Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 27

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 27
 Lífið eftir vinn IL:: f % Hvemig fí v Bryndís Guðmundsdóttir talmeinakennari „Mér fannst sýningin ífábært „sjó“. Á öllum sviðum var greinilega mjög fagmannlega að verki staðið. Alit fellur undir það; hvort sem það er leikurinn, söngurinn, búningar, sviðsetningin eða dansinn. Og au- kaleikaramir stóðu sig jaíh vel og aðalleikarar. Sýningin var m.ö.o. jöfn og mjög góð. Ég ráðlegg fólki eindregið að sjá Hárið og um leið að styrkja þetta mjög svo skemmtilega innlegg í íslenskt sumar.“ Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona „Mér fannst gaman að Hárinu, enda þétt og lífleg sýning. Ég hef samanburðinn frá sýningunni í Glaumbæ, en á þeim tíma voru forsendurnar allt aðrar. í Glaum- bæjarsýningunni fólst miklu meiri ögrun. 1 dag er þetta hins vegar meira svona innsýn í heim sem var. Um leið hafa aðstandendur sýningarinnar farið þá leið að gera þetta meira að sjói. Sú leið finnst mér mjög rétt í dag, enda tel ég hana þá leið sem færust var.“ Þuríður Pálsdóttir söngkona „Þetta var ljómandi sýning og mjög vel gerð hjá krökkunum, nema hvað mér finnst eitthvað einkenni- legt við það að öll tónlistin skuK vera leildn í sama styrkleika. Að mínu mati eru hljóðfærin allt of hátt stillt og aldrei lægri á einum stað en öðrum. Það gerði það að verkum að ég greindi svo að segja aldrei söngtextann í sýningunni. Eina undantekningin var söngur Emilíönu Torrini. Auk þess að syngja eins og engill greindi maður hvert orð. Og þótt Margrét Eir sé með mjög sterka og góða rödd naut maður ekki alveg söngs hennar sökum yfirgnæfandi hljóðfæraleiks. Ég er reyndar hissa á því að gagnrýnendur skuli hvorki hafa veitt þessu athygli né minnst á Emilíönu, því hún er frábær söngkona. Ég tek það fram að ég þekki hana mjög vel, enda kenni ég henni í Söngskólanum. Það er svo annað mál að ég er ekki mjög heilluð af hugsjónum þessarar hippakynslóðar. Það fylgdi henni of mikil siðblinda fyrir minn smekk.“ Hjörleifur Sveinbjömsson blaðamaður „Það fór ansi margt í gegnum hausinn á mér i tengslum við þessa sýningu, en hún varð nú aðal- lega til þess að rifja upp fyrir mér sýningu sem ég sá í Glaumbæ í garnla daga. Það sem mér fannst merkilegast við Hárið í Glaumbæ var að sú sýn- ing var beint út úr tíðarandanum, en mér finnst . ansi langur vegur á milli sýningarinnar núna og fl^ þess raunveruleika sem fjallað er um. Sýningin er flott og fín þó mér finnist ekki al- veg liggja ljóst fýrir hvort þau eru að segja okkur eitthvað um okkar tíma eða hvort þau eru að fara ofan í saumana á þessum gömlu tímum. Það bil er að mínum dómi ekki alveg brúað í sýningunni og nokkuð óuppgert.“ HlBðlir! HARIÐ James Rado & Gerome Ragni Tónlist: Galt Macdermot Flugfélagið Loftur & Þjóð- leikhúsið ★★★★ Blómakynslóðin svokallaða er sennilega að verða úthrópað- asta kynslóð aldarinnar. Þetta fólk sem á unga aldri gerði uppreisn gegn hræsni og kreddum samfélagsins og predikaði ást og frið og „flower power“, en er nú týnt og tröllum gefið í höndum þess sama kerfis og uppreisninni var beint gegn. Kótelettukarlarnir og „karríerkonurnar“ og hvar eru hugsjónirnar? Og hnussa og snúa uppá sig yfir þeirri ósvinnu ungu kynslóðarinnar að leyfa sér að setja á svið söngleikinn Hárið þar sem frjálsar ástir, ábyrgðarleysi og eitur- lyf er vegsamað og talið lykillinn að sönnu lífi og það á þessum síðustu og verstu alnæmis- og vímuvarnar- tímum. Þvílíkt ábyrgðarleysi! En hvað sem líður öllu hnussi og tauti og efasemdum um það hvort verkið segi í rauninni nokkuð það sem máli skiptir um hippatímann og hugsjónirnar þær, þá er hitt ljóst að sýning „unglinganna“ á Hárinu er talandi dæmi um það hverju áhugi og samstaða þeirra ungu fær áorkað. Leikgleðin og áhuginn skín úr hveiju andliti og ég vona að ég móðgi engan með því að segja að ■ 'W ■ Lij: 8É! i S ~ *■: L E I K L I S T m FRIÐRIKA BEIMÓIMÝS Mann langar til að standa upp og hrópa og hlæja og dansa og syngja með þeim kvöld eft- ir kvöld í allt sum- þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð virkilega „professional show“ á ís- lensku leiksviði. Baltasar Kormák- ur leikstjóri og samstarfsmenn hans eiga svo sannarlega skilið hrós og blóm í hár og hnappagöt fyrir þessa sýningu. Það einfaldlega gengur allt upp. Þýðing Davíðs Þórs Jónssonar er frábær, afrek út af fyrir sig, og leikgerð hans og Baltasars Kormáks ekki síður. Sýn- ingin er hröð og lifandi, áhuginn og gleðin smitandi og áhorfendur frá fimm ára til fimmtugs hrífast með og elska þetta fólk á sviðinu og óska þess eins að mega dvelja í þessum heimi sem allra allra lengst. . Leikmynd Finns Amarsonar er einföld, hugvitssamleg og hæfilega mannfjandsamleg og skapar sterka andstæðu við frábæra lýsingu Bjöms Bergsveins Guðmunds- sonar og litríka búninga Maríu Ól- afsdóttur. Og þótt boðskapurinn um frið og ást og blómskrúð og al- gleymi sé kannski farinn að mygla svolítið þá kemur það ekki að sök vegna þess að leikararnir allir, án undantekninga, gefa persónunum þau mannlegu einkenni og sér- stöðu sem höfðar til okkar allra á hvaða tíma svo sem við slysumst til að vera uppi. Hilmir Snær Guðna- son stendur hér við öll þau fyrir- heit sem hann gaf í sýningum Nemendaleikhússins í vetur og er æskan Qg uppreisnin og lífsgleðin holdi klædd á sviðinu. Margrét Vilhjálmsdóttir, bekkjarsystir hans úr LÍ, bætir hér líka nýrri rós í hnappagatið og túlkar Sheilu fá- dæma vel. Hinrik Ólafsson er ynd- islega kauðskur og utanveltu og hlýr og mannlegur í hlutverki Claude og þótt hnappagat Ingvars Sigurðssonar sé væntanlega nú pegar barmafúllt af fegurstu blóm- um, þá bætir hann hér tveimur nýjum við, bæði sem svertinginn Hud og faðir Claude. Aldeilis hreint ótrúleg frammistaða. Jó- hann G. Jóhannsson hef ég ekki séð á sviði áður, en túlkun hans á hasshausnum Voffa er sérdeilis skemmtileg og sannfærandi og ég hlakka mikið til að sjá meira til mg- unni stóðu ástar og friðar og endalausrar blómabreiðu í íslensku leik- húsi ffamtíðar- hans. Jóhanna Jónas leikur Di- onne ágætlega en hlutverkið býður ekki upp á mikil tilþrif og sama er að segja um Jeani í höndum Sóleyjar Ehasdóttur, ósköp vel dregin mynd, en maður er lidu nær um þessa stúlku. Ari Matthíasson leikur herforingja og túrista og gerir hvort um sig óað- finnanlega. Og kórinn og dans- ararnir eru frábær og hljóm- sveitin og bara allt og allt. Og mann langar til að standa upp og hrópa og hlæja og dansa og syngja með þeim kvöld eftir kvöld í allt sum- ar. Og fyllsta ástæða er til að óska öllum þeim er að sýn- -!i~ FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 1994 PRESSAN 27

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.