Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 14
PRESSUUÐ íslenskra þrasara MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON Leikstjórnandinn og fyrirliðinn Magnús H. Skarphéðinsson skiptir sér af öllu og það er alveg sama hvað verið er að ræða, alltaf skal hann hafa skoðun á málinu. Og þær skoðanir eru undantekning- arlaust á skjön við ríkjandi álit. Magnús er ótvíræður leiðtogi þess hóps sem kýs sér það hlutskipti laxins að synda gegn straumnum. Hann má ekkert aumt sjá þá er hann kominn á vettvang og allir minnihlutahópar, sama hvaða nafni þeir nefnast, geta lagt traust sitt á hann. GUÐBERGUR BERGSSON Vinstrihandarskyttan Enginn íslendingur hefúr komist upp með jafnmikla ósvífhi og Guðbergur Bergsson rithöfundur. Eins og stórskytta reiðir hann til höggs þegar síst varir og brýtur glottandi niður varnir andstæðingsins. Hann átti toppleik þegar hann sagði í umræðum um íslenskan landbúnað að það væri engin ástæða til að breyta honum því að það væri ekki lengur tómatabragð af tómötum í útlöndum. Hann skoraði þó flest mörk þegar hann sagði erlendum kollegum sínum á bókmenntahátíð að hypja sig heim, hann þyldi ekki bullið í þeim um Sögueyjuna. BENJAMÍN HJ. EIRÍKSSON Hægrihandarskyttan Benjamín H.J. Eiríksson sýnir gott fordæmi með þrautseigju sinni og sigurvissu. Hann á það þó til að reyna of mikið á eigin spýtur og telur sjálfan sig eiga að vera í aðalhlutverkinu og skammast út í aðra þegar það er ekki virt. Hann er einfarinn I liðinu. Benjamín dró sig að mestu út úr samfélaginu fýrir margt löngu en segir stjórnvöldum og efnahagsspekúlöntum til syndanna á föðurlegan hátt. En hann er haldinn messíasarkomplex sem kemur í veg fýrir að tekið sé mark á honum. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON Línumaðurinn Þorgeir Þorgeirsson rithöfúndur er óþreytandi við að benda íslendingum á í hvers konar bananalýðveldi þeir búa. Þegar honum tókst að fá uppreisn æru hjá Mannréttindadómstól Evrópu fýrir svívirðingar í blöðum um íslenska löggæslu og réttarfar sem um leið snupraði íslenskt ríkisvald og réttarkerfi átti hann leikinn. Þá var hann sókndjarfasti maður liðsins og enn sýnir hann leikni sína í orðsins list og þrætum, nú síðast með árásum á Hrafn Bragason og Hæstarétt. ÚLFAR ÞORMÓÐSSON Vinstri hornamaðurinn Enginn Islendingur hefúr haft jafngott lag á því að fá jafnmarga upp á móti sér og Úlfar Þormóðsson myndlistargagnrýnandi. Það er sama í hvaða geira atvinnulífsins og mannlífsins hann drepur niður fæti, alltaf rís hinn mikli fjöldi upp til mótmæla. Myndlistarelítan hataði hann sem listaverkahöndlara og hlær að honum sem mynd- listargagnrýnanda. Sá hlátur er samt blandinn geðshræringu því allir vita að Úlfar er eins og marghöfða þurs sem nær vonlaust er að vinna á. TÓMAS GUNNARSSON Hægri hornamaðurinn Tómas Gunnarsson hæstaréttarlögmaður er ný og upprennandi stjarna. Með deilum sínum við Hrafn Bragason, forseta Hæstaréttar, hefur hann sýnt að íslend- ingar kunna enn að þræta — og fórna öllu ef svo ber undir. Það var stíll yfir því þeg- ar Tómas hætti málflutningsstörfum fýrr á árinu vegna þess að Hrafn móðgaði hann, sérstaklega vegna þess að fáir lögmenn styðja við bakið á honum og sumir telja hann jafnvel hálfgerðan rugludall. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Markmaðurinn Þótt Hannes Hóbnsteinn Gissurarson dósent eigi enn víst sæti í byrjunarliðinu þarf hann að taka sig verulega á ef hlutskipti hans á ekki eftir að verða það að verma bekkinn. Eftir að Davíð Oddsson, vinur hans, tók við stjórnartaumunum hefur Hannes verið ráðvilltur og glutrað niður hverju tækifærinu af öðru. Það er alltaf erf- itt fýrir baráttujaxla að leika með sigurliði, þá er að svo litlu að stefna, einbeitingin hverfur og áhugaleysið tekur við. Réttast væri því að taka Hannes úr skyttuhlutverk- inu og setja hann í markið, enda hefur hlutskipti hans undanfarin misseri einkennst af því að verjast skotum úr öllum áttum. Ef hann stendur sig vel í markinu á hann sér kannski viðreisnar von. Varamennirnir Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar. Hrafn hefur sýnt í deilum sínum við lögmenn að hann neitar að gefa eftir þegar honum finnst yfir sig geng- ið, skítt og lago þótt það gæti kostað hann embættið. Ef ffam heldur sem horfir kemst hann brátt í byrjunar- liðið. Ami Helgason, bindindisfrömuður í Stykkishólmi, var markvörður liðsins um áratuga skeið en varð að setjast á varamannabekinn þegar bjórinn var leyfður. Bima Þórðardóttir blaðamaður. Birna er farin að hafa hægt um sig en hún er seig og það má alltaf treysta á hana þegar í harðbakkann slær. Ef hann væri skáld Á ermalausum bol Ljóð eftir Óttar Guðmundsson Tómas uppgötvaði á næstu mánuðum hvernig kynþroskinn helltistyfir hann eins og sandur af vörubílspalli. Hann lá ífletisínu, klœddur bleikum hlýrabol einum fata oglas leiðara Alþýðublaðsins. Ermarnar á jakkanum voru brettar upp á miðja framhandleggi. Algengast er að karlmenn klœðist kvenmannsfötum. Hún er klœdd í gallabuxur, hermannaskó og röndóttan bol. Hún virti lœkninn ekki viðlits en gerði sér dœlt við stœltan vaxtarræktarmann í bláum jakkafötum og bol. Hann horfði drukknum augum á myndina afsér í hópifeitra en glaðværra Ameríkana í alltoflitlum bolum. Beiskjan í röddinni endurspeglaði gömul vonbrigði og liðna höfnun. Hann þagnaði og burstaði ósýnilegt kusk afjakkanum. Honum fannst eins og heimurinn hefði hrunið ofan á sig. Þau sátu hnípin og ráðvillt eins og villtirpáfagaukar á skuttogaradekki um hávetur. Ástin er eins og blóm. . Ég hef aldrei getað skiliðfólk sem nennir að lesa svona vitleysu viku eftir viku. Ljóðlínurnar eru sjálfstæðar setningar valdar af handahófi úr vikulegum dálkum Óttars Guðmundssonar í DV síðastliðið ár. Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar Fáir velja Dagsljós Félagsvísindastofnun gerði reglubundna fjölmiðlakönn- un í lok mars á þessu ári. Meðal þess sem kemur á óvart í könnuninni er hversu litla horfun Dagsljós hefur í könnunarvikunni. Að meðaltali horfðu einungis 16% á þáttinn og ef aðeins myndlykla- eigendur eru teknir með fer hlut- fallið niður fýrir 10%. Mun fleiri, eða ríflega 21%, horfa á 19:19 á sama tíma og hlutfallið fer upp í 28% hjá eigendum myndlykla. Fréttir Sjónvarpsins eru með 40% horfun en fréttir Stöðvar 2 með 32% horfun. Tölurnar snúast við ef aðeins affuglaraeigendur eru teknir með. Vinsælustu þættir Sjónvarpsins voru Gettu betur (35%), í sann- leika sagt (34%), Samherjar (31%), Taggart og Gangur lífsins (30%), Syrpan (28%), Simpson (26%) og Já, forsætisráðherra (22%). Af eig- endum afruglara horfðu 20% á Ei- rík og 36% á Imbakassann. Eldra fólk horfir mun meira á RÚV en horfún er nokkuð jöfn á Stöð 2. Það er nokkuð áþekkur fjöldi sem hlustar á útvarpsstöðvarnar Bylgjuna og Rás 2. Sú síðarnefnda hefur þó vinninginn fýrst á morgnana eða milli 7 og 9 og milli 18 og 19 á kvöldin. Fréttir í hádeg- inu og kvöldin eru langvinsælasta útvarpsefnið og það vekur einnig athygli að Gufan er lítill eftirbátur Bylgjunnar og Rásar 2 í hlustun, einkum um helgar. Eldra fólk er í miklum meirihluta í hlustunar- hópi Gufunnar. Blöð og tímarit Mjög hefur dregið úr lestri dag- blaða frá könnun sem gerð var á sama tíma í fýrra. Þannig hefúr lestur á föstudagsblaði DV farið úr 51% í 42%, laugardagsblaði úr 57% í 52% og mánudagblaði úr 51% í 43%. Hjá Morgunblaðinu hefur lestur föstudagsblaðsins farið úr 68% niður í 57%, laugardags- blaðið úr 64% í 57% og sunnu- dagsblaðið úr 65% í 59%. Eldra fólk er mun meira áberandi í les- endahópi Morgunblaðsins en hjá DV. Sjónvarpsvísir er langmest lesna tímaritið á markaðnum. Á eftir því koma nokkur tímarit með áþekka útbreiðslu; Mannlíf, Vikan, Nýtt líf, Hús og híbýli, Gestgjafinn og Bleikt og blátt. Þessi tímarit eru að jafnaði keypt af 1% svarenda í áskrift og nálægt 10% í lausasölu. Einu tímaritin sem seljast að ráði í áskrift eru Uppeldi og Gestgjafinn. PálmiJónasson Dagbók blaðamanns Hlutskipti (blaöa)manns Ein algengasta spurningin sem blaðamenn fá frá þeim sem áhuga hafa á að leggja starfið fýrir sig er hvort það sé ekki of- boðslega lifandi og skemmtilegt. Jú, jú verður maður að svara en um leið að gera það upp við sig hvort allir ókostirnir eigi að fýlgja sögunni. Yfirleitt sleppi ég því að tíunda þá því ekki hef ég áhuga á að velja öðrum starf. En ég leyfi mér að nota tækifærið hér þvi að þá er heldur ekki hægt að væna mig um að ég hafi logið. Fyrst ber að nefna að nánast undantekningarlaust koma blaða- menn verst út úr þeim könnunum, sem gerðar hafa verið hér á landi á áliti þjóðarinnar á einstökum starfsstéttum. Þeir eru því fremur illa séðir, þykja ekki standa sig í stykkinu og ekki treystandi frekar en lögmönnum, sem fá jafnan svipaða útreið í vinsældakönnun- um. Það er því ekki vegna mann- virðinga sem menn haldast í blaða- mennsku. Jú, það er rétt að við erum í sambandi við fleira fólk en flestir aðrir í vinnunni sem út af fýrir sig gerir hana lifandi. En gallinn er sá að fæstir vilja nokkuð hafa saman við okkur að sælda, hvað þá að svara spurningum sem oft eru óþægilegar fyrir viðkomandi. Það er því misskilningur að blaðamenn komist inn á gafl hjá ráðamönnum og ríka og fræga fólkinu og að það beri þá á höndum sér. Blaðamenn safúa frekar óvinum en vinum. Ef einhver sýnir blaðamanni vinsemd og laumar að honum einhverju fféttnæmu fýllist hann ósjálffátt tortryggni. Það er nokkuð ábyggi- leg vísbending um að nú eigi að nota hann, það henti einfaldlega viðkomandi að vingast við hann um stundarsakir. Mannleg sam- „En þrátt Jyrir alla ókostina er fátt annað sem ég gæti hugsað mér að starfa við. Sennilega vegna þess að ég er spennufíkill, eins og flestir blaða- tnenn, þoli ekki reglu- bundinn vinnutíma frá níu tilfimm,fœ velgju af því að fást endalaust við sömu hlutina og er haldinn óþreytandi foi'vitni um það sem gerist í kring- um mig. “ skipti í þessu starfi eru því oft sprottin af afar sérkennilegum hvötum. En það hlýtur samt að vera skemmtilegt og spennandi að vera í hringiðu atburðanna alla daga? Hvað atburða? má spyrja á móti. Það er svo fátt sem gerist á íslandi og því þurfa blaðamenn, sérstak- lega á dagblöðunum, offar að magna upp spennu í kringum ómerkilegan tittlingaskít en að fylgja eftir stórkostlegum augna- blikum sem skráð verða á spjöld sögunnar. Samt er þessi vinna óhemju streituvaldandi. Ástæðan er sú að íslenskir fjölmiðlar eru svo fátækir að hver og einn þarf að skila marg- földu dagsverki á við það sem þekkist hjá blaðamönnum í öðrum og stærri löndum. Þótt ekkert ger- ist á íslandi heimta lesendur skammtinn sinn og þá þarf að fýlla svo og svo marga dálksentímetra á mann á ritstjórninni. Sjaldnast gefst heldur nógu mikill tími til að kanna baksvið atburðanna eins og best yrði á kosið, án þess að ég sé að væna kollega mína um að fara með staðlausa stafi. En okkur er gert ókleiff að gera eins vel og hægt er. Stundum hefúr verið sagt að blaðamennska snúist um það að gera sitt besta á þeim tíma sem til ráðstöfúnar er. Þetta lögmál gildir alls staðar í heiminum en munur- inn er sá að þessi tími er miklu naumari á Islandi en annars staðar vegna vinnuálagsins. Það kemur auðvitað niður á gæðum íslenskra fjölmiðla. Svo er það útbreiddur misskiln- ingur að kaupið sé gott. Sumir hafa það ágætt en þá eftir langan tíma á skítakaupi. Og enn hef ég ekki hitt þann blaðamann sem hefur orðið ríkur nema þá að hann hafi skipt um starf. En þrátt fyrir alla ókostina er fátt annað sem ég gæti hugsað mér að starfa við. Sennilega vegna þess að ég er spennufíkill, eins og flestir blaðamenn, þoli ekki reglubund- inn vinnutíma frá níu til fimm, fæ velgju af því að fást endalaust við sömu hlutina og er haldinn óþreytandi forvitni um það sem gerist í kringum mig. Ef það er eitt- hvert starf sem uppfýllir þarfir mínar hvað þessi atriði snertir þá er það blaðamennska. Ég sé heldur ekki að í nokkru öðru starfi gæti ég haldið óbreyttum lífsháttum og haft mínar kenjar án þess að það bitnaði á vinnuveitandanum. Þegar allt kemur til alls er blaða- mennskan því skemmtileg og þess vegna er ég sæmilega sáttur við hlutskipti mitt. Styrmir Guðlaugsson 14 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.