Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 28

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 28
óháði listinn 20 vinsælustu lögin á íslandi •••••••• Sæti Lag Hljómsveit V 1. (Z) Z. (4) ó. (1) ( ) o. (o) 6. (13) 1 Can't Imagine the World Without IVle Echobelly i. (11) ö. (ia) riiT ine uoast •••••• a. (iz) Shmimci ********* ÍU. ( ) íi. ( ) ±Z. ( ) 10. (14) 16. (15) Jailbird ■ Dust Brothers IVlix • • • •Primal Scream 1/. ( ) ia. ( ) 20. (6) To the End ••••••••' Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á hádegi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út. Vinsældavaliö fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17. Vertu með í aö velja tuttugu vinsælustu lög- in á íslandi. >••••••••••••••••• Þossi funk hip-hop 1. Jailbírd Sweeney li vs. Prirnai Scream 2. Get It Together ..Beastie Boys 3. Numb..............Portishead 4. Mantra ..............Material 5. Happy Vibes .........The Vibes Fantast Topp 5 1. Army Ants....Stone Temple Pilots 2. Run to the Sun ......Erasure 3. Slim Jim .........Sheep on Drugs 4. Goln' up in Smoke....Ten City 5. Afrfca Inside Me ..Arrested Development 28 PRFSSAN .FI.MMTUDAGURINN 14,JÚLÍ 1994 KK og Gummi spila saman í fyrsta sinn Gítarfestival er nú hafið á Akur- eyri þriðja árið í röð. í ár hafa að- standendur hátíðarinnar fengið til landsins einn fremsta gítarleikara í heiminum í dag, Oscar Ghiglia, en hann var til margra ára fastráðinn við Aspen-tónlistarhátíðina í Bandaríkjunum. Hann hefur hald- ið námskeið og tónleika um allan heim og ætlar að kenna gítarnem- endum og -kennurum á hátíðinni dagana 13.-16. júlí og munu inn- lendir gítarleikarar hafa forgang. Þeim sem vilja sitja námskeiðið sem hlustendur er það velkomið og greiði þeir 7.000 krónur fyrir, en innifalið í því verði er svefn- pokapláss og miði á ferna tónleika hátíðarinnar, sem lýkur senn. Fimmtudaginn 15. júlí verða tónleikar nemenda námskeiðsins og verður það mjög fjölbreytt dag- skrá, en aðgangur er ókeypis. Lokatónleikar hátíðarinnar verða svo haldnir 17. júlí þegar bestu blúsarar landsins, þeir Krist- ján Kristjánsson og Guðmundur Pétursson, stilla saman strengi sína og spila saman í fýrsta sinn á tónleikum í Deiglunni. Guðmundur sagði í viðtali við PRESSUNA að þarna hefði alltaf verið einhver sería af klassískum gítarleikurum en nú hefði Öm Viðar, framkvæmdastjóri hátíðar- innar, ákveðið af útfæra þá hug- mynd að fá aðra tegund gítarleik- ara. „Þetta verður meira og minna spilað af fingrum fram og það verður gaman að þessu. Við sjáum bara til hvað kemur út úr því,“ sagði undrabarnið að lokum. Undrabarnið hanterar gítarinn. Á (immtudag ... Gúrkum. í þessari ægi- legu gúrkutið er rétt að minna á að gúrkur eru fínt álegg og ægi- lega hitaein- ingasnautt. Samkvæmt könnun DV eru gúrkurnar ódýr- astar í Bónus og því ekki úr vegi að bregða sér þangað og kaupa svo sem eins og tíu kíló. ... Hjólreiðakeppni Æsku- lýðsráðs Hafnarfjarðar sem fer fram á fimmtudag- inn á Víðistaðatúni; Tour de Hafnarfjörður. Hljómar vel. ... Kvöldgöngu um Ægi- síðuna. Rómantísk ganga um þá síðu gæti reddað kvöldinu. Hvað er annars rómantískara en að kyssa makann með saltbragð í munni? hakkavélin G u n n i Tvær til að trekkja á böllin: Zombí í stuði VINIR VORS OG BLÓMA ÆÐI SKÍFAIM « VV&b-strákarnir koma flestir frá þeim gullfallega bæ Stykkishólmi. Þar hafði loftslagið þau áhrif að strákamir tóku ungir að spila innantómt fiörpopp með hljómsveitinni Busunum. Svo breytti hljómsveitin um nafn og tvo meðlimi og hafa verið Vinir síðan. Fyrsta platan er Æði. Ég skil vel að Vinimir skuh vera að meikaða á böllunum. Grunnt barna- poppið virkar eflaust ágætlega á haug- fullu krakkana sem helst sækja böllin. En fyrir gamlingja eins og mig, sem hef heldur aldrei verið hallur undir gleði- poppið, er ,Æði“ Vinanna frekar úldið eyrnakonfekt. Hér er sullað saman þeim séríslensku stuðvessum sem hafa borist milli ungmenna landsins síðustu árin. Vinirnir skulda Sálinni eitt og annað. Langoftast hljóma þeir eins og útvötnuð sveitaballaútgáfa af því ágæta sveitaballabandi. Hér má líka finna Stuðmannalega takta og þónokkuð er um upphitaðar leifar af gamla Greifa- grautnum. Spilamennskan er þokka- lega örugg en mjög óffumleg og fyrir- sjáanleg. Gítarinn gutlast áfram eins og það sé ennþá 1985 og Rikshaw heitasta bandið í bænum. Lögin eru flest fjarska leiðinleg. Titillagið, ,Æði“, sleppur þó og kemst næst því að vera skemmtilegt. Þar víkja upptrekktar, flogaveikar og úr sér gengnar stuðtilraunir hinna lag- anna fyrir aðeins fúllorðnari stemmn- ingu. Með pælingum svipuðum þeim sem eru í gangi í því lagi gæti hljóm- sveitin vaxið upp úr grunnskólapopp- inu með tíð og tíma. Textar þess- arar plötu gera Stefán Hilmars- son að Nóbels- verðlaunaskáldi. Öskiljanlegur orðtakaskáld- skapur hans er hafður að leiðar- ljósi hér og meistari Stefán semur m.a.s. einn textann. Friðrik Sturluson semur tvo, og verður að teljast eini textasmiður plötunnar sem lítur út fyrir að vera með réttu ráði, og Þorsteinn söngvari og einhver Stönweld R. semja rest. Sjaldan hefur bullið flætt eins óhindrað um heila plötu og áhugamenn um mjög vonda textagerð fá hér helling fyrir sinn snúð. Það er á mörkunum að þessi plata fari hringinn: sé svo afspyrnubjánaleg að hún teljist frábær. Með mjög góðum vilja mætti komast að þeirri niðurstöðu og gefa plötunni fjórar stjömur, en sorrí Stína: þessi gleðipoppsófögnuður, sem er eins og afturgengið zombí í lakkskóm úr fortíðinni, fær hauskúp- una. Það skal þó tekið ffarn að þessi hauskúpa er í miklu stuði. Ema, Eva og Ema part II ÞUSUND ANDLIT ÞÚSUND ANDLIT SPOR ★ Þúsund andlit er hljómsveit sem spilar spastískt popp. Tónlistin kippist til eins og taugaveiklaður púðluhundur í bandi. Þetta er þokkalega vel gert létt- popp með sannfærandi tölvuáferð en hefur jafhlítið að segja fyrir íslenska poppmenningu og -sögu og plata sönghópsins Emu, Evu og Emu, sem margir muna eftir með verk í magan- um. Sigrún Eva er hress stuðpía með fína rödd og hún gerir sitt besta til að halda uppi geggjuðu stuði á þessari plötu. Henni tekst það ágætlega en hefúr svo sem ekki merkilegum lagasmíðum að moða úr. Þetta gætu næstum því allt verið B-hliðar-lög ffá sænsku hljóm- sveitinni Ace of Base. Það er óhætt að taka ofan fyrir góðum og vönduðum hljóðfæraleik, en ég er bara þeirri ónáttúru gæddur að meta tónlist eftir því hvort hún er skemmtileg, en ekki hvort hún er vönduð. Og þetta er alls ekki skemmtileg plata. Hún er þó skömminni skárri en Æði Vinanna — en þessar tvær em sveitaballaplötur 2 andlit 1000 andlita. sumarsins — því þessi virðist vera gerð fyrir fólk eldra en sextán ára. Textamir em m.a.s. með þokkalegu réttu ráði og það virðist hafa verið lögð aðeins meiri vinna í þá en hálftíma stresskast áður en þeir voru sungnir inn. En annars skiptir engu máli hvað þessi fiíli gagnrýnandi er að baula úti í bæ. Ef plöturnar verða til þess að liðið fjölmenni á böllin er sumrinu borgið. Hljómsveitin Busarnir í miklu stuði. Verða Vinir vors og blóma jafnhallærisleg hljóm- sveit og þessi eftir þrjú ár?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.