Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 13
Islandi •sfértiunden har ritt *•> vtttinte awa «í *StuM, Nágot válú —*w förstkttK: synsnástan <am nska msMkiar. -Idemvála rnmaste ind. SidstR H mmmim m < hnx moh< ;< >\tii )\inc *t>4 l'IIKTER. \AKummm SONtM Sid 1-12 tímarit. Eftir því sem komist verð- ur næst skipta íslenskir áskrifendur að þeim þúsundum og auk þess seljast þau í einhverjum hundruð- um eintaka í bókabúðum á viku. Verðið á dagblöðunum liggur á bilinu ffá 140 krónum upp í 250 og fréttatímaritin litlu dýrari. Mun ódýrarara er að gerast áskrifandi og fá blöðin send í pósti. Póstþjónust- an er orðin svo hraðvirk að ffétta- tímaritin berast fýrr til áskrifenda en í búðahillur og flest dagblöð sem gefin eru út í Evrópu koma inn um bréfalúguna samdægurs eða daginn eftir. Þegar allt er talið má gera ráð fýrir að erlend dagblöð seljist í allt að 2.000 eintökum á viku hér á landi en fréttatímaritin jafnvel í meira en 5.000 eintökum. Styðst mest við bresk blöð Fáir íslendingar hafa jafn yfir- gripsmikla þekkingu á fjarlægum löndum og Jón Ormur Halldórs- son, lektor í stjórnmálaffæði við Háskóla íslands. Það er því for- vitnilegt að vita í hvaða erlendu dagblöð hann sækir sér helst upp- lýsingar. „Ég les tvö bresk dagblöð svo til daglega," segir Jón Ormur. „Ann- ars vegar Finanríal Times, sem er aðallega skrifað fýrir menn sem þurfa að taka ákvarðanir í fjármál- um og peningamálum, kapítalista sem hafa engan áhuga á skoðunum blaðamanna en vilja harðar upp- lýsingar. Að svo miklu leyti sem það hefúr stefhu er það hægrisinn- að en í gegnum tíðina hef ég séð að ég get treyst því blaði þótt það sé skrifað fýrir fólk sem er mjög ólíkt mér. Mér til gamans les ég aftur á móti Guardian. Þar er meira um menningarmál, listir og daglegar fféttir ffá Bretlandi sem ég fýlgist með. Um helgar les ég svo Obser- ver, sem kemur aðeins út á sunnu- dögum.“ Hverfinnstþér vera helsti munur- inn á þessum blöðum og íslensku dagblöðunum? „Ég er alveg dottinn út úr því að lesa íslensk blöð. Ég fýlgist ekki með daglegri pólitík hér og finnst þau því ekki spennandi. En mun- urinn er meðal annars sá að Fin- anríal Times tekur til alls heimsins, Guardian til Vestur-Evrópu en ís- lensku blöðin fjalla nær eingöngu um ísland. Svo er gæðamunur, því að hjá stærri blöðunum eru fleiri hundr- uð blaðamenn og stundum hafa þau tugi skrifstofa um allan heim. Hérna eru blöðin skrifúð af örfá- um blaðamönnum sem hafa engan tíma en þurfa samt að setja sig inn í fleiri mál en nokkrum manni er hollt. íslensku blöðin eru ekki skrifuð af lélegra fólki, en á stóru blöðunum geta blaðamenn sérhæft sig og sinnt miklu þrengri hlut- « um. Hvaða fréttatímarit lestu helst? „Ég er búinn að vera áskrifandi að The Economist í tuttugu ár. Þetta er mjög einart frjálshyggjutímarit en það er áreiðanlegt og betur skrifað en nokkurt annað ffétta- tímarit sem ég þekki. Þeir sem unna enskri tungu fá þar góðan texta til að lesa. Það er líka yfir- gripsmikið og tekur jafnt til alls heimsins þótt það sé gefið út í Bret- landi. Far Eastem Economic Rewiew, sem gefið er út í Hong Kong, les ég líka. Það er mjög gott en tekur ein- göngu til Asíu.“ Jón Ormur gefur sér að jafnaði um klukkutíma á dag til að lesa er- lend dagblöð og tímarit. „Þetta eru sömu blöðin sem ég les sama hvar ég er staddur í heiminum. Eina landið þar sem ég lendi í vandræð- um með að nálgast þau er í Banda- ríkjunum. Ef maður er ekki í stór- borg þar þá fást þau varla en alls staðar í Evrópu og Asíu.“ Gœtirðu ekki án þessara blaða verið? „Maður getur verið án nánast alls nema fæðu en ég hef bara ekki áhuga á sleppa þessum lestri.“ Sleppir þeim íslensku og les einungis El País Sigurður Hjartarson, kennari í sögu og spænsku, er búsettur í Grindavík en hefur dvalið lang- dvölum erlendis, ekki síst á Spáni og í Mexíkó. Hann er reglulegur lesandi dag- blaðsins El País, sem er útbreidd- asta blað Spánar. „Ég les ekkert annað blað,“ segir hann. „Ég er áskrifandi að sunnudagsblaðinu og kaupi oft laugardagsblaðið." Hvers vegna þetta blað? „Það leikur enginn vafi á að El País er besta blaðið á Spáni og ég gæti trúað að það væri í hópi fimm til tíu bestu dagblaða sem maður kemst í hér á landi." Hver er munurinn á El País og ís- lensku dagblöðunum? „Það er svo margt. í fýrsta lagi eru miklu betri fféttir og fféttaskýr- ingar í El País og það er með ffétta- ritara út um allan heim. Blaðið fýlgist einnig býsna vel með í Róm- önsku Ameríku og fféttir ffá Spáni höfða einnig til mín. Svo eru margar góðar greinar í blaðinu og margir ffábærir pennar skrifa í það. Þar má nefna Vargas Llosa sem skrifar í annað til þriðja hvert sunnudagsblað og Gabriel García Marquez þótt hann skrifi sjaldnar en áður.“ Sigurður var við nám í Skotlandi og Svíþjóð og þá las hann Observer og Dagens Nyheter. Um skeið las hann einnig talsvert erlend ffétta- tímarit en segist vera löngu hættur að kaupa þau. „Ég er kennari og öreigi, eins og þú veist, og það er því ekki hægt að ætlast til þess að ég kaupi þau. Ég kaupi heldur eng- in íslensk blöð og engin íslensk tímarit. Eina prinsippið sem ég hef í lífinu og stend alveg fastur á er að kaupa ekki Moggann. Ég hef aldrei gert það og mun ekki gera það. Hann er vont blað.“ Hvemig fylgistu þá með innlend- umfréttum? „Ég er fféttafíkill og svala frétta- þorsta mínum með því að hlusta mikið á útvarp og svo fýlgist ég með fféttum beggja sjónvarps- stöðvanna." Hugnast vel sjónarhorn heimamanna „Ég les rosalega mikið af erlend- um blöðum og tímaritum," segir Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður hjá Morgunblaðinu. Jó- hanna er með víðförulli íslending- um og hefúr ferðast um allan heim starfs síns vegna og af landskunn- um áhuga. Helst drepur hún niður fæti á fjarlægum og framandi stöð- um í Affíku og Asíu. Erlent lesefni sem hún sækir í markast af því. „Ég er voðalega svag fýrir mörg- um erlendum blöðum en það eru yfirleitt viku- og mánaðarrit sem ég les að staðaldri. Ég mundi vilja nefúa fjögur blöð, tvö vikurit og tvö mánaðarrit. í fýrsta lagi Far Eastern Economic Rewiew sem hefúr afskaplega góðar og skemmtilegar fféttir og frétta- skýringar ffá Austurlöndum fjær sem er til dæmis ekki að finna í bandarískum fféttatímaritum á borð við Time og Newsweek. Mér hugnast líka afar vel sjónarhorn heimamanna sjálfra. Asia Week er dálítið öðruvísi. Það er skemmtilegra aflestrar og mikið af töflum og statistík sem ég hef gaman af. New African er mánaðarrit. Aff- íkufréttir í flestum erlendum dag- blöðum eru mjög lélegar og á Is- landi hefur enginn áhuga á fréttum ffá Affíku nema þær fjalli um Mandela, fjöldamorð í Rúanda eða eitthvað slíkt. Heimamenn, sem skrifa New African, horfa líka á málin allt öðruvísi en fféttaritarar heimspressunnar sem koma annað slagið á vettvang. Að síðustu vildi ég nefna mánað- arritið The Middle East. Þar, eins og í hinum blöðunum, er ég að leita effir sjónarhomi íbúanna sjálfra. Ég er áskrifandi að þessum blöð- um og þykir alltaf gaman að fá þau í hendurnar." Jóhanna segist fletta fjölmörgum dagblöðum en varla taka eitt þeirra sérstaklega ffam yfir annað. „Mér finnst þó Herald Tribune alveg til fýrirmyndar og les það mikið þegar ég er á ferðalögum erlendis. Svo er ég áskrifandi að Jordan Times og Omati Titnes og les þau að stað- aldri. En ég gæti sjálfsagt alveg lifað án þeirra.“ Mikilvægt að lesa erlend blöð „Ég fletti off Norðurlandablöð- unum og les forvitnilegar greinar í þeim,“ segir Kristín Einarsdóttir alþingismaður. Hún á sæti í Norð- urlandaráði og utarnríkismála- nefnd AlÞingis þannig að hún vill fýlgjast vel með því sem er að ger- ast utan landsteinanna. „Ég fæ Dagens Nyheter frá Svíþjóð, Aften- posten ffá Noregi og Politiketi og Berlingske Tidende frá Danmörku. Svo fæ ég úrklippur úr finnskum blöðum. Ég fletti þessum blöðum alltaf einu sinni til tvisvar í viku.“ Kristín segist lesa erlend ffétta- tímarit eins og Time, Newsweek og The Economist öðm hvoru en það síðasttalda veki yfirleitt mestan áhuga hjá henni. „Til að fá yfirsýn yfir alþjóða- málin les ég Guardian Weeídy þar sem safnað er saman ýmsum ffétt- um og greinum úr erlendum blöð- um. Mest er fjallað um Bandaríkin og Evrópu en einnnig svolítið um aðra heimshluta. Svo fæ ég send ýmis tímarit um umhverfismál og sem þingmaður fæ ég alltaf Fomm sem Evrópuráðið gefúr út.“ Hvað hafa þessi blöð upp á bjóða fyrirþig umfram íslenska fjölmiðla? „Maður fær miklu betri innsýn í hvað er í umræðunni. Ég fæ til dæmis miklu betri innsýn í Evr- ópumálin í Norðurlandablöðun- um en þeim íslensku. Ég hef heldur ekki algerlega sama mat á fféttum og fjölmiðlar hér. Mér finnst því mjög mikilvægt að lesa þessi blöð og vil ekki vera án þeirra.“ Öðruvísi sýn á hlutina „Það væri gott að eyða klukku- tíma á dag í lestur erlendra blaða en ég efast um að ég nái því,“ segir Einar Karl Haraldsson, ffam- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Þau erlendu dagblöð sem hann les helst koma út í löndum þar sem hann hefúr dvalið langdvölum, í Svíþjóð og Frakklandi. „Ég sé Dag- ens Nyheter nokkuð reglulega, einnig Observateur og ffönsk viku- blöð eins og Le Point og L’Express. Þegar ég var í Frakklandi í gamla daga las ég Le Monde og Libération er mjög gott blað. Þar er lagt mikið undir í umíjöllun. Svo kíki ég í Herald Tribune og fféttatímaritin The Economist, Time og Newsweek með höppum og glöppum.“ Hvað fœrðu út úr því að lesa er- lend blöð? „Það gefúr manni náttúrulega allt aðra útsýn og öðruvísi sýn á hlutina að lesa erlend blöð. Þau eru off með eigið fólk á staðnum um allan heim sem maður kannast við eftir að hafa lesið greinar eftir það áður. Það er einfaldlega meira lagt í þessi blöð en þau íslensku. Sjónar- hóllinn er líka annar, sem er alltaf ffóðlegt. Það er töluvert ólíkt sjón- arhorn á heiminn eftir löndum. Frakkar beina mikið sjónum til fýrrum nýlendna sinna í Affíku og Asíu sem aðrir gera ekki svo dæmi sé tekið.“ Hvert er að þínum dómi besta er- lenda dagblaðið? „Það er voðalega erfitt að svara því. Maður er ekki dómbær á fjöl- miðla annars staðar en þar sem maður hefúr dvalið um nokkurt skeið. Ég hef til dæmis aldrei kom- ist á bragðið með að lesa bresk og bandarísk blöð því að ég hef aldrei búið í Bredandi og Bandaríkjun- um. Það sama á við um þýsku pressuna. En Dagens Nyheter þykir mér besta sænska blaðið og Libér- ation það besta í Frakklandi.“ Styrmir Guðlaugsson FIMMTUOAGURINN; HJ€ JÚLÍ .1994 :i PRESSAN 13 r

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.