Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 76

Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga LENGD brjóstagjafar gæti haft áhrif á hvort barnið verður of þungt þegar fram líða stundir. Drengir sem hafðir eru skemur en sex mánuði á brjósti eru líklegri til að verða of þungir en þeir drengir sem hafðir eru átta mánuði eða lengur á brjósti. Þetta kemur fram í niðurstöðum rann- sóknar sem gerð var undir stjórn Ingibjarg- ar Gunnarsdóttur, næringarfræðings á Rannsóknarstofu í næringarfræði, og birtist í erlendum fagtímaritum nýlega. Rann- sóknin var gerð á rúmlega 100 íslenskum börnum. Fylgst var með börnunum fyrsta árið og svo aftur þegar þau voru orðin sex ára. Rannsóknin hefur því í raun staðið yfir í rúmlega sex ár. Erfitt er að segja hvað það er við brjósta- gjöfina sem virðist vernda börn gegn of- þyngd og offitu. Vitað er að brjóstagjöf tengist mörgum félagslegum þáttum, en áhrif brjóstagjafar hafa komið fram þrátt fyrir að slíkir þættir hafi verið teknir út, segir Ingibjörg. Börn sem eru á brjósti hafa betri stjórn á fæðuinntöku Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru á brjósti hafa betri stjórn á fæðuinntöku en börn sem fá pela og hugsanlegt er að það komi þeim til góða síðar og hafi á þann hátt áhrif á hvort barn leiðist út í ofþyngd eða ekki. Ingibjörg segir þetta helgast af því að börn sem eru höfð á brjósti borði minni orku og hætti þegar þau eru södd, á meðan börn séu gjarnan látin klára úr pelanum. Þá lærir barnið frekar að hafa stjórn á fæðuinntöku sinni ef það er haft á brjósti. Próteinmagn móðurmjólkurinnar er mun minna en próteinmagnið í kúamjólk, og kom fram í rannsókninni að aukin áhætta á of- þyngd kom fram þegar mikils próteins var neytt, segir Ingibjörg. Hún segir að nú sé komin á markað svokölluð stoðmjólk, sem sé með próteininnihaldi sem sé líkara móður- mjólkinni, auk þess að vera járnbætt, og því sé hún mun æskilegri en kúamjólkin fyrir ungbörn. Brjóstagjöf á líklega mikilvægan þátt í forvörnum Í dag er hvatt til þess að móðir gefi barni sínu enga aðra næringu en móðurmjólkina fyrstu sex mánuði ævinnar, fyrir utan AD dropa eða lýsi. Einnig er hvatt til þess að móðurmjólkin sé hluti af fæði barnsins allt fyrsta árið eða jafnvel lengur ef móðir og barn treysta sér til. Ingibjörg segir að brjóstagjöf og hæfilegt magn próteina í fæði þegar brjóstagjöf minnkar eða hættir eigi líklega mikilvægan þátt í forvörnum gegn ofþyngd og offitu. Hún tekur þó fram að aðrir þættir spili þar að sjálfsögðu inn í, og nefnir sem dæmi hreyfingu og hóflega neyslu matar allt frá barnsaldri upp á fullorðinsár. Brjóstagjöf hefur áhrif á ofþyngd barna AP ÞESSI hópur tjalda sást á flugi við Geldinganes í gær. Að sögn Ævars Petersens fuglafræðings hafa á að giska 2.000 tjaldar vetursetu á Ís- landi, einkum á suðvesturhorninu, í Borgarfirði og Hvalfirði, einnig við Stokkseyri og Eyr- arbakka og í kringum Höfn. Á vorin bætist í hópinn en tjaldar koma hingað frá Bretlands- eyjum. Að sögn Ævars er líklegt að tjaldastofninn hafi stækkað á síðustu öldum en tjaldar hafa ávallt komið fram í vetrartalningum hér á landi síðustu hálfa öldina. Morgunblaðið/Golli Tjaldar í flugtaki við Geldinganes FJÖLMARGIR eigendur smábáta í sóknardagakerfi hafa ritað undir áskorun til sjávarútvegsráðherra þess efnis að bátunum verði úthlut- að kvóta í stað sóknardaga. Er í áskoruninni farið fram á að daga- bátum verði úthlutað kvóta sem miðaður verði við meðaltalsafla bátanna á síðustu tveimur fiskveiði- árum. Þá munu einnig vera á lofti hugmyndir meðal sóknardaga- manna um að fara fram á 80% af meðaltalsafla síðustu þriggja fisk- veiðiára. Trillukarl sem Morgunblaðið ræddi við segir marga dagakarla þreytta á að starfa í kerfi sem skerðist um 10% á ári, auk þess sem kerfið liggi undir stöðugri gagnrýni og um það sé mikið ósætti. Óánægja með hugmyndir um takmörkun á vélarstærð Auk þess hefur borið á óánægju meðal dagakarla með að stjórn Landssambands smábátaeigenda leggi til að teknar verði upp tak- markanir á vélarstærð og takmörk- un á veiðarfærum dagabáta, enda muni slíkar aðgerðir ekki einfalda regluverkið og eftirlit með því. Áskorunin er sett fram í óþökk LS og segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins að hún spilli fyrir viðræðum um framtíð sóknardagakerfisins. Stjórn LS fundaði á þriðjudag með sjávarút- vegsráðherra um málefni sóknar- dagabáta og segir Örn að þar hafi ráðherra sýnt vilja til að styrkja dagakerfið í sessi með því að setja gólf í dagafjöldann en setja í stað þess sóknartakmarkanir í kerfið, til dæmis með því að setja skorður á afkastagetu bátanna. Vilja að dagabátum verði úthlutað kvóta  Dagakarlar/C1 MEÐALVERÐ á ýsu hefur lækkað nokkuð milli ára, samkvæmt niður- stöðum í árlegri verðkönnun Sam- keppnisstofnunar. Verð á kílói af heilli hausaðri og slægðri ýsu hefur lækkað um 11% frá því í febrúar í fyrra, úr 543 krónum kílóið í 485 krón- ur. Á kílói af ýsuflökum með roði hef- ur meðalverð lækkað um 12%, úr 946 krónum í 833 krónur á sama tíma. Meðalverð á kílói af roðflettum ýsu- flökum hefur lækkað um 8%, úr 1.080 krónum í 989 krónur. Þá hefur með- alverð á fiskhakki og nætursöltuðum ýsuflökum lækkað um 5%. Verðmunur milli verslana er yfir 40% í tveimur tilvikum, 50% eða yfir í fjórum tilvikum, 60% eða yfir í fimm tilvikum og yfir 70% í þremur tilvik- um. Munur á hæsta og lægsta verði fer yfir 80% í tveimur tilvikum og í tveimur tilvikum yfir 100%. Meðalverð á ýsu hefur lækkað um 8–12%  Meðalverð/28 RÁÐGERT er að takmarka aðgang að þjóðskrá Hagstofu Íslands á Net- inu um eða eftir miðjan næsta mán- uð. Hægt verður að fletta áfram upp á einstaklingum, til að mynda í gegn- um heimasíður bankanna á Netinu, en það verður bundið við viðskipta- vini þeirra. Ingi Örn Geirsson, framkvæmda- stjóri upplýsinga- og tæknisviðs KB banka, segir að eftir því sem hann viti best verði ekki heimilaður frjáls aðgangur að þjóðskránni í nokkrum banka eftir hinar boðuðu breytingar. Þjóðskráin er mikið notuð af fyr- irtækjum hér á landi við upplýsinga- öflun sem og af einstaklingum. Netaðgangur að þjóðskrá takmarkaður  Aðgangur/B1 FORSVARSMENN fyrirtækisins Loftmynda, sem hefur gert þrívídd- arkort af stærstum hluta Íslands, segja í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins að þeir eigi í ósann- gjarnri samkeppni við Landmæling- ar Íslands. Landmælingar ætli að bjóða út gerð hæðarlíkans af landinu þrátt fyrir að Loftmyndir eigi hæð- arlíkan af stærstum hluta landsins. Með þessu sé ríkisstofnun að fara út í samkeppni við einkaaðila. Forsvarsmenn Loftmynda telja einnig óeðlilegt að Landmælingar skuli á sama tíma og þær eigi í sam- keppni við Loftmyndir hafa stjórn- sýsluhlutverki að gegna á sviði land- mælinga og kortagerðar. Örn Arnar Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir hugmyndir um kortagerð almennt hafa breyst í heiminum og ekki sé talin þörf á miðstýrðri kortagerð á vegum ríkisins. Gagnrýna samkeppni frá Land- mælingum  Kortagerð/B4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.