Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 26

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 26
I vagni við tækið „Magic“ — ^ j töfrar — situr breiður Skoti, i Colin, sem hefur ekki tíma fyrir !; iaÉjjlll vitleysu á borð við að tala við ------ blaðamann. Hann rétt nær að . j líta framan í myndavélina en | . • a tekur svo til við að hamast á stjórnborði töfratækisins. í tækinu sitja nokkrir smákrakk- ar sem fara nú á fleygiferð. < Þeir hendast fram og aftur og lítill strákur verður blár í framan. Þegar Colin lætur I vagni við tækið „Magic“ — töfrar — situr breiður Skoti, Colin, sem hefur ekki tíma fyrir vitleysu á borð við að tala við blaðamann. Hann rétt nær að líta framan í myndavélina en tekur svo til við að hamast á Fólkið í tívolíinu: Tívolíið er komið í bæinn eitt sumarið til. Þriðja sumarið í röð býðst Reykvíkingmn rafmagnaður snúningur. Það hefur alltaf verið sama tívolíið sem kemur hingað en nú eru tækin fleiri og veglegri. PRESSAN skrapp í tívolí og tók nokkra af skrautleg- um starfsmönnunum tali. Það í fimmta gír hans. „Oj oj“, ælustráksi laumast í burtu. Colin tekur ekki eftir neinu því hann er í óða önn við að taka við miðum fyrir næsta rúnt. Tívolíbændurnir David Taylor og David Wallace: hefði verið ódýrara að semja við mafíuna." Það er miður mánudagur og rigningarsuddi. Ekki beint há- annatími í tívol- íinu á hafnarbakkanum. Samt virðist vera nóg að gera. Reykvíkingar eru langt í frá búnir að fá leið á þessum skemmtanaval- kosti. Einn starfskraffur- inn bendir mér á hjólahýsahverfi aftan við tívolíið. bar finn ég Jðnind Guð- mundsson, sem situr með farsímann við höndina og spjallar við konu sem er að strauja. Jörundur er orðinn þaulkunnugur tívolífólkinu enda staðið íyrir heimsóknum þess til íslands í öll þrjú skiptin. í vor var tívolíið sett upp á Márítíus, litlu eyríki í Indlandshafi, og í haust fer það til Zimbabve. Jör- undur segir að bisnessinn hjá tívolíinu á Englandi hafi verið að minnka og því sé í síauknum mæli farið út fyrir landsteinana. Nær allt fólkið sem fylgir tívolíinu hefur verið í þessum bransa frá fæð- ingu. Það er flest frá Yorkshire á Norður-Englandi og á sumt ættir að rekja langt aftur í ffægar tívolí- og sirkusættir. Það eru tveir Davíðar sem eiga Tivoli UK, eins og þetta heitir. Þetta eru David Taylor og David Wallace. Þeir eiga tælan sem hér eru og þeir keyptu m.a. tívolítækin í Hveragerði. Þau eru núna í viðgerð á Englandi en verður að öllum líkindum komið fyrir á Zimbabve. Um tuttugu starfsmenn fylgja tívolíinu en með konum og börnum er hóp- urinn samtals rúmlega fjörutíu manns. Fólkið býr í hjólhýsunum tíu. Davíðarnir sitja í litlum vagni og selja miða. Miðinn kostar hundr- aðkall og í voldugustu tækin þarf þrjá miða. Miðarnir fjúka út og röð- in virðist alltaf vera jafnlöng. Þetta lítur út fyrir að vera magnað gróða- fýrirtæJd en þá kemur í ljós að íslenska ríkið tekur bæði skemmtana- og virðisaukaskatt af miðanum. Svo er rafmagnsreikningurinn hár og aðstöðugjöldin. Af hverjum miða fá tívolímennirnir um 18 krónur í vasann og þá á eftir að borga kaup og tækin. Verst þykir þeim þá að tolleftirlitið skuli taka hundraðþúsundkall fýrir að fylgjast með öllu saman. „Það hefði verið ódýrara að semja við mafíuna,“ segir Wallace, en þrátt fyrir þetta vonast þeir til að ísland verði fastur liður á ársplani tívolísins. Þetta er hálfgerður sígaunalifttaður á ykkur? „Það má segja það. Ef við rækjum pítsugerð byggjum við líklega á hæð- inni fýrir ofan hana. Það er miklu þægilegra að sofa í hjólhýsi en að sofa við hliðina á tækjunum.“ David Taylor grínar bara. Konan hans og þrjú börn vinna í tívolíinu og foreldrar hans eru líka með í ferðinni. Þau hafa verið í þessum bransa frá fæðingu og muna tímana tvenna en sitja nú lengstum inni í hjólhýsi og horfa á sjónvarpið. Ég reyni að fá David til að segja mér hvernig tívolíin hafa breyst í tím- ans rás og spyr af hverju fríksjóin — vanskaplingar í búrum — séu hætt að vera með. Taylor grínast auðvit- að bara: „Þvi miður hafa öll börnin okkar fæðst eðli- leg.“ Svo verður hann alvarlegur: „Við reynum alltaf að bjóða upp á það sem fólkið vill. Nú eru það hröð og æsandi tæld sem því líkar.“ Hann bendir á tækin „Top Gun“ og „Top Spin“ sitt við hvorn enda tívolísvæðisins máli sínu til stuðnings. 1 þeim hristist fólk á alla kanta og maður fær í magann við það eitt að sjá aðfarirnar. Hvað kosta svona tívolítceki? „Top Gun kostaði í kringum hálfa milljón punda (550 milljónir kr.) og hitt eitthvað minna. Þetta er lang- tímafjárfesting.“ Gunnar L. Hjálmarsson Benny Hill. Hann selur í skotbásinn þar sem verðlaunin eru úttroðnir tívolí- bangsar. Hann hefur verið í þessum bransa í tíu ár en hefur ekki séð mikið af íslandi, — er allt- af að vinna. ,4 Umkringdur böngsum í lottóbásnum er hinn bangsalegi Bailey. Hann hefur líka verið í bransan- um allt sitt líf og faðir hans á undan honum. Hann segir að tfvolílífið sé hörkuvinna. Starfsmennirnir skiptast á um að vinna í básum og að stjórna tækjum. Hávaðinn og öskrin fara ekkert í hann, það er bara hluti af andrúmsloftinu. Þetta eru tívolífeðglnin Gary og Chelsea. Gary sér um einn básínn þar sem hringur á flöskustút gefur bangsa í verðlaun. Honum finnst miklu skemmtilegra í Reykjavík en á Márítíus. „Hér er fólk miklu vinsamlegra og miklu minna um ofbeldi." | % En sérðu eitthvað af landinu? „Við sáum sitthvað þegar við fórum til Akureyrar og mér líst satt best að segja ekkert á veg- ina.“ Það er ekki mikið um frídaga í þessum bransa en þegar pakkað var saman fyrir Akureyrar- ferðina gafst einn frídagur og þá komst Gary upp í Hallgrímskirkjuturn og gat litið á orgelið. Hann er að vonast til að komast á tónleika í kirkjunni. I þessum bransa má segja að sé unnið tíu mánuði á ári og frí í tvo, þá oftast í janúar og febrúar, þegar minnst er að gera. Það er svo sem ekki mikið frí, því Gary tekur þá að sér að hanna og máia bása. Hann segist bara fá frí ef hann sé heppinn. Gary hefur verið í tívolíbransanum frá fæðingu, í 36 ár, og hann segist vera áttundi ættliður- inn sem fæst við þetta. Hann segir stoltur frá því að langamma sín og langafi hafi verið með Barnum-sirkusnum í Bandaríkjunum. Færðu aldrei nog af havaaanum i fivomnu? „Nei, ég er algjörlega búinn að venjast þessu. Þegar hávaðinn hættir á kvöldin og einhver öskrar þá finnst mér það vera hávaði. Maður þekkir líka í sundur gleðiöskur og hræðsiuöskur frá tækjunum. Ef einhver öskrar og er hræddur og líður illa heyrir maður það strax.“ 26 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.