Pressan - 14.07.1994, Qupperneq 10

Pressan - 14.07.1994, Qupperneq 10
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Styrmir Guðlaugsson Auglýsingastjóri: Pétur Ormslev Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreiéng 643086, tæknideild 643087 Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Haustkosningar — um hvað? Innan stjórnarflokkanna er nú alvarlega rætt um möguleikann á því að rjúfa þing í haust og boða til þingkosninga í stað þess að sitja út kjörtímabilið. Áhrifamiklir ráðherrar meta stöðuna svo að jafnar líkur séu á að af kosningum verði. Það ertvenntsem mælir með kosningum í haust. Framundan er erfið fjárlagagerð og kjarasamningar eru lausir um áramótin. Stjórn- arliðar óttast að erfitt verði að ná samkomulagi um nauðsynlegan niðurskurð ríkisútgjalda á kosningaári, minnugir síðustu mánaða í lífi síðustu ríkisstjórnar, þegar ráðherrar í kosningabaráttu misstu alla stjórn á sjálfum sér. Þeir óttast líka að launþegahreyfingin muni not- færa sér veiklyndi þeirra og efna til harðari átaka en ella. Launþega- foringjar eru þegar farnir að bíta í skjaldarrendur opinberlega, þótt í einkasamtölum viðurkenni þeir að engar kjarabætur sé að sækja við núverandi aðstæður. En þeir eru líka í pólitík. Hvorttveggja er verðugt umhugsunarefni og það er út af fyrir sig göfugt að stjórnmálamenn skuli viðurkenna veikleika sína og gera sér grein fyrir þeim. Það sýndi hins vegar ekki mikinn pólitískan kjark að efna til kosninga nú þegar engar aðrar efnislegar ástæður eru til þess og mörg verkefni óleyst. Ef á hinn bóginn ríkisstjórnin treystir sér ekki til að takast á við verkefni sín á hún að segja af sér umsvifalaust. Ríkisstjórnin hefurtalið sig stjórn aðhalds og stöðugleika. Ein- hverjar blikur eru á lofti um að botni efnahagskreppunnar sé náð og framundan bjartari tímar. Forgangsverkefni stjórnarinnar hefur verið að ná fjárlagahalla niður, en í upphafi ferils síns ætlaði hún að ná hallalausum fjárlögum á tveimur árum. Þetta er enn stærsta verk- efnið — og brýnasta hagsmunamál komandi kynslóða í landinu — og stjórnarflokkunum ber skylda til að takast á við það. Kosningar með líklegum stjórnarskiptum eru ekki vænlegar til að leysa neinn vanda. Stjórnarandstaðan hefur ekki lagtfram neinar marktækar hugmyndir um hvernig hún hyggst bregðast við erfiðustu verkefnunum, lægri fjárlagahalla og minna atvinnuleysi. Fyrri reynsla af stjórn þeirra flokka gefur fyllstu ástæðu til svartsýni ef þeir kæmusttil valda á ný. Ef ráðamenn hafa rétt fyrir sér um að stefna þeirra sé farin að skila nokkrum árangri hlýtur að liggja beint við að þeir skili af sér fullu dagsverki að vori, en hlaupist ekki undan vegna óþæginda sem pólitískar aðstæður kunna að skapa þeim. Til þess voru þeir kjörnir, aðtakastá við þær. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotsmaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Jökull Tómasson útlitshönnuður, Pálmi Jónasson, Sigríður H.Gunnarsdóttir prófarkalesari, Sigurður Már Jónsson, Snorri Kristjánsson myndvinnslumaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. PENNAR: Stjómmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Indriði G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klassík og dulrcen málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Jóhannes Bachmann. Telurðu að Jóhanna ætti að fara í sérframboð? Sigurður Pétursson sagnffæðingur: „Mér finnst að Jóhanna eigi að halda áffam að berjast fyrir hugsjónum sínum og stefnumálum eins og hún hefur gert. Ef henni finnst hún ekki ná þeim fram innan Alþýðuflokksins á hún hiklaust að fara í sérffam- boð.“ Ingvar Viktorsson, fýrrverandi bæjarstjóri: „Nei, mér finnst að hún eigi að einbeita sér innan Alþýðuflokksins og halda því starfi áfram sem hún hefur unnið þar, auk þess sem ég vil hafa hana áffam í flokki með mér. Mér hefur alltaf litist vel á Jó- hönnu og vil hafa hana með mér og mínum mönnum.“ w l lh;] JónÁ. Héðinsson, fýrrverandi al þingismaður: „Ég finn sáralítinn byr hjá al- þýðuflokksfólki úti á landi um þá hugdettu formannsins að ganga í ESB. Ef Jón Baldvin ætlar að teyma flolddnn út á land fljótlega þá leiðir það bara af sjálfu sér að stór hluti mun sitja eftír, hvert sem hann fer og hvort sem hann fer undir sínu nafni eða Jóhönnu. Það gæti því þróast þannig að það væru full rök fýrir Jóhönnu að leiða nýjan arm í flokknum og að stór hluti teldi óhjákvæmilegt að fýlgja henni.“ Ámi Gunnarsson framkvæmda- stjóri: „Ég teldi það hreint afleitt ef Jó- hanna ætlaði að slíta ræturnar í flokknum. Hins vegar tel ég að því miður hafi þetta ástand varað allt of lengi án þess að menn gerðu út um þessi leiðtogaátök í flokknum og ég held að það geti ekki farið neitt öðruvísi, þótt ég ætli ekki alls eldd að leggja dóm á hvort hún eigi að gera það.“ Fjandsamleg yfirtaka VKDSKIRTI - HIN HLIOIN Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í viðskipta- og fjármálalífi. vill selja sín hlutabréf. Einhver kynni að segja að eðli- legt væri að meirihlutinn eða félag- ið sjálft keypti af öllum, sem vildu selja. Þær aðstæður eru því miður ekki fýrir hendi og kannski ekki gefið að slíkar reglur verði settar. Þeir sem stunda viðskipti geta ekki reiknað með að ríkisvaldið leiki hlutverk stóra bróður og verndi þá „Þeir sem nú eru í minnihluta eru í sömu stöðu og meirihlut- inn var í áður; að sitja uppi með hlutabréf sem enginn vill kaupa. Hlutabréf sem enginn vill kaupa hafa verðgildið 0 kr. ‘ Undanfarnar vikur hefur þjóðin fýlgst með sápu- óperu ungra manna í við- skiptalífi Reykjavíkur. Sviðið er Is- lenska útvarpsfélagið hf. og ein persónan á heima í Kaliforníu. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt að hraustir menn reyni með sér krafta sfna með atkvæðagreiðslu í hluta- félagi en það er sjaldgæft að menn reyni krafta sína með áflogum eins og gerðist á stjórnarfundi í íslenska útvarpsfélaginu hf. Það er þó ekki óþekkt í fjöl- miðlaheiminum því fýrir þrjátíu árum deildu ritstjórar dagblaðsins Vísis og slcrifuðu níðgreinar hvor um annan í Morgunblaðið en flug- ust á á ritstjórnarskrifstofu Vísis. Sagan segir að áflogunum hafi lykt- að með því að eldri ritstjórinn hafði þann yngri undir og sagði þessi fleygu orð: „Svona eru dokt- arar þegar þeir snúa upp í loft.“ Doktorinn er í dag prófessor við Háskóla íslands. Deilur í íslenska útvarpsfélaginu hf. snúast um eitthvað annað en fjölmiðlun og arðsemi af rekstri fé- lagsins. Félagið hefur aldrei í sögu sinni greitt hluthöfum arð af eign sinni og á langt í land með að jafna gömul töp, en fýrr er ekki heimilt að greiða arð. Deilurnar virðast snúast um yfirráð í Islenska út- varpsfélaginu hf. Aðeins einn eig- enda, Sigurjón Sighvatsson, hefur sérþekkingu á afþreyingarmiðli eins og sjónvarp er. Annar eigenda, Jón Ólafsson, hefur mikla reynslu af dreifingu myndbanda. Kannski er Stöð 2 aðeins myndbandaleiga með heimsendingarþjónustu. Jón hefur eitthvað á móti sér, sem eng- inn vill tala um upphátt, en aðrir lofa áreiðanleik hans í viðskiptum. Ýmsum kann að virðast að þeir sem yfirráðin hafa í félaginu ætli sér að hafa arð af eign sinni í Is- lenska útvarpsfélaginu hf. af við- skiptum við félagið en ekki með arðgreiðslum eins og venja er í hlutafélögum. Því hefur hinn svo- kallaði „minnihluti“ valið lögfræð- ing og endurskoðanda í stjórn fé- lagsins til að hafa eftirlit með störf- um „meirihlutans“. Frá sjónarmiði óperufræðinga er kontrapunktur sápuóperunnar hin fjandsamlega yfirtaka, það mynd- ast nýr meirihluti vegna kaupa óþekkts aðila á fölum hlutabréfum í Islenska útvarpsfélaginu hf. Hinn óþekkti aðili var eins konar fimmta herdeild í meirihlutanum sem var fýrir, aðili sem hafði komið í hlut- hafahópinn fýrir orð þeirra sem urðu að lokum undir í baráttunni um yfirráðin. Spurn eftir hluta- bréfum í íslenska útvarpsfélaginu hf. var því ekki afleiðing góðrar af- komu eða frábærrar stjórnar fé- lagsins. Þeir sem nú eru í minnihluta eru i sömu stöðu og meirihlutinn var í áður; að sitja uppi með hlutabréf sem enginn vill kaupa. Hlutabréf sem enginn vill kaupa hafa verð- gildið 0 kr. Það væri nú ef til vill ekki svo alvarlegt mál, því þeir sem reyna fýrir sér á hlutabréfamark- aðnum geta ekki reiknað með að þeir græði á öllum viðskiptum. Einhverjir hafa orðið að setja hlutabréf sín að handveði fýrir lán- um. Veðhafar sitja því uppi með haldlaus veð og þeir geta tapað, en þeir voru í góðri trú þegar veðsetn- ingin var gerð. Hlutabréf eru frábrugðin skuldabréfum á þrjá vegu; skulda- bréf hafa gjalddaga en hlutabréf hafa engan gjalddaga, skuldabréf hljóða upp á skilyrðislausa greiðslu á gjalddaga en hlutabréf eru aðeins ávísun á verðmæti ef þau verða til staðar þegar kemur til skipta og í stað umsaminna vaxta af skulda- bréfum er greiddur arður af hluta- bréfum ef afkoma leyfir. Við fjandsamlegar yfirtökur eins og átti sér stað í Stöð 2 kemur ber- lega fram hver mesta áhættan er í hlutabréfakaupum; að enginn kaupandi sé til staðar þegar eigandi fýrir öðrum viðskiptajöfrum. Hætt er við að deilur á Stöð 2 haldi lengi áffarn og að deilu- ramminn verði ekki stjómarfundir eða hluthafafundir. Dómstólar verða fengnir til að skera úr um gerðir fyrrverandi og núverandi stjóma og mun þá margt forvitni- legt koma í ljós. Eitt af því, sem deilt hefur verið um, er sala á hlutabréfum í Sýn hf. Sú saga gengur, að hið nýja myndlyklakerfi, sem var í pöntun fýrir Stöð 2, hafi verið pantað á nafhi Sýnar hf. en með ábyrgð Is- lenska útvarpsfélagsins hf. Ef svo er, þá er spurning hvers virði Is- lenska útvarpsfélagið hf. sé, því stærstu verðmæti þess eru áskrif- endurnir, tæknibúnaður þess, en efnislegar eignir eru lítils virði. Það er enn góður safi eftir í sápuóperu Islenska útvarpsfélags- ins hf. 10. RRESSAN FIMMTUPAQURINN 14. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.