Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 12

Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKTÆKI eru fyrst og fremst skemmtileg og til þess fallin að stytta börnum stundirnar. En mörg þeirra, t.d. kaðlabrýr á milli turna eins og hér sést, eru þó ekki síð- ur góð til að æfa jafnvægið. Svo er líka hægt að hlaupa og keppa jafnvel í hlaupi eftir brúnni. Skemmtilegast er þó að fara í leik sem snýst um sjálfan kastalann, þar sem t.d. tvö lið keppa um yfirráð kastalans og berjast með ýmsum ráðum til að halda velli. Morgunblaðið/RAX Riddarar ráðast til atlögu ÓÁNÆGJA er innan Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar með hvernig staðið var að greiðslu hæfn- islauna um síðustu mánaðamót. Svanur Pálsson, vagnstjóri hjá Strætó bs., segir að margir standi í stað í launum eða fái aðeins greidd- an hluta af þeim hæfnislaunaflokk- um sem þeir töldu sig hafa unnið sér inn. Hann segir að Starfsmanna- félagið hafi gert mistök með því að gera samkomulag við borgina í lok janúar um greiðslu hæfnislauna. Bera hefði átt ágreining um málið undir félagsdóm og raunar kunni svo að fara að það verði gert. Samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélagsins og Reykjavíkur- borgar átti að taka upp starfsmat og greiða hæfnislaun 1. desember 2002. Starfsmatinu var frestað vegna þess að vinnu við það er enn ekki lokið. Starfsmannafélagið krafðist þess hins vegar að borgin greiddi svo- kölluð hæfnislaun hið fyrsta. Í sam- komulaginu segir m.a.: „Hæfnislaun samkvæmt eldra fyrirkomulagi falli niður frá gildistöku nýrra hæfnis- launa.“ Svanur segir að hann telji að ekki hefði átt að gera þetta samkomulag því að í gildi sé kjarasamningur og ef ágreiningur hafi verið um fram- kvæmd hans hefði átt að bera hann undir félagsdóm. Í kjarasamningn- um sé ekkert talað um að eldri hæfnislaun eigi að falla brott heldur einungis að ný grein í samningnum um hæfnislaun taki við þegar eldri grein um sama efni falli brott. „Það þurfti því ekki að skrifa undir neitt samkomulag um að eldri hæfnislaun féllu brott.“ Svanur segir að hann og fleiri vagnstjórar hafi á síðustu árum sótt námskeið m.a. í þeim tilgangi að vinna sig upp úr því sem kallað er vagnstjóri 1 í það sem kallað er vagnstjóri 3. „Við teljum okkur vera búna að ávinna okkur þessa hækkun og vissum aldrei að þessi námskeið yrðu síðar meir skilgreind sem hluti af hæfnislaunamati. Ég met það svo að það sé verið að taka af okkur áunnin réttindi einungis til þess að við hækkum ekki um launaflokk.“ Svanur segir að það sé mikil óánægja með þetta meðal starfs- manna borgarinnar. „Ég veit um menn sem hafa starfað hjá borginni í 30 ár og ættu að vera búnir að vinna sér inn fjögurra launaflokka hækkun. Vegna þess að gamla hæfnislaunakerfið fellur brott fá þeir ekki nema tvo launaflokka. Að mínu mati er hreinlega verið að skerða launin okkar. Allar þessar æfingar miða að því einu að við fáum ekki þessa launahækkun sem var búið að gefa fyrirheit um að við fengjum.“ Svanur segir að strætóbílstjórar komi saman til fundar á næstunni þar sem þetta mál verði til umræðu. Hann segir að óánægja sé víðar meðal starfsmanna borgarinnar. Gagnrýni á samkomulag Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagsins Óánægja með að eldri hæfnislaun falli niður DÆMDUM kynferðisbrotamönnum á Íslandi er boðið upp á einstak- lingsmeðferð hjá sálfræðingi innan fangelsis á meðan afplánun fer fram en síðastliðin 15 ár, a.m.k., hefur enginn kynferðisafbrotamaður verið dæmdur til meðferðar þótt stundum komi fram í dómum að mælt sé með meðferð. Engar tölulegar upplýs- ingar liggja hins vegar fyrir um hversu margir einstaklingar hafi gengist undir slíka meðferð né held- ur hefur árangur slíkrar meðferðar verið metinn með skipulegum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu dóms- málaráðherra um gerendur í kyn- ferðisbrotamálum sem lögð var fram að beiðni Guðrúnar Ögmunds- dóttur og fleiri þingmanna. Langtímameðferð fyrir yngri gerendur Í meðferðinni er markmiðið að beina kynferðislegum áhuga ein- staklings á nýjar brautir og hins vegar að koma í veg fyrir ítrekun brota. Þar kemur og fram að ábyrgð á úrræðum fyrir gerendur sem ekki hafa náð 18 ára aldri er hjá barnaverndaryfirvöldum. Barnaverndarstofa býður upp á langtímameðferðarúrræði á með- ferðarheimilum fyrir einstaklinga yngri en 18 ára sem beita aðra kyn- ferðislegu ofbeldi. Þá er í undirbún- ingi hjá stofunni að koma á göngu- deildarúrræði fyrir ungmenni sem beitt hafa aðra kynferðislegu of- beldi. Í skýrslunni segir einnig að þegar ungir sakhæfir gerendur eigi í hlut grípi barnaverndaryfirvöld inn í á fyrstu stigum þegar þeir hafa verið kærðir fyrir brot. Gerendurnir fái þá eins fljótt og kostur er viðeigandi meðferð og sé hún oft enn yfir- standandi þegar málið fer fyrir dóm. Í mörgum þeirra tilvika hafa dómstólar kveðið upp skilorðs- bundna dóma sem kveða nánar á um að viðkomandi ljúki þeirri með- ferð sem hafin var. Síðastliðin 15 ár, að minnsta kosti, hafa kynferðisbrotamenn ekki verið dæmdir í meðferð hér á landi, en stundum kemur fram í dómi það viðhorf dómara að hann mæli með meðferð. Kynferðisbrotamenn sem eru undir eftirliti hjá Fangelsis- málastofnun eru oft hvattir til að leita sér hjálpar og stundum er þeim boðin aðstoð sálfræðinga stofnunarinnar. Það er forgangs- verkefni hjá sálfræðingum Fangels- ismálastofnunar að sinna kynferð- isbrotamönnum. Ekki dæmdir til meðferðar Kynferðisbrotamenn á Íslandi ÍSLENSKA hönnunarsýningin Transforme verður opnuð í París 1. apríl en hún er ein umfangsmesta sýning sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í. Þá hefur verið stofn- aður sérstakur samstarfsvettvangur um hönnun en tilgangurinn er að á einum stað verði hægt að afla upp- lýsinga um íslenska hönnun og hönnuði, miðla upplýsingum milli hönnuða og fyrirtækja og að efla samstarf á markvissan hátt. Íslensk hönnun í víðu samhengi Íslenska hönnunarsýningin í París verður haldin í hinu virta VIA gall- eríi og á henni verður íslensk hönn- un sýnd í víðu samhengi, þ.e. iðn- hönnun, húsgagnahönnun, textílhönnun, keramikhönnun, skartgripahönnun, fatahönnun, grafísk hönnun, arkitektúr og lands- lagsarkitektúr. Sýningin er hald- in að frumkvæði iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverr- isdóttur, og kost- uð að stærstum hluta af iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti með stuðn- ingi Reykjavíkur- borgar en unnin í samstarfi við Form Ísland, samtök hönnuða en markmiðið er að koma íslenskri hönnun á framfæri og kynna þá framsækni og sérstöðu sem íslenskir hönnuðir hafi tileinkað sér. Þá hefur náðst samkomulag milli iðnaðarráðuneytisins, hönnuða, Samtaka iðnaðarins, Útflutnings- ráðs Íslands, Impru – nýsköpunar- miðstöðvar og Aflvaka um að taka upp samstarf um hönnun. Verkefnið verður kallað Samstarfsvettvangur um hönnun. Vettvangurinn verður starfræktur sem þróunarverkefni í þrjú ár og verður vistaður hjá Impru en tilgangur verkefnisins er að á ein- um stað verði aflað upplýsinga um íslenska hönnun og hönnuði, upplýs- ingum miðlað milli hönnuða og fyr- irtækja og að efla samstarf á mark- vissan hátt. Valgerður Sverrisdóttir segist telja vera mikilvæg sóknarfæri í ís- lenskri hönnun sem hún hafi trú á að geti aukið verðmætasköpun. „Við höfum orðið vör við mikla þörf fyrir samstarfsvettvang á þessu sviði, bæði hjá hönnuðum og eins hjá at- vinnulífinu. Þá er mikilvægt gagn- vart útlöndum að hægt sé að hafa samband við einn aðila á Íslandi sem er eins konar samnefnari fyrir hönn- unina og það gerist með þessum vettvangi.“ Valgerður segir ekki leika vafa á því að á Íslandi séu fjölmargir hæfi- leikaríkir hönnuðir og það muni m.a. koma í ljós á sýningunni í París. „Það er svo glæsileg skrá sem við er- um búin að láta gera fyrir sýninguna í París. Á sama tíma hleypum við af stað samstarfsvettvanginum og það er mikilvægt vegna þessarar sýningar í París að það sé þannig tenging inn í framtíðina.“ Íslensk hönnun sýnd í París Ein umfangsmesta sýning sinnar tegundar haldin í apríl Valgerður Sverrisdóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í skilorðsbundið fangelsi, annan í 4 mánuði og hinn í þrjá, fyrir að ráðast á tvo aðra karlmenn á dansleik í Stapa í Reykjanesbæ árið 2001 og berja þá m.a. í höfuðið með bjórglösum og flöskum. Dóm- arnir eru skilorðsbundnir vegna þess hve mikill dráttur varð á að ákæra væri gefin út. Rannsókn málsins var að mestu lokið í byrjun mars 2002 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 3. október 2003. Sakborningarnir voru dæmdir til að greiða fórnar- lömbunum skaðabætur og einnig voru þeir dæmdir til að greiða málskostnað. Dæmdir vegna lík- amsárásar FJALLAMANNINUM Cameron Smith gengur vel á göngu sinni þvert yfir Vatnajökul þrátt fyrir afleitt veður. Hann er meira en hálfnaður með gönguna og ef allt gengur að óskum verður hann kominn yfir jök- ulinn í kringum næstu helgi, segir Halldór Kvaran, formaður Íslenska Alpaklúbbsins, sem hefur verið Smith innan handar. Smith lýsir veðrinu undanfarna daga á vef sínum og segir að það sé engu líkara en það rigni yfir sig ísk- rapa, svipuðum mislitum krapanum sem seldur er í ísbúðum. „Ímyndið ykkur svona krapavél sem snúið er á hlið og þeytir krapanum á 20 metra hraða á sekúndu. Þannig var þetta í dag [í fyrradag] og ég þurfti að hætta snemma til að þurrka mig. Ég sé ekki fram fyrir hendur mér, sé bara áttavitann í hendi mér undir krapalagi,“ segir Smith á vef sínum, www. solice.com. Krapanum þeytt lárétt 20 m/s Gengið yfir Vatnajökul

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.