Pressan - 14.07.1994, Qupperneq 18

Pressan - 14.07.1994, Qupperneq 18
bólinii Portrettið Gripnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Davíð Þór Jónsson um mynd- ina af sjálfum sér: „Þessir tveir menn líta út fyrir að vera skíthræddir, þetta eru einhverjir glæpamenn sem eru að gægjast út því þeir heyra sírenuvælið fyrir utan gluggann... einhverjir Julio Kleid- hommar. Algjörir lúðar, einhverjir sem díla sveppi eða brugga landa og þeir hafa greinilega verið að drekka hann sjálfir. J: Þeir eru mjög líklega staddir í einhverju eyðibýli úti á landi. D: Nei en sjáðu hvað þetta er fallegur maður (bendir á sjálfan sig), þetta er frekar tekið í Tælandi; Þetta er maður sem er staddur með elsk- huga sínum ÍTælandi og það erverið að koma að honum. J: Já, þú átt við að þú sért með mér. D: Já, sá sem er áberandi fríðari og yngri er þarna greinilega fyrir borgun. J: Ég get nú samt ekki almenni- lega séð það á mínum að hann hafi mikinn áhuga á þínum... höldum okkur því við landamennina, og þó gæti hitt líka verið. D: Þeir gætu líka verið haldnir víðáttufælni, þar sem þeir eru að virða fyrir sér heiminn og þora ekki út á meðal fólks — einhver ótti í aug- um þeirra — og þeir verða alveg log- andi hræddir við að sjá mann með myndavél fyrir utan, svona akrófóbar (lofthræddir?!). J: Það er eitthvað svoleiðis, þetta eru virkilega skelfingu lostnir menn. D: Kannski ekki skelfingu lostnir, en þeim er ekki um þetta allt saman. Það er nokkuð Ijóst að þeir vildu heldur vera ekki á mynd en að vera á mynd... J: Þeir einhvern veginn ösnuðust til að kíkja út og voru gripnir í ból- inu... og sjá eftir því núna!" I samtímalist í neðri bílageymslu Y N D L I S T GUIMIXIAR J. ÁRIMASOIM „Sýningin býður upp á hressilegt mótvœgi við gljábónaða parketmenningu viðskiptalífsins. “ Ki — Samsýning I neðri bílageymslu Borg- arkringlunnar. í stuttu máli: Vel heppnað framtak sem á skilið at- hygli listáhugafólks. egar þrengir að myndlistar- mönnum og það er erfitt að fá almennilegt pláss til að sýna verk sín, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja að koma sér á framfæri, þá er kannski eina ráðið að fara „underground“. Hópur ungra listamanna hefur tekið list sína neðanjarðar, í bók- staflegum skilningi, og sýnir í bíla- kjallara undir Borgarkringlunni. Til að komast á sýninguna verða menn að leggja leið sína inn um sólarhliðið, í gegnum þennan stað birtu, ánægju og munaðar, og ýta á neðsta hnappinn á lyftunni. Þegar dyrnar opnast er eins og komið sé niður í undirheima — 4.000 fer- metra gímald, hálffökkvað og svalt, með rörum og lögnum hangandi neðan úr lágu loftinu. Á móti manni berst þungt gnauð úr loft- ræstistokkum og draugalegt væl, sem reynist vera hvalablístur frá einu listaverkanna. Þótt ólíklegt megi virðast hefur hópnum tekist að gera úr þessum stað lífvænlegt umhverfi fyrir liststarfsemi sína. Hér er á ferðinni fjörutíu og sjö manna hópur íslenskra og erlendra listamanna. Mörg hver eru, eða hafa verið til skamms tíma, nem- endur við Myndlista- og handíða- skóla íslands, þar með taldir all- margir erlendir gestanemendur, sem hingað leggja leið sína vegna nemendaskipta. En þótt hér sýni fólk sem er enn að læra, þá er merkilegt að sjá hvað það mætir ákveðið og sjálfsöruggt til leiks, staðráðið í að gera sig ffekar sekt um lærdómsrík mistök en mein- lausa varkárni (og í vissum skiln- ingi verða listamenn alltaf að læra, og ef þeir eru hættir að læra þá eru þeir búnir að vera). Þetta er „galop- in“ sýning, sem einkennist af leit- andi anda. Fæstir eiga neinn um- talsverðan feril að baki og því ómögulegt að vita hvort þau hafi enn sem komið er skýr stefnumið. Ég sé því ekki ástæðu til að útbýta normatívum gæðavottunum, en bendi þess í stað á nokkrar sterkar ímyndir sem gæti orðið til þess að vekja forvitni manna. Ein eftirtektarverðasta ímyndin, í verki eftir Moniku Larsen-Denn- is, er myndband af nakinni mann- eskju sem flýtur á grúfu í vatni, sem varpað er á gríðarstóran ís- klump, þannig að einna líkast er að þessi draumkennda og áleitna ímynd af drukknaðri manneskju komi innan úr ísnum. Hundrað fimmtíu og sjö metra löng ástar- saga, eftir Agnetu Schmidt, er örmjór strimill sem er gerður með því að skera hveija einustu línu úr dæmigerðri ástarsögu og líma lín- urnar saman, með vaxi, enda í enda. Strimillinn hefur verið strengdur til að mynda vef milli gólfs, lofts og veggja, svo hægt sé að „lesa milli línanna“. Sumir nota umhverfið sem út- gangspunkt í verkum sínum. Guð- brandur Ægir hefur smíðað kassa- bíl handa fullorðnum úr móta- timbri, nokkurs konar minnis- merki um bílaæði landsmanna, en titill verksins hljómar: „Kröfur (ef aðeins lífið væri...)“. Rétt hjá ligg- ur á stóru ferningslaga svæði, milli fjögurra súlna, þykkt lag af svört- um gúmmístrimlum, sem hafa ver- ið vandlega skornir úr gúmmí- slöngum innan úr bíldekkjum. Verkið er eftir Eriku Frodell og heitir „Ég er sprungin“, sem er sér- lega viðeigandi, ef hafður er í huga sá einhæfi þrældómur sem hún hefur lagt á sig. í dimmu herbergi gerir Aðalsteinn Stefánsson at- hyglisverða tilraun með ljós og endurspeglun í verki sem lætur lit- ið yfir sér við fyrstu sýn, því þar er eingöngu að sjá þrjá svarta ferninga á vegg. Þegar nær dregur kemur í ljós þokukennd spegilmynd, sem líkist helst þrívíddarmynd (holo- gram) úr fókus, en sem hverfur jafnharðan þegar maður fjarlægist hana. Fleiri verk ættu skilið að vera nefnd, en þetta voru aðeins nokkur sýnishorn úr fjölbreyttri sýningu. Miðað við aðrar tilraunir af svip- uðum toga hefur tekist vel til. Stað- urinn kann að þykja ókræsilegur til listsýninga, en í þessu tilviki er hann ekki óviðeigandi, því sýning- in býður upp á hressilegt' mótvægi við gljábónaða parketmenningu viðskiptalífsins. Þrátt fyrir mikinn fjölda er hvergi þröngt um nokkurt verk, enda svæðið stórt, og með vel útfærðri lýsingu hefur tekist að deila víðáttunni niður án þess að notast við skilrúm. Það er ánægju- legt að sjá að mitt í öllu mótlætinu eru einkaaðilar reiðubúnir að styðja viðleitni af þessu tagi. List- áhugafólki er bent á að prófa lyft- urnar í Borgarkringlunni fýrir 23. júlí. 18 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 1.4. JÚLÍ 1994 I I I I Frá stjórn IVIið- stöðvar fólks í atvinnuleit Um nokkurt skeið hafa þjóð- kirkjan, ASÍ, BSRB og VSÍ annast rekstur Miðstöðvar fólks í atvinnu- leit. í Pressunni fimmtudaginn 23. júní er fjallað um miðstöðina með sérlega ruddalegum og ófaglegum hætti. Að sinni eltum við ekki ólar við margvíslegar missagnir og rang- túlkanir í umræddri Pressugrein en ástæða er til að vara lesendur við þeirri aðför að mannorði einstak- linga sem þessi umfjöllun felur í sér. Þeir forstöðumenn miðstöðvar- innar, sem hafa við óvissar og erfið- ar aðstæður tekið að sér að veita þessari starfsemi forstöðu, hafa af óeigingimi sinnt starfi sínu í sam- ræmi við það sem stjóm miðstöðv- arinnar hefur ætlast til. Um leið og við vísum hvers kyns aðdróttunum um annarleg markmið og lélega fjármálastjórn algerlega á bug vilj- um við taka það ffam að fýrrver- andi framkvæmdastjóri, Guð- mundur Einarsson, hafði ekkert með fjármál miðstöðvarinnar að gera þann tíma sem hann starfaði, enda vom þau og eru alfarið á hendi stjórnar miðstöðvarinnar. Stjóminni þykir eftirsjá að Guð- mundi Einarssyni og vill þakka honum og öðmm sem lagt hafa miðstöðinni lið með starfi sínu fýrir heiðarlega og vel unnin störf. Fyrir hönd stjórnar miðstöðvarinnar, Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR. Engar aðdróttanir I umræddri ffétt var eingöngu vitnað í núverandi og fýrrverandi starfsmenn miðstöðvarinnar. Fyrir- sögn greinarinnar var orðrétt höfð eftir núverandi ffamkvæmdastjóra, sem sagði að miðstöðin væri í al- gjömm lamasessi og bætti því við að stjómendurnir væm algerir ný- græðingar. Aðrir fýrrverandi starfs- menn miðstöðvarinnar tóku undir gagnrýni núverandi ffamkvæmda- stjóra og blaðamaður reyndi ekki á nokkurn hátt að koma eigin skoð- unum á ffamfæri. Þeir sögðu sjálfir að þetta væri „tilgangslaust apparat“ utan um „ekki neitt“. Að greinin hafi verið „ruddaleg11 eða „ófagleg“ er alvarleg aðdróttun að heiðri mín- um sem blaðamanns, ekki síst í Ijósi þess að ekki er bent á eitt einasta at- riði því til stuðnings. Þess í stað kýs Ferrarí DEH-670 GEISLASPILARI m/útvarpi ® Verð: 42.900 stgr. Innlheldur m.a.: «6 ARC útvarpsmóttakara með 24 stöðva minnl a> Kristaltœran hljóm sem fœst með 8 „times oversampling” og 1 bita D/A breyti a> 2x25 W eða 4x15 W magnaraútgang cd Hótalarastilli (Fader) cd RCA-útgang cti Þjófavörn ofi Litabreyti ó takkaborði cj> LW/MW/FM stereo KE-1 730 UTVARP/KASSETTA Verð: 19.900 stgr. Inniheldur m.a.: 06 2x8,5 W magnaraútgang flö 24 stöðva minni 06 „Auto/Reverse” (sjólfvirk skipting milli hliða) 06 Hógœða tónhaus oo Sjólfvirkan „loudness” oo Tœkið er ó sleða oo LW/MW/FM stereo Hágœða hátalarar á verði frá 4.600 kr. stgr. Frábœrir magnarar á verði frá 11.000 kr. stgr. VERSLUNIN HVERFISGOTU 103 -SIMI62S999 The Art of 00 PioNeen stjórnin að dylgja um annarlegar hvatir undirritaðs. Þegar núverandi og fyrrverandi starfsmenn segja stöðina í algjörum lamasessi og at- vinnulausir séu hættir að nota hana skyldi maður ætla að stjómin hefði annað og þarfara að gera en að gera fólki upp ruddaskap og ófagleg vinnubrögð. Pálml Jónasson blm. Hressileg orðaskipti Vegna smáfféttar um „Flugdag fjölskyldunnar“ vill Leiguflug, Is- leifur Ottesen hf., koma eftirfarandi á ffamfæri: „Ekki kom til átaka, eins og segir í greininni, heldur fóru ffam „hressileg“ orðaskipti eftir að Flug- tak vildi hafa samráð um verð í út- sýnisflugi, sem er ólögmætt. Flug- tak seldi miða sína á 700 per sæti, en Leiguflug 500 per sæti, og er vert að taka fram að það var aðeins gert í þeim tilgangi að sem flestir gætu komið, efnalitlir sem og aðrir, og notið þessa annars skemmtilega dags sem „Flugdagur fjölskyldunn- « « • KEW X-tra 3500 er mjöa öflug og einstaklega vel útbúin hóþrýstidæla með öllum útbúnaði og fylgihíutum til prifa. • KEW fyrir þó sem vilja fara vel meS lakkiö ó bílnum sínum en rispa það ekki drullugum þvottakústum. Mjög auðveld og þægileg í notkun. H«#| jA*- Fylgihlutir meö KEW X-tra 3500: Multispeed spúlrör, kraftspúll, hreinsinól, froSustútur, bílahreinsiefni, hobbyhreinsiefni, blöndunarbrúsi, þvottabursti, hraSengi og vagn. REKSTRARVÖRUR RÉTTARHÁLSI 2.110 REYKJAVÍK . SÍMI: 91-875554 ÞEKKING ÚRVAL ÞJÓNUSTA Penguin Popular Classics á kr. Risaforlagið Penguin er um þessar mundir að setja á markaðinn nýjan bókaflokk, Penguin Popular Classics. Hér eru á ferðinni sígild meistaraverk heims- bókmenntanna í ódýrum og sérlega smekklegum útgáfum. Nú geta menn eignast snilldarverk úrvalshöfunda á borð við Charles Dickens, Oscar Wilde, Thom- as Hardy, Jane Austen og Emily Bronté fyr- ir sama og ekkert, því hver bók kostar að- eins kr. 150! Þetta er því tilvalið tækifæri til þess að byggja upp gott bókasafn fyrir lít- inn pening. bók/Ua, /túdervtðw við Hringbraut, sími 615961 FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ1994 PRESSÁN 19

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.