Pressan - 14.07.1994, Síða 2

Pressan - 14.07.1994, Síða 2
fœr Kristján Jó- hannsson fyrir aö plata tugþús- s undir Islendinga til að fá sér de- betkort sem er svo ekki hcegt að nota. SPURNINGIN Ertu hættur að geta bitið frá þér, Guðjón? „Veistu það að ég er búinn að fá nóg af þessum húmor. Ég nenni ekki að svara þessu.“ Guðjón Þórðarson er þjálfari meistaraflokks KR í knatt- spyrnu, en KR-ingar hafa ekki riðiö feitum hesti frá síðustu leikjum í fyrstu deild- inni. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Val á mánudag- inn og í vikunni á undan töp- uðu þeir fyrir Þórsurum 2-4. FYRST & FREMST Hraðar hendur í lagadeild Eftir að PRESSAN sagði ífá því í síðustu viku að dómnefnd til að meta hæfni umsækjenda um pró- fessorsstöðu við lagadeildina hefði ekki getað komist að niðurstöðu eftir þriggja ára starf var í skyndi skotið á fundi í lagadeildinni. Þar var samþykkt einróma að mæla með Þorgeiri Örlygssyni í stöðuna en hann hefur verið settur í hana síðustu árin. Það er því ljóst að lagadeildin vill ekki fá Sigurð Giz- urarson til liðs við sig en hann hef- ur bæði hærri einkunnir en Þorgeir og eftir hann liggja fleiri ffæði- greinar, auk þess sem hann hefur lagt ffam til samþykktar doktors- ritgerð upp á fieiri hundruð síður sem ku fjalla um vatnsréttindi. Nú er bara að sjá hvort Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra telur sér einnig vera stætt á því að ganga ffamhjá Sigurði, en Olafur veitir stöðuna... Kínverjar veiða í soð- ið Þegar tíðindamaður PRESS- UNNAR átti leið um Hafnarbakk- ann á mánudagskvöld vakti athygli hans fimm manna hópur Kínverja sem stóð við vitann á Ingólfsgarði. I Ijós kom að þarna voru fiskimenn á ferð og beinlínis mokuðu upp aflanum. Á meðan íslendingar, sem þarna stóðu við smáfiskadorg, veiddu titt og titt tóku þeir kín- versku tvo og þrjá í kasti, enda með margra króka línur og virtust eink- ar lagnir við veiðarnar. Ekki var fiskurinn stór ffemur en endranær í höfninni, aðallega 15-30 senti- metra langur ufsi, en það virtist ekki draga úr veiðiákafa Kínverj- anna. Ekki vakti minni athygli að þegar veiðinni lauk hurfu þeir á brott með jakkafataklæddum diplómata sem sótti þá á bíl ffá sendiráðinu. Affaksturinn: Nokkr- ir innkaupapokar fullir af smáufsa og kola... Helgi á einkaflugvél Helgi Bjömsson átti affnæli á sunnudaginn fyrir rúmri viku en þar sem hann er upptekinn allar helgar ákvað spúsa hans, Vilborg Halldórsdóttir leikkona, að halda honum „sörpræspartí“ á miðviku- daginn. Ekki gekk auðveldlega að fá kappann til að mæta, enda átti hann að vera í Vestmannaeyjum á blaðamannafundi vegna Þjóðhá- tíðarinnar. Endaði Jón Tryggvason í því hlutverki að plata Helga á meinta æfingu fyrir sjónvarpsleik- ritið „Lagó“, sem hann leikstýrir. Skildi Helgi ekkert í þessu ógnar- stressi leikstjórans vegna fáeinna setninga, sem ekki ætti að vefjast fyrir leikaranum að tileinka sér. Eftir kortersæfingu var keyrt heim til Helga þar sem fjörutíu ættingjar og vinir — karlkyns — komu Helga á óvart og stóð fjörið víst ffam eftir nóttu. Það er annars nóg að gera hjá Helga að vanda. Hann leikur á móti Fjalari Sigurðarsyni Dags- ljóssmanni, sem tvisvar hefur næst- um því komist í Leiklistarskólann, í sjónvarpsleikritinu „Lagó“. Þar leika þeir kvótalausa sjómenn sem ákveða að sökkva trillu sinni til að fá peninga út úr tryggingunum. Verður kvikmyndað sleitulaust næstu tvær vikur og flogið með Helga á einkaflugvél á milli Arnar- stapa, þar sem tökur fara ffam, og þess staðar þar sem SSSól þarf að halda uppi stuðinu í það og það skiptið. Helgi tilheyrir því ekki bara þotuliðinu þessa dagana heldur relluliðinu líka... Enn er von Altalað var þegar Steingrímur Hermannsson komst í stjórnar- andstöðu eftir síðustu alþingis- kosningar að hann ætti erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri ekki lengur forsætis- ráðherra. Þegar hann hvarf af þingi fyrr á árinu og settist í stól seðla- bankastjóra héldu flestir að þessi fortíðarþrá hans myndi rjátlast af honum. En svo virðist ekki vera. Þegar nýju símaskránni er flett kemur nefhilega í ljós að hann heldur enn fast við starfsheiti for- sætisráðherrans... Mikill arður af litlum hagnaði Flugleiðir hafa gert vel við hlut- hafa sína þrátt fýrir slaka afkomu síðustu árin. Hagnaður Flugleiða ffá 1989-1993 var 108 milljónir króna á föstu verðlagi en á sama tíma greiddi félagið hluthöfum sín- um 644 milljónir í arð. Það gerir 533 milljónir í arðgreiðslur um- ffam hagnað á umræddu tímabili. I viðtali við Viðskiptablaðið segir Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, að þetta sé ákvörðun hluthaf- anna hverju sinni og gerir lítið úr því að útgreiðsla arðs rýri eigið fé og minnki möguleika á hagnaði í framtíðinni. Þetta verða þó að telj- ast ansi góðar arðgreiðslur af lidum hagnaði á löngum tíma... Vænlegt bókaflóð Virðisaukaskattur á bækur kom bókaforlögunum afar illa fýrir síð- ustu jól og berjast nú mörg þeirra í bökkum. Því verður farið mun var- legar í bókaútgáfu fýrir þessi jól og David Byrne kemur — á hjóli •r Isíðustu PRESSU var sagt frá því að bandaríski popparinn David Byrne hefði mikinn hug á að halda tónleika á íslandi. Smekkleysa tók regnskógarokkarann að sér og nú er orðið pottþétt að hann kem- ur og spilar hér fyrstu vikuna í september, nánar tiltekið mánu- daginn 5. og þriðjudaginn 6., ef þörf verður á aukatónleikum. Ekki hefur verið ákveðið hvar tónleik- arnir verða haidnir, en bæði Óper- an og Hótel ísland eru í sigtinu. David Byrne gaf nýverið út nýja sólóplötu. Athygli vekur að hann er horfinn frá heimstónlist- inni, sem hann hefur fengist við síðustu ár, og nýja platan minnir um margt á lagasmíðar Talking Heáds. Platan hefur fengið frá- bæra dóma og samkvæmt áhuga erlendu pressunnar virðist sem mjög heitt sé undir karlinum þessa dagana. Byrne er nú á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin og heldur áfram um S-Ameríku. Hann er aðeins með þrjá hljóðfæraleik- ara með sér; slagverksleikarann Mauro Refosco, trommarann Todd Turkisher og bassistann Paul Soc- olow — að sögn allt þekktir hljóðfæraleikarar. Sjálfur sér Byrne um allan gítarleik og syng- ur auðvitað líka. Byrne virðist því hafa farið hringinn; hann er kom- inn í rokkið aftur, og það er af sem áður var þegar hann þvældist um með þrjátíu manna stórsveit. Til vitnis um breyttar áherslur er að rífiega helmingur tónleikapró- grammsins er gömul Talking He- ads-lög. ísland verður fyrsti viðkomu- staður hans í Evrópuhluta heims- reisunnar. Tónleikarnir hér verða að veruleika fyrst og fremst vegna gífurlegs áhuga Byrnes á af- skekktum stöðum og var hann til í að slá verulega af venjulegri þóknun til að geta spilað á ís- landi. Þótt aðeins þrír séu í hljóm- sveit Byrnes eru sjö aðrir sem fylgja honum um heiminn. Þetta eru auðvitað hinir hefðbundnu hljóðmenn, Ijósamenn og rótarar, en athyglisvert er að starfskraftur sem sér um viðhald á fjallahjólinu hans fylgir einnig með. Byrne er mikill hjólreiðagarpur og fer allra sinna ferða á hjóli. Hann tekur með sér fjallahjól um heiminn og borist hefur fyrirspurn að utan um reiðhjólafæri í höfuðborginni. Engum ætti því að bregða í brún þótt þessi heimsþekkti tónlistar- maður sæist á fjallahjóli á Lauga- veginum í september... „aðeins gefiiar út bækur sem selj- ast“, eins og einn útgefandinn sagði. Mikil leynd hvílir enn yfir hvaða bækur verða gefnar út en samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR verður þar talsverður íjöldi athyglisverðra bóka. Þannig mun vera von á skáldsögum frá Steinunni Sigurðardóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Thor Vilhjálmssyni, Einari Kárasyni og Pétri Gunn- arssyni. Einnig mun vera von á skáldsögum frá Hallgrími Helga- syni og Þórami Eldjám. Þá höfum við frétt að fjölmiðlamaðurinn Ei- ríkur Jónsson ætíi sér að gefa út tvær bækur, þar af mun önnur vera barnabók. Af öðrum bókum má nefha að von er á fjórðu bók Þórs Whitehead um aðdraganda hemámsins hér á landi og Birgir Thorlacius rifjar upp árin í stjóm- arráðinu... Birgir Hrafnsson í vín- ið Hræringar með áfengisheild- sölufýrirtækin Konráð Axelsson og Vínland hf. hafa verið slíkar að menn hafa ekki botnað upp né niður í þeim. I stuttu máli stofnaði Herluf Clausen Konráð Axelsson hf. ásamt Elínu Clausen, þáverandi eiginkonu sinni, Sigurði Konráðs- syni, föður hans, Konráð Axels- syni, og Brynjólfi Bjarkan. Konráð hætti síðan í fýrirtækinu og sonur hans gekk síðar út og tók m.a. með sér Grand Marnier-umboðið. Herluf fékk þá Birgi Hrafnsson, sem var nýhættur hjá Ólafi Lauf- dal, til að sjá um reksturinn, sem hann hefur gert síðan. Það gerðist síðan um síðustu áramót að Birgir og Herluf stofnuðu Vínland hf. sem yfirtók öll umboð fýrrnefnda fýrirtækisins og stýrir Birgir algjör- lega fýrirtækinu. Það hefur fjölda þekktra umboða svo sem Dimple- og Bell-viskí, Kriter-freyðivín, Remy-koníak, Mouton Cadet, Santa Rita frá Chile, Pére Patriarc- he, Holsten-bjór, Riesling Hiigel og Stolichnaya-vodka. Birgir vildi ekki gefa upp nákvæma eignaskiptingu milli þeirra, en eins og menn vita hefur veldi Herlufs Clausen farið heldur dvínandi síðustu misser- in... I vikunni... ... lagði Jóhanna Sigurðardóttir upp í leiðangur um landið til að vita hvort fleirum en henni væri illa við Jón Baldvin. Hún er væntanleg aftur með haustinu. ... héldu áhugamenn um Þjóðminjasafn íslands áfram að rífast í Mogganum. Talið er að á fjórða tug fornminja hafi horfið á meðan þeir voru uppteknir við annað. ... sagði nýr ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins að það væri stefnulaust og stjórnlaust. Ekki náðist í Jón Baldvin. Hann er í útlöndum. ... voru yfirvöld kölluð til vegna þess að Hrafn Gunnlaugsson fjarlægði ónýtan stromp úr fjörunni hjá sér. Hrafn reyndist saklaus, sem þótti frétt. Enginn hefur enn verið rekinn vegna málsins. ... lentu íslendingar í útlöndum í vandræðum vegna þess að engir nema íslendingar vita hvað debetkort eru. Þegar ÁTVR fór svo líka að taka við kortunum fækkaði utanlandsferðum íslend- inga skyndilega. ... neitaði Jón Kristjánsson alþingismaður að gera Ólaf Ragnar Grímsson að leiðtoga lífs síns. Hann er líklega svona góðu vanur. 2 PRÉSSAN FIMMTUÖAGURINN 14. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.