Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 24

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 24
„Allir mínir eftirlætishöfundar eru háaldraðir dauðir" Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Bríeti Héðinsdóttur leikkonu og leikstjóra. Að hluta til lifir leikarinn í tilhúnum heimi. Að hvaða leyti heldurðu að þetta hlutskipti móti hann? „Ætli öll störf móti ekki þann sem fæst við þau. En ég held stund- um að fólk verði leikarar af því það tekur meira mark á tilbúnum heimi en hinum raunverulega. Ég held líka að það sama eigi við um fólk sem sinnir öðrum listgreinum og bókmenntastörfum; því finnst tilbúni heimurinn áhugaverðari en hinn. En auðvitað er það svo, að mælikvarðann á hinn tilbúna heim finnur maður í raunveruleikan- um.“ En ýtir þetta hlutskipti leikarans ekki undir einangrun? „Á vissan hátt gerir það það. Það er hætta á því vegna þess að þetta starf er svo fúllnægjandi að maður týnir umheiminum. Það koma skeið þar sem maður veit ekkert hvað er að gerast í veröldinni. Svo heyrir maður löngu seinna eitthvað sem manni þykir íféttnæmt. Þá kemur maður eins og álfúr út úr hól og segir: „Hvernig gat þetta far- ið framhjá mér?“ Þá kemur í ljós að þessi fréttnæmi atburður hefúr gerst á einhverju svona skeiði." En nú eru alls kyns persónur sem leikarinn þarf að samsama sig. Þarf hann ekki að vera sálfrœðingur í eðli sínu eða mannþekkjari til að geta sett sig í spor þeirra og gert þeim sannjœrandi skil? „Eg held að góður leikari sé alltaf mannþekkjari, meðvitað eða ómeðvitað.“ Og efhann er það ekki þá er hann ekki góður? „Nei, sennilega ekki.“ En heldurðu þá að innlifun og itinscei séu meira virði en tœknilega hliðin í sviðsleik eða er ekki hœgt að skilja þetta að? „Ég held varla að það sé hægt að skilja þetta að. Ég held að við alla listsköpun sé innlifun algjört skil- yrði. Það er ekkert dularfúllt við það. Ef þér finnst gaman að ein- hverju þá er það af því að þú lifir þig inn í það, til dæmis samsamar þig einhverri persónu. Börn gera þetta. Hjá þeim heitir það þykj- ustuleikur. Það er alveg það sama sem gerist hjá leikaranum. Hann verður önnur persóna þegar hann leikur, nýtir þennan mannlega eig- inleika í starfi.“ En hvað ef leikari er ósáttur við viðbrögð eða athafnir persónu? „Leikari verður alltaf að finna réttlætingu persónunnar þó að það sé erfitt. Allar manneskjur réttlæta gjörðir sínar fyrir sjálfúm sér, það er víst mannlegt eðli — því mið- ur.“ Finnst þér skemmtilegra að leika persónur sem þú skilur ekki fullkom- lega? „Hvenær skilur maður eitthvað „Samkeppni er ekki til í listaheim- inum. Það er Jjöl- miðlarugl. “ fullkomlega? í stuttu máli finnst mér skemmtilegra að leika í góðum leikritum en vondum. Annars hef ég áhyggjur af því að leikhúsið sé að verða fyrir litla hópa áhugamanna um leildist. Þetta er mjög áberandi erlendis. Ég hræðist og berst á móti öllum tilhneiging- um til að gera íslenskt leikhús að elítuleikhúsi. Það er út í hött og yrði dauðadómur yfir íslensku leik- húsi. Auk þess er íslenska elítan of fámenn, hún gæti aldrei haldið slíku leikhúsi uppi. Einhvern tím- ann heyrði ég sagt að það væri að- E eins rúmlega eitt prósent Lund- = únabúa sem færi í leikhús. Það er * hins vegar hinn almenni borgari á - Islandi sem heldur leikhúsinu 5 uppi. Islenska leikhúsið er alþýðu- leikhús og á að vera það áffam.“ Hvað tneð íslenska leikritagerð, hvernigfinnst þér hún standa? „Við höfum eignast ágætis leik- ritaskáld. Það eru auðvitað skrifuð fleiri vond leikrit en góð en það á líka við annars staðar í heiminum. I öllum löndum er hörgull á góð- um leikritahöfundum. Ég hef ákveðna kenningu um það mál sem ég veit ekki hvort stenst. Ég held að sjónvarpið kaupi efnilega höfunda. Það er mikil ffeisting fyrir höfundana að taka slíku boði því það er erfiðara að komast að í ieik- húsunum, auk þess er þar minna borgað en um leið eru kröfúrnar miklu meiri.“ Ett hvaðfitinst þér standa upp úr í íslenskri leikritun í dag? „Ja, við eigum til dæmis þessa karla, Ólaf Hauk, Birgi og Guð- mund Steinsson og reyndar fleiri. Leikritahöfundarnir þyrftu bara að vera enn fleiri og gera betur.“ Nú virðast leikarar, jafnt karlar sem konur, yfirleitt sammála um að hörgull sé á góðum kvenhlutverkum. „Það er staðreynd. Það hafa ver- ið gerðar úttektir á því. Ég held að hlutföilin séu sjö á móti þremur, konunum í óhag. En það er líka rétt að kvenhlutverkin eru ekki eins áhugaverð. Þeir eru fáir sem skrifa góð kvenhlutverk. Halldór gerir það, Ibsen gerir það, Shakespeare gerir það en ef þú sleppir risunum, sem gera allt vel, þá er munurinn mjög greinilegur.“ Er ekki eitthvert karlmannshlut- verk sem þig hefur latigað mjög mik- ið til að leika? „Það hefúr alla langað til að leika Hamlet, hvort sem þeir eru tvítugir eða sjötugir, karlmenn eða konur.“ Hvernig hefðir þú viljað leika hann? „Mig grunar að einn maður hafi leikið hann þannig og þann mann „Það er eins með listina og ástina; það á ekki að tala svo mikið um hana, bara njóta hennar og stunda hana. “ fékk ég ekki að sjá og stóð ég þó í biðröð oft og einatt. Hann hét Oskar Werner og var austurrískur leikari, ákaflega góður leikari sem fór illa.“ Hvaða hlutverk heldurðu að þú hafir haft mesta ánœgju af að leika? „Þau hafa, guði sé lof, verið mörg. En mér hefur aldrei þótt eins gaman að fást við neitt og verk Halldórs Laxness — bæði sem leik- stjóri og leikari. Ég held ekki að það þarfhist skýringar. Halldór er í risa- flokknum og þar á ofan Islending- ur. Það fer enginn fram úr hon- um.“ Hvaða hlutverk heldurðu að hafi reynt mest á þig? „Jarþrúður í „Húsi skáldsins“. Það var agalegt." Að hvaða leyti? „Ég geri mér ekki alveg grein fyr- ir því en ég veit bara að ég var veik manneskja allan daginn. Vaknaði með stein á þindinni. Samt er það hlutverk eitt það skemmtilegasta sem ég hef leikið.“ Hvaða persóna sem þú hefur leik- ið hefurþérfundist líkust þér? „Eina skiptið sem það hefúr truflað mig var í dönsku leikriti sem ég lék í fyrir nokkrum árum. Sú persóna hefði alveg getað verið ég. Hún bjó við aðrar aðstæður en ég en viðhorf hennar og skoðanir voru alltof svipuð mínum.“ Hefurðu einhver títnann leikið illa? „Oft — reyndar offast. Það er líka mismunandi ffá sýningu til sýningar. Þarna koma líka til ytri ástæður. Versti óvinur manns á sviði er þreyta. Maður á aldrei að fara þreyttur inn á svið. Það fer svo mikill kraffur og orka í leikinn. Maður á einhvern veginn að finna sér tíma fyrir sýningu til að hvíl- ast. En það geta náttúrlega verið praktísk vandkvæði á því.“ Þú hefur leikið á sviði, í útvarpi, sjónvarpi, í kvikmyndum. Þetta eru ákaflega ólíkir miðlar. „Það eru ólík vinnubrögð. En það er ekkert eins skemmtilegt og að leika á sviði.“ Er það stemmningin og áhorf- endurnir? „Nei, það er meira gaman að æfa en leika. Þetta finnst mörgum leikurum, ég er ekld ein um það. Það skemmtilegasta í undirbún- ingnum eru síðustu tíu dagarnir en þá líður manni reyndar verst. En síðustu dagarnir, þegar allt er að koma saman, það er einhver sensasjón sem ég fæ aldrei nóg af.“ Þú átt rúmlega þrjátíu ára leik- feril að baki. Er ekkert drautna- hlutverk setn þú hefur átt annað eti Hamlet og ekki fettgið? „Jú, jú, ég á mörg draumahlut- verk enn þann dag í dag. Nú kom Mávurinn upp í fyrra, allir vildu leika í honum. Fáviti Dostojevskís í ár, það langar alla til að vera með í því.“ Þú ert rétta konan í Dostojevskí. „Mér væri sama þótt ég yrði bara látin ganga inn með bakka, mig langar svo til að vera með.“ Myndin sem flestir leikhúsgestir gera sér afþér er þung og dramatísk. „Eins og mér finnst gaman að leika í kómedíum!" Afhverju heldurðu að þessi ímynd hafifest við þig? „Ég veit ekki til að ég hafi neina „ímynd“! Ég held að það sé bara bara nýjasta hlutverkið sem festist við mann hverju sinni. Ég held að áhorfendur — að ég tali ekki um gagnrýnendur — hafi ákaflega stutt minni — og það gerir heldur ekkert til.“ Er tttikil samkeppni itman leik- arastéttarinnar? „Samkeppni er nú ekki til í lista- heiminum. Það er fjölmiðlarugl. Ég hef aldrei kynnst listamanni sem starfar til að keppa við annan lista- mann. Listamaður keppir ekki við neinn, hann keppir að einhverju. Markmiðið færist alltaf undan honum. Enginn algildur mæli- kvarði er til á árangurinn. Maður reynir bara alltaf að „gera betur næst“. En ef verið er að tala um at- vinnumarkað þá eru margir um hvert hlutverk. Við erum til dæmis nokkrar á svipuðum aldri og ég í Þjóðleikhúsinu og það verður bara ein valin í hlutverk sem við allar vildum kannski fá. Það fer ekki fram nein samkeppni. Ein er valin og listsköpun eitis og um keppnis- íþróttir vceri að rceða? „Já. Það er talað af mikilli van- þekldngu og það tal virkar off hjá- kátlega. Annars eru svo vitleysisleg- ar umræður í gangi, það er eigin- lega sama um hvað. Ég held stund- um að Islendingar séu sjálfhverf- asta þjóð í heimi. Það fer allt út í barnalegt mont eða minnimáttar- kennd. Ég held að við ættum að fara í bindindi og tala ekki um sjálf okkur í eins og eitt ár. Það hefúr verið sagt að einn mælikvarði á sjálfstæði þjóðar sé hvort hún hafi eigið mat í menn- ingarlegum efnum. Ég er viss um að þetta er rétt og þetta vantar al- veg hér á landi. Ertu ekki sam- mála?“ Ég er hjartanlega satnmála. „Eg er náttúrlega að einfalda mjög gróft en ef þú tækir dæmi- gerðan íslending, karl eða konu, þá er hann sífellt að tala um sjálfan sig og um það hvað aðrir hafi sagt um sig. Ef þú settir hinn dæmigerða Is- lending í leikrit þá yrði það hræði- leg persóna. Hún hefði enga sjálfs- virðingu og treysti aldrei á eigið mat. Og nú er ég farin að tala um íslendinga - enda íslensk!“ En hvað segirðu þá um gagttrýni eitts og hútt hefurþróast hér á landi? „Hún hefur ekkert þróast. Ann- ars nenni ég ekki að hugsa um hana. Hún er heimilisböl sem leik- húsið verður að búa við. Maður bara tekur því. Það er eins og að hafa vitlausan ungling á heimilinu sem veður um allt á skítugum skónum, skammast út í allt og alla en leggur sjálfúr ekkert af mörkum. Maður bara stynur og er feginn þegar hann hypjar sig út. Annars heíd ég í stuttu máli að það sé eins með listina og ástina; það eigi ekki að tala svo mikið um hana, bara njóta hennar og stunda hana. Listin skiptir mildu í lífi fjölda fólks. Góðar bækur, góð tón- list, gott leikhús." Lestu mikið? „Já, ég hef gert mikið af því í gegnum tíðina. Ég held að það sé mjög gott fyrir leikara að lesa. Ég hvet leiklistarnemendur til að lesa.“ Afhverju? „Góðar bækur miðla manni lífs- reynslu. Það er ekki hægt að ætlast til að leikarinn upplifi sjálfur allt sem hann þarf að leika. Þú þarft ekki að drepa mann til að leika morðingja. Én ef þú lest Glæp og refsingu þá færðu kannski eitthvað á tilfinninguna um þann veruleika. Annars finn ég á mér tvenn elli- merki. Önnur eru þau að ég er far- in að þurfa að nota gleraugu og það fer ógurlega í taugamar á mér því ég hafði ffábæra sjón. Hitt er að ailir mínir eftirlætishöfundar eru ýmist háaldraðir eða dauðir — margir löngu dauðir.“ ,Gagnrýnin er heimilisböl sem leikhúsið verður að búa við. “ og svo vonum við hinar að við verðum heppnari næst. Það er el<k- ert annað að gera. Þetta er ekki íþróttakeppni." Finnst þér fjölmiðlar tala um list 24 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. JULI 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.