Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 31

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 31
í I • «• Hverjir voru hvar? Allt var logandi í partíum út um allan bæ, alla helgina, ýmist fyrir eöa eftir ball, þar á meðal eitt skrautlegt, en þó skemmtilegt, í Skipasundinu. Yngsta dóttir Rolfs Johansen, Kristín Johansen, fór ásamt vinkonu sinni frá París í Þórsmörk um helgina, þar var einnig Elín Reynisdóttir sem enn er væntanlega ung- frú Hollywood því enginn arftaki hennar hefur verið kos- inn síðan hún hlaut titilinn. Þar voru og Árni Einarsson og Róbert frá Máli og menningu og Sigurður Freyr Björns- son (Siggi sæti) ásamt frænda sinum; Jóni Sigurði Hall- dórssyni (Nonna frænda), og fleiri vinum. í Kerlingarfjöllum þessa helgi var einnig geysimikið fjör að sögn viðstaddra. Þangað sóttu í sig veðrið vinkon- urnar Bryndís Eiríksdóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir, vinirnir Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyjólfur Kristjáns- son, Kerlingarfjallaljón númer eitt. Á leið í fjöllin á sunnudag voru hins vegar feðg- arnir Davíð Magnússon og Magnús Kjartansson ásamt fleirum. Á frumsýningunni á Hárinu voru m.a. Brynja Nordquist og sonur hennar, Jóhann Sigurðarson leikari, hjónin Elías Vil- hjálmur Einarsson og Ólöf Eyjólfsdótt- ir, Sigurður Jónsson og Hildur Hafstein og ekki langt undan var faðir hennar, Július Hafstein borgarfulltrúi. Þarna var einnig Simbi, að sjálfsögðu, og stórleikararnir Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Hjörleifur Sveinbjörnsson blaðamaður, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti jslands, fyrrver- andi borgarstjórahjón Árni Sigfússon og Bryndís Guðmundsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, Birgir Bielt- vedt og Lilja Pálma- dóttir, Svava Johan- sen og Bolii i 17, Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri, Helgi Björnsson, Vilborg Halldórsdóttir og svo var sonur þeirra, kvikmyndastjarnan Orri Helgason, i það minnsta staddur i partinu á eftir, en þangað mættu enn fleiri en voru á frumsýningunni. Svo var aftur öllu fámenn- ara í eftir-eftir-frumsýningarpartiinu sem haldið var í miðbænum. A Smekkleysu-kvöldinu á Venus/Bóhem á föstudags- kvöldið hafði einhver á orði að þar hefðu flestir verið með rottu í bandi og hrafn á öxlinni lesandi Shakespeare. Svo framandleg hefði stemmningin verið. Meðal gesta voru Jakob Magnússon menningarfulltrúi, Ásmundur Jónsson, alltaf kenndur við Grammið, Kiddi kanína, Stefán Gríms- son umhverfislista- verk, umsjónarmenn Sýrðs rjóma, Magn- ús Kjartansson, son- urinn Dave MacMagnús (öðru nafni Davið Magnússon), þá litu inn saman þeir Hallgrím- ur Helgason og Haraldur Jónsson, þó aðeins í stuttan tíma. VIDDI Á GLAUMBAR. Hugsar einungis um HM þessa dagana. Árni og Uiddi undirbúa HM helgina Ami Jónsson og Viðar Þórar- insson, kannski betur þekkt- ur sem Viddi á Glaumbar, hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig undirbúa eigi þá miklu fótbolta- helgi sem ffamundan er. Hér kem- ur uppskrift þeirra að íúllkominni HM-helgi: Fimmtudagur: l)Gefa konunni og börnunum óvæntan glaðning; vikuferð á Ör- æfajökul! 2)Fjarlægja allt úr stoíúnni sem dreift getur athyglinni, svo sem málverk, blómapotta, íjölskyldu- myndir o.s.frv. 3)Tæma ísskápinn og færa hann inn í stofú við hliðina á sófanum. Föstudagur: 1) Hringja í alla vini sína og veðja háum fjárhæðum og fullt af hári á leikina. 2) Fylla ísskápinn af bjór. Laugardagur: 1) Taka símann úr sambandi og aftengja dyrasímann. 2) Horfa á undanúrslitaleikina sem þú tókst upp á miðvikudag- inn og grandskoða lærin á öllum leikmönnum. 3) Stilla inn Eurosport og hlusta á Archie McPhearson og Ray Cle- mence lýsa leiknum, enda næsta víst að það er hægt að sjá hvað þeir gera þetta vel (enda ekki fastir í sömu frösunum). Á sunnudag ... Tívolíferð. Samt borgar sig ekki að fara í nein tæki. Miklu ódýrara væri að snúa sér á skrifstofustól þangað til mann svimar og spýjan gus- ast út. I tí- volíinu er aftur tilvalið að hlæja að náunganum. Sjá hvernig aumingja fólkið, sem lét plata út úr sér verð- mæti bananasplitts, hristist og veltur fram og til baka í þar til gerðum pyntingar- tækjum. Skemmtilegast er að sjá æluna ganga upp úr fólki og ótrúleg gleði getur hlotnast af því að hlusta á ópin og örvæntingaröskrin. N1 +-inn er svo að virða fyrir sér innflutta starfsliðið. Þar eru á ferð sterklegir og vel tattóveraðir tívolíbeljakar sem ryðja út úr sér gullfal- legum svívirðingaromsum á óskiljanlegum mállýskum ef eitthvert vesen verður. Húrra fyrir tívolíinu! ... Fótbolta og afturfót- bolta. Erum við annars ekki öll að fá leið á honum? Síð- ustu leikir heimsmeistara- keppninnar í kvöld og við skulum bara fagna því. ... Sjöbíói. Ef þú vilt ekki að neinn sjái þig og þú vilt ekki sjá aðra þá gefst ekki betra tækifæri. Allar bjargir bannaðar ★★★ Catchfire á Stöð 2 á föstudagskvöld. Spennutryllir með úrvalsleikara í hverjum ramma. Dennis Hopper leikstýrir undir dulnefni, en aðrir sem koma við sögu eru m.a. Jodie Foster, Dean Stockwell, Vincent Price, Fred Ward og John Turturro. Marc Almond á tónleikum ★★★ MarcAlmond — Live at the Albert Hall á RÚV á föstudagskvöld. Þessi dvergvaxni perri er söngvari skrækur og þó nokkuð ffjór og skemmtilegur. Hann á eflaust ein- hverja aðdáendur á landinu sem sitja límdir við skerminn þegar hann birtist ásamt þrjátíu manna hljómsveit á tónleik- um ffá Lundúnum í fýrra. Úrslitin í HM ★★★★ á RÚV á laugardag og sunnudag. Ólei ólei ólei ólei. Og svo er þetta helvíti vonandi búið. Varist: Landsmót UMFÍ © Á RÚV á hverju kvöldi alla helgina. Hvurslags er þetta!? Fyrst er maður mataður kvöld eftir kvöld á heimsklassa- íþróttum. Maður streitist á móti þessari heimsku- legu tímaeyðslu en verður að lokum heiladauð, slef- andi fótboltabulla. Svo kemur þetta hallærislega sveitamót og það er ætlast til að maður fylgist áhugasamur með Islend- ingum með neffennsli stunda starfsíþróttir og hestaíþróttir eftir að hafa séð helstu affeksmenn heims leika listir sínar. Það eina góða við þetta er að antisportistinn kemur upp í manni og tekur öll völd á ný. a r p Þrjár stelpur ★ Au Pays de Juliets á RÚV á fimmtudagskvöld. Þremur konum er veitt dagsleyfi úr fangelsi eftir langa vist. Þær kynnast. Fem- inísk leiðindi. Mjólkurbikarinn í lcnattspymu © Miðað við flugeldasýningu síðustu vikna má hér búast við svifaseinni eldspýtnasýningu. Eilífðardrykkurinn ★ Death Becomes Herá Stöð 2. Goldie Hawn, Meryl Streep og Bruce Willis eru langt í ffá fyndin í þessari þvælu. Tæknibrellurnar ná ekki að breiða yfir þunnan og ófýndinn söguþráðinn. Sjónhverfingar ★ Rosenbaum: BlandverkáKÚV. Sænskt skúffelsi. Frá því í vor hef ég verið að mála nokkrar myndir með innanhúss- mótífúm og það er það sem ég ætla að sýna núna.“ Þorri fæst við mjög ólíka hluti, því jafnframt því sem hann gerði olíumyndirnar — sem eru mjög ólíkar innbyrðis — vann hann myndasögur og blandar þessu öllu í einn hrærigraut: „Mér þætti verra ef fólk gengi að því að þetta væri eitthvað sem ég er alltaf að vinna í.“ Þorri mun einnig taka þátt í listasumrinu á Akureyri, en þar ætlar hann að sýna skúlptúrverk sem hann er þegar byrjaður á. Selavinur í útlegð ★★★★ En folkefiende - Salfangstinso- ektören som tvingades i exil á RÚV á föstudag. Sænsk ffæðslumynd um skeggj- aðan Norsara sem hrökklaðist úr landi því hann vildi ekki láta drepa litlu sætu selina. Eitthvað fýr- ir Magnús Skarp. SJ „sanna karlmenn". Mótorsport ★★★★ á RÚV á laug- ardag. Nú er endursýndur þáttur síð- an á þriðjudag. Þetta er eitt skemmti- legasta efhið í dag. Hér er fjallað um hinar ýmsu bílaíþróttir: stórkostlegar drulluspyrnur, klessukappakstur og sandhóla- uppáferðir. Þættir fýrir Skjaldbökumar II © Teenage Mutant Ninja Turt- les II á Stöð 2 á föstudags- kvöld. Enn og aftur býður Stöð 2 upp á lélega barna- mynd á besta sjónvarps- tíma. „Ég er núna að setja upp fimm beinu ffamhaldi af því sem ég var olíumyndir og hugsanlega fjórar að mála úti í Hollandi," segir Þorri teikningar, en þetta er svona í Hringsson sem opnar málverka- sýningu laugardaginn 16. júlí hjá gullsmíðaverkstæði Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5, og mun hún standa ffam í ágúst. Þetta er sjöunda einkasýning Þorra, en hann hefur tekið þátt í einka- og samsýningum bæði í Reykjavík og Amsterdam. Hann útskrifaðist úr MHÍ árið 1989 og stundaði ffamhaldsnám við Jan Van Eyck-akademínuna í Maastricht á árunum ’89-’91. „Eftir að ég kom heim hef ég ekki málað svo mikið af olíumynd- um og mér fannst ég eiga það eftir. FIMMTUDAGUR'INN JÚUFÍðgA PRESSAN 31

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.