Pressan - 14.07.1994, Page 6

Pressan - 14.07.1994, Page 6
Guðmundur Ámi Stefáns- son, núverandi félagsmála- ráðherra, tók sæti í ríkis- stjórninni eftir ráðherrahrókering- ar Alþýðuflokksins á síðasta ári. Þrátt fyrir stuttan starfstíma bein- ast nú að honum öll spjót. Hann er vændur um að skilja heilbrigðis- ráðuneytið eftir rjúkandi rústir, hafa farið langt fram úr fjárlögum og vera búinn að eyða öllum fjár- veitingum til ráðuneytisins á þessu ári nú þegar. Þá hafa ýmsar mannaráðningar hans verið um- deildar. Rætt er um að ef ekki væri svona stutt eftir af kjörtímabilinu væri verulega farið að hitna undir félagsmálaráðherranum. Búinn að eyða öllu ráðstöf- unarfénu Hún verður ekki skemmtileg set- an í heilbrigðisráðuneytinu fyrir Sighvat Björgvinsson það sem eft- ir er ársins, ef marka má fjárhag ráðuneytisins þegar hann tók við af Guðmundi Árna um daginn. Hann er í stuttu máli sá að þar eru allir peningar búnir sem til ráðstöf- unar voru á árinu, þótt enn sé ekki komið nema fram í miðjan júlí. Heilbrigðisráðherra hafði til frjálsr- ar ráðstöfunar átta milljónir sam- kvæmt fjárlagaliðnum „til ráðstöf- unar skv. ákvörðun ráðherra"; þær eru búnar og munu hafa farið í ýmis verkefni sem Guðmundur Árni ákvað að brýn væru. Þar hafa til dæmis vakið athygli auglýsingaherferðir og annar kynn- ingarkostnaður sem ráðist var í, meðal annars á vegum kynningar- fyrirtækisins Athygli, sem er í eigu nokkurra samstarfsmanna Guð- mundar Árna úr blaðamennsku, meðal annars Ómars Valdimars- sonar og Guðjóns Amgrímsson- ar. Þeir höfðu tekið að sér og und- irbúið kynningarverkefhi fyrir hóp lyfjaframleiðenda, en tóku betra tilboði sem barst frá Guðmundi Árna til að kynna málstað ráðu- neytisins í sama deilumáli. Útboð var ekki viðhaft þegar fyrirtækið var fengið til verksins og deildu lyfjaframleiðendur á Athygli fyrir þessa framkomu. Áður hefur komið ffam að Guð- mundur Árni hefur farið ráðherra langlengst frarn úr fjárlögum það sem af er árinu og hefur eytt á ann- an milljarð umfram það sem Al- þingi sagði að hann mætti eyða. Vafasamar mannaráðningar Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið af verkum Guðmundar Árna í heilbrigðisráðuneytinu eru mannaráðningar hans, sérstaklega ný staða upplýsingafulltrúa sem í var ráðinn gamall kunningi hans, Steen Johansen. Við hann var gerður sérstakur verktakasamning- ur sem tryggði honum á þriðja hundrað þúsund krónur á mánuði. Sá samningur var uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara, en líklega situr Sighvatur ekki uppi með Steen í þrjá mánuði, því þegar síðast fféttist var Jón H. Karlsson, aðstoðarmaður Guðmundar Árna, að leita að plássi fyrir Steen á skrif- stofum félagsmálaráðuneytisins. Þar mun Steen eiga að gegna stöðu upplýsingafulltrúa, sem líka er ný staða. Þegar Guðmundur Árni réð mág sinn og aðstoðarmann, Jón H. Karlsson, sem formann stjórnar ríkisspítala skömmu fyrir síðustu áramót þótti mörgum sem Guð- mundur hefði stigið skrefi lengra en aðrir ráðherrar Alþýðuflokksins sem þó höfðu verið harðlega gagn- rýndir fyrir að ráða vini og kunn- ingja til starfa og tryggja samflokks- mönnum sínum bitlinga innan ríkiskerfisins. Daginn eftir að Jón var ráðinn tóku sem kunnugt er gildi lög sem banna ráðherra að hafa afskipti af meðferð mála sem snerta vandamenn hans, en sem yfirmaður heilbrigðismála hefði Guðmundur Árni fengið til með- ferðar verk mágs síns. Þótt lögin hafi ekki öðlast gildi fyrr en um áramót lá vilji Alþingis ljós fyrir með samþykkt þeirra, en Guð- mundur kaus að ráða mág sinn nokkrum klukkutímum áður en lögin tóku gildi. Gera má ráð fyrir að Jón hefði talizt vanhæfur í stöð- una ef hann hefði verið ráðinn hálfum sólarhring síðar. Rannsókn í Hafnarfirði á greiðslum til vinar Guð- mundar Verk Guðmundar í ríkisstjórn eru ekki aðeins gagnrýnd. Hann hefur verið sakaður um það af pól- itískum andstæðingum að skilja illa við fjármál bæjarsjóðs Hafnarfjarð- ar og rekja margir kratar fall meiri- hlutans í bænum til þess. Þegar kratarnir misstu meiri- hluta sinni í bænum í vor ákvað nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins að fá hlutlausan aðila til að gera út- tekt á fjárreiðum bæjarsjóðs. Til verksins voru fengnir Löggiltir endurskoðendur hf. og eiga þeir að skila meginniðurstöðum sínum fyrir mánaðamótin ágúst-septem- ber. Altalað er meðal bæjarfulltrúa að eitt af því sem þeir hafi rekið sig á og talið ástæðu til að rannsaka bet- ur séu greiðslur til náins vinar Guðmundar Árna, séra Önundar Bjömssonar, en Guðmundur Árni réð hann til þess að sinna ýmsum kynningar- og útgáfumálum fyrir Hafnarfjarðarbæ. Önundur sá meðal annars um útgáfu handbók- ar upp á rúmlega eitthundrað síður og gerði ýmiss konar pésa fyrir fyr- irtæki og stofhanir bæjarins. Þeir Guðmundur Ámi störfuðu á sín- um tíma saman í bókaforlaginu Tákni sem varð gjaldþrota og Ön- undur un leið persónulega. Það sem meint rannsókn er sögð beinast að er hvort einhverjar greiðslur til Önundar hafi verið færðar á nafn einhvers annars vegna þeirrar staðreyndar að hann er gjaldþrota og stórskuldugur, meðal annars við skattyfirvöld. Þegar þessi frétt var borin undir nokkra bæjarfulltrúa meirihlutans í Hafnarfirði könnuðust þeir allir við hana en treystu sér ekki til að staðfesta hana. Magnús Jón Ámason bæjar- stjóri vildi lítið tjá sig um þetta mál en sagði efhislega að ef eitthvað gmggugt kæmi í ljós við úttekt endurskoðendanna yrði það að sjálfsögðu kannað. Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, staðfesti að hann hefði heyrt þessari sögu fleygt. „Ég hef enga staðfestingu fengið á henni en ef um slíkt hefur verið að ræða kemur það í ljós þegar athug- uninni er lokið.“ Floklcsbróðir hans, Magnús Gunnarssson, tók í sama streng. „Ég hef heyrt þetta án þess að fá það staðfest og slíkar upplýsingar hafa ekki verið lagðar fram hjá okkur í bæjarstjórninni. En þetta er sérkennilegt mál ef það er svona vaxið, vægast sagt.“ Önundur Bjömsson sagði sjálf- ur í samtali við PRESSUNA að hann hefði verið ráðinn sem verk- taki af þáverandi meirihluta í bæj- arstjóratíð Guðmundar Árna og hefði nótur fyrir öllum þeim greiðslum sem hann hefði fengið frá bæjarsjóði Hafharfjarðar. Hann neitaði því alfarið að það ætti við rök að styðjast að einhverjar greiðslur til hans hefðu verið á nafni einhvers annars. Ef þessi útbreiddi orðrómur reynist réttur gæti staða Guð- mundar Árna í ríkisstjórninni ver- ið í hættu. Og þegar orðrómurinn er svo magnaður að bæjarfulltrúar tjá sig um hann opinberlega má ætla að Önundur eigi rétt á að hið sanna komi í ljós án tafar. Karl Th. Birgisson Styrmir Guðlaugsson GUDMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA sætir vaxandi gagnrýni fyrir frammistöðu sína í heilbrigðisráðuneytinu. Honum tókst að eyða öllum þeim peningum sem ráðuneytið hefur til frjálsrar ráðstöfunar í ár á sex mánuðum. Hann fór auk þess langt fram úr fjárlögum síðasta árs. Þá hafa margar mannaráðninga hans þótt vafasamar. SÉRA ÖNUNDUR BJÖRNSSON er náinn vinur Guðmundar Árna. Nú eru til athugunar greiðslur til hans frá Hafnar- fjarðarbæ fyrir verk sem Guð- mundur Árni réð hann til í bæj- arstjóratíð sinni. JÓHANN G. BERGÞÓRSSON BÆJARFULLTRÚI segir að hann hafi heyrt því fleygt að ekki sé allt með felldu með greiðslur til Önund- ar Björnssonar en hann geti ekki staðfest að svo sé. ÓMAR VALDIMARSSON OG GUÐJÓN ARNGRÍMSSON eru gamlir félagar Guðmundar Árna úr blaðamennskunni. Lyfja- framleiðendur höfðu ráðið fyrirtæki þeirra, Athygli, til kynningar- starfs í deilunum við heilbrigðisráðherra í vetur. Guðmundur Arni bauð betur og keypti þá yfir í sínar herbúðir. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON HEILBRIGÐISRÁÐHERRA tók við vægast sagt erfiðu búi í heilbrigðisráðuneytinu af Guð- mundi Árna við stólaskiptin í ríkisstjórninni. Engir peningar eru eftir. JÓN KARLSSON, AÐSTOÐAR- MAÐUR FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRA er jafnframt mágur hans. Guð- mundur Árni réð hann daginn áður en lög tóku gildi sem bönnuðu ráðherrum að ráða þá sem tengjast þeim fjölskyldu- böndum. Með því hunsaði ráð- herrann ótvíræðan vilja Alþing- is. Gerningar Guðmundar Arna undir smásjánnl Guðmundur Árni Stefánsson var hálft ár að tæma peningakassa heil- brigðisráðuneytisins. Um leið fór hann á annan millj arð fram úr fj ár- lögum. Hann sætir gagnrýni fyrir vafasamar mannaráðningar til rík- isins. Þá eru greiðslur úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til náins vinar hans undir smásj ánni við úttekt á fj ár- reiðum bæjarsjóðs. 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.