Pressan - 14.07.1994, Síða 32

Pressan - 14.07.1994, Síða 32
A lþýðuflokksmenn L\ leita nú ýmissa J- \.leiða til að koma í veg fýrir yfirvofandi klofhing flokksins með sérframboði Jóhönnu Sigurðardóttur. Ljóst er að hún mun ekki taka sæti á lista við hlið Jóns Bald- vins Hannibalssonar í Reykjavík og því síður flytja sig yfir í annað kjör- dæmi í framboði fýrir flokkinn. Ein leiðin, sem töluvert hefur verið rædd innan Alþýðuflokksins, er að Jón Baldvin flytji sig yf- ir í Reykjaneskjördæmi þar sem skarð þykir fýrir skildi að Jóni Sigurðssyni og Karli Steinari Guðna- syni burt horfhum. Þetta hefði þann kost að Guð- mundur Ami Stefánsson yrði ekki í fýrsta sæti, enda talinn njóta lítilla vinsælda í heimahéraði sínu þessa mánuðina, en auk þess hefur Jón Baldvin umtals- vert fýlgi á Suðurnesjum, ekki síst vegna verka sinna í utanríkisráðuneytinu í þágu Suðurnesjamanna... Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari er væntanlegur aft- ur til starfa við réttinn í haust eftir leyfi. Heimildir PRESSUNNAR herma að Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, kvíði því, en hann tók við forsetaemb- ættinu af Þór. I forsetatíð sinni þótti Þór sýna að hann treysti Hrafni ekki fyrir mikilvægum málum. Sömu heimildir segja að líklegt sé að Þór beiti áhrifum sínum, sem eru mikil innan réttarins, til að þagga niður í Hrafni í deilunum við lögmenn... VIÐ HLUSTUM ALLAN SÓLAR- HRINGINN 643090 Sameiginlegt átak sem skilar árangri 25. milljónin frá viðskiptavinum Olís er komin í hendur Landgræðslunnar í þau tvö ár sem sameiginlegt átak viðskiptavina Olís og Landgræðslunnar hefur staðið yfir, hafa 25 milljónir verið afhentar Landgræðslunni. Það hefur skilað sér ómetanlega í baráttunni gegn gróðureyðingu landsins. Orrustan gegn landeyðingu er í fullum gangi í sumar. Þau svæði sem hafa orðið illa úti vegna uppblásturs og sandfoks er helst að finna í Arnessýslu, í Þingeyjarsýslum og á Reykjanesi. Þessa dagana er hópur fólks frá Landgræðslunni að vinna við uppgræðslustörf á Haukadalsheiðinni og á uppblástursvæðum norðvestur af Gullfossi. Baráttan gegn eyðingu gróðurlendis er eitt brýnasta verkefnið í umhverfismálum sem við Islendingar stöndum frammi fyrir.Vertu með í að vinna orrustuna. Komdu við á næstu Olísstöð og leggðu landinu lið. GRÆÐUM LANDIÐ MEÐ

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.