Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 12
Erlenda pressan PRESSAN kannaði útbreiðslu erlendu pressunnar hér á landi og ræddi við nokkra íslendinga sem lesa erlend dag- blöð og fréttatímarit að staðaldri. Tveir þeirra hafa alfarið látið íslensku blöðin víkja og öllum finnst þeim ómissandi að fylgjast með því sem er.að gerast í heiminum í gegnum erlendu pressuna. SIGURÐUR HJARTARSON „Það leikur enginn vafi á að E/ País er besta blaðið á Spáni og ég gæti trúað að það væri í hópi fimm til tíu bestu dag- blaða sem maður kemst í hér á landi.“ JÓN ORMUR HALLDÓRSSON „Maður getur verið án nánast alls nema fæðu en ég hef bara ekki áhuga á sleppa þessum lestri." JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR „Ég er voðalega svag fyrir mörgum erlendum blöðum en það eru yfirleitt viku- og mán- aðarrit sem ég les að stað- aldri.“ KRISTÍN EINARSDÓTTIR „Ég fæ til dæmis miklu betri innsýn í Evrópumálin í Norður- landablöðunum en þeim ís- lensku. Ég hef heldur ekki al- gerlega sama mat á fréttum og fjölmiðlar hér.“ EINAR KARL HARALDSSON „Það gefur manni náttúrulega allt aðra útsýn og öðruvísi sýn á hlutina að lesa erlend blöð.“ 12 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ1994 Islendingar eru í hópi áköfustu blaðalesenda í heimi og íslensku dag- blöðin hafa meiri út- breiðslu en þekkist ann- ars staðar, en þá er að sjálfsögðu miðað yið höfðatölu. Þar til sjónvarpið kom til sögunnar árið 1966 voru dag- blöðin nánast eina heimild Islend- inga um það sem var að gerast ut- an landsteinanna. Útvarpið var jú til staðar og þeir sem kunnu enska tungu áttu möguleikann á því að hlusta á BBC. Nú er einfalt að tryggja sér aðgang að nýjustu ffétt- um allan sólarhringinn í gegnum gervihnattasjónvarp og erlendu dagblöðin koma nú flest í bóka- búðir á höfuðborgarsvæðinu síð- degis sama dag og þau koma út. Það hafa íslendingar nýtt sér í auknum mæli. Fjármálaspekúlantarnir geta gluggað í Wall Street Journal og The Finanáal Titnes fýrir lok vinnudags. Sú þjónusta er einnig veitt áskrifendum hér á landi að þessum tveimur blöðum að þau eru borin út til þeirra síðdegis sama dag og þau koma út. Stór fýrirtæki, ráðuneyti, fjármálafý'rir- tæki og fleiri sem styðjast mikið við upplýsingar úr þessum blöð- um nýta sér þá þjónustu talsvert. Íþróttaffíkin og tippararnir sækja mikið í bresku dagblöðin og spá í getraunaseðil helgarinnar yfir kaffibolla. Fréttafíklamir geta valið úr fjölda dagblaða og fféttatíma- rita ffá flestum löndum Evrópu auk Bandaríkjanna. Ferðamenn- imir geta fylgst með fféttum ffá sínum heimalöndum þótt þeir séu staddir norður við heimskauts- baug. Og þær þúsundir Islendinga sem verið hafa við nám erlendis ættu að geta haldið áfram að lesa blaðið sitt frá námsámnum, ef þeir hafa ekki verið á mjög ffamandi slóðum. Það sama gildir um vax- andi fjölda innflytjenda. Salan á dagblöðunum er ffá tuttugu og upp í hundrað eintök á dag á hverju þeirra, samkvæmt upplýsingum ffá dreifrngaraðilum. Af bandarísku blöðunum seljast USA Today, Wall Street Jourtml, Herald Tributie og sunnudagsút- gáfa The New York Titnes best. Bresku dagblöðin er venjulega dagsgömul og seljast því ekki mik- ið ffá degi til dags ef undan eru skihn sunnudagsblöðin, sem njóta vinsælda. Þar er um blöð að ræða eins og Sunday Times, Independent on Sunday og Daily Telegraph. Þýsku dagblöðin seljast mun meira á sumrin en veturna. Svo virðist sem Islendingar og Þjóð- verjar búsettir hér á landi kjósi helst Die Welt en ferðamennirnir lesa ekki síður Bild, Frankfurter Allgemáne og Suddeutsche Zátung. Le Monde er mest selda ffanska dagblaðið hér á landi en einnig er nokkur sala í Le Figaro og Libérati- on. Talsvert mikil sala er í spænska dagblaðinu El País, ekki síst í hinni veglegu sunnudagsútgáfu, sem má rekja til sívaxandi fjölda spænsku- mælandi innflytjenda og aukinnar spænskukunnáttu meðal þjóðar- innar. Talsverð hreyfing er einnig á ítölsku blöðunum La Repubblica, sem gefið er út í Róm, og Corriere della Sera ffá Mílanó. Fjölmörg dagblöð ffá Norður- löndunum eru fáanleg hér en fáir íslendingar bera sig effir þeim. Ástæðuna töldu margir viðmæl- endur vera þá að þau væru það lík íslenskum blöðum að fólk sæi síð- ur ástæðu til að lesa þau. Öðru máli gegndi um blöð frá Frakk- landi, Spáni, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar væri sjónarhornið á umheiminn ólíkt því íslenska og fjallað ítarlega um mun fleiri lönd í heiminum. Þótt sala á erlendum dagblöð- um hafi farið vaxandi hin síðari ár, sérstaklega eftir að þau fóru flest að berast til landsins samdægurs, seljast fréttatímaritin samt mun betur, enda löng hefð fyrir lestri þeirra hér á landi. Vikuritin News- week, Time og The Economist bera höfuð og herðar yfir önnur slík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.