 47:25. Ótrúlegar tölur, ekki síst þar sem um útileik var að ræða hjá Kiel. Markus Ahlm skoraði 11 mörk fyrir Kiel og Stefan Lövgren 8.  Flensburg var nærri metinu því toppliðið vann stórsigur á Wallau- Massenheim, 44:30. Lars Christian- sen skoraði 15 mörk fyrir Flens- burg í leiknum. Rúnar Sigtryggs- son skoraði 3 mörk fyrir Wallau og Einar Örn Jónsson eitt.  Lemgo sigraði Wetzlar, 29:23, og er áfram við toppinn. Daniel Steph- an skoraði 11 mörk fyrir Lemgo. Róbert Sighvatsson gerði 4 mörk fyrir Wetzlar og Gunnar Berg Vikt- orsson 2. Óvænt tap Magdeburg og markamet hjá Kiel Byrjunin lofaði góðu fyrir HK-inga. Þeir komust í 3:1 og voru fastir fyrir í vörninni. En Haukar svöruðu góðri byrjun HK-manna með því að skora fimm mörk í röð og eftir það má segja að þeir hafi haft undirtökin allt til leiksloka. HK-ingar voru þó aldrei langt undan og hvað eftir annað skorti þá herslumuninn. Haukar virtust vera búnir að tryggja sér öruggan sigur þegar um tíu mín- útur voru til leiksloka. Forysta þeirra var þá sex mörk en með gríðarlegri baráttu tókst HK að minnka muninn í eitt mark, 27:26, með marki Andrius Rackauskas fjórum mínútum fyrir leikslok. Haukar reyndust sterkari á lokamínútunum og ungur leikmaður í liði þeirra, Gísli Jón Þórisson, átti stóran þátt í að innsigla sigur þeirra rauðklæddu en tvö mörk hans í röð gerðu líklega gæfumuninn. „Við urðum að vinna eftir rýra upp- skeru í tveimur síðustu leikjum. Þetta var barningur eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Okkur gekk illa að hrista þá af okkur en við náðum þó sem betur fer að hafa þetta í lokin og ég verð að hrósa Gísla Jóni en það má segja að hann hafi unnið leikinn fyrir okkur. Sigurinn var gott veganesti fyrir leikinn gegn Val á laugardaginn. Þann leik ætlum við að vinna og ég vona bara að stuðningsmenn okkar hjálpi okkur til að láta það verða að veruleika,“ sagði Andri Stefan, leik- stjórnandi Hauka, við Morgunblaðið. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson fóru fremstir í flokki í liði Hauka, sem léku án Halldórs Ingólfs- sonar, og þá þurfti Robertas Pauzuol- is að hætta um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla í öxl. Gísli Jón Þórisson tók stöðu hans og leysti hana með miklum sóma. Hann skoraði fjögur mörk og fiskaði tvö vítaköst og átti stóran þátt í sigri sinna manna. Birkir Ívar varði ágætlega, einkum þó í fyrri hálfleik, en ákveðin þreytumerki mátti merkja á liði Hauka eftir tvo hörkuleiki um síðustu helgi. Í liði HK var Andrius Rackauskas yfirburðamaður og þá átti Björgvin Gústavsson góða innkomu í markið í síðari hálfleik. HK-menn börðust vel en þeir voru sjálfum sér verstir. Þeir misnotuðu mörg góð marktækifæri, fjögur vítaköst fóru í súginn hjá þeim og mikil orka fór hjá leikmönnum liðs- ins í að agnúast út í dómgæsluna. „Við reyndum okkar besta en eigin klaufaskapur varð okkur að falli. Við létum reka okkur út af fyrir kjaftbrúk og fleira í þeim dúr og fórum illa að ráði okkar í góðum færum og ég tala nú ekki um vítaköstin. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og ég er al- veg sannfærður um að ef okkur hefði tekist að jafna í síðari hálfleik þá hefði sigurinn endað HK- megin. Við erum að missa liðin of langt fram úr okkur og það fer mikil orka í að vinna mun- inn upp. Við sitjum því enn á botn- inum en við gefumst ekki upp og mun- um berjast fram á síðustu stundu,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK. Morgunblaðið/Árni Sæberg Andri Stefan Haukamaður reynir að brjótast í gegnum vörn HK en Haukur Sigurvinsson er til varnar hjá Kópavogsliðinu. Haukar á sigurbraut ÍSLANDSMEISTARAR Hauka komust á sigurbraut að nýju þegar þeir lögðu HK-inga, 31:28, í baráttuleik í Digranesi. Haukar innbyrtu að- eins eitt stig úr leikjunum tveimur um síðustu helgi og því fögnuðu þeir vel stigunum tveimur í gær en HK-ingar sitjast sem fastast á botninum og verða að taka sig á ef þeim á að takast að komast í úr- slitakeppnina. Guðmundur Hilmarsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.