Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 63

Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 63 DAGBÓK 1928 VÖRUHÚS AUÐBREKKU 1 Kóp Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11:00-18:00 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13:00-18:00 Handmáluð kommóða, 70 cm x 90 cm á opnunartilboði kr 7.900 Handmálað sófaborð 100 cm x 60 cm á opnunartilboði kr. 7.900 STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert nútímaleg/ur og skörp/skarpur í hugsun og hefur beitt skopskyn. Þú ert metnaðarfull/ur í vinnunni en blíð/ur í einkalífinu. Nán- ustu sambönd þín verða í brennidepli á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert hagsýn/n og raunsæ/r í dag. Þú vilt ekki eyða pening- unum þínum í annað en það sem mun koma að góðum not- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður þínar við aðra eru á alvarlegu nótunum í dag. Þú ert í skapi til að taka hlutina föstum tökum og þér er alveg sama þó að það kosti þig tölu- verða fyrirhöfn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert í skapi til að leggja þig alla/n fram við vinnuna í dag. Þú ert tilbúin/n að fórna þæg- indum dagsins í dag fyrir upp- skeru morgundagsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hikaðu ekki við að þiggja ráð frá þeim sem eru þér eldri og reyndari í dag. Það er barna- skapur að telja reynslu ann- arra léttvæga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Yfirmönnum þínum og öðru valdamiklu fólki finnst mikið til þín koma í dag. Mundu að það getur tekið nokkur ár að ávinna sér traust en ekki nema nokkrar mínútur að brjóta það niður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er rétti tíminn til að gera langtímaáætlanir um ferðalög eða framhaldsmenntun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú tekur skyldur þínar mjög alvarlega í dag. Þú gætir líka fengið gjöf, sem mun koma sér vel þegar frá líður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að nota daginn til að setjast niður með ástvini þín- um og ræða alvarlegar spurn- ingar sem hafa komið upp að undanförnu. Þið þurfið að ganga úr skugga um að þið séuð að leita að því sama í sambandinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að gera það upp við þig hvort þú ætlar að halda áfram í vinnunni eða ekki. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú ert að gera það sem þú vilt gera í lífinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir orðið skotin/n í ein- hverjum sem er töluvert eldri eða yngri en þú í dag. Margar steingeitur velja sér maka sem eru langt frá þeim í aldri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að gera umbætur á heimilinu eða innan fjölskyldunnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur næga þolinmæði til að læra eitthvað nýtt í dag. Hvort sem þú gerir það í vinnunni eða frítíma þínum mun það ganga vel og skila góðum árangri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ASKURINN Hríðar um gættir, hreysið skelfur, hrikta bjálkar og dyr. Skáldið í Bólu er skinið af hungri, en skapið líkt og fyr, og heldur en bugast, beygja kné og bjóða dauðanum inn, sker það máttuga meginstafi og myndir – í askinn sinn. Þungum sökum er bóndi borinn og bannfærð skáldsins ljóð. Í rökkrinu minna rauðar glæður á rjúkandi sauðablóð. Hann bítur á jaxlinn, bölvar í hljóði og beitir oddinum fast. Allt hans líf var storkandi stríð við stormanna iðukast. – – – Davíð Stefánsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. ÁrniHelgason, fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og síma, gamanvísnahöfundur og heiðursborgari Stykk- ishólmsbæjar, verður 90 ára sunnudaginn 14. mars nk. Eiginkona Árna var Ingi- björg Gunnlaugsdóttir kennari sem lést fyrir 10 ár- um. Árni mun ásamt börn- um sínum bjóða til veislu í Félagsheimili Stykkishólms á afmælisdaginn frá kl. 15. Þangað eru allir velkomnir að heilsa upp á afmæl- isbarnið. SUÐUR spilar sex hjörtu. Hann horfir á þrettán slagi, en það gæti verið erfitt að nálgast þá alla, því hliðarlit- urinn er stíflaður: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠Á97 ♥86 ♦KDG109 ♣KDG109 Suður ♠D4 ♥ÁKDG105 ♦Á ♣ÁG92 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 1 grand * Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Vestur finnur snögga blett- inn á sagnhafa í útspilinu, sem er spaðagosi. Það verð- ur að hleypa á drottninguna, en austur á kónginn. Hvað er til ráða? Auðvitað er ekki víst að austur rati á bestu vörnina, sem er að spila aftur spaða og klippa þannig á sam- bandið við blindan áður en tígulásinn er tekinn. En er óþarfi að treysta á varn- armistök þegar til er skemmtilegur mótleikur – að láta spaðadrottningu undir kónginn! Norður ♠Á97 ♥86 ♦KDG109 ♣763 Vestur Austur ♠G1085 ♠K632 ♥942 ♥73 ♦632 ♦8754 ♣854 ♣KD10 Suður ♠D4 ♥ÁKDG105 ♦Á ♣ÁG92 Ef austur spilar spaða áfram hendir sagnhafi tíg- ulás í spaðaásinn og svo þremur laufum í hátígul. Tígullinn brotnar 4-3, svo þetta dugir í tólf slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ gxf6 6. Re2 h5 7. Rf4 Bg4 8. Dd3 e6 9. Bd2 Rd7 10. h3 Bf5 11. Dc3 Bd6 12. Bd3 Bxd3 13. Dxd3 Dc7 14. Df3 Bxf4 15. Dxf4 Dxf4 16. Bxf4 Hg8 17. Ke2 e5 18. dxe5 fxe5 19. Bh2 Ke7 20. Hhe1 Hg5 21. Kf1 Hag8 22. He3 f6 23. Hd1 Rc5 24. Hd2 Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem stendur yfir þessa dag- ana í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ástralski stórmeistarinn Ian Rogers (2.582) hafði svart gegn Róberti Harðarsyni (2.307) og stóra spurningin sem andfætlingurinn stóð frammi fyrir var hvort hann mætti hirða peðið á g2. 24. … Hxg2! 25. Bg3 Re4! Þetta hef- ur hvítum yfirsést þegar hann lék 24. leik sínum og situr uppi með tapað tafl í kjölfarið. Hvítur barðist engu að síður um á hæl og hnakka í þrjátíu leiki í við- bót. 26. Hxe4 H8xg3 27. Hb4 b6 28. Ha4 a5 29. b4 Hg1+ 30. Ke2 Hxh3 31. bxa5 b5 32. Hb4 Ha3 33. c4 Hg4 34. Hb3 Hxa5 35. cxb5 cxb5 36. Hdb2 Hga4 37. Hxb5 Hxb5 38. Hxb5 Hxa2+ 39. Kf3 Ha4 40. Hb7+ Ke6 41. Hh7 h4 42. Hh8 Kf5 43. Hh5+ Kg6 44. Hh8 Kg5 45. Hg8+ Kf5 46. Hh8 Ha3+ 47. Kg2 h3+ 48. Kh2 Kg5 49. Hg8+ Kf4 50. Hh8 f5 51. Hh4+ Kg5 52. Hh8 Hd3 53. Hg8+ Kf4 54. Hh8 e4 og hvítur gafst upp. 5. umferð mótsins hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17.00 í dag. Skýringar eru á skákstað frá kl. 19.00 og munu þær vera í höndum valinkunna skýrenda. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.          MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bridsfélag Kópavogs Guðjón og Vignir hefðu getað sleppt því að mæta síðasta kvöldið af þremur í Butlernum, þeir kláruðu mótið á öðru kvöldinu. En það var hart sótt að þeim síðasta kvöldið, því allir vilja jú vinna meistarana og „sumum“ tókst það! Lokastaðan: Guðjón Bragason – Vignir Hauksson 120 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 100 Magnús Aspel. – Steingrímur Jónass. 73 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 46 Guðlaugur Bessason – Jón St. Ingólfss. 45 Hæstu skor fengu: Magnús Aspel. – Steingrímur Jónass. 37 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 36 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 28 Gísli Tryggvason – Guðlaugur Nielsen 23 Næsta keppni hjá félaginu er þriggja kvölda tvímenningur, þar sem tvö beztu kvöldin gilda. Spila- mennska hefst kl. 19.30 í Hamraborg 11, 3. hæð. Allir velkomnir. Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi – undankeppni Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi, undankeppni fyrir Ís- landsmót, verður haldið á Dalvík sunnud. 14. mars. Spilað verður í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju og hefst spilamennska stundvíslega kl. 10 um morguninn. Mótslok eru áætl- uð um kl. 18. Mótið er skráð laug- ardaginn 13.3. í mótaskrá, en vegna jarðarfarar á Dalvík þann dag er það flutt til sunnudags. Mótsgjald er 2.000 kr. á spilara og er innifalið í því verði súpa og brauð í hádeginu og kaffi allan daginn. Fjög- ur efstu pörin öðlast rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins í tví- menningi 30.4.–1.5. 2004. Skráning fer fram hjá Ingvari Páli Jóhanns- syni í síma: v. 460-4905 eða h. 466- 1847. Einnig má skrá sig hjá Stefáni Vilhjálmssyni, Akureyri, GSM 898- 4475 eða Hákoni Sigmundssyni, Dal- vík, v. 466-1318, GSM 864-6161. Skráningarfrestur til kl. 19 fimmtud. 11. mars. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum mánudagin 8. marz. Meðalskor 264. Efst vóru. NS Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 295 Sigtryggur Ellertsson – Oddur Jónss. 285 Elías Kristjánsson – Ruth Pálsdóttir 283 Heiður Gestsd. – Þórdís Sólmundard. 282 AV Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 322 Guðmundur Magnúss. – Kristinn Guðm. 310 Viggó M. Sigurðss. – Þórhallur Árnas. 306 Jón Bondó – Ingólfur Viktorsson 272 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 60 ÁRA afmæli. Sex-tugur er í dag fimmtudaginn 11. mars Magnús Daníel Ingólfsson vélstjóri, Kársnesbraut 31, Kópavogi. Magnús er að heiman á afmælisdaginn. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.